Tíminn - 22.11.1947, Síða 5
215. blað
TÍMINN, laugardaginn 22. nóv. 1947
5
Föstud. 21. nóv.
Góð byrjun
Föstum starfsmönnum flug
vallanna hefir verið fækkað
um 27. Þegar þess er gætt, að
það er fullur þriðjungur af
föstu starfsliði, sem þar var
undir stjórn Áka Jakobssonar,
er mjög að vonum, að sú frétt
veki nokkra eftirtekt.
Þó að Áki sé kunnur að end-
emum í sambandi við meðferð
opinberra fjármuna, og því
megi gera ráð fyrir, að þetta
sé nokkuð sérstakt, mun þó
víðar vera á kostnað ríkissjóðs
fleira fólk en þörf er fyrir.
Þessi fækkun á flugvöllunum
er því væntanlega aðeins upp-
haf á nauðsynlegum þætti
viðreisnarstarfsins í fjármál-
um og atvinnumálum þjóðar-
innar.
Það er mikils vert fyrir fjár-
hagslega afkomu ríkissjóðs-
ins, að komizt sé hjá óþörfu
mannahaldi. Og sú stjórn, sem
ætlar sér að rétta við hrunið
fjármálakerfi, verður sérstak-
lega aö gæta þess að standa
sjálf með hreinan skjöld á
heilbrigðum grundvelli.
En fyrir atvinnulífið er það
nauðsynlegt, að vinnuafl
þjóðarinnar sé skipulagt af
viti. Þá er það ekki sama hvort
27 menn eru fastráðnir um-
fram þarfir á flugvöllunum,
eða hvort með þeim er mann-
aður togari. Það verður að
miða stj órnarfarið viö það, að
hver. maður skili fullu verki
við nauðsynjastörf. Og það
eru áreiðanlega nokkuð marg-
ar skipshafnir, sem nú eru í
þjónustu á almannakostnað
umfram þarfir við ófrjó skrif-
stofustörf.
Það þarf víðar að endur-
skipuleggja liðið en á flugvöll-
unum. Bæði er það, að víðar
en þar átti Áki til að sjá, og
má búast við, að hann hafi
fylgt sömu stefnu víðar. Eins
mun það sýna sig hér, að
skylt er skeggið hökunni, og
Áki hefði ekki hagað störfum
sínum á þennan veg, ef það
hefði verið alveg gagnstætt
viðhorfum og velþóknun
stjórnarinnar i heild, enda
mun ýmsum sýnast, að nokk-
urs skyldleika kenni hér við
hina' frægu eftirvinnureglu-
gerð Péturs Magnússonar.
Það er líka óhætt að segja
það, að rnunað getur um
minni sparnað en þann, að
fullur þriðjungur liðsins sé
látinn fara. Það er gott fyrri.
Þeir, sem fylgzt hafa með
flugvallarmálunum minnast
þess, að Áki Jakobsson vildi
jafnan gera sem minnst úr
öllum kostnaði við rekstur
þeirra. Það væri því óneitan-
lega ástæða til að ætla, að
hann hefði heldur gætt hófs
um mannahald og tilkostnað
þar, til að sýna þjóð sinni rétt-
mæti þess, sem hann fullyrti.
En þó var það svona.
Eysteinn Jónsson fann
þarna heila skipshöfn, sem
Áki Jakobsson hafði dregið af
vinnumarkaði f ramleiðslu-
starfanna. Nú ganga þessir
menn aftur inn í atvinnulífið
og taka þar væntanlega þátt
i jáSVæðri framleiðslu, sem
ber uppi fjárhag, afkomu og
menningu þjóðfélagsins.
Það þarf áreiðanlega að
halda áfram þessu starfi og
leiða fram í athafnalífið hópa
manna, sem á liðnum árum
ERLENT YFIRLIT:
André Vishinsky
Málsvarl Sovétríkjamna, sem a*ek»ar ælí
sísaa íi9 Fraiss II. Austai*ríklskeisai*a
Sá maður, sém Rússar hafa valið
til þess að verá aðalmálsvara sinn
á þingi sameiiiuðu þjóðanna, er
André Vishinsky, aðstoðarutanrík-
isráðherra Sovétríkjanna. Það hef-
ir áreiðanlegá ekki verið illa ráðið
frá sjónarmiði þeirra, því að
Vishinsky er svo snjall málflutn-
ingsmaður, áð hann á fáa sína
líka. Hann er' mælskumaður með
afbrigðum, glöggur á rök og óvæg-
inn, ef því er að skipta. Frumræða
hans á þingi sámeinuðu þjóðanna í
haust er einhver sú magnaðasta
áróðursræða, Sém nokkru sinni
hefir verið flutt á alþjóðlegum
vettvangi. Andstæðingar Vishinskys
viðurkenndu það ekki síður en
samherjar hans, að hann hefði
ekki sízt sýnt I ‘ ríkum mæli þann
þrótt og það fjör, sem mikill
mælskumaður þarf að hafa til að
bera, ef mælska hans á að hafa
tilætluð áhrif.
Kominn af aðalsættum.
Vishinsky er einn af þeim fáu
núverandi ráðamönnum Sovét-
ríkjanna, sem kómnir eru af aðals-
ættum. Hann er 63 ára gamall.
Hann er komffin af pólskri aðals-
ætt og var faðir hans vellauðugur
um skeið vegna þátttöku í olíu- og
kolavinnslu, en lenti síðar í gjald-
þroti. Má verá’, að það hafi átt
sinn þátt í að koma Vishinsky inn
á þá braut, að snúast til andstöðu
við þáverandi' sfj’órnarhætti Rússa.
Innan við tvítúKt var Vishinsky
orðinn virkur félágsmaður í leyni-
hreyfingu mehsjevikka eða jafn-
aðarmanna, eii þó tókst honum að
Ijúka lögfræðinámi sínu. Hann
gerðist síðan riiálflutningsmaður í
Odessa og þótii ftijög snjall á því
sviði. Árið 1920 gekk hann í komm-
únistaflokkinn og varð nokkru síð-
ar prófessor i lögfræði við háskól-
ann í Moskvu. 'Þar var hann þó
skamma hríð, því að stjórnin þurfti
á honum að hálda til þýðingar-
meiri starfa. _JEíönum voru falin
ýms stjórnarembætti og var hann
m. a. menntámálaráðherra um
skeið.
Opinber ákærandi.
Utan Rússlands varð Vishinsky
fyrst frægur, þégár hann var gerð-
ur að opinberum ákæranda og fékk
það verkefni aðsækja mál af hálfu
stjórnarinnar gegh öllum þeim, sem
kærðir voru um byltingartilraun-
ir og landráð. ýishinsky var ákær-
andi hins opihbéra í öllum hinum
mörgu réttarhöldum, sem haldin
voru i Moskvu ’á árunum 1934—39
og beindust gegn ýmsum helztu
frumkvöðlum byltingarinnar 1917,
er nú voru sakaðir um gagnbylt-
ingartilraunir. Framkoma Vish-
insky í þessum í'éttarhöldum hlaut
ýmsa dóma íijá þeim erlendum
blaðamönnum,’ sem viðstaddir
voru, en mælsku hans og hyggindi
viðurkehndu allir. Hann gat sótt
mál sitt með miklum ákafa og
7?
ofsa, en gat líka verið hinn róleg-
asti og lagt hinar kænlegustu snör-
ur fyrir sakborningana. Grðfátt
varð honum aldrei og hann fann
jafnan einhverjar útgöngudyr, ef
hann komst í klípu.
Stúdentinn, sem
myrti Ilamlet!
Það vakti ekki sízt athygli er-
lendra blaðamanna, er voru við-
staddir þessi réttarhöld, hve
ýmsir sakborninganna voru fúsir
til að játa á sig þyngstu sakir, sem
á þá voru bornar. Hvern þátt Vish-
insky kann að hafa átt í þeim
játningum, skal látið ósagt hér, en
margar sögur ganga um, hvernig
þessar „játningar" hafa orðiö 'til.
Hér skal sögð ein, sem nýlega hefir
birzt sem dæmisaga í ýmsum er-
lendum blöðum:
Enskur prófessor, sem hafði verið
fenginn til að flytja fyrirlestra um
enskar bókmenntir við rússneskan
háskóla, gerði það að gamni sínu
til þess að prófa þekkingu stúd-
entanna að leggja eftirfarandi
spurningu fyrir einn þeirra: Hver
drap Hamlet! Spurningin kom
stúdentinum á óvart og hann
svaraöi felmtursfullur: Ekki ég!
Leynilögreglumenn, sem voru við-
staddir, töldu víst, að hér væri
eitthvað óhreint á seiði, gripu
stúdentinn og höfðu hann á burt
með sér. Daginn eftir, komu þeir
til -prófessorsins og töldu það
nokkurn veginn upplýst, að stúd-
entinn hefði ekki drepið Hamlet.
— Prófessorinn lét sér það vel
líka og taldi víst, að málið væri
úr sögunni. En tveimur dögum
síðar komu þeir aftur og sögðust
hafa prófað nýja aðferð við yfir-
heyrzlurnar og hefði hún borið
þann árangur, að stúdentinn væri
búinn að játa það á sig að hafa
myrt Hamlet!
Nýtt verkefni.
Árið 1940 var öllum stærstu
réttarhöldunum lokið og Vishinsky
var þá fluttur yfir á nýtt svið, þar
sem ekki þótti minni þörf fyrir
snjallan málflytjanda. Hann var
þá gerður að varautanríkisráðherra
og hefir gegnt því starfi jafnan
síðan. Hann hefir mætt fyrir Molo-
toff á ýmsum alþjóðaráðstefnum
og nú seinast á þingi sameinuðu
þjóðanna, þar sem hann hefir ver-
ið einn þeirra sem einna mest
hefir borið á og einria oftast hefir
verið nefndur í fréttum þaðan.
Sá orðrómur hefir stundum
heyrzt, að vel geti komið til mála,
að Vishinsky verði eftirmaður
Stalins, en lílclegra virðist þó, að
einhver af yngri leiötogum Sovét-
ríkjanna, eins og Sdanov eða Mal-
enkov komi þar fremur til greina
en bæði Molotov og Vishinsky.
Það eru líka yngri mennirnir, sem
stjórna hinni óopinberu utanríkis-
þjónustu Sovétríkjanna, þ. e. starfi
kommúnistaflokkanna utan Sovét-
Vishinsky.
rikjanna, en sú starfsemi er vafa-
laust þýðingarmeiri í augum vald-
hafanna í Kreml en hin opinbera
utanríkisþjónusta. Á stofnfundi
hins nýstofnaða kommúnista-
bandalags voru þeir Sdanov og
Malenkov fulltrúar Rússa og
Sdanov skipaði forsætið á fundin-
um.
Vishinsky er maður myndarleg-
ur í sjón og sérlega fjörlegur og
léttur í hreyfingum. Hann er líka
sagður einn bezti dansmaður
Rússa og hafa þó fáar þjóðir betri
dansmönnum á að skipa en þeir.
Til viðbótar því, sem áður hefir
verið sagt um ætterni Vishinsky,
má taka fram, að hann rekur
ættir sínar til Frans II. Austur-
ríkiskeisara, en því er meira hald-
ið á lofti í amerískum blöðum en
rússneskum.
hafa verið kyiksettir bak við
skrifstofuveggi og undir hlið-
stæðum kringumstæðum. Rík-
isstjórnin verður að taka for-
ystuna í sparnaði og hófsemi
um mannaháld og skynsam-
legt skipulag á vinnuaflinu.
Siíkt hefir nú verið gert á
flugvöllunum. Svo þarf víðar
aö verða.
Það getur verið dálítið erfitt
að hreinsa til eftir slæma
stjórn, segja starfsfólki upp
og heimta meiri vinnu af
þeim, sem vanir eru orðnir
sjálfræði og léttum dögum.
En þetta verður þó að gerast.
Sízt af öllu mega ríkisfyrir-
tæki verða gustukastofnanir,
sem taka að sér eins konar
þurfamannaframfæri í góð-
gerðaskyni. Sem betur fer, eru
það líka fáir, sem óska þess.
Því mun nú þjóðin segja al-
mennt eftir þessa fækkun á
flugvöllunum: Það skal fram,
sem fram horfir, meðan rétt
horfir.
Fjöllin blá
Öllum, sem í bók líta, er
kunnugt, að Ólafur Jónson
er víðkunnur rithöfundur.
Hann hefir ritað merkilega
bók í þrem bindum um
Ódáðahraun, og er bókin
hvort tveggja, jarðfræðirit og
skemmtilestur. Um hitt er
mönnum ekki jafn kunnugt,
að Ósifur er gott skáld, um
það vijnar hin nýja ljóðabók
hans, „Rjöllin blá,“ sem er
175 bls. og hefir að geyma
yfir sextíu kvæði, ýmislegs
| efnis.
Ólafur kveður upp á gamla
móðinn, þ. e. a. s% hann flat-
rímar aldrei. Hamj. þarf þess
ekki við, því honum virðist
leika rímlistin í hendi, ef svo
má segja:
„Fylgdu mér á fjölln blá,
fram tU efstu tinda!
Þar sem breiðum fanna frá
fellur mórauð Jökulsá.
Bjartar jökulbungur gljá.
Blása svipir vinda.
Svanir á tjörnum synda.“
Þetta kvæði, sem þessi vísa
er tekin úr nefni.st „Fjöllin
blá.“ Allt er kvæðið 9 erindi
og prýðilega kveðið. En at-
hugi maður það nákvæmlega,
þá skeður nokkuð, sem ekki
er altítt í skáldskap. Innan
úr hverju stefi, hoppar upp í
fang manns kliðmjúk !fer-
skeytla. Skal nú þettá sann-
að:
Fylgdu mér á fjöllln blá,
fram til efstu tinda.
Bjartar jökulbungur gljá.
Blása svipir vinda.
Með öðrum orðum, séu
kveðnar saman tvær fyrstu
línurnar, og hin fimmta og
sjötta skapazt ferskeytla.
Þetta er ekki algengt fyrir-
bæri, en þetta sýnir ágæti ís-
lenzkrar tungu þegar vel er
á henni haldið.
F. H. Berg.
„Forusía” Péturs í
landbúnaðarmál-
• ♦
mmm
Morgunblaðið hefir tekið
upp þá furðulegu iðju að
hæla Pétri Magnússyni fyrir
sérstaka forustu í málum
landbunaðarins meðan hann
var forsætisráðherra.
Qít hefír 'mönnum verið
ómaklega hælt, en þó munu
þess fá dæmi, að slíkt lof hafi
verið meira óverðskuldað en
þetta hrós Mbl. um Pétur.
Mb1, reynir sérstaklega að
hæla Pétri Magnússyni fyrir
það, að framlög til bygginga-
sjóðs og ræktunarsjóðs hafa
nýlega verið aukin í krónu-
tölu.
Sannleikurinn er sá, að
Framsóknarflokkurinn hafði
forgöngu um bæði þessi mál.
Á vetrarþinginu 1946 fluttu
Framsókna.rmenn tvö frum-
vörp, annað um aukningu
Byggingar- og landnáms-
sjóðs og hitt um aukningu
Ræktunarsjóðs. Vegna þess,
að kosningar fóru þá í hönd,
treystist þáv. stjórn ekki til
að stinga þessum málum
undir stól. Hún Iét því flytja
tvö frumvörp, er gengu í
sömu átt. Annað fjallaði um
eflingu byggingarsjóðs og
náSi bað fram að ganga. Hitt
fjallaði um eflingu Ræktun-
arsjóðs og var það látið daga
uppi. Það frv. náði ekki sam-
þykki fyrr en á seinasta þingi
eftir að Framsóknarmenn
höfðu gert samþykkt þess að
einu skilyrði sínu fyrir
stjórnarþátttökunni.
Forusta. Péturs Magnús-
sonar var því engin í þessum
málum, en vegna forgöngu
Framsóknarflokksins treyst-
ist hann ekki til annars en að
auka fjárráð byggingarsjóðs-
ins. Hitt málið, aukning
Ræktunarsjóðs, var svæft
meðan hann var landbúnað-
arráðherra.
Þrátt fyrir þá aukningu
byggingarsjóðs og ræktunar-
sjóðs, isem getið er hér á
undan, eru framlög ríkisins
litlu eða engu meiri til þess-
ara mála en fyrir styrjöldina,
þegar miðað er við raunveru-
legt verðgildi krónunnar.
En því gerðu Framsóknar-
menn ekki Icröfu um neina
aukniagu þessara sjóða, að
þeir vildu iafnframt fá jarð-
ræktarstyrkinn hækkaðan,
en hann er nú hlutfallslega
miklu lægri en fyrir styrj-
öldina. Þetta er ekki síður
nauðsynjamál fyrir land-
búnaðinn en efling um-
ræddra sjóða, því að sveitirn-
ar þarfnast fárra hluta meira
en stóraukinnar ræktunar.
Vegna skilningsleysis og
andstöðu Sjálfstæðisflokks-
ins hefir réttmæt hækkun
jarðræktarstyrksins enn ekki
fengizt fram.
Mbl. telur það sönnun
fyrir auknum framlögum til
bygginga og nýbýla. í sveit-
um í stjórnartíð Péturs
Magnússonar, að þau hafi
verið 1.8 milj. kr. eða 1.8%
af rekstrarútgjöldum fjár-
laganna 1946, en 430 þús. kr.
eða 2,9% af rekstrarútgjöld-
um fjárlaganna 1937.
Hver, sem kynnir sér kaup-
hækkanir í sveitum á þessum
tíma, sbr. vegavinnukaupið,
veit mæta vel, að miklu meiri
(Fraviliald á 6. siðu)