Tíminn - 13.11.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.11.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, fimmtudaginn 13. nóv. 1947 207. bla'd ^drd clecji tlí dc u fó t dag. Sólin kom upp kl. 8.50. Sólar- lag kl. 15.33. Árdegisflóð kl. 5.25. Síðdegisflóð kl. 17.47. f nótt: Næturakstur fellur niður vegna benzínskömmtunar. Næturlæknir er í læknavarðstofunni í Austur- bséjarskólanum, sími 5030. Nætur- vörður er í Reykjavíkur apóteki, sími 1760. Veðrið í dag: Allhvasst norð-austan, skýjað með. köflum, hætt við smáéljum síðdegis, 3—5 stiga frost. Útvárpið í kvöld. í’astir liðir eins og venjulega. Kl. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórar- inn • -Guömundsson stjórnar): a) TítusforleikuWnn eftir Mozart. b) Cavalleria Rusticana eftir Mascagni 20.45 Lestur íslendingasagna (Ein- ar Ól. Sveinsson prófessor). _ 21.15 Dagskrá Kvenfélagasambands ís- lánds: Erindi: Verzlunarmálin og heimilin (Rannveig Þorsteinsdóttir stud,- jur.). 21.40 Prá útlöndum (Benedikt Gröndal blaöamaður). 22:00' Préttir. 22.05 Auglýst síðar. 23.00 Dagskrárlok. Skipafréttir: „Brúarfoss" kom til Reykjavíkur ll./ll. frá Gautaborg. „Lagarfoss" kö'm til Hull í gærmorgun frá Reyls,avík. „Selfoss" fró frá Imm- ingham 11./11. til Akureyrar. „Pjallfoss" er í Reykjavík. „Reykja foss“ kom til Leith ll./ll. frá Hull. „Salmon Knot“ fór frá New York 29./10. til Reykjavíkur. „True Knot“ kom til Halifax lC./ll. frá New York. „Lyngaa' kom til Helsing- fors 3./11. frá Hamborg. „Horsa“ fór frá Reykjavík í gær til Leith og Antwerpen. Búið að draga í happdrætti landbúnaðarsýningarinnar. Nýlega hefir verið dregið í happdrætti landbúnaðarsýningar- innar. Handhafi miða 26.107 hreppir hestinn, handhafi m'iða 24.632 hreppir jeppabifreiðina og hándhafi miða 20.465 hreppir Farmalldráttarvélina. Veröur menntaskólinn reistur á Golfskálahæðinni. Bæjarráð hefir nú endanlega lágt til, að menntaskólinn verði reistúr á Golfskálahæðinni við svo- káilaða Litluhlíð. Telur bæjarráð átj' áthuguðu máli, að skólinn sé rníkiu betur settur þarna en í Láúgarnesi. Er það álit samhljóða Ulhsögn Einars Sveinssonar, sem ey_. húsameistari Reykj avíkurbæj ar. IVÍinning Steinþórs Sigurðssonar. Nokkrir viiiir og sámstarfsmenn Stéinþórs heitins Sigurðssonar m'agisters hafa hafið fjársöfnun í því skýni að láta- gera af honuni brjóstmynd, er varðveitt verði í húsakynnum hins væntanlega náttúr.ugripasafns. Þeir, sem taka á móti framlögum þeirra, er minn- as.t vilja Steinþórs með þessu móti, eru Kristján Skagfjörð, Túngötu 5, sími 3647, Ólafur Þorsteinsson, Varðarhúsinu, sími 5898 og Pálmi Pétursson í skrifstofu atvinnu- deildar háskólans, sími 5460. Einar Kristjánsson syngur „Vetrarferðina í kvöld.“ Einar Kristjánsson óperusöngv- ari heldur Schubertshljómleika á vegum Tónlistarfélagsins í Austur- bæjarbíó I kvöld. Syngur Einar „Vetrarferðina,“ en hann hefir einu sinni áfjir sungið þann laga- flokk opinberlega í Reykjavík. Var það í fyrra. Éinmenningskeppni Bridge- félagsins lokið. Einmenningskeppni í bridge í Beykjavík er nú lokið. Úrslit urðu þau, að Jón Þorsteinsson varð efst- ur með 62 V4 stig. Annar varð Árni Þorvaldsson með 55 stig, þriðji Kristinn Bergþórsson með 55 stig, íjórði Hallldór Dungal með 54% «tig, fimmti Örn Guömundsson með-48 stig. Ný hljómsveit. Stofnuð hefir verið ný „klassisk" hljómsveit í Reykjavík, Er hér um að ræða stóra hljómsveit, sem skip- uð er 30 mönnum, en stjórnandi hennar er dr. Urbantschitsch. Hefir þessi hljómsveit þegar haldið fyrstu æfingu sína í Hljómskálan- um. Ætlunin er að halda þrjár æfr ingar í þessari- viku, og standa vonir til að hljómsveitin geti hald- ið fyrstu hljómleika sína í des- ember í vetur. Á fyrstu æfingunni voru leikin lög eftir Schubert, Smetana og Tschaikovsky. Hljóm- listarlífi bæjarins er mikill fengur aö tilveru þessarar nýju hljóm- sveitar, þvi að slíka hljómsveit hefir lengi vántað hér. Héraðslæknirinn veikur. Mágnús Pétursson, héraðslæknir í Reykjavík, héfir verið veikur að undanförnu. En hann er nú á batavegi og getur væntanlega tekið við störfum . sínum aftur. innan skamms. Páll Sigurösson læknir gegnir s’törfum héraðslæknis í for- föllum hans. Iðnneminn, blað iðnnemasambands íslands, er -nýkomið út. Af efni þess má nefna greinar um málefni iðn- nema, sem margar eru athyglis- verðar. Fjöldi mynda prýðir heftið. Gróttuvitinn nýi var tekinn í notkun í fyrrad. Var þá kveikt í fyrsta sinn á hir.um nýja vita, sem er mun fullkomnari og langdrægari en hinn gamli. Er Gróttuvitinn, einhver mesta vita- bygging hérlendis. Pyrst um sinn verður notast við Ijósatækin úr gamla vitanum, en síðar meir verða fengin ný ljósatæki í vitann. Óráð- ið er hvað gert verður við gamla vitarin. Árnað he 'dla Gefin hafa verið saman í hjóna- baricf: Ungfrú Helga Þorkelsdóttir á Grund i Sogamýri og Sigurður B. Guðbrandsson frá Borgamesi. Ungfrú Gunnhildur Eiríksdóttir hjúkrunarkona frá Eskifirði og Sig- urður P. Árnason múrari, Berg- þórugötu 45, Reykjavík. Svo bar til... Skyldi hann hafa látið huggást? - ».*.> Frú Rolofson í Dacatur í Illinios brá sér í vöruhús. Þegar hún hafði keypt það, sem hún girntist, fór hún að gjaldkerastúkunni og lét töskuna sína á borðið fyrir framan hana meöan hún beið eftir af- greiðslu. Þá beindist athygli henn- ar að gömlum og hrumlegum manni, sem' hékk grátandi á bekk og barmaði sér hástöfum yfir því, að nú væri blessaður lífsförunaut- urinn sinn dáinn. Konan komst mjög mikið við, gekk til gamla mannsins og tók að reyna að hugga hann. En þegar hún sneri aftur að gjaldkerastúkunni og ætl- aði að borga það, sem hún hafði keypt, komst hún að raun um, að bókin, sem hún geymdi peningana sína í, var horfin. Og sama máli gilti um hinn syrgjandi ekkju- mann. Lausnin er fundin. Það hefir oft verið kvartað und- an skrjáfinu í sælgætispokunum í Iðnó á leiksýningum Leikfélagsins. En allar kvartanir hafa verið þýð- ingarlausar hingað til — það hefir skrjáfað í pokaskröttunum eftir sem áður. En nú kvað lausnin vera fundin. Hann heitir Irving M. Levin og er leikhússtjóri í San Prancisco, sá sem leysti þrautina. Þessi plága hefir nefnilega þjak- að þá líka vestan við Atlantshafið. Þessi leikhússtjóri þarna í Iðnó þeirra á Kyrrahafsströndinni hefir fundið upp nýja meðhöndlun á sellófani, sem gerir það að verk- um, að það skrjáfar ekki lengur. En það er við hann að tala um það, hver þessi meðhöndlun er, ef ekki á að biða eftir því, að ein- hver íslendingur finni hana upp líka. Hann merkti sér hana. Það bar við í New Orleans í haúst, að eigandi veitingakrór einnar Var borinn þeim sökum, að hann hefði stúlku í haldi í her- bergi inn af veitingakrónni. Lög- reglan skarst í málið og fann stúlkuna. Við frekari rannsókn kom í ljós, að veitingamaðurinn hafði merkt sér stúlkuna á öllum þeim stöðum, sem honum þóttu hafa mesta hernaðarlega þýðingu. Haföi hann brennt fangamark sitt meö logandi sígarettu á bæði brjóst hennar og læri, innan fót- ar og utan. Ódýrar augíýsingar Auglýsingar eru mikill máttur. Ög það er þægilegt fyrir fólk að nota sér þann mátt til margs konar ágóða. En auglýsnigar eru yfirleitt dýrar. í 1—2 dálkum hér á þessum stað í blaðinu verða birtar smáauglýsingar með sérstaklega lágu verði. Er það ætlað lesendum Tímans til þæginda, þegar þeir vilja auglýsa sitthvað smávegis. Vonast Tíminn eftir að fólk noti sér þetta. Líklegt er að auglýsingarnar beri oft ár- angur, þar sem Tíminn er annað fjöllesnasta blað landsins. A.ssj|lýsiiígasMaaI Tímans er 2323. — Hringið í þann síma, ef þið viljið fá aug- lýsingu í blaðinu á morgun. TÍSMÍBaEH til áramóta kostar aoeins 10 krónur og þar í er fjölbreytt jólablað. — Gerist áskrifendur strax i dag. Sími 2323. Je|B|5Í óskast í skiptum fýrir fyrsta flokks vörubifreið. Uppl. Tó- baksverzlunin Boston Laugaveg 8. Sími 3383. Nokkrar döniukápnr lítið eitt gallaðar. Seljast án skömmtunarmiða. ÚLTÍMA Bergstaðastíg 28. Klæðaskápur Óskast til kaups. Sími 2323. Ostsýiiiíag Jóns Þorleifssonar og Kolbrún- ar Jónsdóttur í Sýningarskála myndlistarmanna er opin dag- lega frá kl. 11—23. Sæaigurk®saur Tek sængurkonur heim til mín og geng í hús, ef óskað er. — Upplýsingar í síma 7745. Matsveiiam. Vanur matsveinn óskar eftir skiprúmi. Uppl. í síma 7292 næstu daga. UTFOR úsar Sigurðssonar bankastjóra fer fram fostudaginn 14. þ. m. frá Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 1 y2 e. h. Athöfninni í kirkjunhi verður útvarpað. Þeim, sem kynnu að vilja minnast hins látna, skal bent á, að honum var mjög annt um Slysavarnafé- lag íslands. Reykjavík, 11. nóv. 1947 Aðstandendur. Á förnum vegi . íslendingar hafa verið rányrkju- þjóð tíl skárnrhs tíma og eru það að verúlegu léyti érin ý mörgum svíðum. Þáu sár, sem þáu ‘hafa veitt- landi sínu, eru mörg og: stðr. Þau-landsgæöi, sem þeir hafa gert aö engu á liðnum árum, eru meiri og mik-ilvægari en okkur grunar í fljótu bragði. En nú er mikið tal- að um að græða þessi sár, eins og kóstur er á og bolmagn til, og bæta fyrir það, er misgert hefir verið.! Og óneitanlega er sú viðleitni dá- lítið komin á rekspöl, þótt enn sé aðeins stutt skref- stigið, miðað við þá löngu leið, sem fyrir höndum er, ef miklu skal áorkað. Þorkell Pétursson, bóndi i Litla- ] Botni við Hvalfjörð, var á ferð hér í höfuðstaðnum á dögunum. Hann sagðL mér athyglisvert dæmi um það, hversu bætt hefir verið fyrir eina tegund rányrkju liðins tíma. ' Um Botnsdal rennur á, ékki vatns- 1 rrilkll nema í leysingum og rign- irigum. Foss er i henni, nokkuð innan við miðjan dal, ófær laxi og silungi. Mun vegalengdin frá sjó að þessum fossi vera nálægt 3—4 kílómétrar. Sé flett upp í jarðabók Árna | Magnússonar má lesa, að mikil. laxgengd hefir verið í þessa á, en er þá stórum minnkandi, auðvitað vegna ofmikillar áníðslu. Pyrir ein- um mannsaldri var enn í henni lax eða að minnsta kosti stór silungur, ' en mjög til þurrðar genginn. Á seinustu áratugum hefir aðeins verið í henni silungur, helzt frem- ur smár, og ekki mikið af honum. En nú. hefir ijiaðurinn komið til sögunnar með úrræði sín til þess áð hjálpa náttúrunni. Fyrir níu árum var byrjað að láta laxaseyði í þessa á. Síðan hefir það verið gert á hverju ári, og hefir þar haft framkvæmdir Helgi Eyjólfs- son, húsameistari í Reykjavík, sem á ána á móti Þorkeli bónda í Litla-Botni. Munu 20—25 þúsund seyði hafa verið látin i hana ár- lega. Á fimmta ári tók að sjást ár- angur af þessu starfi. Pyrstu lax- arnir voru farnir að vitja upp- eldisstöðva sinna. Síðan hefir lax- gengdin aukizt ár frá ári — meiri lax og stærri. Þessi saga er lærdómsrík, og því er hún sögö hér. Sem betur fer er hún þó ekki einstæð. Fleiri gætu sagt svipaðar sögur um ræktun ís- lenzkra straumvatna. En eigi að síður er hér á landi fjöldamargar ár, sem hafa verið fiskiár með góð- um lífsskilyröum handa laxi, þar sem varla sést nú nokkur branda. Mörg hinna stærri vatna og vatna- kerfa eru fátæk aö laxi eða að minnsta kosti miklu fátækari en þau gætu verið. Hér er mikið verk að vinna — verk, sem áreiðanlega ber árang- ur, ef það er unniö af kostgæfni og - skynsamleg samvinna er höfð um það. Og hvað snertir ýmsar smáár, líkt og þá, sem hér hefir verið sagt frá, þá hafa oft einn eða tveir menn það á valdi sínu að gera þær með litlum tilkostnaöi iðandi af lífi, sem færir þeim arð og yndi innan fárra ára. J. H. Maffurinn minn ESnarssoia, andaðist 10. þ. m. aff heimili okkar. Nýja-bæ í Ölfusi Jarffarförin ákveffin síffar. Árný Eiríksdóttir. úr íslenzkum efnum. Allar venjulegar stærðir frá nr. 34 til 42. Einhneppt og tvíhneppt. Verð frá kr. 348.00 til kr. 595.00 Gott snið. Vandaður frágangur. Einnig fyrirliggjandi karlmannavetrarfrakkar. ÍTLTÍ MA Bergstaðastíg 28 BilLjardborð til sölu. Tvö vönduð billiard- borð til sölu. Tilboð óskast lögð inn fyrir 15. þ. m. Birgðastöff Reykjavíkurflugvallar. Uílarsokkar fyrir karlmenn, silki- sokkar fyrir konur á kr. 7,50. DYJVCM H.F. Laugavegi 25.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.