Tíminn - 28.11.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.11.1947, Blaðsíða 1
¦ { "7 1 '¦ 1 '¦ 1 i h '¦ 'i i Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson j Fréttaritstjóri: I Jon Helgason ÍÚtgefandi Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Eddvhúsinu Ritstjórnarsímar: , 4373 og 2353 Afgreiðsla og auglýsinga- sími 2323 Prentsmiðjan Edda 31. árg. Reykjavík, föstudaginn 28. nóv. 1947 219. bla3 ísfirhingar hyggjast reisa eimtúr bínustöð og koma á hitaveitu Koffín getur dey ' aningar löfflunar- iúklioga Það er ekki neinn stofuhiti við' höfniiia og kalt að standa við vindurnar, svo aff vissara er a'5 vera sæmilega búinn. — Haon er þaS líka þessi náungi. (Ljósm.: Guðni Þórðars.) 200 þúsund mál síldar hafa þegar veiðst í Hval True Knót teki® í síldarflsatEsIssgassa Ennþá fjölgar síldveiðiskipunum i Reykjavíkurhöfn. í nótl og frá því síðari hluta dagsins í gœr hafa nokkur skip komið inn með fullfermi. Lœtur nú nœrri, að öll veiðiskipin, þau sem ekki hafa sprengt ncetur sínar, bíði fullhlaðin i höfn, nema fáein, sem eru á leiðinni norður með eigin afla. í nótt föru norður Rirfsnesið, Skjöldur og Jökull. Var þá búið að losa þá sild, sem var á þilfari þeirra. SíratdsBm nsegtlegt að gcfst þcixn sióg af Iteitu kssffl í vikuriti danskra lækna er frá því skýrt, að kaffi og koffín geti oft linað þjáningar þær, sem löm- unarsjúklingar eiga við aö búa í vöðvum líkamans. Það er danski læknirinn dr. Poul Bechgaard, sem skýrir frá þessu, u'g þaö er byggt á tilraunum, er gerðar voru í Blegdamssjúkrahúsi árið 1944, þegar lömunarveiki geysaði í Danmörku. Kom þá í ljós, að koffín gat oft deyft jþjáningar sjúklinganna. 2(5 sjúklingar af 49 hlutu að þessu leyti mikla bót, þótí önnur lyf gætu ekki linað sársaukann. Oftiega var kaffi eöa ef ni úr kaf f i hið eina, sem gat veitt þeim hvild og frið um nætur. Ályktunarorð greinarinnar eru þau, að ágætt muni að nota kofíín, ásamt öðrum lyfjum, til þess að sefa þjáða lömunarsjúklinga, og stund- um megi deyfa verstu kvalirn- ar með því að gefa þeim nóg af heitu kaffi. Heildaraflinn 200 þús. mál: Heildaraflinn á vetrarsíld- veiðunum hér syðra er nú orðinn um tvö hundruð þúsund mál, og ef tii vill nokkuð yfir það. í skipum, sem bíða-í Reykjavíkurhöfn mun vera nær 60 þúsund málum. Komið er nbrður í bræðslu eða á leiðinni um 75 þúsund mál. Á Akranesi er búið að taka á móti 21 þús- und málum í bræðslu og fryst hafa verið um 15 þúsund mál. Um 7 þúsund mál hafa verið lönduð í Keflavík og Njarðvíkum. Verða þetta sam tals um 190 þúsund mál af síld, sem veiðst hefir í Hva!- firði. Auk þess má gera ráð fyrir, að skip þau, sem ennþá eru að veiðum í Hvalfirði í dag séu með talsverða sild, svo nærri láti, að heildar- aflinn í Hvalfirði sé um 200 þúsund mál. Auk þess veiddust um 30 þúsund mál í ísafjarðar- . djúpi, svo að allur vetrar- síldaraflinn er kominn nokkuð á þriðja hundrað þúsund mál. Afla fyrir tvœr milljónir króna í gjaldeyri á sólar- hring. Þrjá seinustu sólarhring- ana mun láta nærri,' að veiðst hafi sextíu þúsund mál síld- ar í Hvalfirði. Er það lang- samlega mesta hrotan síðan veiðarnar hófust, enda í fyrsta sinn, að verulega gott veiðiveður kemur eftir að skipunum fjölgaði í firðin- um. Þó hefir síldin verð tals- vert erfið viðíangs þessa aflamestu sólarhringa, vegna þess hve djúpt hún hefir stundum verið. Þessi sextiu þúsund má' eru um þriggja milljóna kr. virði við verksmiðjuna og það fá sjómenn og útvegsmenn menn fyrir síidina, að frá- dregnum flutningskostnaði. Hefir því veiðst fyrir um eina miljón á sólarhring þessa seinustu daga. Gjald- eyristekjur þjóðarinnar af þessari síld eru þó miklu meiri, ef til vill allt að því h elmingi meiri. Lætur nærri, að afli þessara þriggja sól- arhringa gefi þjóðinni fimm millj. króna í gjaldeyri. Lætur nærri að nú sé búin að veiðast síld í vetur fyrir 18 milljónir króna í gjald- eyri. En verðmæti þeirrar rí'dar, sem veiðst hefir í vetur, óunninnar, er um 11— 12 milljónir. Farið verður að lesta True Knot um helgina. Ennþá eru miklir erfiðleik- (Framhald á 7. siðu) Yrífi fyrmta hitavcitan sistttar tcguttdar á. íslandi Frá fréttaritara 1'ímans á ísafirði. Nú er ráðgert að reisa á ísafirði eitt þúsund kílóvatta eimtúrbínustöð og fullnægja á þann hátt rafmagnsþörf bæjarins. Er ætlazt til, að gufan frá katli stöðvarinnar geti jafnframí hitað upp þann hluta bæjarins, sem er fyrir neðan Túngötu. Slík hitaveita, sem hér er gert ráð fyrir, er hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Telja verkfræðingar ekkert þessu til fyrirstðu frá tækni- legu sjónarmiði og álita, að f yrirtækið sé f j árhagslega réttmætt, ef ekki verða fljót- lega því meiri verðsveiflur því í óhag. Mál þetta var rætt á fundi bæjarstjórnar ísafjarðar- kaupstaðar 11. nóvember. Var þar samþykkt, að bæjar- stjórnin skyldi beita sér fyrir því, að eimtúrbínstöð þessi yrði reist, og á ketill hennar að hita meginhluta bæjarins, eins og áður er sagt. Fyrirkomulag hitaveitunnar. Hitaveitunni frá eimtúrb- ínustöðinni á að vera þannig fyrirkomið, að gufan frá katlinum hiti upp vatn það, sem hitakerfið þarfnast og haldi því á hringrás, þegar hún hefir farið í gegnum túrbínuna og framleitt raf- orkuna. Verður það því alltaf sama vatnið, er notað er. Kostnaður áætlaður rúmar 6 milj. Þrír verkfræðingar, Gunn- ar Böðvarsson, Eiríkur Briem og Benedikt Gröndal, líafa gert áætlyn um kostnað við byggingu og rekstur slíkrar stöðvar. Er gert ráð fyrir, að afl- stöðin muni kosta 2,650 þús- undir króna, hitaveitan 2,450 þúsundir, hitaveituæðar i húsin 340 þúsunúir, baðvatns hitarar 140 þúsundir og inn- anbæjarkerfi rafveitunnar 550 þúsundir. Heildarkostn- aður er því áætlaður 6 milj. og 150 þúsundir króna. Nefnd var kosin til þess að vinna að framgangi málsins, og eru nefndarmenn nú í Reykjavík að ræða málið við raf orkumálastj óra. kortir tilfinnan M©rg elscEsai þess, að ftcir verði- aS stastda í blautu nétt eftir nétt Sjcmenn hafa komið að máli við tíðindamenn Tímans og hvartað sáran undan þeirri aðbúð, er þeir verða að sætta sig við á síldveiðunum. Hlifðarföt þau, sem mörgum þeirra hefir tekizt að fá, eru af mjög skornum skammti, og þess eru fjölrríörg dæmi, að þeir verði að standa í blautu nótt eftir nótt, af því að þeir geta ekki fengið gúmmístígvél. Þetta er hörmuleg saga. Þótt hinn erlendi gjaldeyrir okkar sé mjög til þurrðar genginn, kemur það þar nið- ur sem sízt skyíSi, ef sjó- mennirnir, sem eru að ausa verðmætunum upp úr sjón- um í vetrarkulda, geta ekki fengið þann fatnað, sem þeim er nauðsynlegastur til skjóls og hlifðar. Á þessu verður að ráða fulla bót, og það án taf- ar. Það vos, .sem sjómannslíf- inu fylgir, er nóg, þótt ein.s þolanlega sé að þeim búið og föng eru á. Þá hefir Tímanum einnig verið tjáð, að menn, sem hafa ætlað að ráða sig á síldar- skip, hafi sumir orðið að hætta við þá fyrirætlun vegna þess, að þeir gátu með engu móti fengið þann út- búnað, er með þurfti. Það hefir oft verið talað um nauð syn þess, að menn stunduðu framleiðslustörf, og sú nauð- syn liggur í augum uppi. En það er beinlínis girt fyrir það, ef menn geta ekki fengið þann klæðnað, sem óhjá- kvæmilegur er, ef ekki á að stofna lífi og heilsu í voða. Fálteyrt grisnsstdarverk Hollendingar láta 46 Indónesa krókna úr kulda Fatsgavörðusiunt kestsst unt Sá atbur'ður gerðist nýlega, að 46 Indónesar, er teknir höfðu verið höndum aí' liðs- mönnum hollenzku stjórnar- innar, dóu allir, er verið var að flytja þá til ákvörðmiar- staðar nokkurs. Fangarnir voru fluttir í járnbrautarlest, og er álit- ið, að orsökin að dauða þeirra sé beinlínis ill að'búð og kuldi. Hollenzka stjórnin kennir fangavörðunum um. hvernig farið hefir og seg- ist. muni láta þá sæta á- byrgö. Atburðir sem þessir munu síður en svo stuðla að frið- samlegri lausn deilumáls Hol- lendinga og Indónesa. Sýnir þetta og, að Indónesar hafa fulla ástæðu til þess að vilja losna undan yfirráðum Hol- lendinga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.