Tíminn - 14.11.1947, Page 6

Tíminn - 14.11.1947, Page 6
6 TÍMINN, föstudaginn 14. nóv. 1947 208. blað Ifótel CasaManka Aðalhlutverk leika: MARX-BEÆÐUB Þessi bráðskemmtilega gaman- myndi verður vegna fjölda áskorana sýnd kl. 7 og 9. Rósin frá Texas kl. 5. Sala hefst kl. 1 — Sími 1384 — GAMLÁ BIÓ NÝJA BIÓ Við fi'éistíiigw gaat þín Framúrskarandi vel leikin kvik- mynd. Leikin af: Berthe Quistgaaga og Johannes Meyer. Sýnd kl. 7 og 9. Börn fá ckki aðgang. t : ; V Ví'saliiigai’iiir (Les Miserables) Frönsk stórmynd í 2. köflum, eftir hinni heimsfrægu skáld- sögu, eítir VICTOR HUGO. Að'alhlutverkið, galeyðuþrælinn Jean Valjean, leikur frægasti leikari frakka: HARRY BAUR. Danskir skýringartekstar eru í Slungnir leynilögreglu- menn Sýnd. kl. 5 og 7. myndinni. Fyrri hlutinn sýndur í kvöld kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 14 ára TRIPOLI-BIÓ TJÁRNÁRBIÓ Konan í gleBggamun (The woman in the window) íslandskvikmynd Amerísk sakamálamynd gerð eftir sögu J. H. Wallis. Lofts Edward G. Rohinson Joan Bennett Raymond Massey Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sími 1182 Sýnd kl. 5 og 9. í T í m i n n i | fœst í lausasölu í Reykjavík I i á þessum stöðum: \ Fjólu, Vesturgötu í SælgætisbúSinni, Vesturgötu | 16 j BókabúS Eimreiðarinnar, • Aðalstræti Tóbaksbúðinni, Kolasundi ! Söluturninum Bókabú'ð Kron, Alþýðuhús-! inu. Sælgætisg. Eaifgaveg 45. ! Söluturn Austurbæjar Bókabúðinni Laugaveg 10 j Unglingavantar Unglinga vantar til að bera út Tímann, bæði í Hlíðarhverfi og ÞinghoHsstræti. Talið við afgreiðsluna sem fyrst, sími 2323. Magnús Sigurðsson (Framhald af 3. síöu) þessum verkahring, var út- vegun láns, er hann tók fyrir ríkið í London 1930, og mun hafa verið fyrsta stórlánið á enskum markaði, * sem tekið var fyrir íslands hönd milli- liðalaust og án þóknunar. Magnús Sigurðsson mun hafa verið lang þekktastur ailra íslendinga meðal erl. fjármálamanna og stór- banka, enda naut hann mikils trausts þeirra. Átti hann sæti í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd lands síns. Var það og síðasta för hans að sitja fund þeirrar virðulegu stofn- unar. Öll æðstu heiðursmerki, sem ísl. ríkið hefir yfir að ráða, hafði hann hlotið, og jafnframt fjölda heiðurs- merkja annarra þjóða. I daglegu viðmóti og við störf sín var Magnús Sigurs- son yfirlætislaus og að jafn- aði orðfár. Sumum fannst hann jafnvel á stundum vera óþarflega stuttur í svörum. Skyldi enginn slíkt dæma of hart, þegar í hlut eiga menn, sem hlaðnir eru störfum og oft þreyttir eftir langan og erilsaman vinnudag. Al- menningur mun tæplega gera sér Ijóst, hvílík þrek- raun það er skapsmunum og taugum manna að sitja í 30 ár samfleytt í starfi sem hans. þeirra. Hann var í eðli sínu sparsamur, nægjusamur og ráðsnjall: Hann var ''engan veginn •ailra vinui;^en til- fimiingamáðúr ög 'iúöiltrygg- ur óg hjálparhella þeirra, sem til hans þurftu að leita og hann hafði áður bundist vináttuböndum. í stjórnmálum lét' hann lengst af lítið á sér bera. Leiddi hann algerlega hjá sér flokkslegar erjur og pólitískt rifrildi. Hér fyrr á tímum, þega deilunar við Dani stóðu sem hæst, var hann mjög ein- dreginn og skelleggur skilnað- armaður. Hann var, í orðs- ins bezta skilningi, sannur íslendingur, og unni mjög þjóð sinni og fósturjörðu. Magnús Sigurðsson skilaði sínu tvíþætta ævistarfi með miklum myndarbrag. Að bankastjórastarfinu vann hann fyrst og fremst heima. Vegna utanríkis-viðskipta- samninganna, varð hann oft að fara víða erlendis og dvelja oft langdvölum fjarri heimili sínu, landi og þjóð. Ýmsar slíkar ferðir voru oft æði erfiðar. Seinasta för hans í þeim eindum var að sitja fund Alþjóðabankans. Mun hann að honum loknum hafa ætlað að leita sér nokkurrar hvíldar og hressingar undir suðrænni sól. — sæti hans beið í bankanum, eins og oft áður. Menn v.oru orðnir þvi vanir að honum dveldist lengi í hinum framandi lönd- um við hin vandasömu störf. En í þetta skipti kom hús- bóndinn í bankanum ekki. Fregnin um, að Magnús Sigurðsson bankastjóri væri látinn á ferðalagi suður í Genua á Ítalíu, fjarri heimili sínu og ættjörð, barst eins og stórtíðindi um borgina og landið, morguninn eftir að andlát hans bar að höndum. — Ævi og starfi eins virðu- legasta og stórbrotnasta starfsmanns ísl. þjóðarinnar er lokið. Sæti hans er vand- skipað. Stórt skarð er við fráfall hans. Erfitt mun reynast að bæta bankanum tapið við missi hans. Spora þeirra, er hann markaði í ísl. athafnalifi mun lengi gæta. Minning hans mun lengi lifa. Hilmar Stefánsson. Magnús Sigurðsson var glæsilegur og fríður maður. Hann var gleðimaður í vina og kunningja hópi. Hann var söngihaður hieð ágætÚhi. Hann var gáfaður svo af bar, stálminnugur og mjög fljótur að átta sig á aðalatriðum mála, og setja sig inn í gang SK1 PAllTCiCKO RIKISINS SÖÐIN vestur um land til Þórshafn- ar um miðja næstu viku. Vörumóttaka á morgun og mánudaginn. Fyrsta við- komuhöfn verður Patreks- fjörður og síðan allar venju- legar viðkomuhafnir til Hólmavíkur. Þaðan fer skip- ið beint til Sauðárkróks og tekur síðan venjulegar við- komuhafnir til Þórshafnar. Frá Þórshöfn fer skipið beint til Akureyrar, Siglufjarðar og þaðan tli Skagastrandar, og kemur síðan við á öllum venjulegum viðkomuhöfnum til Patreksfjarðar. Frá Pat- reksfirði fer skipið beint til Reykjavíkur. / Pantaðir farseðlar óskast sóttir á mánudaginn. A. J. Cronin: Þegar angur ég var hárinu og leit til félaga sinna. „Hver er með hníf?“ spurði hann. „Við skulum slægja hann og sjá, hvort hann er jafn grænn að innan og utan.“ „Nei, Berti — nei,“ æpti ég. Ég gat varla komið upp orði, svo óttasleginn var ég. Allt í einu hringdi skólabjallan, og þeir neyddust til þess að lofa mér að rísa upp. Þegar ég kom upp í ganginn, stóð Dalgleish kennari þar, bíðandi okkar. Hann starði forviða á þvæld og óhrein föt mín. „Hvað hefir nú gerzt?“ spurði hann. Hinir krakkarnir svöruðu fyrir mig — allir einum rómi: „Ekki neitt, herra kennari.“ Og svo bætti Hobbi litli við, skrækróma eins og hani: „Við vorum bara aö dást.að grænu fötunum írans, herra kennari.“ Dalgleish kennari brosti önuglega. Ég þjáðist hræðilega alla vikuna. Það voru engin takmörk íyrir því, upp á hverju var fundið til. þess að kvelja mig og særa. Eftir að kennslustundum var lokið safnaðist venjulega stór hópur saman fyrir framan „kirkju hinna heilögu engla,“ sem einmitt var rétt hjá skólanum. Og svo dundu ópin á mér, enda þótt ég hefði aldrei stigið fæti.mínum inn í þessa byggingu. Það var skorað á mig að fara þangað inn til þess að fá fyrirgefningu synda' minna, til þess að ræna sam- skotabaukinn, til þess að kyssa á tána á prestinum — ef ekki voru þá tilnefndir .aðrir líkamshlutar. Kvalarar mínir voru gersamlega miskunnarlausir, og ef ég reyndi í örvæntingu minni að berja þá, rauk aliur hópurinn á mig með höggum og slögum og misþyrmdi mér vægðarlaust. Ég reyndi eftir mætti að forðast þá, var sífellt að skima kringum mig til þess að sjá, hvort þeir eltu mig ekki, var. ætíð reiðubúinn til þess að taká til fótanna og flýja og tók oft á mig langa króka til þess að verða ekki á vegi þeirra. Einkum valdi ég oft veginn, sem lá meðfram katlasmiðj- unni. En jafnvel þar sætti ég iðulega aðkasti og áleitni —• þessi óttalegu föt mín drógu alls staðar að sér athygli fólks, og unglingar, sem unnu i smiðjunni, ájjtu það til að hrópa á eftir mér: „Þú þarna grænbuxi, skítbuxi! Veit mamma þín, að þú ert úti?“Oftast voru þó gemsyrði þeirra góðlátleg, en ég var orðinn svo beygður og bugaður, að ég gerði ekki lengur greinarmun á gamanyrðum og hrakyrðum. Ég varð æ örvæntingarfyllri, ég gat ekki fest hugann við heimaæf- ir.garnar, og ég gerði stórar blekklessur í stílabókina mína, Ég hagaði mér að flestu leyti eins og hreinn og beinn auli. Einu sinni sagði Dalgleish mér að standa upp og fara með kvæði, sem við höfðum lært utan aö. Ég kveinkaði mér við að gera það, og loks v^rð kennarinn óþolinmóður og kallaði: „Eftir hverju ertu að bíða?“ En ég var utan við mig og svaraði: „Fyrirgefðu, herra kennari —grænu fötunum mín um.“ Dauðaþögn. Og svo skellihlátur. Ég gat ekki afborið þetta lengur. Þetta kvöld hljóp ég beint inn til afa, þegar ég kom heim. Blessaður þefurinn, sem streymdi á móti mér, þegar ég reif upp hurðina — hvort ég kannaðist við hann! Ég fór að hágráta. Ég hafði ekkert haft saman við afa að sældá, síðan amma tók mig í fóstur, og þótt ég hefði hugsað mér að segja honum, að ég hefði fyrirgefið honum af öllu hjarta, hafði mér aldrei gefist tækifæri til þess. Hann hafði alltaf strunsað fram hjá’ mér, ef við mættumstr einhvers staðar — hnarreistur, kuldalegur og með fyrirlitningarbros á vörum. Einu sinni hafði ég þó komizt svo langt að stama fáeinum orðum út úr mér. En hann svaraði þá aðeins hirðuleysislega: „Þú getur sofið hjá hverjum sem þér sýnist, drengur minn.“ Nú sat hann þarna aðgerðarlaus í heimspekilegri ró, en þó með einhvern sinnu- leysisblæ á tignarlegu andlitinu. „Afi,“ stundi ég grátandi. Hann leit við, þungt og seinlega. Missást mér? Eða birti. yfir honum, þegar hann sá mig? Löng þögn. „Ég vissi alltaf, að þú myndir koma aftur,“ sagði hann biátt áfram. „Gömul kynni gleymast ei.“ . SJÖTTI KAFLI. Ég sat lengi á hné afa míns, áður en kyrrð komst á í sál minni. Ég sagði honum raunir mínar allar, og hann hlustaði þegjandi á mig. Loks tók hann eina af troðnu pípunum sínum úr pípugrindinni. „Það er aðeins ein leið,“ mælti hann hátíðlega — og guð minn góður — hversu drakk ég ekki í mig hvert orð, sem kom af vörum hans þennan dag! „Það er aðeins, hvort þú vilt fara hana.“ „Ég vil það,“ hrópaði ég ákafur! Ég vil það, vil það, vil það.“

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.