Tíminn - 11.11.1947, Síða 4
4
TÍMINN, þriðjudaginn 11. nóv. 1947
206. blað
Skðinmtun á tóbaki
EMr Krisíjáii Benediktsson, Einleolti
Fyrir nær 40 árum, eða
nánar tiltekið 27. jan. 1909
var stofnað ungmennafélag
hér á Mýrum í A-Skaftafells-
sýslu. Það hefir starfað síðan
og unnið að mörgum þarf-
legum félags- og menningar-
málum. Eitt með því fyrsta
sem ungmennafélagið vann
var að stofna tóbaksbindind-
isflokk hér í sveitinni meðal
Ungra manna og kvenna. —
Þessum tóbaksbindindisfl.,
er starfaði hér um nokkurra
ára skeið, eigum við það á-
reiðanlega að þakka, að eldra
fólk hér í sveit neytir ekki
neins tóbaks. En svo kom
sígarettutízkan, en þó er það
svo, að rúmlega % hlutar
bænda hér i sveitinni neyta
ekki tóbaks, en þeir bændur
.er það gera hér, eru hinir
yngri, en konur og meyiar
þessarar sveitar, eru allar
lausar við fjanda þann að
vera tóbaksneytendur.
Þaö er eins og reykinga-
tízkunni finnist það fínt og
sýna mikla menningu að
reykja sígarettu. Henni finnst
dásamlegt að sjá reykinn
heiðbláan hringa sig og
fylla heil hús þeirri heil-
næmu gufu, þá er ekki síður
aðdáunarvert að láta reyk-
inn hverfa ofan í lungun og
geyma hann þar um skeið
og láta hann síðan koma út
um öll þau skilningarvit
mannlegs líkama, sem hægt
er að koma honum um. En
saga listarinnar er ekki þar
með búin, því á rneðan reyk-
urinn er geymdur í lungun-
um fær blóðrásin áhrif hans
til meðfqrðar og flytur út
um allan líkamann og fær
hjartað á þann hátt sinn
skerf vel mældan.
Tóbaksneytendur þykjast
vera þjóðhollir menn öðrum
fremur. Þeir greiði svo mikið
í ríkissjóðinn gegnum tollinn.
Þeir segja: „Landið græðir
mest á mér“, — já, mikil er
fórnfýsin. En við sem neytum
ekki tóbaks, þykjumst alveg
eins bera á herðum okkar
hag ríkissjóðs, þótt eftir öðr-
um leiðum sé, og að mínu
áliti eftir hollari leiðum, eða
finnst heilbrigðri hugsandi
alþýðu manna ekki nú neytt
nægilega mikils af tóbaki og
víni. Mér virðist sá synda-
bolli muni fleytifullur vera,
og þó held ég að fjárhagur
ríkisjóðs sé á þann veg. að
ekki þurfi i náinni framtiö
að grípa til „Hrafnagjár" til
að „hafa fyrir landsins
kassa“.
Víðar en í mínu ungmenna-
félagi hefir sjálfsagt veriö
unnió á móti tóbaksnautn á
fyrstu árum ungm.f., en
kannske með mismunandi
árangri, og mun sá árangur
nú horfinn fyrir valdi tízk-
unnar. Nú hefir Halldór
Kristjánsson á Kirkjubóli
skrifað í „Tímann“ 17 sept.
þ. á. um skömmtun á tóbaki.
Hann spyr hvort tóbakið hafi
gleymzt þegar æ fleiri vöru-
tegundír eru teknar til
skömmtunar til sparnaðar á
gjaldeyrinum.
Það eru þrjú atriði, sem
Halldór Kristjánsson telur
upp, er mæli sérstaklega gegn
tóbaksnautnimai. Það eru
fjáreyðslan^ siðferðisvanda-
málið og óhollustan. Um
fjáreyðsluna getur hver og
einn lagt niður fyrir sjálfum
sér. Um áhrif tóbaksreyking-
anna á siðferðis- og náms-
þroska barna og unglinga
vitna skólarnir og skólalækn-
ar. Algengasta banamein
miðaldra manna hefir am-
erískur læknir haft til rann-
sóknar nú um nokkurra ára
skeið, og telur hann það
vera hjartasjúkdóm af völd-
um reykinganna, sem drepi
meira af miðaldra fólki en
krabbamein, berklaveiki og
sykursýki. samanlagt. Þessi
sjúkdómur fer hröðum skref-
um í vöxt á seinni árum að
áliti læknisins og konan
keppir þar nú orðið mjög
til jafns við karlmanninn og
nálgast það óðfluga að kom-
ast til jafns við hann í tölu
dauðsfalla af þessum sjúk-
dómi.
Mjög.mikið þykir mér fyrir
því, að sí- helmingur þjóðfé-
laganna, sem tvimælalaust
hefir reynzt þýðingarmeiri,
til viðhalds og eflingar sið-
gæði, menningu og heilbrigði
;þjóðanna, skuli nú svo mjög
dceppa viö grófari helminginn
: um að veikja þessa höfuð-
jkosti einstaklinga og þjóðar.
I Því víst mun það vera að síg-
arettan er oft inngangur að
áfengisnautninni og allir
þekkja áhrif áfengisins á
andlegt, líkamlegt og efna-
legt heilbrigði þjóðanna og
einstaklinga. — Ekki skal þaö
láð þótt kvenþjóðin keppi við
karlmenn um að neyta hinna
forboðnu epla. Vorir fyrstu
foreldrar byrjuðu það brátt
í sameiningu. En á það má
benda, að óheillavænleg á-
hrif mun slíkt hafa á fram-
tíðarheilbrigði vorrar þjóðar,
ef konur og meyjar okkar
skyldu hætta að vera á verði
um siðgæði og heilbrigði, svo
sem þær hafa verið hingaö
til.
Ég stýð eindregið þá tillögu
Halldórs Kristjánssonar, að
tekin verði upp nú þegar
skömmtun á tóbaki; á þann
Sá siður var tekinn upp á
styrjaldarárunum, að fest
voru upp skilti á götum þeim
í borginni, sem liggja að
sjúkrahúsum, og á var letr-
uð ósk um að aka varlega og
hljóðlega fram hjá þessum,
heimkynnum sjúkra og
þjáðra.
Leið mín liggur að jafnaði
nokkrum sinnum á dag fram
hjá öðru stærsta sjúkrahúsi
borgarinnar, Landakoti. Áö-
ur nefnd skilti eru þar eins
og víðar, en sorglega lítið er
farið eftir því, sem á þeim
stendur. — Alls konar öku-
tæki æða um eftir Tungöt-
unni, rétt fyrir framan
glugga hins mikla sjúkra-
húss og líknarstofnunar hins
katþólska trúboðs í Landa-
koti, öskrandi og skröltandi,
svo engum er vært, og það
oftast jafnt daga sem nætur.
Inni fyrir eru hinir sjúku,
ýmist sár-þjáðir, örþreyttir
eða andvaka, þráandi frið,
kyrrð eða svefn. Sumir heyj-
andi sína síðustu baráttu um
lífið, sem öllu sem lifir er
áskapað að elska. Aðrir eru
ef til vill, einmitt þegar
hátt að unglingum innan 18
ára verði ekki veittur neinn
skammtur, (nema þeir séu á
þeim aldri orðnir forfallnir
tóbaksmenn — þá verði þeim
varla viðbjargað upp frá því.)
Þeir, sem eldri eru og háðir
eru orðnir tóbaki, skulu fá
það mikinn skammt aö ekki
líði þeir vegna vöntunar á
tóbaki, en ekkert-líka fram
yfir það, svo þeir ekki verði
áfram smitberar meðal barna
og unglinga með veitingu
tóbaks. Ég sé ekki ,að þeir
sem ekki eru háðir tóbaks-
nautn og eldri eru en 18 ára
hirði um að taka sinn
skammt, þiví, að sjálfsögðu
gætu þeir einnig orðið smit-
berar meðal barna og ungl-
inga, ef þeir vildu hafa sinn
skammt til þess, en það vil
ég ekki ætla neinum manni,
sem kominn er yfir 18 ára
aldur. Ef vel er áhaldið ætti
á þennan hátt að hverfa að
mestu tóbaksneyzlan úr
landinu á tiltölulega skömmu
árabili, öllum að sársauka-
og skaðlausu, en mörgum til
aukins heilbrigði og hagsbóta
á komandi tímum.
Ungmennafélagar um land
allt! Tökum upp baráttu-
merkið gegn tóbakinu, sem
fallið hefir niður um skeið,
og hrindum þessu máli á-
fram til sigurs á þessum
grundvelli. Hver veit nema
við sjáum okkur fært innan
tíðar að taka áfengismálin á
líkan hátt, og gera áfengið
landrækt. Kvennafundir og
kvenfélagasambönd hafa tek-
ið áfengismálin til meðferðar.
Konur hafa lengst um fengið
að súpa súrar dreggjar af á-
fengisnautn okkar karlmann-
anna. Ungmennafélagar! —
Styðjum konurnar í barátt-
unni gegn áfenginu. Máttur
okkar ungmennafélaga er
mikill ef ekki vantar vilja og
áhuga.
skarkalinn fyrir utan glugg-
ana er mestur, að kveðja lífið,
og öðlast hina miklu hvíld,
sem öllum er að lokum búin.
Oft ræður úrslitum í þessum
átökum milli lífs og dauða,
að um hinn sjúka ríki ró og
kyrrð. Eitt ónærgætið gróft
bílflaut getur ráðið úrslitum.
Örþreyttar taugar hins
svefnvana og þjáða þola ekki
skrækina og undirganginn í
þungum og illa á sig komn-
um ökutækjum strætisins,
eða þegar gatan fyrir utan er
gerð að kappakstursbraut.
Nóttin er fyrst og fremst
tími svefnsins, hvíldar og
kyrrðar, sérstaklega hinna
sjúku. Það er krafa þeirra á
hendur hinum heilu, að næt-
urfriðurinn að minnsta kosti
sé tryggður fyrir ástæðulaus-
um skarkala. Því skyldi okk-
ur hinum heilu ekki verar á-
nægja að inna af hendi þessa
ofursanngjörnu kröfu.
Það er því fastlega skorað
á yfirvöld lands og borgar,
að loka fyrir alla nætur um-
ferð ökutækja um götur þær,
er næst liggja sjúkrahúsum
(Framliald á 6. síöu)
Lofih sjúkum að sofa
Hreggviður skrifaði mér um for-
sétabrennivín: „Fj ármálaráðherra
svaraði um daginn á Alþingi fyrir-
spurn Jónasar Jónssonar. Gerði
hann það með því að lesa upp
bréf frá forstjóra áfengisverzlun-
arinnar. Þar segir svo m. a.:
„1. Hvaða trúnaðarstöðum í
landinu fylgir réttur til að fá frá
ríkinu áfengi til kaups með nið-
ursettu verði?
Svar: Þeir, sem hafa þennan
rétt eru forseti íslands, Stjórnar-
ráð íslands samkvæmt fyrirlagi
ráðherra, Alþingi, ráðherrar, for-
setar Alþingis, forstjóri áfengis-
verzlunar ríkisins, erlendir sendi-
herrar og konsúlar.
2. Hvenær hafa trúnaðarmenn
þjóðfélagsins öðlast þessi réttindi,
hvaða stjórnarvöld veittu réttind-
in og hvaða ár fékk hver einstök
trúnaðarstaða sinn frumrétt?
Svar: Er núverandi forstjóri á-
fengisverzlunar ríkisins tók við
starfi 1928 höfðu forsætisráðherra,
stjórnarráðið og Alþingi þessi rétt-
indi.
í tíð þjóðstjórnarinnar var öll-
um ráðherrum veittur réttur til
kaupa á áfengi með niðursettu
verði. Árið 1944 fékk forseti sam-
einaðs Alþingis þessi réttindi og
1945 deildarforsetar.
Forstjóri áfengisverzlunarinnar
hlaut réttindin 1944.“
Þessi svör eru sjálfsagt rétt, en
þau eru óljós. Hver er réttur
st j órnarráðsins ? Bæta ráðherrar
kost starfsfólks síns með áfengi og
telst það með reksturskostnaði
ráðuneytisins? Eða fá fulltrúár og
fleiri starfsmenn í stjórnarráðinu
áfengi með niðursettu verði í af-
mælisveizlur sínar og við önnur
hátíðleg tækifæri, brúðkaup, jarð-
arfarir og fermingar í fjölskyldun-
um t. d„ ef ráðherra skrifar upp á
fyrir þá? Þannig spyr nú maður
mann án þess að úr verði skorið.
Finnst mér heldur lítið á svona
svörum að græða, og því ónóg, úr
því spurt var.
En hvar fást svör við þessu? Og
er nú Tíminn hættur að ræöa
þessi mál líka?“
það að segja, að sá siður mun hafa
gilt þar undanfarið, og gildir enn,
að starfsmenn fái á innkaupsverði
tvær flöskur af sterku vini á ári
hverju, en meira ekki, samkvæmt
upplýsingum sem mér hafa borizt
frá fjármálaráðuneytinu. Þessi
fríðindi eru því ekki þar eins stór-
vægileg og Hreggviður segir að
ýmsa hafi grunað, en annað mál
er hitt, hvort mönnum finnast þau
smekkleg eða viðeigandi.
Barnakcnnari norður í landi
hefir skrifað .okkur bréf um það
misrétti, sem þeir séu beittir, sem
stundi farkennslu en hafi ekki
kennarapróf. Hann segir meðal
annars svo:
„Hefir það nokkurntíma verið
rannsakað að nemendur hinna
kennaraprófslausu væru að einum
fjórða hluta verr menntaðir og
verr undir lífsbaráttuna búnir, en
nemendur hinna sérmenntuðu
kennara?
Ég held ekki. En hvers vegna þá
ekki sömu laun fyrir sömu vinnu,
þegar árangur beggja aðila af
starfinu er svipaður?
í einu farskólahverfi er kennari,
sem er með kennaraskólapróf. f
öðru er kennari próflaus. Þeir hafa
báðir jafnmarga nemendur á svip-
uðu þroskastigi. Kennslustunda
, f jöldi þeirra er jafn. Allur aðbún-
aður við kennsluna er mjög líkur.
Hjá báðum ná nemendurnir góð-
um þroska og framförum og yfir-
leitt er árangurinn af starfi þéirra
eins.
Er það þá rétt að svipta hinn
próflausa einum fjórða af launum
sínum og láta hann gefa ríkinu
það fé, einungis vegna þess, að
hann hefir ekki hlotið þroska sinn
og kunnáttu til að gegna starfinu
í kennaraskólanum?"
Mér finnst rétt að hugsa um
þetta. Er það yfirleitt í samræmi
við regluna um sömu laun fyrir
sömu vinnu hvernig mönnum er
mismunað eftir því, hvort þeir
hafa einhver ákveðin réttindi eða
ekki? Og hvernig á að leysa þau
mál?
Um fríðindi stjórnaráðsins er Pétur Xandshornasirkill.
Tilkynnin
frá Félagl íslenzkra iðaírekencla.
Fjárhagsráð hefir falið félagi voru að senda öllum
verksmiðjum á landinu skýrslueyðublöð til útfyll-
ingar.
í skýrslum þessum á að láta Fjárhagsráði í té ýmsar
upplýsingar um hráefnaþörf fyrirtækjanna o. fl., og
geta þau fyrirtæki, sem eigi veita þessar upplýsingar,
ekki vænzt þess, að fá innflutnings- og gjaldeyris-
leyfi til framleiðslu sinnar.
Þeir verksmiðjueigendur, sem ekki hafa enn fengið
fengið skýrsluformin í hendur, eru beðnir að gera
þegar viðvart til skrifstofu vorrar.
Jafnframt skal vakin athygli allra skýrslugefenda
á því að fresur til að skila skýrslunum hefir verið
framlengdur til 20. þ. m.
FéSag íslenzkra iðnrekenda
Laugaveg 10. Sími 5730.