Tíminn - 28.11.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.11.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, föstudaginn 28. nóv. 1947 219. blaS rct decýi tii dí ClCýó I dag Sólin kom upp klukkan 9.39. Sólarlag kl. 14.48. Árdegisflóð kl. 5:05. Síðdegisflóð kl. 17.25. Fullt tungl klukkan 7.45. í nótt annast næturakstur B.S.R., sími Í720. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni í Austurbæjarskólanum, simi 5030. Næturvörður er í Ing- ÓJfs Apóteki, sími 1330. ÍJtvarpið í kvöld: * Fastír liðir eíns og venjulega. Él. 20.30 Útvarpssagan: „Smala- skórnir" eftir Helga Hjörvar; fyrri fíluti (Höfundur les). 21.00 Strok- Kvartett útvarpsins: Kvartett nr. 13 í G-dúr eftir Haydn. 21.15 jLjóðaþáttur (Andrés Björnsson). 21.35 Tónleikar (plötur): a) Cello- konsert eftir Lalo. b) Symfónía nr. í G-dúr, op. 52, eftir Sibelius. á.oo Dagskrárlok. - Skipafréttir: • Brúarfoss var á Ólafsfirði í gær, léstar frosinn fisk. Lagarfoss er i Kaupmannahöfn, fer þaðan 29. íiþv. til Göteborg. Selfoss fór frá Siglufiröi í gær til Reykjavíkur. Fjalifoss er á Siglufirði. Reykja- fpss er í Reykjavík, fer í dag vest- ur og norður. Salmon Knot fór frá Reykjavík 20. nóv. til New York. True Knot kom til Reykja- yíkur 24. nóv. frá Halifax. Knob Knftt lestar í New York í byrjun 1 desember. Linda lestar í Halifax i byrjun desember. Lyngaa fór frá Kaupmannahöfn 24. nóv. til Siglu- fjarðar. Horsa fór frá Antwerpen 25. nóv. til Hull. Farö lestar í ■ Rotterdam, Antwerpen og Leith í byrjun desember. Skautasvell á tjörninni. Undanfarin kvöld hefir verið gott skautasvell á tjörninni, enda óspart notað af krökkum og full- orðnum. í gærkvöldi var margt manna á skautum. Menntamál, október og nóvemberhefti, þessa árgangs er nýkomið út. Jakob Kristinsson, fyrrv. fræðslumála- stjóri, skrifar þar langa grein um skólastörf Snorra Sigfússonar. St'Cingrímur Arason skrifar um stofhfund alþjóðasamtaka uppeld- is- og menningarmála, og Friðrik Hjartar skólastjóri um stafsetn- ing og stílagerð. Skemmtiflugferðum hætt. Samkvæmt ákvörðun skömmt- unarstjóra, Elísar Guðmundssonar, hafa flugfélögin orðið að hætta ölíum flugferðum, sem ekki heyra til : venjulegum farþegaleiðum fé- laganna. Er þar með öllum hring- ferðum og Hekluferðum hætt í bili að,, jninnsta kosti. Er þessi ráð- stöfun gerð til að spara benzín. Hekluferðir um helgina. Ferðaskrifstofan efnir til Heklu- ferðar á sunnudaginn og verður lagt af stað kl. 8 um morguninn. Farið verður á bílum austur að Næfurholti og gengið þaðan alla !eið upp að hraunrennslinu, ef veður leyfir. Mikið hraunrennsli hefir verið að undanförnu og eld- ar í Heklu eru meiri nú en oft áður. Ef bjart veður verður á sunnudaginn fer skrifstofan aðra ferð austur í Þjórsárdal og verða Heklueldar þá séðir frá Gauks- höfða. Hekluferðir Ferðaskrifstof- unnar njóta sívaxandi vinsælda og fer fjölgandi í hverri ferð sem farin er, en þeim hefir verið haldið uppi um hverja helgi í sumar. Nóg kol til vetrarins.. Tilgangurinn með hinni nýju kolaskömmtun mun ekki vera sá að skerða neitt að ráði kolanotk- un almennings eða taka hitann af fólki, sem notar kol til upp- hjtunar. Aðaltilgangurinn mun vera .sá að koma i veg fyrir hamst- ur eínstakra peningamanna, sem vilja byrgja sig upp með kol um ur skyldi verða á þeim síðar. — Mun nokkuð hafa verið farið að bera á slíku hamstri. Hins vegar er landið sæmilega vel byrgt af Fagur dagur Það var fagurt um að litast í Reykjavik, sundin orðin slétt og lognvær og sló á þau gulgrænni slikju, eyjarnar gulnaðar meö svörtu fjöruborði, fjöllin í baksýn, Akrafjall og Esja, grá af örlitlu snjóföli. Lengra til vesturs grillti kolum, og í Reykjavík eru næg ’ í Skarðsheiði og fjöllin í Mýrasýslu kol til vetrarins, miðað við venju- lega notkun. Stal haglabyssu úr glugga. ínót. var brotin rúða í verzlun Bertelsen í Tryggvagötu. Ýmsar yörur voru í gluggunum, þará með- al haglabyssa. Var byssunni stolið, en hitt látið afskiptalaust. Rann- sóknarlögreglan vinnur nú að því að upplýsa þetta mál, þar sem hér getur verið hættulegur þjófur á ferðinni og óvíst að hann hafi byssuleyfi. Aðalfundur Vals. Knattspyrnufélagið Valur hélt aðalfund sinn nýlega. Var þar skýrt frá starfsemi félagsins sem er allmikil. Félagið hefir í smíðum félagsheimili við Öskjuhlíð og ætl- ar einnig að byggja þar æfingavöll. Á fundinum fór fram stjórnar- kosning og voru þessir kosnir í hana. Úlfar Þórðarson læknir, for- maöur, Sig. Ólafsson, Baldur Stein- grímsson, Hrólfur Benediktsson, Sveinn Helgason og Þórður Þor- kellsson, meðstjórnendur. Árnað Ineilla Gefin hafa verið saman í hjóna- band: Ungfrú Unnur Ólafsdóttir, Helgu- stöðum við Reyðarfjörð, og Sigurð- ur Ágústsson, Hverfisgötu 16 í Reykjavík. Ungfrú Herdís Jónsdóttir úr Húnaþingi og Hjörtur Brynjólfs- son, Króki í Mýrasýslu. og á Snæfellsnesi gegnum móleita móðu. Uppi á Akranesi og sindraði á rúður og húsþök í sólskininu. Þá spillti það líf og starfsönn, sem nú ríkir, ekki þessari augna- gleði. Skip og bátar sigldu út og inn þafnarmynnið. Hlaðnir sildar- bátar komu özlandi með nótabáta sína í eftirdragi og bættust í hóp- inn í höfninni, þar sem sigla reis við siglu. Utan af flóanum komu stærri skip — togarar, er verið hafa á veiðum vestur á Hala eða á öð<rm eftirlætisslóðum þorsks- ins. Sjórinn freyddi við stefni og bóga, þegar Askur og Forsetinn sigldu inn, ojj langar dökkar rákir teygðu sig langt út til beggja hliða á spegilsléttum sjónum. Niðri við höfnina var fjöldi sjó- manna af skipum þim og bátum, sem þar biðu. Þeir stóðu í hópum og spjölluðu saman. En það var óþreyja í þeim, því að íslenzkum sjómönnum gezt að vonum illa að því að neyðast til að hanga í landi í indælu veðri, þegar þeir vita af tugum miljónum mála —• tugþús- undum skipsfarma — af beztu síld, ekki st undarsiglingu frá höfninni. En það var ekkert annað að gera en bíða. En það voru fleiri en sjómenn- irnir við höfnina. Þangað lögðu leið sína til þess að sjá síldarskipin og þann dýrmæta farm, sm þau höfðu innan borðs, ekki sízt ung- lingarnir. Hingáð til hafa þeir Reykvíkingar, sem ekki hafa stundað síli'i'eiðar og sildarvinnu nyrðra, aðeins séð slíkt í ljóma hillinganna. Nú blasir veruleikinn við augum hvers, er vill sjá. A förnum vegi Síldin, bjargvættur þjóðarinn- ar, og hin árlega kurteisisheimsókn hennar að bæjardyrum höfuð- staðarbúa — það eru umræðuefni •hugsandi manna þessa dagana. Síldarmergðin . í Hvalfirði er svo mikil, að gamlir og þrautreyndir síldveiðimenn hafa tæplega kom- izt í kýnrfi við önnur eins ógrynni á einum og sama stað, og á beztu veiðidögum er ausið þar upp svo miklu af þessum verðmæta fiski, að ekki er nema örsjaldan, að slíkur afli fáist á jafn skömmum tíma fyrir Norðurlandi á sumrin. En hér er hængur á — menn eru ekki við þessu búnir. Hér eru engar síldar.verksmiðjur, sem annl slíkum landburði, tilfinnanlegur skortur á flutningaskipum til þess að flytja veiðina norður, auk þess sem það er dýrt og fyrirhafn- arsamt, og vinnuskilyrði til um- hleðslu á Reykjavíkurhöfn eru hörmuleg. Úr þessu verður ekki bætt í skyndi. En úr þessn verður eigi að síður að bæta oins íljctt og kostur er, því að liklegt má telja, að hér verði um árlega vetr- arveiði a'ð ræða, að minnsta kosti í'.æstu ár. Maður kom að máli við mig í gær um þessa hluti. Hann benti fyrst á hvalveiðistöðina undír Þyrilsklifi, sem er til þess að gera örskammt frá beztu síldarmiöun- um núna. Þessi hvalveiðistöð ér komin vel á veg, og hún verður fyrst og fremst notuð til vinnsiu upp góða vatnsleiðsiu, sem þangað lá, og taka burt hjálpartæki, er þar voru til uppskipunar. Síðan vék hann að nauðsyn þess, að komið yrði betra lagi á um- hleðslu síldarinnar hér í Reykja- víkurhöfn, meðan á slíku þarf að halda. Hér verða skipin nú að bíða langa tíma, mest vegna ónógs kosts flutningaskipa, en einnig vegna þess, hversu seinleg um- skipunin er. Er ómögulegt að við- hafa mikilvirlcari aðferðir við upp- skipunina en nú? spurði hann. Ég trúi varla öðru. Það getur ekki verður óhjákvæmilegt að mjatla síldinni í málum milli skipa, það hlýtur að vera hægt að dæla henni eða nota aðrar stórvirkar aðferðir, og mæla hana þá eða vega á ann- an hátt en nú er gert. Loks drap hann á það, hvort ekki væri unnt að nýta hana á fjölþættari hátt en gert er. Er ekki hægt að salta það bezta af síldinni og gera úr henni sæmilega markaösvöru á þann hátt? Er ekki hægt að setja eitthvað af henni í frystiskip og flytja hana þannig nýja úr landi? Þessi maður er allvel kunnugur í Finnlandi. Hann sagði, að þar væri hið mesta síld- arhungur og síld svo naumt skömmtuð, að finnsk heimili yrðu að láta sér nægja eitt kíló síldar í langan, langan tíma. Finnar væru alveg vafalaust. fúsir til þess að kaupa nýja síld frystá og greiða á liagkvæman hátt með hvalafurða nð sumrinu. Það þarf pappír og trjáviði. Minnti hann aðeins að b-'-ta í har.a tUtölulega um ieið á það, að þeir heföu átt litlu af (ækjum, til þess að liún að fá fimmtán þúsund tunnur af gæti einnig íerið sildarverlcsmiðja sumarsíldinni, en aðeins fengið á vetrum. Þvi ekki að vinda bráð- an bug að því? Hinum megin við Hvalf jörðir.n, í Hvítanesi eru einnig mikil mannvirki, bryggjur, sem stór skip geta lagzt að, og •fleira. Ef til vill mætti einnig nota þau mannvirki að einhverju leyti í þágu síldveiðauna, þótt því miður sé,.fyrir skammsýn; búið að rýja þann stað ýmsum útbúnaði, Félagslíf Undir þessum lið verða birtar örstuttar tilkynningar frá ýmsum félögum. Sameiginlegur skemmti- fundur skiðadeildanna verð- ur föstudaginn 28. nóv. 1947, kl. 9 síðdegis í nýju mjólkur- stðinni. Til skemmtunar: Kvikmynd af síðasta Reykja- vkurmóti (með skýringa- teksta, söngur, 5 öskubuskur. Verðlaunaafhending. Dans o. fl. — Aðgöngumiðar seldir í Pfaff og Helles í dag. Allt íþróttafólk velkomið. Stjórnirnar. Skátar! Piltar, stúlkur, 16 ára og eldri. Vetrarfagnaður verður um helgina í skálun- um í Henglafjöllum. Farseðl- ar seldir í skátaheimilinu á föstudag kl. 7y2—8V2 e. h. Nefndin. Ódýrar auglýsingar Hér á þessum stað eru birtar smáauglýsingar með sérstaklega lágu verði. Er það œtlað lesendum Tímans til þæginda og er vonast eftir að þeir noti sér þau. Liklegt er að auglýsingarn- ar beri oft árangur, þar sem Tíminn er annað fjöllesnasta blaö landsins. Nemandi á fagskóla óskar eftir aðstoð við Iestur á enskri kennslubók, undir tíma. Tolboð leggist á afgreiðslu blaðsins fyrir hádegi á laugardag merkt „13“. Jarpur liestur 6—8 vetra tapaðist frá Bessa- stöðum á Álftanesi í vor. Mark: sneiðrifað aftan hægra. Vafa- samt undirben á vinstra eyra. Þeir sem kynnu að hafa oröið hestsins varir eru vinsamlega beðnir að gera aðvart að Bessa- stöðum, sími 1088. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SKÁLHOLT sögulegur sjónleikur eftir Guðmund Kamhan í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar frá kl. 2, sími 3191. S.K.T ELDRI DANSARNIR í G.T.-hús- inu í á morgun kl. 10 e. h. — Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5 e. h. Sími 3355. ófyrirsjáanlega framtíð, ef skort- er þar var, meðal p.nnars graía þetta? fjórða eða fimmta hluta af því. Að endingu væru það svo við sjálf- ir. Hér mætti neyta miklu meira af nýrri síld en gert væri. En fólkiö vissi varla, hvernig ætti aö matreiða hana. Um það fengjust engár leiðbeiningar. Hvers vegna nota kvenfélögin ekki eitthvað af þeim útvarpstíma, er þau hafa til umráða, til þess að fræða íólk um 1 m SNYRTISTOFA tekur til starfa á Grundarstíg 10. Opið kl. 10—12 og kl. 2—6. ANDLITSBÖÐ, mismunandi meðferð og maskar eftir húðtegund. KVÖLDSNYRTING (make up). HANDSNYRTING (manicure). Fótasnyrting (pedicure). og fleira er miðar að heilbrigðu og fögru hörundi. Anua Helgadóttir — Sími 6119. — Eignaskipti íbúð í Reykjavík óskast í skiptum fyrir litla jörö á bezta stað í Borgarfirði. Þeir, sem kynnu að vilja sinna þessu sendi bréf með uppl. í afgreiðslu Tímans merkt „Eignaskipti."............. 3. H, 'cimenn lesa flestir Tímann. Þeir bókaútgefendur, sem ætla að ná um allt land með auglýsingar sínar fyrir jólin, ættu að fara að láta Tímann birta þær úr þessu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.