Tíminn - 28.11.1947, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.11.1947, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, föstudaginn 28. nóv. 1947 219. blað GÁMLÁ BIO Sjéliðai* dáðadrengir 'v: • Amerísk gamanmynd. Sýnd kl. 5 og 9. •m •0 V' Aðeins þetta eina sinn. NYJÁ BÍO TRIPOLI-BIO Casanova Browit Amerísk gamanmynd. Aðalhlutverk leika: Gary Coopcr Teresa Wright Sýnd kl. 5 og 9. — Sími 1182 — Maðnriim frá Ijóiiadalimna Spennandi ítölsk œvintýramynd. Aðalhlutverkið leikur hinn karl- mannlegi og djarfi Massimo Girotti, sem vegna hreysti og afls er nefndur „ítalski Tarsan“. í myndinni eru danskir skýr- ingartekstar. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 12. TJÁRNÁRBIO Waterloo-stræti (Waterloo-Eoad) Spennandi ensk mynd. John Mills Stewart Granger Sýning kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. 1 Timinn Vítisglóðip £ (Angel on my Shouldcr) V> Mjög áhrifarík og sérkennileg ‘m'ynd frá United Artists. i Aðalhlutverk: Paul Muni Anne Baxter Claude Rains Bönnuð börnum innan 16 * ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. [•Nýir kaupendur fá Tímann! I til áramdta fyrir aðeins 5 krónuri | | Þar með er fjölbreytt í jólablað. | Símið strax í í 2323 og pantið Tímann. (JTBREIÐIÐ TIMANN Veiting f járfestiiig'arleyfa rý *(Framhald af 4. síðu) tíirgðir í landinu 12. ágv/it að tyðbættum væntanlegum inn flutningi eru rúm 20.000 tbnn. Sýna þessat tölur, að fjárhagsráð hefir verið eins fifíegt í leyfisveitingum og frekast er unnt með þeim rffglúm, er það hefir sett, og ekki er víst, að unnt verði að fullnæfya að öllu leyti sem- entsnotkun þeirri, er af þeim leiðir. Þetta getur þó jafnast að rfokkru leyti með ^ví, að ekki sfe allt framkvæmt, sem um er sótt og að einhverjar birgðir hafi verið til, sem ekki komi fram við birgðataln- ingu. Á hinn bóginn má svo tíúast við, að eitthvað af bygg ingum fari fram án þess að léyfi sé veitt til þeirra. Framh. Félög sameiiiuifn þjóðanna * (Frttmhald af 3. síðu) mikiö tæki til að afla sannra og réttra upplýsinga um al- þjóðleg mál, sem við hinstu greiningu. snerta hvert manns barn jarðar. Þau ættu að geta reynzt mikilvægt tækifæri fyrir nútíma kynslóð, tæki- færi, sem er bæði forrétt- inði hennar og skylda að hagnýta í þágu friðar, frelsis og aukinnar farsældar mann- kynsins. Furðnlcg ósaniiindi (Framhald af 5. síðu) áhrif í ísienzkum stjórnmál- um. Hver og einn, sem þekkir He.rmann Jónasson og stjórn málabáráttu hans, veit, að það eru hin fjarstæðustu ósannindi, að hann hafi ætlað eða muni ganga að einhverju, sem leiðir jafn augljóslega til hruns og öngþveitis og þetta frumvarp kommúnista. Eng- inn maður hefir barizt skelegglegar gegn verðbólgu- stefnunni en hann. Og það má Þjóðviljinn vita, að hann gerir flokk sinn enn fyrirlit- legri en hann er þegar orð- inn — og er þá mikið sagt, — með jafn augljósum og ógeðs legum ósannindum. Bækur Menniiigar- sjóðs og Þjóðvina- Samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra bókaút- gáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, Jóns Emils Guðjónssonar, fá félagsmenn 5 bækur fyrir árgjald sitt að þessu sinni. Þessar bækur eru: 1. Almanak Hins íslenzka Þjóðvinafélags um árið 1948. Það flytur m. a. grein um ís- lenzka leikara eftir Lárus Sigurbjörnsson, rithöfund. 2. Skáldsöguna „Tunglið og tíeyring“ eftir enska skáldið W. S. Maugham í þýðingu Karls ísfelds, ritstjóra. 3. Úrvalsljóð Guðmundar Friðjónssonar með formála eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, skólastjóra. Þetta er sjötta bókin í flokknum „íslenzk úrvalsrit". 4. Heimskringlu, II. bindi búið til prentunar af dr. Páli E. Ólasyni. 5. Andvara, 72. árgang. Hann flytur m. a. sjálfsævi- sögu Stephans G. Stephans- sonar. Félagsgjaldið 1947 er eins og s.l. ár kr.. 30.00. Fyrir það fá félagsmenn áðurnefndar 5 bækur. Erfitt er nú, svo sem kunn- ugt er, um útvegun pappírs og bókbandsefnis, ekki' sízt, þegar um stór upplög er aö ræða. Horfur eru þó á, að félagsbækurnar fyrir þetta ár komi allar út rétt fyrir áramótin. Nýlega er komið út III. bindið af Bréfum og ritgerð- um Stephans G. Stephans- sonar, búið til préntunar af Þorkeli Jóhannessyni próf- essor. Er þar með lokið prent- un bréfasafnsins. Síðasta bindið, ritgerðasafnið, mun koma út á næsta ári. I. bindi Bréfanna hefir »ýlega verið ljósprentað. Odysseifskviða er ijn í prentun. Mun hún koma út á næsta ári og einnig Illions- kviða, ef hægt verður að út- vega pappír til útgáfu_nnar. Nýtt bindi af Sögu íslendinga er einnig væntanlegt á næsta ári. Er það VII. bindi, samið af Þorkeli Jóhannessyni próf- essor. Haldið er áfram undir- búningi að útgáfu íslands- lýsingarinnar. — Verður I. bindið sennilega prentað á árinu 1949. Auglýsendur! Hafið þér athugað að lesendum Tímans fjölgar sífellt í Reykjavík og flestum öðrum kaupstöðum og að Tíminn er útbreiddasta blaðið yfirleitt í kauptúnum og sveitum um land allt. IfyjinniA.mót íIliÍcIcu' uorrar uik landiJ. ~J4eitd d cHandcjrce&sfuijóJ Skrtfiátafla -JJiapparátífy Á. J. Cronin: Þegar ungur ég var tennurnar og var lengi að bráðna. Þessi'brjóstsykur var allt ööru vísi en piparmyr.ta afa, og mér fannst hann vera tákn- rænn fyrir ólíka skapgerð þeirra. Við og við lét hún mig svo hætta lestrinum, svo að hún gæti komiö að stuttum áminn- ingum um það, hvernig menn ættu að hegöa sér og varast freistingar djöfulsins, auk þess sem hún vék fáeinum orðurti ítð þeim óþægindum, sem fylgdu gigt og harðlífi. Satan, Lúsífer, myrkrahöfðinginn, Ólukkinn, ljóti.karlinn eða dýrið, eins og hún nefndi hann oft, var persónulegur óvinur ömmu. Hann var alls staðar á flakki og gnísti tönnum framan í þá, sem þræddu veg dyggðarinnar. Það var í raun- inni engin furða, þótt þessi vera tæki sér brátt sæti í hugar- heimi mínum og yrði þar að hræðilegum veruleika. Amma hafði mælt svo fyrir, að ég skyldi láta hitapokann hennar í rúmið, þau kvöld sem hún fór á biblíusamkomur, og ef hún var ekki komin heim klukkan átta, átti ég að hátta og leggjast fyrir. Það var ætíð fremur spart haldið á liósmeti þarna uppi á efstu hæðinni, og afi var iðulega úti á kvöldin, þótt hann færi auðvitað ekki í kirkju eða á guðræknissamkomur. Þegar ég var lagstur fyrir í dimmu herberginu, fannst mér ég oft heyra annarlegar' raddir hvískra í kringum mig, og ég sá ekki betur en skuggarnir reyndu að seilast í mig frá öllum hliðum. Þeir þutu fram og aítur um veggina, og það marraði ískyggilega í fjölunum í þilinu. Þá titraði ég af ótta, því að ég var þess fullviss, að ég væri ekki einn í herberginu. Ólukkinn var þar — faldi sig sennilega í fataskáp ömmu — og var reiðubúinn til þess að læsa í mig klónum, ef ég gáði ekki að mér. Ég lá grafkyrr — lengi, lengi. Ég þorði varla að anda, og loks hélzt ég ekki lengur við. Ég hleypti í mig öllum þeim kjarki, sem í mér bjó — og þar var ekki til mikils að taka, því að ég var huglítill áð eðlisfari — og svo stökk ég fram úr rúminu og staðnæmdist fyrir fráman .þennan ægilega skáp. Þar stóð ég skjálfandi, lítill angi á nærbrókunum í hálfdimmri herbergiskytrunni, og hrópaði titrandi röddu: „Komdu fram, Ólukkinn! Ég veit tölu dýrsins‘“). Og svo svipti ég skáphuröinni opinni um leið og ég krossaði mig þrisvar til frekara öryggis. Það var eins og hjartað stöðvaðist í brjósti mínu .... Var hann þarna ....? — Nei, það var enginn í skápnum — ekkert nema pils ömmu. Ég tíró andann léttar og skreið upp í rúmið aftur. Amma fékk aldrei að vita um þessar sennur mínar við ólukkann, og ég hygg, að hún hafi undir niðri verið talsvert hreykin af því, hversu slæglega hún fór að því að vinna mig tiJ, fylgis við skoðanir sínar. Hún stakk hálfum skildingi í lófa minn, þegar hún kvaddi, og þegar hún hafði neytt mig til þess að lofa því að taka inn meðalið mitt og áminnt mig stranglega um að „ganga veg dyggðarinnar í trúnni á náð- ina,“ sagði hún: „Við sjáum svo, hvað ég get gert fyrir þig, þegar ég kem aftur, lambið mitt.“ Brjóst mitt þrútnaði af þakklæti. En .svo undarlegt sem það var, þá var eins og fargi létti af mér, þegar hún var farin. Og enn meira létti mér, þegax mamma lét mig fara að sofa í rúmi, sem hún kom fyrir bak við forhengi í einu eldhúshorninu. Ó, hve mér fannst gott að sofa einn' í þessu litla rúmi. Það var hér um bil eins og ég hefði fengið her- bergi út af fyrir mig. Ég sá ekki betur en afa hefði létt líka. Fyrsta verk hans var að taka stóra meðalaglasið, sem amma hafði gefið mér, og hella úr því út um gluggann. Það lék tvírætt bros um varir hans, þegar síðustu droparnir seytluðu úr því. Burkninn, sem hafði dafnað svo vel í beðinu undir glugganum, gulnaði samdægurs og visnaði upp, og það var ekki laust við aö brúnin þyngdist á Murdoch og hann léti orð falla um ósiði afa. En það var nú á misskilningi byggt. En lá.tum það liggja milli hluta. Fólkið á Sjónarhóli naut í náðum undursins mikla — endurlífgunar hinnar vetrar- gráu jarðar. Afi var á sjöunda himni yfir friðnum, sem nú líkti á þakhæöinni. Hann fór á hverjum degi niöur í al- menningsgarðinn og sigraði Boag söðlasmið í kúluleik. Pabbi lét setja fínan, hvítan koll á einkennishúfuna sína, og einn sunnudaginn lofaði hann mér meira að segja að fara með sér út að vatnsvirkjúnum og lét mig gægjast yfir rauða búrujárnsgirðinguna, svo að ég gæti dáðst að vatnsgeymun- um og bústað vatnsveitustjórans, sem hann vonaðist til að geta flutt í, þegar Cleghorn, gamli vatnsveitustjórinn, léti af störfum. Mamma var ekki heldur eins áhyggjufull og hún hafði verið og lét niður falla hinar eilífu vangaveltur yfir ]) Sjá Opinberunarbók Jóhannesar. — Þýð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.