Tíminn - 28.11.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.11.1947, Blaðsíða 3
219. blað TÍMINN, föstudaginn 28. nóv. 1947 3 Fálög sameinuðu þjóðanna Við stofnun S.Þ. var mjög byggt á þeirri reynslu, sem fékkst af starfsemi Þjóða- bandalágsins gamla. Menn reyndu að meta. styrkleika og veilur þess og leituðu eftir raunsæjum skýringum á van- mætti þess til að leysa vanda málin í sambúð þjóðanna og hvers vegna það reyndist ó- megnugt að -leysa ætlunar- verk sitt af hendi. Niðurstöður þessara athug- ana’birtust m. a. í því sam- eiginlega áliti forvígismanna S.Þ., að ein af höfuðástæð- unum fyrir vanmætti Þjóða- bandalagsins hafi verið sú, hve samband þess við alþýðu manna í hinum ýmsu löndum var veikt og er á reyndi naut það ekki stuðnings fólksins. Það hafði verið vanrækt að gróðursetja hugsjónir Þjóða- bandalagsins í huga almenn- ings, en hugsjónir eru sá tengiliður, sem gildi hefir á þeim vettvangi. í reyndinni var Þjóðabandalagið ekki stofnun fólksins, heldur sam- band ríkisstjórna, sem hin- um óbreytta borgara fannst fér óviðkomandi og fann því ökki köllun hjá sér til að ljá l' ví hollustu sína. Þessi örlagaríka reynsla Þjóðabandalagsins skyldi nú bagnýtt í þágu Sameinuðu þjóðanna. S.Þ. eru að formi lil samband ríkisstjórna, én framsýnustu brautryðj - endurnir telja, að megin skil- yrðið fyrir farsælu gengi þeirra sé fólgið i þvi, að tak- ast megi að vinna' hug og hollustu alþýðu manna . urt| allan heim við hugsjónir þær,‘ sem liggja til grundvallar fyrir stöfnun og starfsemi þeirra. Til þess að vinna að þessu marki hafa verið stofnuð fé- lög Sameinuðu þjóðanna United Nations Aassociations, skammstafað: UNA) innan vébanda flestra meðlima þjóða S.Þ. Þessi félög eru ó- háð S.Þ. og ríkisstjórnum, en eru frjáls félagssamtök al- mennings. Megin tilgangur félaganna er að kynna almenningi hug sjónir, starfsemi og eðli S.Þ. Qg hervæða almenningsálitið til stuðnings við þær. Jafn- framt því vinna þessi félög að hvers konar viðfangsefn- um, sem eru í anda hugsjóna S.Þ., svo sem aukinni kynn- ihgu og skilningi milli þjóða, að efla og treysta vináttu og sa,mvinnu þeirra um að bæta og fegra líf mannkynsins. — Takmark þeirra er að gera álmenning allra landa virk- an þátttaka gegnum félög S.Þ. í því alþjóðasamstarfi, sem S.Þ. hafa forystu um. Þegar hafa verið stofnuð félög S.Þ. í 27 löndum, þar af 25 meðlimum S.Þ. og 2 ut- an þeirra. Auk þess eru starf- andi undirbúningsnefndir í meðlimalöndum S.Þ. Þannig hafa félögin formlega hafið starfsemi eða verið að undir- búa stofnun þeirra í 35 með- límalöndum S.Þ. og 2 utan þeirra, en meðlimir S.Þ. eru nú 55. Ætlast ér til að slík félög starfi innan vébanda allra meölimaþjóðanna. — Á Norðurlöndum hafa félögin verið stofnuð alls staðar nema í Finnlandi og á ís- landi. Félögin eru hugsuð sem frjáls samtök, sem nái til alls almennings í hverju landi, óháð ríkisstjórnum og S.Þ. Þau séu dreifð út um löndin, en hvert land myndar lands- samband. Landssamböndin hafa þegar myndað alþjóða samband (World Federation of the United Nations Ass- ociations), sem stofnað var á s.l. ári. Forseti þess er Jan Mazaryk utanríkisráðherra Tékkóslóvakíu. Heiðursfor- setar eru þeir friðarvinurinn brezki Cecil greifi, frakk- neski skörungurinn Joseph Paul Boncour og kínverjinn Dr Chu-Chia-Hua. Samband- ið heíir aöalbækistöðVaír í New York og París. Aðal- framkvæmdastjóri þess er Mr. John Ennals ungur Eng- lendingur, sem unnið hefir mikið starf fyrir félögin. Alþjóðasambandið er þann- ig í rauninni frjálst samband alþýðumanna í heiminum, er vinnur af sjálfsdáðum fyrir hugsjónir S.Þ. Þetta samstarf byggist á því raunsæi, að ör- lög allra manna á jörðinni séu svo tengd, að samvinna um sköpun þeirra sé nauðsyn og þá fyrst og frernst gegn- um farsæla starfsemi S.Þ. Félög Sameinuðu þjóðanna er ópólitísk og hafa innan vébanda sinna menn allra póiitískra flokka og skoðana sameinaða um megin hugsjón félaganna. Meðlimir þeirra geta verið einstakling- ar, hvers konar starfandi fé- lagssamtök, sambönd og stofnanir. Þau reyna að tryggja sér opinberan stuðn- ing forystumanna þjóðlífsins í •stjórnmáhum-ogv-á öðrum sviðum og bera blæ af ein- húgá samstarfi almennings. Starfsemi félaganna er einkurn fólgin i umræðu- íundum, sém táka af.stöðu til mála og geta á þann hátt haft áhrif á afstööu ríkis- stjórna og jafnframt reynst þeim stuðningur um afstöðu til alþjóðamála. — Félögin eiga að verða eins konar mið- stöð um slík efni, sjá með- limunum fyrir og útvega blöð, bækur og bæklinga. — Sjá um þýðingar mikilvægra gagna, gefa út rit, sem helgað er hugsjónum S.Þ. og alþjóða samstarfi. Þau hafa forystu um þátttöku almennings í hátíðahöldum bundnum við S.Þ., alþjóðlega daga og hvað annað, sem almenning varð- ar um þau efni. Með þátttöku sinni í starfi S.Þ. hefir ísland þegar tekið á sig siðferðislega skyldu um að auka kynni og skilning þjóðarinnar á hugsjónum S. Þ. og að vinna stnðning og hollustu hennar við þær. — Félög Sameinuöu þjóðanna er heppilegt form fyrir starf- semi, er beindist að því marki. Er í ráði að athuga möguleika fyrir stofnun slíkra félaga hér á landi. — í septembermánuði s.l. gekkst upplýsingadeild S.Þ. fyrir sýningu í Lake Success á blöðum, bæklingum, ritum, auglýsingum, myndum o. fl. frá starfandi frjálsum fé- lagssamtökum í ýmsum lönd um, sem vinna fyrir málstað S.Þ. Þessi sýning gaf hug- mynd um, hvað almenning- ur í heiminum gerir fyrir hugsjónir S.Þ. Mun þar eitt- hvað hafa verið . sýrit fVá flestum löndum S.Þ., en sennilega ekkert frá íslandi. Félög Sameinuðu þjóðanna eru ópólitísk og ættu þess vegna að geta reynzt veiga- (Framhald, á 6. síðu) Afmæli Lúðrasveit- ar Reykjavíkur Lúörasveit Reykjavíkur minntist á þriðjudagskvöld 25 ára starfsafmælis síns úieð hljómleikum í Austurbæjar- bíó. Albert Klahn stjórnaði, en einleikarar voru þeir Vil- helm Lansi-Ottó, Egill Jóns- son og Björn R. Einarsson. Allir íslendingar kannast við Lúðrasveit Reykjavíkur, því að hún hefir leikið víða um Iand og hljómleikum hennar í Reykjavik oft verið útvarpað. En fyrst og fremst eru það þó Reykvíkingar, sem eiga Lúðrasveitinni mikinn og margvíslegan fögnuð að þakka. Og þeir þakka henni líka! Það kom gleggst í ljós í Austurbæjarbíó á þriðju- dagskvöldið, hvað Reykvík- inga langar til að Lúðrasveit- in þeirra finni það og skilji, hve ánægðir þeir eru með hana og hve þeim þykir vænt um hana. Hljómleikarnir voru lika aðdáunarverðir og efnisskrá- in var þannig byggð, að bæði sá þróttur og sú mýkt, sem lúðrarnir búa yfir, naut sín vel. Eins og fyrr er sagt, þökk- uðu áheyrendur Lúðrasveit- inni mikillega, en þó sérstak- lega hljómsveitarstjóranum og einleikurunum. Þegar Lúðrasveitin hafði lokið leik sínum, kvaddi Páll ísólfsson sér hljóðs og flutti Lúðrasveitinni þakkar- og árnaðarkveðju. Síðan hróp- uðu menn ferfalt húrra fyrir Lúðrasveitinni, en hún lék 2 aukalög. ,,ísland ögrum- skorið“ var síðasta lagið, sem hún lék. Núverandi stjórnandi Lúðra sveitar Reykjavíkur er Albert Klahn, en áður hafa þeir Páll ísólfsson og Otto Bötcher (þýzkur maður) stjórnað henni. Núverandi formaður hennar er Guðjón Þórðarson, en Gísli Guðmundsson var fyrsti formaöur hennar og aðalhvatamaður að stofnun hennar. Þessum sé þökk og öllum sem vel hafa starfað að málum Lúðrasveitarinnar. Megi hún aukast og eflast og flytja fögnuð og hrifningu öllum, sem á hana hlýðaj.. Re. Skipting útflutn- ingsins eftir löndum Þriðjungur útflutningsins hefir farið til Bretlands. í nýkomnum skýrslum frá Hagstofunni er sagt frá því, hvernig útflutningurinn skipt ist eftir löndum fyrstu 10 mánuði þessa árs. Skiptingin er þessi: Danmörk Færeyjar Noregur Svíþjóð Finnland Belgía Bretland Grikkland Frakkland Holland írland Ítalía Pólland Rússland Sviss 4.8 milj. kr. 5.0 — — 4.1 — — 8.9 — — 3.7 — — 3.5 — — 81.2 — — 7.6 — — 12.2 — — 3.1 — — 0.4' — — 20.7 — — 3.0 — — 52.8 — — 0.3 — — Hátíðahöld stúdentai l Stúdentar safnaSt saman við Háskólann kl. 13.15 og ♦ ganga í skrúðgöngu níður að Alþingishúsi. Kl. 14.00 ræða af svölum Alþingishússins, prófessor' é Ásmundur Guðmúndsson.' Að ræðu lokinni verður hlýtt J á messu í dómkirkjunni. ð Sainkoma í Hátíðasal háskólans t kl. 15.30 ... Ávarp: Tómas Tómasson, formaður stud.-K-.♦ Ræða: Sig. Norðdal, prófessor. J Söngur: Gunnar Kristinsson. ♦ Ræða: Guðmundur Thoroddsen prófessor. Pianoeinleikur: Frú Jórunn Viðar. Hóf að Hótel Borg' kl. 18.00 Minni forseta íslands. Ræða: dr. Sigurður Þórarinsson. Upplestur: Þorbergur Þórðarson, rithöfundur Söngur. Dans til kl. 2. Hefst með sameiginlegu borðhaldi. ♦ Aðgöngumiðar verða seldir í herbergi stúdentaráðs ‘ kl. 5—7 í dag og á morgun. Kandidatar hafa sama rétt til þátttöku í hátíðahöld- unum og háskólastúdentar. Stúdentablaðið og merki dagsins verða seld á götum bæjarins. I Stúdentaráb V erbiaunasaga Tékkóslóvakía 14.1 Þýzkaland 5.1 Guy Adams: Rússneska hljómkviðan. Skáldsaga. Hérsteinn Pálsson þýddi. Bókaútgáfan Norðri Akureyri 1947. Höfundur skáldsögu þessar- ar hlaut verðlaun fyrir haria úr bókmenntasjóði Samein- uðu þjóðanna, og mun það flestrá manna mál, áð hann sé vel og maklega að þeirri viðurkenningu kominn. Sagan er sögð rituð í þýzkum fanga búðum nú í síðustu heims- styrjöld, en ber þess annars engan sýnilegan vott, þvi að hvorki stríð né stjórnmál ber þar á góma. Bókin fjallar um líf og starf rússneska tón- skáldsins Alexis Serkins, sem uppi var á siðustu qld, Qg önnur rússnesk frá því tíma- bili, svo sem Rubenstein, Tsjai kowsky, Brododin og Rimsky- Korsakow, koma þar mjögvið sögu. Er niðurskipan efnisins sniðin eftir því eina tónverki Serkins, sem umheimurinn hefir kynnst að nokkru ráði, enda ber sagan sama nafn eins og tónverk þetta. Ekki er hér rúm til að rekja efni sögunnar nánar, en í sem skemmstu máli sagt, er hér um fagra og djarfa ástar- sögu að ræða, þrungna lifi og litum sterkra, mannlegra ástríðna. Lesandinn kynnisL styrk og breyskleika lista- manna, umhverfi þeirra.'oovi og örlögum. Serkin sjálfur er viðkvæmur og sveimhúgá listamaður, klofinn og marg-' þættur að skapgerð, ehda verður honum lítið að verki og hann flækist um heiminn, sem leiksoppur meinlegra ör- laga. En ástmær hans, Já'- nina, söngkonan fræga, er honum ólík og óskyld um flest. Ógleymanleg og sér- stæð kvenlýsing. Sterk og fögur mannssál í töfraridi,, ástríðuþrungnum og breysl^- um líkama. Frásögnin er öll með þeim snilldarbrag, að jafnvel aukapersónur sög- unnar standa okkur Ijóslif- andi fyrir hugskotssj ónum að sögulokum. Þó vqttar hvergi fyrir nokkurri bók- menntalegri sundurgetð,. skrúðmæli eða öfuguggahætti þqim, sem svo margir nútíma rithöfundar virðast svo haldn ir af. Vinnubrögð höfundar- ins eru einföld og látlaus, en traust og hnitmiðuð í hví- vetna. Brasilía 0.1 — — Bandaríkin 14.0 — — Kanada 0.2 — — Palestina 0.7 —• : — Önnur lönd 0.1 — — Alls nam útflutningurinn 245,5 milj. kr. fyrstu 10 mán- uði ársins og er það 300 þús. kr. minna en á sama tíma árið áður. Það er ekki alltaf mikið að marka bókmenntaverð- laun eða lof tízkusnápanna, Eri í þetta sinn hygg ég, að jafnvel hinujn vandfýsnustu lesendum muni þykja bókin standast prófið — efna fylli- lega það, sem lofað var. Það er langt síðan, að ég hefi lesið þýdda skáldsögu með jafn-mikilli ánægju og þessá. Hún er í senn skemmtilegt lestrarefni og ágætt listaverk. íslenzka þýðingin virðist góð, og prentun og ytri frágangur bókarinnar innihaldinu sam- boðinn. J. Fr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.