Tíminn - 13.11.1947, Blaðsíða 8
Reykjavík
nóvember 1947
207. blaff
Skemmtun Fram-
sóknarmanna á
Selfossi
Framsóknarfélag Árnesinga
heldur aðalfund sinn og al-
mennan flokksfund ,að Sel-
fossi næstkomandi laugardag
og hefst hann kl. 3 síðdegis.
Þar fara fram venjuleg aSal-
fundarstörf og Jörundur
Brynjólfsson alþm. hefir
framsögu um stjórnmálavið-
hörfið.
Um kvöldið hefst almenn
fræðsla og skemmtisamkoma
1 Selfoss Bíó. Þar flytja ræð-
ur Jörundur Brynjólfsson og
Hermann Jónasson, er segir
fréttir frá þingi sameinuðu
þjóðanna, Kjartan Ó. Bjarna
son sýnir íslenzkar kvkimynd
ir, þar á meðal hina afburða
vinsælu og merku Heklu
mynd, sem hann hefir gert.
Sigurður Ólafsson, hinn -~áð-
kunni söngvari skemmtir. —
Þarf ekki að efa, að Fram-
sóknarmenn víðs vegar úr
Árnessýslu fjölmenna á fund
inn og samkomuna næstk.
laiigardag. Formaður félags-
ins er Eiríkur Jónsson, bóndi
í Vorsabæ.
Nýja vitaskipib og stjómandi þess
Jarðarför Ásu
Kjartansson
Frú Ása Kjartansson, kona
Jóns Kjartanssonar fyrrver-
andi ritstjóra Morgunblaðs-
ins; og núv. sýslumanns í Vik,
andaðist 2. þessa mánaðar.
Verður hún jarðsungin i dag.
Ása Kjartansson var aðeins
45 ára að aldri.
Blaðamönnum var í gær
boðið að skoða hið nýja vita-
skip Hermóð. Tíminn birtir
hér mynd af því. í horni
myndarinnar eru þeir Vil-
hjálmur Finsen sendiherra
og forstjóri skipasmíðastöðv-
arinnar, — myndin til hliðar
er af skipstjóranum á Her-
móði, Guðna Thorlacius.
Hann er kunnur sjómaður,
harðger og duglegur. Hið
nýja skip, er hann fær nú
til stjórnar og umsjár, er
fallegasta fleyta, traust og
þægileg að öllum búnaði.
Hinu eldra vitaskipi, Her-
móði, verður sennilega lagt
fyrir fullt og allt.
Kláði í vestfirzka fénu, sem
Þingeyingar og Eyfirðingar
keyptu í fyrra
Kláðaböðiui á öllu fjjárskiptasvæðinn
Eins og kunnugt er öllum, sem með þeim málum fyígjcist,
voru í fyrra höfð fjárskipti á svœðinu milli Skjálfandafljóts
og varnargirðinganna í Eyjafirði. Öllu sauðfé á þessu svœði
var slátrað, en keypt i staðinn lömb á Vestfjörðum. Nú hefir
komið i Ijós, að fjárkláði hefir leynzt í þessu vestfirzka fé, og
hefir kláðaböðun til útrýmingar honum farið fram á þessu
fjárskiptasvœði í haust.
Norðanstormur og
frost um allt land
Undanfarin dægur hefir
verið norðanátt með stormi
og kulda um a!lt land. Útlit
er fyrir, að sama veður hald-
ist eitthvað enn, þar sem
enn er háþrýstisvæði yfir
Grænlandi cg lágþrýstisvæði
fyrir' sunnan land.
í morgun var hvassviðri
um allt land. Mestur storm-
ur 6 vindstig, á Hólum og
Dalatanga. Norðan lands og
vestan er allsstaðar frost,
me.st á Vestfjörðum, 5 stig,
í Reykjavík var þriggja stiga
frost í morgun.
Snjókoma hefir verið öðru
hverju á Norðurlandi og
Vesturlandi frá því á aðfara-
nótt síðastl. þriðjud.
30 hrossnm slátrað
daglega á Akureyri
Úm þrjátíu hrossum er nú
slátrað daglega á Akureyri.
Er kjötið ýmist selt neytend-
um þar i bænum eða sent
í næstu kaupstaði og kaup-
tún.
Það er á vegum hins nýja
hrossasölusam.’ ags Skagfirð-
ingá og Austur-Húnvetn-
inga, sem þessi hrossaslátrun
fer fram.
Nýtt skólahús að Gaulverjabæ
vígtraeð raikilli viðhöfn
Félagsheimili í smföum í nánd við skólann
Að undanförnu hefir verið í smíðum nýtt skólahús í
Gaulverjabœjarhreppi í Árnessýslu. Er þetta heimanakst-
ursskóli, og var honum valinn staður skammt frá vegamót-
unum við Gaulverjabæ. Vígsla þessa nýja skólahúss fór svo
fram með viðhöfn siðastliðinn laugardag.
Gott og vandað skólahús.
Þetta nýja skólahús er
byggt úr steinsteypu, 160 fer-
metrar að grynnfleti. Er það
tvær hæðir. Niðri eru tvær
kennslustofur og skrifstofa,
herbergi handa bókasafni
hreppsins, geymsla, snyrtiher-
bergi, rúmgóð forstofa og tvö
anddyri. Uppi er skólastjóra-
íbúð og salur, sem tekinn
veröur til afnota, þegar skóla-
skyldualdur lengist-. Kjallari
er undir nokkrum hluta húss-
ins, og er þar miðstöðvarher-
bergi, þvottahús og geymsla.
Þórir Baldvinsson húsa-
meistari teiknaði húsiö, og
þykir það eitt af fallegustu
skólahúsum landsins af þess-
ari gerð. Þar er líka til alls vel
vandað.
Við skólahúsið er skýli fyrir
rafmagnsmótor og skólabíl-
inn.
Félagsheimili sveitarinnar.
Rétt hjá er önnur bygging i
smíðum, og þó nær fuligerð.
Það er stórt og vandaö félags-
heimili: Þar á að. fara fram í-
þróttakennsla, og þar er
skólaeldhúsiö.
Oddviti hreppsins hefir séð
um framkvæmdir þessar af
hálfu sveitarstjórnarinnar.
Hafa þau Gaulverjabæjar-
hjón, Dagur Brynjólfsson
oddviti og Þórlaug Bjarna-
dóttir, sýnt mikinn dugnað og
áhuga við undirbúning og
framkvæmd þessara mann-
virkja.
Hátíðleg vígsluathöfn.
Vígsluathöfnin, sem var hin
hátíðlegasta, hófst um hádegi
á laugardaginn. Fór íyrst
fram guðsþjónusta, og sókn-
arpresturinn, séra Áreiíus Ní-
elsson, predikaði, en fjöl-
mennur söngflokkur sveitar-
innar söng við scjórn Jóns
Jónssonar bónda á Loftsstóð-
um. Séra Árelíus flutU skól-
anum einnig frumsamiö
ikvæði, en ræður fluttu Dagur
jBrynjólfsson, Helgi Eliasson
' fræðslumálastjöri, Bjarni ‘M.
Jónsson námsstjóri og Sigrið-
: ur Einarsdóttir á Fljótshólum.
I Síðar um daginn var veizla
haldin, og var þar enn mikið
I um ræðúhöid.
Gjafir til skólans.
| Það. má nokkuð marka hug
jmanna til þessa nýja skóla á
jþeim gjöfum, sem hann hlaut
vígsludaginn. Jason Stein-
þórsson, bóndi í Vorsabæ,
færði skólanum fimm þúsund
krónur, Guðlaugur Jónsson,
bóndi að Hellum, eitt þúsund
krónur, Jóhann G. Björnsson,
fyrrum bóridi i Brandshúsum,
veglega mynd af Jóni Sigurös-
syni forseta, og auk þess hétu
, ýmsir vinnu við að rækta og
prýða land skólans.
Vígsluhátíðin var fjölsótt,
og kom þar fagurlega fram í
orði og verki trúin á íramtíð
sveitarinnar og æskufólkið.
Tíðindamaður Tímans hef-'
ir átt tal við Guöbrand Hlíð-
ar, dýralækni á Akureyri.
Sagði hann, að talsverð
brögð hefðu verið að fjár-
kláða í hinu vestfirzka fé.
Alls voru það um átta þús-
und kindur, sem keyptar
voru að vestan, og náttúr-
lega víðs vegar að. Gegnir
auðvitað ekki sama máli um
allt þetta fé. Taldi Guð-
brandur, að lítið eða ekki
hefði borið á kláða í þvi fé,
sem upprunniö var úr Barða-
strandarsýslu.
Mest í Köldukinn og
Öngulsstaðabyggð.
Mest hefir borið á kláðan-
um á Öngulsstaðabyggðinni
í Eyjafirði og Köldukinn í
Þingeyjarsýslu. Féð, sem fór
í Köldukinn, var ættað frá
ísafjarðardjúpi. Ekki eru þó
meiri brögð að kláðanum en
svo, að það er aðeins kind
og kind, er hefir kvillann, og
á langflestum bæjum á fjár-
skiptasvæðinu er allt féð al-
heilbrigt.
Kláðaböðun fyrirskipuð.
Ekki þótti samt fýsilegt að
búa undir þessum kvilla, og
var þess vegna fyrirskipuð
allsherjar kláðaböðun á öllu
fjárskiptasvæðinu. Skyldi
tvíbaðað eins og venja er til,
þegar um kláðaútrýmingar-
böðun er að ræða. Skýrði
Guðbrandur svo frá, að ver-
ið væri að Ijúka við seinni
böðunina.
Hætt við að sagan
endurtaki sig.
Nú í haust fóru enn fram
fjárskipti á stórum svæðum
og var hinn nýi stofn feng-
inn af Vestfjörðum. Er hætt
við — og má raunar telja
víst —, að fjárkláði leynist
einnig með sumu af þessu
fé, svo að kláðaböðun verði
að fara fram. Er hér um að
ræða fjárskiptasvæðin milli
girðinganna úr Berufirði i
Steingrímsfjörð og Hvamms-
firði í Hrútafjörð og þ!rjá
vestustu hreppa Vestur-
Húnavatnssýslu.
Kláðaböðun nauð-
synleg vestra.
En til þess að taka fyrir
það, að framvegis verði
keypt á fjárskiptasvæðin fé,
sem ganga má að vísu, að
fjárkláði leynist með, þyrfti
auðvitað að fara fram ræki-
leg kláðaböðun á Vestfjörð-
um, að minnsta kosti í þeim
byggðarlögum, sem sannan-
legt er eða sterkar líkur til,
að kláðasjúkt fé hafi komið
úr.
fslandskvikmynd
Lofts í Tjarnarbíó
Fyrir nokkru bauð Loftur
Guðmundsson tíðindamönn-
um útvarps og blaða að sjá
kvikmyndina. — Verður
mynd þessi sýnd næstu daga,
og er önnur sýningin í kvöld.
Efni myndarinnar er marg-
þætt og sýnir ólíkustu grein-
ar þjóðlífsins og atvinnuveg-
anna. Lengsti samfelldi kafli
myndarinnar er frá Reykja-
vík, en aðrir kaflar myndar-
innar eru víðs vegar að af
landinu. Sérkennilegur og at-
hyglisverður þáttur í mynd-
inni er kaflinn, er fjallar um
Heklugosið. Hafa gosdrun-
urnar náðst um leið og mynd
in var tekin, og er þvílíkast,
sem áhorfandinn sé kominn
á gosstöðvarnar sjálfar.
í heild er myndin mjög
vel gerð og er ekki vafi á,
að marga mun fýsa að sjá
þessa mestu kvikmynd, sem
tekin hefir verið hér á landi.
Ráðgert hefir verið að
senda myndina vestur um
haf og sýna hana þar í
heimkynnum íslendinga.
Þarf sízt að efa, að henni
yrði vel fagnað vestra, af
öllum, sem af islenzku bergi
eru brotnir, jafnt þeim, sem
fæddir eru heima sem hin-
ir, er aldrei hafa litið ætt-
land sitt.
Framsóknarvist
í kvöld
Næsta Framsóknarvist Fram-
sóknarfélaganna í Reykjavík
verður í samkomusal Mjólk-
urstöðvarinnar í kvöld.
Hefst hún aS venju klukkan
hálf níu.
Að vistinni lokinni mun
Hermann Jónasson, formað-
ur Framsóknarflokksins, sem
nú er nýkominn heim af
þingi sameinuðu þjóðanna,
flytja erindi. — Ssðan verður
söngur og1 dans að venju.
AðgÖngumiða má panta í
innheimtuskrifstofu Tímans,
sími 2323. Pantaðra miða sé
vitjað fyrir klukkan fimm á
morgun. Fólki er vinsamlega
bent á að panta miða sem
fyrst og jafnframt er Fram-
sóknarfólk í liænum beðið að
leiðbeina utanbæjarfólki, sem
hér kann að vera statt og
langar til þess að sækja
Framsóknarvistina.