Tíminn - 27.11.1947, Page 5

Tíminn - 27.11.1947, Page 5
218. blað TÍMINN, fimmtudaginn 27. nóv. 1947 5 ERLENT YFIRLIT: lerkilepr frúarflokkur Veiting íriða rverílilitiensi Nobels sa þessu siri Isefir IclediSI einróiua I®£ lieiinslilaðanna Fhnmtud. 27. nóv. Kornyrkjan Nýlega var frá því skýrt í Tímanum, að -í undirbúningi væri nú stórfelld kornræktar- tilraun austur í Rangárvalla- sýslu. Hefir Bjarni Ásgeirs- son atvinnumálaráðherra beitt sér sérstaklega fyrir því máli. Þetta þykja að vonum góð tíðindi. Reynslan hefir nú þegar leitt í ijós, að korn- yrkja getur verið sæmilega árviss í öllum veðursælli sveitum landsins, ef að henni er unnið með kunnáttu og al- úð. Og jafnframt má fullyrða, að með hjálp skógræktar, gæti kornrækt orðið fastur liður í jarðyrkjunni nálega í hverri sveit á íslandi, því að svo mikill munur er á þroska þess gróðurs, sem nýtur skjól belta eða hins, sem á ber- svæði vex. Ókunnugir menn virða það stundum bændum til ámælis, að þeir hafa ekki nú þegar tekið upp kornyrkju næsta almennt. Það er þó ekki sanngjarnt. Kornrækt krefst sérstakrar kunnáttu, eins og hvert annað atriði búskap- arins, og það er allt annað að þui’fa allt að læra frá róturn eða vaxa upp við rót- gróna heimilismenningu í greininni, eins og tíðkast hjá akuryrkj uþj óðum og við eig- um á sumum öðrum sviðum atvinnulífsins. Þó hafa marg- ir bændur, víðs vegar um landið borið við kornrækt í smáum stíl, og yfirleitt með furðu góðum árangri. En það hefir yfirleitt verið meira til gamans en gagns og frekast til að gleðja sig við að sjá, að kornið gæti þrifizt og og þi-oskast. Þetta er eðlilegt. Kornrækt in krefst sérstakra tækja, bæði við uppskeru og þresk- ingu. Það er dýrt að afla þeii-ra tækja fyrir litla rækt- un og auk þess þarf korn- hlööu, ef ekki er þreskt strax viö uppskeru. Og bændur bændur yfirleitt haft öðru að sinna, sem fastar kallaði að, en slíkar tilraunir. Sú tilraun, sem hér er nú í ráði, ætti að geta flýtt fyrir æskilegri þróun þessara mála. Stórvirkar kornskurðar- og þreskivélar geta farið bæ frá bæ og unnið á akri hvers bóndans af öðrum. Bændurn- ir þurfa þá ekki lengur að hafa sérstakar áhyggjur af uppskeru og nýtingu korns- ins, eftir að það hefir náð fullum þroska, þegar slík tæki eru komin þeirra á með- al. Og þá mun margur bónd- inn sjá sér fært að forrækta landið með kornyrkju og hafa að meira eða minna leyti sáöskiptafyrirkomulag í bú- skap sínum. Og hin nýja bú- grein, akuryrkjan, mun breið ast út um landið. Þá verða íslendingar ekki háðir öðr- um þjóðum meö fóðurbæti fyrir búfé sitt og þá mun ekki hænsnarækt og eggja- framleiðsla byggjast á inn- flutningi útlendra kornteg- unda, svo sem nú er. Um allt land verður fylgzt með áhuga og eftirvæntingu með væntanlegum kornyrkju framkvæmdum i Rangár- vallasýslu. Áhugamenn um íslenzkan landbúnað vænta Sú ákvörffún norska stórþings- ins var kunn fyrir nokkru síðan, að friðarverfflaun Nobels fyrir árið 1947 hefðu verið veitt kvekurum og og yrði skipt milli aðalsamtaka þeirra, Friends Service Council í London og American Service Council í Fhiladelpia. í fyrstu óttuðust margir, að kvekararnir myndu ekki þiggja verðlaunin, þar sem Nobel hefði aflað fjár til verðlaunaveitinga sinna með vgpnaframleiðslu. Þetta hefir þá ekki orðið, og mun verð- laununum veitt móttaka 10. næsta mánaffar. Hákon Noregskonungur mun afhenda verðlaunin, sem eru 140 þús. sænskra króna. Hið „innra ljós.“ Verðlaunin munu veitt kvekur- unum með nokkru tilliti til þess, að samtök þeirra eiga 300 ára af- mæli á þessu ári. Einn af upp- hafsmönnum hreyfingarinnar, Ge- orge Fox, stpfnaði til fyrstu kvek- arasamtakanna í Englandi 1647. Kvekarasamtökin eiga uppruna sinn í Englandi, eins' og margar merkustu felagshreyfingar nútím- ans, t. d. samvinnuhreyfingin. Þau voru eins konar uppreisn gegn kreddum, þröngsýni og ofstæki kirkjunnar. Kvekararnir afneituðu öllum hinum ytri formum. Þeir töldu, að Guð :væri í öllum mönn- um og talaði beint til þeirra og þess vegna væri ah'eg óþarft að hafa prest. fyrir millilið og alla hina ytri viffhöfn við guðsþjón- ustur. Við . guðstjónustur þeirra er öllum frj.áJst að tala og enginn heldur skyldugur til að tala. Þar er heldur ekki hafður neinn söng- ur né hljóffíærasláttur. Menn tala eða þegja eftú' því, sem Guö inn- blæs þeim — eða hið „innra ljós,“ sem kvekaramir kalla svo, gefur vísbendingu um á hverri stundu. En einn affalþáttur kvekaratrúar- innar er sá, að manni beri að fylgja vísbendingum þessa „innra ljóss“ eða g-uðsneistans í manni sjálfum, — samvizkunnar mundu aðrir kalla. þáff. Ofsóttur trúarflokkur. Það, senr hefir gert kvekarana að merkilegum trúarflokki, er ekki aöeins trúin-á þetta „innra ljós“ eða rödd samvizkunnar í hverjum manni. Þeir. hafa framar öðrum trúarflokkum ..sýnt trú sína í verki. Þeir hafa lifað og starfað sam- kvæmt þeirri trú, að allir menn væru fæddir jafnir, — þjóðerni, litarháttur og stéttaskipting kæmi þar ekki til greina. Þeir hafa for- dæmt hvei-s konar ofbeldi og vald- beitingu. Þess vegna hafa kvekar- ar jafnan neitaö herþjónustu, þótt það hafi oft kostað þá ofsóknir og fangavist. Kvekaratrúin náði strax tals- verðri útbreiðslu í Bretlandi. Þeg- ar George Fox féll frá, töldust milli 50—60 þús. manns til kvek- arasamtakapna. Eins og gefur að skilja, voru kvekarar mjög illa séð- ir af kirkju og yfirvöldum þess tíma og voru beittir margs konar ofríki og kúgun. Foringjar þeirra, eins og William Penn, urðu hvað eftir annaö að sæta fangavist. þess, að forysta og tilraunir ríkisins verði til þess, að bændur almennt fái skilyrði og aðstöðu til þess að taka kornyrkju upp í búskap sinn, svo að hún þyki á komandi árum jafn sjálfsögð og garð- Landnámið vestra. Penn naut þess hins vegar, að hann var ættstór, og hlaut hann því að gjöf frá Karli II. Bretakon- ungi allstóra landspildu í Norður- Ameríku, þar sem nú er fylkið Pennsylvania. Þangað bauð hann trúarbræðrum sinum að flytja og setjast þar að. Mjög margir þeirra þáðu boðið og var stofnuð þar sér- stök nýlenda kvekara undir leið- sögu Penns. Margt gekk þar öðru vísi en ætlað var og Penn varð fyrir ýmsum vonbrigðum. Eigi að síður var nýlenda kvekaranna til fyrirmyndar um margt og mörg frjálslyndustu ákvæðin í stjórnar- skrá Bandaríkjanna eru talin rekja rætur sínar þangaö. Má þar t. d. nefna aðskilnað ríkis og kirkju og rétt einstaklinga til að neita eiðsframburði. Stjórnar- skipun Bandaríkjanna hefir líka orðið fyrir ýmsum greinilegum á- hrifum frá nýlendustjórn kvekara. Það var árið 1692, sem fyrstu kvekararnir komu til Pennsylvaniu. Þegar landnámið þar jókst, varð þeim ekki lengur fært að hafa þar sérstaka nýlendu, en aöal- stöðvar þeirra í Ameríku eru þar þó enn. Kvekararnir hafa aldrei orðið verulega fjölmennir. Þeir eru nú taldir rúm 200 þús. í öllum heim- inum. Aðallega eru þeir í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Kvekarar í hverju einstöku landi hafa sína sérstöku og sjálfstæðu stjórn, en góð samvinna og samheldni er hins vegar milli hinna einstöku deilda. Mannréttindabarátta og- hjálparstarfsemi. Það, sem hefir aflað kvekurum mestra vinsælda og virðingar, er hin mikla hjálparstarfsemi þeirra gegn kúgun og ófrelsi í öllum þess myndum. Kvekararnir voru í fylkingar- brjósti þeirra, sem börðust fyrir afnámi þrælahaldsins í Banda- ríkjunum. Fyrir atbeina þeirra varð Pennsylvania fyrsta fylkið í Bandaríkjunum, þar sem þræla- haldið var afnumið. Fyrir borgara- styrjöldina voru þeir óþreytandi í því að veita þrælum suðurrikjanna margvíslega hjálp. Annað mann- réttindamál, sem þeir hafa látið sig miklu skipta, er jafnrétti kvenna, og átti málstaður kvenna lengi vel ekki betri talsmenn en kvekarana. Það, sem hefir aukið mest hróð- ur kvekara í seinni tíð, er hjálp- arstarfsemi þeirra. Þar sem drep- sóttir, hallæri eða stvrjaldir hafa geisað, hafa þeir oftast verið fyrstir á vettvang. Þeir hafa óhik- að hætt lífi sínu, ef þess hefir þurft, til þess að vinna hjálpar- starf sitt, og frýr því engin þeim hugar, þótt ekki vilji þeir gegna herþjónustu. Þess- má t. d. geta, að brezkir kvekarar urðu fyrstir allra erlendra aðila til að hefja hjálparstarfsemi í Þýzka- landi eftir styrjöldina og voru raunar byrjaðir á því áður en styrjöldinni lauk. Eftir styrjöldina hefir kveðið mest að hjálparstarfsemi kvekara yrkjan er orðin nú. Það eru öll fræðileg og náttúrleg rök og skilyrði til þess, að svo geti oröið um mikinn hluta landsins, nema hin félags- legu, en þau ættum við að hafa í hendi okkar. William Penn. í Þýzkalandi, Austurríki og Pól- landi. Þeir hafa ekki aðeins sent þangað föt og matvæli í stórum stíl og dreift því meðal þeirra, sem verst voru staddir. Þeir hafa jafnframt hafist handa um marg- víslega fræðslu- og menningar- starfsemi meðal æskulýðsins. Þann- ig hafa kvekarar gert sitt til að leggja smyrsl á ófriðarsárin og vinna að samhug og friði milli þjóðanna, enda hafa þeir boðað friðarstefnuna af meiri einlægni og fórnfýsi en flestir eða allir aðrir. Friðarverðlaun Nobels hafa vafalaust verið stofnuð í góðum tilgangi, en veiting þeirra hefir hins vegar oft orkað nokkurs tví- mælis. En óhætt má segja, að sjaldan hafa heimsblöðin verið jafn sammála um, að þeim hafi verið vel og rétt varið og að þessu sinni. Ferjur á Hornafirði og Berufirði Tillaga austfirzkra þing- manna Fjórir þingmenn, Páll Þor- steinsson, Ásmundur Sig- urðsson, Eysteinn Jónsson og Lúðvík Jósefsson flytja í s. þ. svohljóðandi tillögu til þingsályktunar um ferjur á Hornafirði og Berufirði: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta fram fara athugun á því, hvers konar ferjur muni bezt henta til flutninga yfir Hornafjörð og Berufjörð. Skal athugun þessari lokið og áætlun gerð um kostnað ferjanna fyrir næsta reglulegt Alþingi.“ í greinargerð frv. segir svo: „Aðalakvegur Austur- Skaftafellssýlu vestan Horna fjarðarfljóta liggur austur á melana sunnan Hornafjarð- ar, þar sem önnur leið er lokuð bifreiðum sökum vatna. Verður að ferja farþega og flutning yfir fjörðinn and- spænis kauptúninu Höfn. Fara verður þessa leið með alla flutninga milij verzlun- arstaðarins og B^rgarhafn- arhrepps. Á melunum sunn- an fjarðarins er ennfremur aðalflugvöllurinn á Suðaust- uriandi. Eru flugerðir bangaö tíöar, og mun þeim þó fara fjölgandi á næstunni. í sam- bandi við allar flugferðir verður að nota ferju yfir fjörðinn. Síðastliðin sumur hafa bíl- ar farið frá Reykjavík um Norðurland og Austurland allt suður að Berufirði. Þá mætir örðugur farartálmi, þar sem ekki er bílfært um- hverfis fjörðinn. Til þess-að yfirstíga þann farartálma, eins og vegarsambandi er nú háttað, þarf að ve/ía hægt að ferja bíla vfir fjörðinn. Af þessu er ljóst, að nauð- Vélsmiðjurnar og kommúnistar Kommúnista.r hafa lagt fram í neðri deild „frumvarp til laga um ráðstafanir gegn dýrtíðinni og til að tryggja rekstur útvegsins.“ Flutn- ingsmennirnir eru aðalkemp- ur beirra í deildinni, Einar Olgeirsson, Áki Jakobsson og Lúðvík Jósefsson. Ein grein umrædds frv. hljóðar á þessa leið: „Ríkisstjórnin skal hlut- ast til um, að fyrir 1. jan. 1948 verði settar nýjar verðlagsreglur um alla vinnu vélsmiðja, báta- og skipasmíðastöðva og ann- arra, sem kunna að hafa með liöndum viðgerðar- og viðhaldsstörf í þjónustu útgerðarinnar. Skulu hin- ar nýju reglur miðaðar við að eigi sé leyft að leggja prósentuálagningu á þessi verk. Verðlagsreglur sam- kvæmt þessari yzein skulu settar að fengnum tillög- um samtaka útvegsmanna. Samtökum útvegsmanna skal gefinn kostur á að til- nefna fulltrúa, sem hafi sama rétt og fulltrúar verðlagseftirlits ríkisins til þess að fylgjast með fram- kvæmd verðlagsregln- anna.“ Tilgangurinn með þessuum fyrirmælum virðist bersýni- lega eiga að vera sá að lækka viðgerðarkostnað útvegsins. Um þetta væri ekki nema gott að segja, ef kommúnist- ar hefðu ekki fleiri járn í þessum eldi sámtímis. Eins og kunnugt er, standa kommúnistar nú fyrir verk- falli járnsmiða og yrði fallizt á kröfur þeirra, myndi vinnu kostnaður vélsmiðjanna stór- hækka og þá jafnframt við- gerðarkostnaður útvegsins. Og kommúnistar gera meira. Þeir segja járnsmiðunum, að það sé bölvaðri ríkisstjórn- inni að kenna, en ekki eig- endum vélsmiðjanna, að ekki hafi enn náðst samkomulag. Vélsmiðjueigendur hafi fús- lega viljað fa.llast á kröfur járnsmiða, ef þeir fengju prósentuálagninguna hækk- aða, en verðlagsyfirvöldin hafi enn ekki viljað sinna ‘ þessum sanngiörnu óskum vélsmiðjueigenda. Þarna er starfsháttum j kommúnista vel lýst: Járn- j smiðum er lofað hærra kaupi og vélsmiðjueigendum hærri prósentuálagningu! Útgerð- armönnum er lofað lægri við- gerðarkostnaði og afnámi pi’ósentuálagningarinnar! Menn þurfa vissulega að stjórnast af trú en ekki dómgreind, ef heir eiga að geta lagt trúnað á loforð slíks flokks. Flokkur, sem hagar sér þannig, trúir hins vegar ekki sjálfur á stefnu- málin sér til fram£ráttar, og reynir því í þess stað að ryðja sér braut með blekkingum og svikum. X+Y. syn ber til að fá góðar ferj- ur, sem flutt geta bifreiðar bæði vfir Hornafjörð og Beru fjörð. Hér er því farið fram á, að ríkisstjórnin láti athuga svo fljótt sem auðið er, hvers konar ferjur muni bezt henta á þessa staði, og láti jafn- framt gera áætlun um, hvað þær muni kosta.“

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.