Tíminn - 13.11.1947, Blaðsíða 5
207. blað
TÍMINN, fimmtudaginn 13. nóv. 1947
5
ERLENT YFIRLIT,
Blaðakóngur kveður
Beavcrbr©ok lávarSwr lætar af sijórn
bla^ithrings síiss
Fitnmtud. 13. nóv.
Þrjár stefnur
í öllum löndum, þar sem
lýðræði hefir fest rætur, hef-
ir það komið glöggt i ljós, að
meginstefnur stjórnmálanna
eru þrjár. Víða eru stjórn-
málaflokkarnir að vísu fleiri
en þrír, en þá er líka oft um
skylda flokka að ræða, er
greinir meira á um annað en
málefnin.
Þrjár meginstjórnmála-
stéfnur nútímans eru íhalds-
stefnan, sósíalisminn og mið-
stefnan eða umbótastefnan.
íhaldsstefnan er borin uppi
af þeim ríku, sem hafa notið
eða njóta ýmis konar sérrétt-
inda. Þeir vilja eðlilega halda
í þessi sérréttindi. Þess vegna
vilja þeir sem allra minnstar
breytingar og helzt engar •
breytingar á skipan þjóðfé-
lagsins. Þeir vilja halda í það,
sem er. Alveg sérstaklega
vilja þeir halda í ýmsa gall-
ana, því að þeir skapa sér-
réttindi hinna ríku. Þótt hin-
ir ríku séu yfirleitt fáliðaðir,
tekst þeim oft að safna um
sig verulegu fylgi með tilstyrk
fjármagns síns og blaða
sinna. Þeir breiða þá yfir
nafn og númer, látast vera
vinir allra stétta, þykjast
bera frelsi og framtak ein-
staklinganna fyrir brjósti o.
s. frv. Sjálfstæðisflokkurinn
hér er mjög gott dæmi þess,
hvernig íhaldsflokkar eru og
starfa.
Sósíalistísku flokkarnir
hafa það markmiö að koma
á ríkiseign og ríkisrekstri í
flestum greinum. Þeir telja
að þannig verði framleiðslan
bezt skipulögð með hag fjöld-
ans fyrir augum. Þeir gæta
þess ekki, að þetta skipulag
leggur geysilegt vald í hend-
ur fárra manna. Þeir fá
raunverulega í sínar hendur
umráð yfir afkomu og frelsi
alls fjöldans. — Rússland er
dæmi þess, hvernig þetta vald
er notað. Þessu skipulagi
fylgir líka mikil skriffinnska
og framtaki einstaklinga er
haldið niðri. Þótt ríkisrekstur
gpti gefist sæmilega á ein-
staka sviði, er hann áreið-
anlega ekkert allherjarmeðal.
Sósíalisminn er því hugsjóna-
stefna, sem í framkvæmd
leiðir til gagnstæðrar niður-
stöðu viö það, sem fylgjend-
ur hans ætlast til. Margir
þeir flokkar, sem upphaflega
játuðu honum fylgi sitt, eru
líka óðum að snúa við hon-
um bakinu, og reyna sama
og ekkert til að framkvæma
hann, þótt þeir fái meiri-
híúta, t. d. í Bretlandi, en
þar virðist ætla að verða
minni þjöðnýting eftir fimm
ára stjórn jafnaðarmanna en
þegar er komin á hér á landi.
Miðstefnan og umbóta-
stefnan vill í mörgum grein-
um þræða meðalveginn milli
þeirra stefna, er hér hefir
verið lýst. Hún telur einstakl-
ingana njóta sín bezt innan
skipulags hins frjálsa fram-
taks. Þannig njóti frelsi
þeirra og atorka sín bezt. En
þar greinir hana á við í-
haldsstefnuna, að hún vill
setj a f ramtaki einstakling-
anna þau takmörk, að mikill
auður geti ekki safnast í
hendur fárra manna né ó-
eðlileg sérréttindi. Hún vill
Sú fregn birtist nýlega í ensk-
um blöðum, að blaðakóngurinn
heimsfrægi, Beaverbrook lávarður,
hafi ákveðið að leggja niður stjórn
hins mikla blaðahrings síns og
taka sér alveg hvíld frá störfum.
Orsökin er heilsubrestur. Sennilegt
er talið, að Beaverbrook lávarður
muni setjast að á Bahamaeyjun-
um.
Beaverbrogk. lávarður hefir ára-
tugum saman verið helzti blaða-
konungur Englendinga og hefir
enginn blaðaútgefandi í heiminum
komizt lengra i því að afla blöðum
sínum útbreiðslu. Fáir menn hafa
á þessum árum sett meiri svip á
brezkt stjórnmálalíf en hann, þótt
ekki hafi hann alltaf verið jafn
heppinn og áhrifamikill að sama
skapi.
Sementskonungur
í Kanada.
Beaverbrook lávarður, sem upp-
haflega hét William Maxwell
Aitken er fæddur í Newcastle í
Kanada 1879. Faðir hans var prest-
ur af skozkum ættum. Aitken yngri
byrjaði ungur að f?4st við við-
skiptastörf, og þótti fljótlega sýna
þar óvenjuleg hyggindi og dugnað.
Þegar hann var rúmlega tvítugur
að aldri, fól einn helzti bankinn í
Montreal honum að aihuga mögu-
leika á því að sameina þrjár
stærstu sementsverksmiðjur lands-
ins í eitt fyrirtæki. Aitken gerði
meira en að athuga þessa mögu-
leika, heldur- keypti hann sjálfur
allar helztu sementsverksmiðjurn-
ar og myndaði einn voldugan
hring. Við kaup þessi beitti hann
ýmsum aðferðum, sem ekki þóttu
allar sem heiðarlegastar, og fékk
hann því misjafnt orð á sig. En
viðskipti þessi- gáfu honum góðan
hagnað og voru eignir hans metnar
á rúmar 25 milj. kr., þegar hann
fór frá Kanada, þrítugur að aldri.
Þingmaður og ráðherra.
Aitkens kom til Bretlands árið
1909 og tók sér þar bólfestu. Hann
lét þar mikið á sér bera, ekki sízt
í samkvæmisiifinu. M. a. kynntist
hann ýmsum áhrifamönnum Breta
og- varð það til þess, að hann bauð
sig fram til þings fyrir íhalds-
flokkinn 1910 og var kosinn. Hann
átti sæti í neðri deildinni frá
1910—16, er hann »ar sæmdur
lávarðstitli og hlaut sæti í lávarða-
deildinni. Síðán hefir hann verið
kallaður Beáverbrook lávarður.
Árin 1915—17 Var hann eins konar
eftirlits og umsjónarmaöur kana-
láta ríkisváldið hafa aðstöðu
til að hindra slíkt og veita
almenningi vernd gegn slík-
um yfirgangi. Þar sem einka-
framtakið hrekkur ekki held-
ur til að leysa ýms meiri-
háttar vérkefni, vill hún
beita úrræðum samvinnunn-
ar og samhjálparinnar. Hún
telur líka, að úrræði ríkis-
reksturs komi vel til greina,
þar sem það á við, en vitan-
lega fer aðstaða hennar til
þess nokkuð eftir löndum. í
fjármagnssnauðu landi með
lítinn markað, þarf t. d. frek-
ar að grípa til slíkra úrræða
en í fjársterku landi, sem
hefir stóran markað.
í kosriingum þeim, sem
hafa farið fram eftir stríðs-
lokin, hefir miðflokkunum
yfirleitt aukizt fylgi. Á Norð-
diska hersins í Frakklandi. Hann
var einn þeirra, sem átti einna
mest þátt í því að steypa stjórn
Asquith og fela Lloyd George
stjórnarforystuna. Um skeið var
hann upplýsingamálaráðherra í
stjórn Lloyd George.
Fjöllesnustu blöð
veraldarinnar.
Árið 1913 hélt Beaverbrook lá-
varður, sem þá var enn Maxwell
Aitkerís, innreið sína í blaða-
mennskuna. Hann keypti þá eitt
Lundúnablaðið, The Daily Express.
Fyrst eftir styrjöldina sneri hann
sér af alvöru að blaðamennskunni
og þá keypti hann einnig kvöld-
blaðið Evening Standard. Með því
að taka að mörgu leyti upp nýtt
form á blöðum sínum og safna að
þeim snjöllum blaðamönnum, tókst
Beaverbrook að gera þau að fjöl-
lesnustu blöðum í Bretlandi á síryu
sviði. Daily Express hefir um langt
skeið verið fjöllesnasta dagblað
veraldar og mun það nú vera gefið
út í nær 4 milj. eintaka daglega.
Þriðja blaðið, sem blaðahringur
Beaverbrooks gefur út, mun þó
hafa enn meiri útbreiðslu, en það
er sunnudagsblaðið Sunday Ex-
press.
Yfirleitt hefir Beaverbrook
skrifað lítið í blöð sín, en hann
hefir ráðið meginstefnu þeirra og
stundum birt greinar undir eigin
nafni, þegar einhver ný stefna eða
stefnubreyting var boðuð. Hann
hefir skrifað nokkrar bækur, sem
vakið hafa eftirtekt.
Ákafur samveldismaður.
Blöð Beaverbrooks hafa aldrei
náð neinum áhrifum í samræmi
við útbreiðsluna, heldur má segja,
að þau hafi yfirleitt verið áhrifa-
litil. Beaverbrook hefir þó brotið
upp á ýmsu nýju í þeim og einu
sinni var það draumur hans að
stofna nýjan flokk. En Bretar tóku
þær tillögur hans, eins og margar
aðrar frá hans hendi, ekki alvar-
lega. Blöð hans vorú skemmtileg og
fjölbreytt, en þau skorti það, sem
Bretar meta mest. Þau voru ekki
áreiðanleg. Þótt Bretar hafi gaman
af að lesa þau, treysta þeir boðskap
þeirra ekki fullkomlega, fremur en
fréttum þeirra.
í málflutningi Beaverbrooks-
blaðanna hefir oft gætt mikils
hvarflandaháttar og það orð hefir
yfirleitt legið á þeim, að þau hög-
uðu seglum eftir vindi. Að einu
leyti hefir þó stefna þeirra alltaf
verið óbreytt. Þau hafa verið
ótrauð í baráttu sinni fyrir auk-
urlöndum öllum er mið-
flokksstefnan í mikilli sókn,
sbr. sigra bændaflokksins og
frjálslynda flokksins í Svi-
þjóð, vinstri flokksins í
Danmörku og vinstri
flokksins og bændaflokks-
ins i Noregi. — í þessum
löndum eru það einkum
bændur, sjómenn og mið-
stéttarfólk bæjanna, er fylkja
sér um þessa flokka, en einn-
ig margt menntamanna og
verkafólks. Hér á landi ætti
þessi stefna einnig að eiga
vaxandi fylgi að fagna á kom
andi árum, og það ætti að
gera aðstöðu hennar stekari
hér en víða annars staðar,
að hér er flokkurinn aðeins
einn, Framsóknarflokkurinn,
sem heldur uppi merkjum
hennar.
Beaverbrook lávarður.
inni samheldni og eflingu brezka
samveldisins. Einkum hafa þau
prédikað, s;ð auka bæri fjárhags-
lega samvinnu samveldislandanna
og brezk< samveldið ætti helzt að
vera ein fjárhagsleg heild. Beaver-
brook hefir jafnan látið blöð sín
berjast fyrir því, að vörur frá sam-
veldislöndunum nytu forgangs-
réttar og lægri tolla á brezkum
markaði en vörur frá öðrum lönd-
um. Oft hafa þau t. d. helt úr skál-
um reiðinnar yfir Dani, en Beaver-
brook hefir talið, að danskar land-
búnaðarvörur nytu alllt of mikilla
hlunninda á brezkum markaði.
Samherji Churchills.
Þegar styrjöldin hófst 1939 hafði
Beaverbrook lávarður um nokkurt
skeið látið blöð sín styðja stefnu
Churchills og annarra þeirra, sem
vildu taka upp einbeitta stefnu
gegn nazistum. Hann átti því víst
sæti í stjórn Churchills, sem var
mynduð vorið 1940. Beaverbrook
var falið eitt vandasamasta verk-
efnið, þar sem hann var gerður
ráðherra nýrrar stjórnardeildar,
sem skyldi annast flugvélafram-
leiðsluna. Því starfi gegndi hann
meö miklum árangri í eitt ár, en
þá tók hann við birgðamálaráðu-
neytinu. Hann lét af því starfi 1942
og var síðan innsiglisvörður
stjórnarinnar. Heilsa hans var þá
þegar tekin að bila, einkum var
hann orðinn gigtveikur. Blöð hans
gerðu ákafa hríð að jafnaðar-
mönnum í kosningabaráttunni 1945
og ásökuðu þá um einræðishneigð
og fasisma, líkt og Churchill gerði
í ræðum sínum. Síðan hefir oft
heyrst meðal íhaldsm., að Churchiil
skerfinn í kosningaósigrinum með
og Beaverbrook hafi átt drýgsta
(Framhald á 6. síðu)
Brýr í Vatnsdal
Þingsályktunartillaga frá
Páli Zóphóníassyni
Páll Zóphóníasson hefir
nýlega lagt fram í sameinuðu
þingi svohljóðandi tillögu til
þingsályktunar um brýr á
Álftaskálará og Vatnsdalsá:
„Alþingi heimilar ríkis-
stjórninni að verja af fé því,
sem lagt hefir verið til hliðar
til þess að brúa Blöndu, eftir
því sem þörf verður á, til
þess að brúa á næsta sumri
Álftaskálará og Vatnsdalsá,
enda verði í þess stað aftur
veitt fé til brúar á Blöndu
það tímanlega, að brúarbygg-
ing yfir hana tefjist ekki
þess vegna.“
í greinargerð tillögunnar
segir:
„Síðast liðin tvö ár hefir
verið ætlað nokkurt fé til
brúar á Blöndu undan Löngu
mýri. Þetta er dýr brú, sem
draga þarf saman fé til í
fleiri ár. Verulega þýðingu
hefir hún ekki fyrr en vegur
er kominn um Reykj abraut,
en þá styttist norðurleiðin,
Lofgerð um sukk
og skuldasöfnun
Það er ekki margt, sem
Mor"imblaðið getur verið
ánægt yfir af „afrekum“
fyrv. ríkisstjórnar. Blaðið vill
þó fyrir alla muni láta slíka
ánægju í Ijós. Þess vegna
notar það hin furðulegustu
tilefni til að lýsa. þessari
ánægju. Nú seinast fyllir það
dálka sína með gorti út af
því, að rekstrarhagnaður rík-
isins á árinu 1946 sé bók-
færður 28.4 milj. kr.
Mbl. gleymir að geta þess,
að hér er aðeins um bók-
færsluatriði að ræða, og að
hina raunverulegu afkomu
ríkisins er ekki að sjá á rekstr
aryfirlitinu, heldur sjóðsyfir-
litinu. Sjóðsyfirlitið sýnir, að
ekki aðeins hafa 198.7 milj.
kr. tekjur ríkisins á árinu
farið í súginn. Lausaskuldir
ríkisins á árinu hafa hækkað
um 10 milj. kr. og voru orðn-
ar 15 milj. kr. i árslokin.
Fastar skuldir ríkisins hækk-
uðu einnig um nokkrar milj.
Sjóðseign ríkisins lækkaði
úr 4.4 milj. í 0.2 milj. kr.
Alls mun eyðsla stjórnarinn-
ar á árinu hafa numið um
220 milj. kr.
Mbl. reynir að afsaka þessa
miklu eyðslu mej því, að
ráðist hafi verið í ýmsar
framkvæmdir og togarakaup.
Togarakaupin eru alveg ó-
skyld þessu máli, því að rík-
issjóður lagði ekki einn eyri
til þeirra. Um aðrar fram-
kvæmdir er það að segja, að
framlög til þeirra eru ekki
nema lítið brot af heildar-
eyðslunni. Ef vel hefði verið á
málunum haldið, var það
auðvelt að halda uppi þessum
framkvæmdum, og leggja
þó fyrir mikið fé til fram-
kvæmda á næstu árum. Og
vissulega hefði það haft önn-
ur og heillavænlegri áhrif í
sambandi við verðbólguna, ef
umræddu fjármagni hefði
þannig verið varið til fram-
kvæmdanna á lengri tíma, en
því ekki öllu verið eytt á
einu ári.
En ekki meira um það.
Lofgerð Mbl. um fjármála-
stjórnina á síðastl. ári sýnir
vel fjármálastefnu Sjálf-
stæðisflokksins. Það er örugg
vísbending um, hvers vænta
má af Sjálfstæðisflokknum í
framtíðinni, að að,almálgagn
flokksins lýsir ánægju sinni
yfir þeirri fjármálastjórn,
sem á einu ári eyðir ekki að-
eins 198 milj. kr. tekjum,
helduE- safnar til viðbótar
miklum skuldum og étur upp
þá sjóði, sem fyrir voru.
X+Y.
eöa leiðin milli Akureyrar og
Reykjavíkur, um ca. 12 km.
En vegagerð þessi tekur fleiri
ár, og er ekki byrjað á henni
enn. Hins vegar er í ráði, að
þurrmjólkurverksmiðja taki
til starfa á Blönduósi nú í
vetur og Húnvetningar fari
að flytja mjólk þangað. Þá
er Vatnsdælingum lífsnauð-
syn að fá brýr á Álftaskálará
og Vatnsdalsá, og þykir því
réttara að nota fé það, sem
fyrir hendi er, til þess að
brúa þær nú þegar, frekar en
geyma það, þar til búið er
að draga nóg saman tií að
byggja Blöndubrúna, enda
hægt síðar að bæta við fjár-
veitingu til Blöndubrúar, svo
hún þurfi ekki að tefjast
þess vegna“.