Tíminn - 01.02.1946, Qupperneq 8

Tíminn - 01.02.1946, Qupperneq 8
Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna er I EdduhúsiniL Sími 6066. 8 REYKJAVÍK FRAMSÖKNARMENN! Komið í kosningaskrifstofuna 1. FEBR. 1946 21. blað r MMLL Irandeilan. Iranmállð hefir nú hlotið þá afgreiðslu í Öryggisráðinu, að stjórnir Rússlands og Iran skuli reyna að ná samkomulagi um deilumál sín, en gefa Öryggis- ráðinu skýrslu um gang samn- inganna. Náist ekki samkomu- lag milli stjórnanna, leiðir það af sjálfu sér, að málið kemur aftur fyrir ráðið. Rússar vildu alveg vísa mál- inu frá Öryggisráðinu, en Bret- ar beittu sér fyrir framan- greindri lausn. í Iran hefir ný stjórn tekið við völdum og er hún talin hlið- hollari Bretum en fráfarandi stjórn. Fyrstu kosningarnar í Þýzkalandi. Síðastl. sunnudag fóru fram i Bayern, Wúrtenberg og Hesseit bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingar í sveitum og borgum með færri en 20 þús. íbúa. Síðar fara fram kosningar í stærri borg- unum. Þetta eru fyrstu frjálsu kosningarnar í Þýzkalandi um 14 ára skeið. Úrslitin urðu þau, að kristi- legi lýðræðisflokkurinn fékk 1V2 millj. atkv., jafnaðarmenn 900 þús. og kommúnistar 40 þús. Aðrir flokkar tóku ekki þátt í kosningunum. Tryggve Lie kjörinn aðalritari. Utanrikismálaráðherra NÓrð- manna, Tryggve Lie, hefir ein- róma verið kjörinn ritari banda- lags sameinuðu þjóðanna. Þetta er mesta virðingarstaða banda- ÚR BÆNUM TÍHIAIVS lagsins og höfðu bæði Eden og Eisenhower verið tilnefndir í hana. Tryggve Lie er talinn eiga stöðuna jöfnum höndum að þakka viðurkenndum hæfileik- um sínum og framkvæmdum Norðmanna á stríðsárunum. Hopkins látinn.. Harry Hopkins, sem var aðal- ráðunautur Roosevelts, er nýlát- inn. Hann var um langt skeið talinn annar valdamesti maður Bandaríkjanna, þót aldrei gegndi hann neinni opinberri stöðu. Stefnuskrá frönskn stjjórnarinnar. Nýja franska stjórnin hefir birt stefnuskrá sína. Hún kveðst ætla að gera öflugar ráðstafanir til að koma í veg fyrir dýrtíð og verðbólgu. Hún ætlar að koma ríkisrekstri á bankastarfsemina, kolanámur, gasstöðvar o. fl. Bidault verður utanríkismála- ráðherra áfram. Tekin mun ákveðnari stefna gegn Pranco og sennilega slitið stjórnmála- sambandi við stjórn hans. Samfylkingu hafnali. Danskir jafnaðarmenn hafa neitað tilboði kommúnista um samvinnu í bæjar- og sveita- stjórnarkosningunum, er eiga að fara fram í vor. Rætt uni Bornholm. í dönskum blöðum er nú farið að ræða um Bornholm og sagt, að Danir séu alveg einfærir um að stjórna þar. Gæftir batna Skemmtikvöld. Pramsóknarfélögin í Reykjavík haía samkomu í Listamannaskálan- um í kvöld kl. 9 fyrir þá, sem unnu fyrir B-listann s. 1. sunnudag í kjör- deildum, skrifstofu eða við önnur störf. Frestur til að skila skattaframtali í Rvík var útrunninn á miðnætti í nótt. Framtöl, sem koma eftir þann tima eru ekki tekin gild, nema öðruvísi hafi verið ákveðið. Skjaldarglíma Ármanns verður háð í íþróttahúsinu við Há- logaland í kvöld, og taka 10 glímu- menn þátt í henni frá þremur félög- um, Ármanni, Knattspyrnufélagi Reykjavíkur og Ungmennafélagi Hrunamanna. Aðalfundur félags pípulagningarmanna. var háldinn síðastl. sunnudag. Á fiindinum var rætt um löggildingu handa félagsmönnum til vatns- og hita- lagninga í húsum, en bæjarstjórnin, sem á að veita þessa löggildingu, hefir daufheyrzt við óskum félagsins i þessu efni, þó þær hafi oft verið ítrekaðar. Þá var einnig rætt um alvarlegan efn- isskort, sem er yfirvofandi hjá þessari iðn, ef ekki rætist bráðlega úr með út- vegun efnis, og geta þá nýbyggingar í bænum stöðvazt af þeim sökum. Að lokum fór fram stjórnarkosning og hlutu þessir kosningu: Grímur Bjarna- son formaður, Loftur Bjarnason gjald- keri og Runólfur Jónsson ritari. Með- stjórnendur voru kosnir þeir Jóhann Valdimarsson og Óskar Smith. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu. trúlofun sína ungfrú Guðríður Svavarsdóttir, Akra- nesi og Ólafur Þórðarson, Vesturgötu 57, Reykjavík. „Skaftfellingur” Vörumóttaka til Vestmanna- eyja árdegis í dag. Fram til seinustu helgar, mátti heita óslitið gæftaleysi hér við Faxaflóa, en síðan hafa verið allgóðar gæftir og afli sæmilegur. í Vestmannaeyjum eru róðrar ekki byrjaðir, svo heitið geti. í fyrradag fóru héðan skip á vegum ameríska flotans með á fimmta hundrað smál. af hrað- frystum fiski, er sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefir selt í Ameríku. í ráði var að senda 1000 smál. með þessari ferð, en meira var ekki til af hraðfryst- um fiski í verstöðvum við Faxa- flóa vegna gæftaleysis undan- farið. Kosningaúrslitin í nokkrum kaupstöðum (Framhald af 1. síðu) Djúplvogur. Þar féllu atkvæði þannig, að listi Verkalýð.sfélagsins. fékk 47 atkvæði og 2 menn kjörna, en listi óháðra fékk 72 atkvæði og 3 menn kjörna. Við seinustu kosningar 1942 var ekki kosið þar. Dalvík. Á kjörskrá voru 414, en at- kvæði greiddu 346. Listi óháðra hlaut 156 atkv. og 3 menn kjörna. Listi Verkalýðsfélagsins fékk 141 atkv. og 2 menn kjörna. Listi óháðra fékk 42 atkvæði en engan kjörinn. Auðir seðlar voru 5, en 3 óg. Stokkseyri. Á kjörskrá voru 347 en atkv. greiddu 332. Listi Verkalýðsfél. Bjarma fékk 127 atkv. og 3 menn kjörna. Listi Framsóknarfl. fékk 43 atkvæði og einn mann kjörinn. Listi Sj álfstæðisflokksins fékk 155 atkv. og 3 menn kjörna. Auðir seðlar voru 2 og 8 ó- gildir. Við seinustu kosningar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 161 atkv., Framsóknarfl. 41 atkv. Alþýðu- flokkurinn 34 og kommúnistar 47. Ríkisstjórnin hefir van- rækt að útvega markaði (Framhald af 1. síðu) flutninga og að færa niður útgerðarkostnað íslenzku flutn- ingaskipanna, eru nú fyllstu horfur á, að fullkomið öng- þveiti geti orðið í fisksölumál- unum, ef sæmilega aflast. Gæftaleysið hefir hingað til átt mestan þátt í því, að þetta hefir ekki komið enn að sök. Sér- staklega virðast horfurnar slæmar fyrir hina smærri út- gerðarstaði. Finiiii anra ábyrgðm. Rétt er að geta þess, að stjórn- in mun hafa ákveðið að ábyrgj- ast 5 aura af lágmarksverðinu, sem hún auglýsti á ísfiskinum. En þegar tillit er tekið til lækk- aðs hámarksverðs í Bretlandi og aukins útgerðarkostnaðar hér, nægir það ekki til að tryggja flutningaskipunum svipaða af- komu og í fyrra. Auk þess er slík ábyrgð mjög vafasöm leið til að fara inn á og ólíkt áhættusam- ari en hin,‘sem fellst í því að reyna að lækka útgerðarkostn- aðinn, án þess þó að rýra hlut smábátaútvegsins og hlutasjó- mannanna. Saltf|skkaiip .stjórnarinnar. Þegar stjórnin sá fram á að ekki myndu verða til næg flutn- ingaskip, ákvað hún að kaupa um 5000 smál. af saltfiski. Ekki mun þó fullákveðið hvaða stað- ir eigi að sitja fyrir kaupunum, en vitanlega ættu það að verða þeir, sem hafa lökustu aðstöð- una til flutninga og hraðfryst- ingar. Þá mun aðeins talað um, að stjórnin kaupi saltaðan stór- fisk, og geta þá skapazt miklir erfiðleikar með smáfiskinn. Loks vantar víða salt, því að ekki hafði verið séð um að tryggja innflutning á því í tæka tíð. Ef þessi saltfiskkaup stjórn- arinnar eiga að koma að tilætl- uðu gagni, þarf því að koma fullkomnara skipulagi á þau mál og gera ýmsar viðbótarráð- stafanir. F nfl ií’liii uiiij^inn og skipulaglð vantar. Þegar þannig er litið yfir þessi mál í heild, getur það ekki dulist neinum, að hér eru á ferðinni sömu annmarkarnir og einnkennt hafa önnur vinnu- brögð stjórnarinnar. Það er ekki byrjað á neinu verkefni fyrr en það er komið í ótíma og þá er vitanlega jafnan hætt við skipulagsleysi og glundroða. Það er eins og það sé regla stjórnar- innar að draga allt sem mest á langinn og lifa eftir kjörorð- inu: Flýtur á meðan ekki sekk- ur. Jón Blöndal hefir nýlega lýst mjög greinilega þessum ein- kennum stjórnarstefnunnar á fjármálasviðinu, en engu ó- greinilegar hafa þau komið fram í fiskflutninga- og fisk- sölumálunum. Þess verður nú að vænta, að ríkisstjórnin reyni að gera sitt bezta úr því, sem komið er, og Alþingi skirrist ekki við að grípa í taumana, ef þörf krefur. Hlut- ur smáútvegsins og hlutasjó- manna getur orðið nógu bágur eftir þessa vertíð, þótt hann sé ekki rýrður með nýrri vanrækslu og nýjum mistökum ríkisstjórn- arinnar. Tilkynning ii in atviminleysisskrámugu. Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvæðum laga n. 57 frá 7. maí 1928, fer fram á Ráðningar- stofu Reykjavíkurbæjar, Bankastræti 7 hér í bænum, dagana 4., 5. og 6. febrúar n. k. og eiga hlutaðeigendur er óska að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa sig þar fram á afgreiðslutím- anum kl. 10—12 f. h. og kl. 1—5 e. h. hina til- teknu daga. Reykjavík 31. jan. 1946. Borgarstjórinn í Reykjavík. Viðskiptaráðið tilkynnir: Framvegis mun ráðið ekki annast úthlutun bifreiða frá Bretlandi til einstaklinga hér. Er því þýðingarlaust að snúa sér til ráðsins í því skyni. Ráðið mun hins vegar veita innlendum umboðsmönnum viðurkenndra bifreiðaverksmiðja leyfi til innflutnings á bifreiðum frá Bretlandi, og skulu þeir, er óska að eignast slíkar bifreiðar, snúa sér til þeirra. 31. janiiar 1946. Viðskiptaráðið Tapað tryppi Síðastliðið sumar tapaðist frá Núpi í Haukadal jörp hryssa, þriggja vetra. Mark: Sneitt aftan hægra, biti og fjöður aftan vinstra. Vinsamlegast gerið símstöðinni á Leikskálum eða undirrit- uðum aðvart, ef þið verðið hennar varir. Guðm. Guðinuntlsson, Núpi, Haukadal, Dalasýslu. (jamla Bíó Frú Curie (Madame Cnrie) Metro Goldwyn Mayer stór- mynd. Aðalhlutverk leika: Greer Garson, Walter Pidgeon. Sýnd kl. 9. „NEVADA“ Cowboy-mynd með Bob Mitehum, Anne Jeffreys, „Big Boy“ Williams. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð yngri en 14 ára. Drengjaskjólúlpur nýkomnar. H. TOFT Skólavörðustíg 5. — Sími 1035. NÝKOMIÐ : GARDÍNUEFNI Stórr ósótt. H. TOFT Skólavörðustíg 5. — Sími 1035. Wýja Bíó Jane Eyre Tilkomumikil stórmynd eftlr hinni frœgu sögu eftir Charlotte Bronté. Aðalhlutverk: Orson Welles. Joan Fontaine. Sýning kl. 7 og 9. Hern j ósnarar Ævintýrarík og spenn. mynd. Lynn Bari, Edward Robinson. Aukamynd: Hálfsokka-telpur. (March of Time). Sýnd kl. 5. “Tjatnatbíó ______ . AÐ JÖRÐU SKALTU VERÐA (Dust Be My Destiny) Áhrifamikil og spennandi mynd eftir skáldsögu Jerome Odlum. Priscilla Lane, John Garfield. Sýning kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR sýnir hinn sögulega sjónleik SKÁLHOLT (Jómfrú Ragnheiður) eftir Guðmund Kamban Sýuing i kvöld kl. 8 stundvíslga. Ósóttir aðgöngumiðar seldir í dag eftir kl. 2. Mitt innilegasta þafcklœti votta ég minum mörgu vin- um, sem með heimsóknum, gjöfum og á margan annan hátt minntust mín á sjötugsafmæli mínu. Hrafnkelsstöðum, 30. jan. 1946. ÓLÖF GÍSLADÓTTIR. Gjöf Jóns Sigurðssonar Samkvæmt reglum um „Gjöf Jóns Sigurðssonar," skal hér með skorað á alla þá, er vilja vinna verðlaun úr téðum sjóði, fyrir vel samin rit viðvíkjandi sögu landsins og bókmenntum, lögum þess, stjórn eða framförum, að senda slík rit fyrir lok desembermánaðar 1947, til undirritaðrar nefndar, sem kosin var á Alþingi 1945, til þess að gera álit um, hvort höfundar ritanna séu verlaunahæfir fyrir þau, eftir tilgangi gjafarinnar. — Rit- gerðir þær, sem sendar verða í því skyni að vinna verðlaun, eiga að vera nafnlausar, en auðkenndar með einhverri einkunn. Þær skulu vera vélritaðar, • eða ritaðar með vel skýrri hendi. Nafn höfundarins á að fylgja í lokuðu bréfi, með sömu einkennum, sem ritgerðin hefir. Reykjavík, 26. janúar 1946. Þorkell Jóliaiinessoi|. Matthías Þórðarson. Þórðiir Eyjólfsson. Bæjarstjóraembættið á Isafirði er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. marz 1946. Verk- fræðingsmenntun æskileg. úmsóknir sendist Forseta bæjarstjórnar, ísafirði, sem veitir upplýsingar um launakjör og annað, er starfið varðar. Forseti bæjarstjórnar fsafjarðar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.