Tíminn - 11.11.1947, Side 2
BÆNDUk
Nýútkommn er
LEIÐARVISIR UM
FARMALL DRÁTTARVÉLA
MEÐFERÐ
Runólfssonar vélfræðings,
í þýðingu Þórðar
bæklingur er ómissandi hverjum
Þessi ýtarlegi
Farmalleiganda.
Fæst hjá öllum kaupfélögum. Verð kr. 15.00.
Samband ísl. samvinnu
Reykjavík, miðvikudaginn 12. nóv. 1947
206. blaó
• . 'i ■ * O * *.:v,
A framabraut
i dag:
Sótin kom upp kl. 8.44. Sólarlag
kl. 15.39. Árdegisflóö kl. 4.15. Síð-
. degisflóð kl. 16.37.
í <iótt:
Næturakstur fellur niður vegna
benzinskömmtunar. Næturlæknir
er í læknavaiðstofunni í Austur-
' bæjarskólanum, sími 5030. Nætur-
vörður er í Reykjavíkur Apóteki,
sími 1760.
Veðrið í dag:
Alihvass norð-austan, bjartviðri.
Útlit er fyrir að norðanátt og
hvassviðri haldist eitthvað enn.
Háþrýstisvæði er yfir Grænlandi.
ÚtvarpiS í kvöld:
Fastir liðir eins og venjulega. Kl.
20.20 Tónleikar: Strengjakvartett
eftir Verdi (plötur). 20.45 Erindi:
Sildin í Breiðafirði (Oscar Clausen
rithöfundur). 21.15 Smásaga vik-
.unnar: „í eyðimörkinni'1 eftir
Johannes V. Jensen; þýðing Jóns
Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi.
(Þýðandi les). 21.45 Spurningar og
svör nm islenzkt mál (Bjarni Vil-
hjáfmssön). 22.00 Fréttir. 22.05
•Djassþáttur (Jón M. Árnason).
22.30 Dagskrárlok.
Skiþafréttir:
„Brúarfoss" fór frá Gautaborg
7JU. tii Reykjavíkur. „Lagarfoss"
fór frá Reykjavík 6./11. til Hull.
„Selfoss" fór frá Immingham í gær
áleiðis til Akureyrar. „Fjallfoss" er
í Reykjavík. „Reykjafoss fór frá
Huli f gærkvöldi til Leith. „Sal-
mon Knot“ fór frá New York
29711. tíl Reykjavíkur. „True Knot“
fór frá New York 7./11. til Halifax.
„Lyngaa“ kom til Helsingfors 3./11.
frá Hamborg. „Horsa“ fór frá
Reykjavík í gærkvöldi til Leith og
Antwerpen.
•
Aðalfundur Reykvíkingafélagsins
verður haldinn í kvöld. Hefst
fundurinn í Sjálfstæðishúsinu kl.
8,30. Að afloknum venjulegum að-
alfundárstörfum verður kórsöngur,
kvikmyndasýning, æskuminningar
Reykvíkings, Matthiasar Jochums-
sonar minnzt og að lokum dans.
Kvennadeild Slysavamafé-
iagsins í Hafnarfirði
heldur fyrsta skemmtifund sinn
á þessum vetri í kvöld. Hefst hann
kl. 8,30 með sameiginlegri kaffi-
drykkju. Sýnd verður kvikmynd og
,að lokum dansað.
Slökkviliðsæfing á Iaugardaginn.
" Slökkvilíðsæfing verður á flug-
vellinum í:-Reykjavík á laugardag-
inp. -Verður þá kveikt í flugvéla-
flaki, sem er á flugvellinum fyrir
austan flugturninn, skammt frá
aðáiakbrautinni út á völlinn. Flug-
vélaflak' þetta er eftirlegukind frá
dögum hernámsins, og skildu Bret-
ar það eftir. Verður þetta önnur
íslenzka slökkviliðsæfingin á vell-
inum við þetta flak. Sú fyrri var
síðastl. laugardag.
Reykvíkingar skoða síldina.
í allan gærdag var straumur af
fólki niður við höfn til að skoða
þá nýstárlegu sjón, sem þar er að
sjá þessa dagana, — síldarbátana
drekkhlaðna við bryggjurnar. Bát-
arnir liggja aðallega í króknum
sunnan við Löngulínu. Eru þeir þar
hver út af öðrum og nótabátarnir
í vari við skipin. Sjómennirnir
bíða óþreyjufullir eftir því að geta
losað báta sína í flutningaskip.
Steinsteypustöðin tekin til starfa.
Steypustöðin við Elliðaár er að
taka til starfa um þessar mundir.
Jph^nnes Bjarnason vélaverkfræð-
ingur . yeitir fyrirtækinu forstöðu,
en„hann hafði kynni af þessháttar
fyrirtækjum í Bandaríkjunum. —
Steypan <-er blönduð i verksmiðj-
unni. í.þei'm hlutföllum sem óskáð
er, en sjðan er henni ekið út um
bæinn til yiðskiptavinanna á sér-
stökum, þar til gerðum bifreiðum.
Verður mönnum hið mesta hag-
ræði að þessari stöð, sem á að
geta skilað steypunni tilbúinni í
mótin ódýrari en ef hver og einn
hrærir handa sér. Þá er fram-
kvæmd þessi til hins mesta hag-
ræðis fyrir gatnagerð í bænum, og
eru sérstök mót væntanleg frá
Ameríku til að steypa kanta á
gangstéttir. Afköst stöðvarinnar
verða væntanlega 12 þúsund rúm-
metrar á ári, miðað við fulla
notkun. Eigendm- hinnar nýju
stöðvar er hlutafélag, eins og
kunnugt er og eru aðaleigendur
þess Reykjavíkurbær, Hallgrímur
Benediktsson kaupmaður og Orka
h.f. í stjórn fyrirtækisins eru: Sig-
urgeir Sigurjónsson hrl. formaður,
Hallgrímur Benediktsson, stórkaup-
maður, Halldpr Jónsson arkitekt,
Bolli Thoroddsen bæjarverkfræð-
ingur og Jóhannes Bjarnason verk-
fræðingur. Varastjórn skipa Othar
Ellingsén kaupmaður og Þorlákur
Björnsson fulltrúi.
Jarðskjálfti í Reykjavík.
Um helgina varð vart lítilsháttar
jarðskjálfahræringar. Á laugar-
daginn fannst hér kippur, sem
vart var við viða um Suðurland,
og er talið, að hann standi 1 sam-
bandi við aukin eldsumbrot í
Heklu þessa dagana.
Árnað heilla
Gefin hafa verið saman í hjóna-
band:
Ungfrú Guðríður Jónsdóttir í
Miðhúsum í Reykhólasvelt og Ól-
afur Ingiberg Torfason Hjaltalín
á Jaðri við Grundarfjörð.
Ungfrú Ingibjörg Snæbjörns-
dóttir á Hellu og HJörleifur Jóns-
son frá Skarðshlíð undir Eyja-
fjöllum. Heimili ungu hjónanna
verður að Hellu á Rangárvöllum,
en séra Jón Guðjónsson prestur á
Akranesi gaf brúðhjónin saman.
Ung, íslenzk stúlka, Alda Pálsson,
hefir nýlega lokið hljómlistarnámi
við framhaldsskóla í Toronto í
Kanada með óvenjulega loflegum
vitnisburði. Hún er píanóleikari,
og þykir frábærlega efnileg. Hún
hefir þegar haldið hljómleika í
ýmsum borgum Kanada, meðal
annars í Ottawa, Vancouver og
Toronto, og á nokkrum stöðum í
Bandaríkjunum. Þá hefir hún
einnig leikið í útvarpið við bezta
orðstír.
Alda er dóttir Jónasar Pálssonar
frá Norður-Reykjum í Reykholts-
dal, svo að hún á ekki langt að
sækja tónlistargáfur sínar, því að
hann var maður mjög ríkum hæfi-
leikum gæddur á því sviði, eins og
mörgum íslendingum hér heima
mun kunnugt. Hann er nú ný-
látinn.
Alda er fædd í Winnepeg, en
fluttist með fólki sínu til Calgary
og Vancouver og þaðan til New
Westminster. Þar var faðir hennar
tónlistarkennari við Kolumbíu-
menntaskóla. Þar hóf Alda náms-
feril sinn.
Árið 1943 fór hún til Toronto og
stundaði nám hjá frægum kenn-
(Framhald á 7. síðu)
* *
A förnum vegi
Það kom til mín í gær kunningi
minn, tæplega fertugur bóndí, bú-
settur í einhi af blómlegustu sveit-
um Suðvesturlandsins. Hann heils-
aði mér glaðhlakkalega og kastaði
fram gamanyrðum og lét vel yfir
sér. Hann er einn af þessum víg-
reifu mnbótamönnum, sem alltaf
eiu að sækja fram á leið, og hann
á farsæla jörð og gott bú, sem
hann stundar af miklum rnyndar-
skap.
Það var þess vegna ekki nema
að vonum, að talið barst fljótlega
að búskap og búskaparhorfum, og
innti ég hann eftir því, hvort hann
hyggði ekki gott til þess að njóta
afkasta margvíslegra stórvirkra
vinnuvéla, sem hann hefir fyrir
skömmu fest kaup á. Það væri
munur eða gamli tíminn. En viti
menn — þá var eins og brosið
heldur dofnaði. Hann hallaði sér
fram á borðið og sagði:
— Ef ég á að segja þér eins og
er, þá sé ég eftir gamla tímanum.
En þú rýkur kannske með þetta
í blaðiö, og þá veröur þetta auð-
vitað virt mér til lasts. En mér
finnst nú samt, að það sé svo
margt að hverfa af því, sem gerði
sveitalífið ánægjulegast, þegar
maður var að alast upp. Tuttugu
ár — þau hafa mörgu breytt. Áður
var sauðfé aðal bústofninn, og
alltaf eru nú kindurnar skemmti-
legastar. Þá voru réttirnar stór-
kostlegir hátíðisdagar — margar
þúsundir fjár komu til réttar,
dagurinn entist varla til þess að
draga í sundur, og þar var fjöl-
menni, gleði r" gáski, brennivín og
kvenfólk. Nú eru réttirnar úr sög-
unni vegna fjárpesta og mæði-
veikigirðingar um héruð og af-
rétti. Sundurdrætti í þessum rétta-
nefnum er lokið löngu fyrir há-
degi ..,,
Og einhvern; veginn á það betur
við mig að smala, standa yfir beit-
arfé og hleypa til, heldur en mjólka
kýr með mjaltavél og gösla í súr-
heyi. Fyrirgefðu, þó að ég segi eins
og er ....
Og svo eru það jepparnir okkar
— auðvitað ágæt tæki. Það er svo
sem fljótlegra og hampaminna að
setjast upp í.þá og aka af stað,
heldur en að leita að kiárunum út
um alla haga og leggja á þá. Ekki
þarf heldur að stoppa á klukku-
tíma fresti til þess að láta þá
pissa. En einhvern veginn kýs ég
nú samt heldur að setja á góðum
hesti í hópi fjörugs fólks á sumar-
degi en geysast áfram á jeppa ....
Jú — framfarirnar eru auðvitað
miklar, túnin yfirleitt slétt og
hægara að vinna með öllum þeim
vélum, sem nú er víða á að skipa.
En samt sakna ég engjaheyskap-
arins, viðlegu í tjöldum og milli-
ferða með langa heybandslest. Og
síðast en ekki sízt eru það kaupa-
konurnar, sem ég sakna — bless-
aðar kaupakonurnar, sem alltaf
voru sjálfsagðar á hverjum bæ og
oft fleiri en ein. Maður hlakkaði
til allt árið. Þó að þær yllu manni
stundum vonbrigðum, kannske
bæði um útlit og viðmót, þá var
það þó blessunarlega sjaldan.
Og nú þagnaði kunningi minn
og horíði út í bláinn fjarrænu
augnaráöí.
— Það mikil guðs sending
hverju byggðarlagi, bætti hann
við.
En svo var eins og hann vakn-
aði af draumi.
— Já — þú ert að skrifa, sagði
hann. En bíddu nú við — þú veizt
kannske, að ég snaraði mér í
hjónaband hérna á dögunum. Ég
held, sjáðu, áð þú ættir að minnsta
aosti ekki að neína nafnið mitt —
oftir á að hyggja. Það er þetta með
kaupakonurnar, skilurðu. Nýgiftar
konur geta verið viðkvæmar íyrir
iess háttar, meðan þær eru ekki
oúnar að átta sig á þessu nýja
standi.
Anglýslngar eru mikill
máttur. Og það er þægilegt
fyrlr fólk að nota £ér þann
mátt til margs konar ágóða.
En auglýsnigar eru yfirleitt
dýrar. í 1—2 dálkum hér á
þessum stað í blaðinu verða
birtar smáauglýsingar með
sérstaklega lágu verði. Er það
ætlað lesendum Tímans til
þæginda, þegar þeir vilja
auglýsa sitthvað smávegis.
Vonast Tíminn eftir að fólk
noti sér þetta.. Líklegt er að
auglýsingarnar beri oft ár-
angur, þar sem Timinn er
annað fjöllesnasta blað
andsins.
• ♦ O <S> <»«?>
Aaglýsingasími
Tímans er 2323. .— Hringið í
þann síma, ef þið viljið fá aug-
lýsingu í blaðinu á morgun.
>«» o »»*<)
Klæðaskápur
Óskast til kaups. Sími 2323.
Orgel.
Þarf ekki einhver að láta
geyma fyrir sig orgel I vetur?
Það get ég og myndi jafnvel
borga eitthvað fyrir eftir sam-
komulagi. Upplýsingar í síma
5564.
Tíminii
til áramóta kostar aðeins 10
krónur og þar í er fjölbreytt
jólablað. — Gerist áskrifendur
strax í dag. Sími 2323.
statn^crifbwHI
og stóU óskast til kaups. Má
vera notað. Upplýsingar i sima
6117.
Rltvél
óskast til kaups. Upplýsingar í
síma 6043.
BókaMðin á Langa-
veg 10
selur ykkur bækurnar. Höfum
ennfremur ýmsa íslenzka list-
muni.
Fjallagrös.
Er kaupandi að hreinum og vel
tíndum fjallagrösum.
V O N , Reykjavík,
sími 4448.
Sníðakennsla.
Tek að mér að sníða og máta
dömu- og bamafatnað.
Elísabet Jónsdóttir,
Sörlaskjól 5.
Matsveiim.
Vanur matsveinn óskar eftir
skiprúmi. Uppl. í sima 7292
næstu daga.
óskast til að selja Tímann á
götunum. Komi þeir í Eddu-
húsið um kl. tvö á daginn.
Góð sölulaun.
Reyktar tryppasíður, affeins kr. 6.50 kr. — Ágætar
gulrófur í sekkjum.
Yöríigeymsla KRON
Hverfisgötu 52. Sími 1727.