Tíminn - 14.11.1947, Síða 4
4
TÍMINN, föstudaginn 14. nóv. 1947
208. blað
I hvert sinn 0g leggja þarf
auknar hömlur á vöruflutn-
Ing til landsins, færast þær
umræður í aukana, sem lúta
að skiptingu innflutnings-
ins. Er þá rætt um hvort
innflutningurinn skuli að
mestu falla í óbreytta far-
vegi til þeirra innflytjenda,
sem iyrir eru. Hvernig rétt-
mætum kröfum nýrra inn-
innflytjenda verði mætt. —
Hvort formið skuli vera með
þeim hætti að eðlilegar og
heilbrigðar breytingar og
þróun geti átt sér stað. —
Hvernig innflutningi milli
kaupmanna og samvinnu-
manna skuli skipt o. s. frv.
Þessar umræður eru eðli-
iegar og sjálfsagðar, enda er
þetta mesta vandamál, sem
þarf gjörhygli við.
í stjórnarsáttmála flokka
þeirrá, er standa að núver-
andi ríkisstjórn, er fagurlega
orðuð grein, þar sem mörk-
uð er stefna stjórnarinnar í
þessu máli, að þeir innflytj-
endur, er ódýrast selja og
beztar vörur hafa, sitji fyrir
innfíutningnum. Þótt ekki sé
nema gott eitt um þennan
liö sáttmálans að segja, ber
þó þess aö gæta, að alla út-
íærzlu vantar og skýringar
hvernig þessu marki skuli
náð. Meðan hagkvæm leið til
að ná þessu marki er ófund-
ín eða ónotuð, verður þessi
iiður sáttmálans aðeins
skrautblóm, sem getur verið
þægilegt að vitna til, en
vantar allt raunverulegt gildi
og ínnihald.
Athyglisverðust tillaga, sem
komið hefir fram í máli
þessu, virðist mér tillaga
þeirra Hermans Jónassonar
og Sigtryggs Klemenzsonar í
Fjárhagsráði. Jafn athyglis-
veröur er sá mikli úlfaþytur
og andblástur, sem komið
hefir fram gegn tillögum
þessum, sérstaklega af því að
engin önnur tillaga hefir
komið fram til úrbóta af
hendi þeirra manna, sem
mestri vandlætingu eru
haldnir. Verður þó ekki ann-
að sagt en vel hafi verið eftir
þeim lýst.
Tillögur þeirra Framsókn-
armanna, sem fyrr getur, fela
það ) sér að skömmtunar-
seðlar skuli gilda sem inn-
kaupaheimild fyrir smásölu-
og heildverzlanir. Með þessu
moti verður formið lifandi og
hreyfanlegt, og verzlunin
fellur í þá farvegi, sem neyt-
endurnir sjálfir óska. Þá er
spurt: Tryggir þetta það, að
þeir sem ódýrast selja og
bezta vöru hafa, sitji fyrir
. innflutningi? Menn vitna til
þess, að í peningaflóði und-
angengina ára hafa menn
lítið skeytt um verðlag og
jafnvel gæði, heldur keypt
það, sem hendi var næst. —
Með skömmtuninni breyttist
þetta, hverjum einstaklingi
var úthlutað mjög takmörk-
uðum skammti, þá vaknar
fólk af svefni og það metur
og vegur, hvað það geti fengið
mest og bezt fyrir hina tak-
mörkuðu upphæð.
En jafnvel þótt neytendum
kynni að verða að einhverju
leyti mislagðar hendur með
þetta mat, er réttur þeirra
jafn ótvíræður til aö ráða
vali sínu sjálfir. Það er bein
móðgun við fólk í lýðfrjálsu
landi, að ætla stjórnskipaðri
nefnd að hafa vit fyrir fólki
og vera forsjá þess í jafn
Ef&ir Giaamar Grímssois, kaupfélsagsstjóra
persónulegu máli og því, hvar
það kaupir nauðsynjar sín-
ar. Og ef þjóðin er svo illa
á vegi stödd, að hún kunni
ekki að notfæra sér þetta
frelsi, þá er vissulega kom-
inn tími til að kenna henni
það.
Fyrir nokkru síðan fóru
fram útvarpsumræður frá
Alþingi um þetta mál og vil
ég þakka Sigfúsi Sigurhjart-
arsyni fyrir flutning málsins,
og það jafnt fyrir því, þótt
annarleg sjónarmið kunni að
hafa ráðið þar nokkru um,
því ég tel að jafnt beri að
fylgja góðu máli þótt af and-
stæðingi sé flutt, og málin
sjálf yfirleitt athyglis- og
umræðuverðari en andlitin,
sem að þeim standa.
Við þessar umræður flutti
Jóhann Hafstein aðalræð-
una fyrir hönd Sjálfstæðis-
flokksins, og taldi hann að
með þessu formi myndi allt
verða öfugt við það, sem til-
laga stjórnarsáttmálans
hljóðar upp á: Verzlunar-
kostnaður myndi aukazt.
Vörugæði minnka. Og loks
myndi þetta orsaka aukinn
innflutning.
Það er meiri atomsprengj-
an þessi tillaga, og þó lán að
ekki skuli vera von enn al-
varlegri náttúru-undra.
Allar þessar hugleiðingar
eru sprottnar af þeim lið í
tillögum þeirra Hermanns og
Sigtryggs, að þeim neytend-
um, sem óska, skuli vera
heimilt að fela ákveðinni
verzlun að útvega vöru, sé
hún ekki fyrirliggjandi, og
megi þá afhenda skömmtun-
arseðla í því skini fyrirfram.
Um þennan lið tillögunnar
er það að segja, að hann er
eðlilegur og fyllilega í lýð-
ræðisanda. Samt sem áður er
þessi leið engan vegin óhjá-
kvæmileg, því byrjunarleyfi
til jöfnunar á litlum birgð-
um í byrjun skömmtunar
gera sama gagn. Því skal þó
ekki neitað, að möguleikar
eru til misnotkunar með
söfnun miða, í höndum ó-
hlutvandra manna, og aðra
virðist þingm. naumast koma
auga á. Þó er þetta ekkert
nýtt, álíka möguleikar hafa
verið fyrir hendi um söfnun
leyfa hjá smásöluverzlunum,
sem fæstar hafa haft sam-
bönd til beinna innkaupa. —
Þingm. talaði um að þessi
tilhögun myndi auka verzl-
unarkostnað. Öllum má vera
það ljóst, að skömmtunar-
kerfið allt veldur verzlunum
stóraukinni vinnu og tilkostn
aði, og myndi minnstu muna,
þótt skrifa þyrfti niður inn-
lagða skömmtunarseðla, sem
aðallega myndi verða í þeim
tilfellum, að verzlanir væru
beðnar að útvega einhvern
hlut, svo sem algengt er.
Ég hlustaði vandlega eftir
rökum ræðumanns fyrir því,
að vörugæðin myndu minnka
við þessa tilhögun, en þar
djarfaði ekki fyrir nokkurri
glætu.
Loks fullyrti ræðumaður að
söfnun skömmtunarseðla
myndi verða svo mikil, að
ekkert af miðum yrði ónotað,
sem að öðrum kosti myndi
verða að einhverju leyti. —
Telja verður þetta léttvæg
ágizkunarrök. Skammturinn
er yfirleitt það þröngur, að
fólki mun ekki veita af, nema
þeim sem hamstrað hafa
birgðir, en þeir eru manna
ólíklegastir til að láta rétt
sinn ónotaðan sakir þegn-
skapar. Enda mun skömmt-
unin að sjálfsögðu verða háð
gjaldeyrisástæðunum á hverj
um tíma, og getur þar bæði
brugðið til hækkunar og
lækkunar.
Eftir að hafa hlustað á
rökræður um þetta mál, er
það augljóst, að aðalástæðu
til andstöðu gegn þessu máli,
er ekki teflt fram, heldur er
beitt fyrir sig léttvægum yfir-
borðsrökum. En hvað er það
sem á bak við býr? Hvao
er það sem mennirnir óttast?
Einhvern tíma myndu þeir
hafa talið sig jafnoka ann-
arra í söfnun leyfa. Er það
ekki löngun til forréttinda
og óttinn við jafnréttið, sem
leynist á bak við?
Verkalýðssamtökin lítilsvirt
AlþýðnsaiiibancBið SátllS sainþykkjja álykt-
aiBÍs* frá fl«kks|iin^i kossaiminista
Aukaþing Alþýðusambands
íslands var haldið hér í bæn-
um í byrjun þessarar viku.
Þar voru mættir sömu full-
trúar og sátu aðalþingið í
fyrra og höfðu kommúnistar
því tryggan meirihluta þar.
Störf þingsins voru líka í
samræmi við það. Ályktanir
þingsins í dýrtíðarmálunum
voru ekkert annað en endur-
tekningar á ályktunum þeim;
sem nýlokið þing kommún-
ista var búið að gera um
þessi mál.
Þaö sýnir glöggt lítilsvirð-
ingu kommúnista á verka-
lýðssamtökunum, að þeir
skuli fyrst halda eigið þing
og kalla síðan þing Alþýðu-
sambandsins saman til þess
eins að lýsa blessun sinni yfir
samþykkt kommúnistaþings-
ins. Hitt hefði verið réttu
nær, að Alþýðusambands-
þingið hefði verið haldið
fyrr og kommúnistaþingið
látið taka undir ályktanir
þess. Kommúnistar vilja ber_
sýnilega sýna, að verkalýðs-
samtökin séu í einu og öílu
skóþurrka þeirra.
En vilja verkamenn una
því til frambúðar, að samtök
þeirra séu slík verkfæri
kommúnista? Það væri ótrú-
legt, ef ekki kæmi það gagn-
stæða í ljós, þegar kosið verð
ur til reglulegs Alþýðusam-
bandsþings næsta haust. Þeg
ar verkfallsbrölt kommúnista
stóð yfir í sumar, sáust þess
mörg merki, að verkamenn
vilja ekki una ofríkisstjórn
kommúnista. íslenzldr verka
menn munu áreiðanlega fyrr
en síðar fylgja fordæmi stétt
arbræðranna á Norðurlönd-
unum, þar sem valdabrölti
kommúnista í verkalýðssam-
tökunum hefir verið hrundið
og verkalýðssamtökin njóta
líka meira álits og áhrifa en
annars staðar í heiminum.
Að skipta um nafn á landinu
er hugmynd, sem endrum og eins
hefir stungið upp kollinum. í
þriðja hefti Eimreiðarinnar þetta
ár er grein um það mál eftir Egil
Hallgrímsson kennara. — Leggur
hann til að við leggjum niður
nafnið ísland, en tökum Eyland í
staðinn. Finnst honum eitthvað
frjálst og heillandi við það nafn.
Rökin íyrir þessum nafnaskipt-
um eru fyrst og fremst þau,
að nafnið ísland sé kulda-
legt og ókunnar þjóðir haldi
að landið sé heimsskautaland,
sem Eskimóar byggi, enda sé nafn-
ið í fyrstu gefið landinu af óvild-
armanni þess í beizku skapi.
Höfundur nefnir fyrri tillögur
um nafnskipti á landinu. Þorsteinn
Björnsson frá Bæ lagði til í grein
í Eimreiðinni 1920 að landið yrði
kallað Sóley. En 1939 skrifaði Sig-
urður Ólason hæstaréttarlögmaður
(eða hrm., sem ég vildi eins vel
lesa herramaður) í Vikuna grein,
sem margir muna eftir, og lagði
til að landið yrði kallað Thule.
Auk þessa færir höfundur til
ýms rök fyrir nafnaskiptunum og
flytur mál sitt vel eftir því, sem
efni standa til.
Það er auðvitað hægðarleikur að
skipta um nafn á landinu. Það er
næsta algengt að skipt sé um
ríkjanöfn, eða hvað er orðið af
Persíu, Mesópótamíu, Síam og ír-
landi, sem okkur var kennt um
fyrir fáeinum árum?
Hitt er þó lakara, ef aldrei
geta neinir tveir orðið sammála um
það, hvaða nafn við ættum að
taka upp í staðinn fyrir þetta
gamla og aflóga íslandsnafn.
Það var auðvitað kuldalegt af
Hrafna-Flóka, að gefa landinu
þetta nafn, og allt annað var við-
horf Eiríks rauða þegar hann
skírði Grænland. Mér finndist nú
að það væri ekki fráleitasta til-
lagan að fara í nafnaprang við
Dani og fá að nefna okkar land
Grænland en láta þá kalla sinn
eyðifláka og Eskimóabyggð ísland.
En svo er líka til ein hugmynd
enn, og hún er sú að við tækjum
nú upp til daglegra nota gamalt
nafn og fagurt, sem við eigum
sjálfir og höfum varðveitt í sögu
okkar og bókmenntum en aðrir
forsmáð, og á ég þar við nafniö
Vínland hið góða.
Hagyrðingur leitar á náðir les-
enda baðstofuhjalsins:
„Það hefir löngum verið góður
siður, að fást við vísnasmíði og þá
ekki sízt í skammdeginu. Hefir
mörgum verið það holl leikfimi
fyrir anda og sál, að yrkja stökur,
'jafnvel þó að aldrei kæmu fyrir
almenningsaugu. Mörgum hefir
líka orðið það notadrjúg skemmt-
un og dægradvöl í fásinninu að
glíma við lögmál bragfræðinnar,
og er það holl skemmtun.
Og nú ætla ég að bera upp er-
indið, en það er að biðja ykkur
um botn við upphaf á ferskeitlu.
Það er svona:
Glatast efni, glepjast rök,
gleymd eru stefnumálin.
Og hérna er annað, ef þið viljið
það heldur:
Hugarstríð og hjartasút
helzt til víða lamar.
Botnið þið þetta fyrir mig eða
sendið ef þið eigið aflögu gamla
botna, sem nota mætti í þessar
vísur. Það er jafngott."
Hér við hefi ég því einu að bæta,
að ég vildi gjarnan greiða fyrir
sambandi milli þeirra, sem yrkja
upphöf á vísum og annarra, sem
vilja fást við botnasmíði. Sjálfur
fæst ég lítt við þá iðn, þó að
sirkill hafi löngum hentað í beyk-
isstarfi, og gæti ég því sagt eins
og presturinn forðum í ræðu sinni
yfir brúðhjónunum:
„Ég er ekki beykir, gn gúð er
góður beykir, og þess vegna bið ég
hann að slá á ykkur botngjörð
elskunnar með hamri tryggðariiin-
ar og drífholti heilags anda.“
■ Þetta hefir mér alltaf fundizt
góð ræða og fögur fyrirbæn og því
fremur, sem ég vex að þroska og
reynslu og mætti þessi bæn vera
notuð meira en gert er. — En nú
er ég að komast frá efninu.
Pétur landshornasirkill.
Hjartans þakklæti fyrir auösýnda vináttu og hlut-
tekningu viS andlát og jarðarför
Jésss J. Blcktdals
hagfræðings.
Victoria Blöndal ’
og aðstandendur.
BÆNDUR.
Nýíitkomiuii er
LEIÐARVISIR UM
MEDFERD FARMALL DRÁTTARVÉLA
í þýðingu Þórðar Runólfssonar vélfræðings.
Þessi ýtarlegi hæklingur er ómissandi hverjum
Farmalleiganda.
Fæst hjá öllum kaupfélögum. Verð kr. 15.00.
Samband isi samvinnufélaga