Tíminn - 29.11.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.11.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, laugardaginn 29. nóv. 1947 220. blað ^drá deg-i tií di laaó t dag: Sólin kom upp kl. 9.42. Sólarlag kl. 14.47. Árdegisflóð kl. 5.50 Síð- ciegisflóð kl. 18.15. í nótt: Z annast næturakstur bifreiðastöð- in Hreyfill, sími 6633. Næturlæknir er i læknavarðstofimni í Austur- bæjarskólanum, simi 5030. Nætur- vörður er í Laugavegs apóteki, sími 1660. Utvarpið í kvöid. ’ Pastir liðir eins og venjulega. 20.00 Préttir. 20.20 Leikrit „Vöf“ eftir Guðmund Kamban (Alda Möller, Regína Þórðardóttir, Soffía Guðlaugsdóttir, Þorsteinn Ö. Step- Hensen, Valur Gíslason o. fl. — Leikstjóri Þorsteinn Ö. Stephen- sSn). 22.00 Fréttir. 22.05 Danslög. S-00 Dagskrárlok. Skipafréttir. ' Brúarfoss var við Hrísey í gær, lsstar frosinn fisk, og kemur til Akureyrar í kvöld 28. nóv. Lagar- fess fer frá Kaupmannahöfn á morgun 29. nóv. til Gautaborgar. Selfoss kom á Flateyri kl. 12.00 í dag vegna smábilunar, fer þaðan síðdegis í gær til Reykjavíkur. I^allfoss er á Siglufirði. Reykja- foss fer frá Reykjavík í kvöld 29. nóv. vestur og norður. Salmon Knot fór frá Reykjavík 20. nóv. til : New York. True Knot kom til Reykjavíkur 24. nóv. frá Halifax. 1 Knob Knot lestar í New York í byrjun desember. Linda lestar í Halifax í byrjun desember. Lyngaa fór frá Kaupmannahöfn 24. nóv. til Siglufjarðar. Horsa kom til Hull 27. nóv. Parö Jestar í Rotterdam, Antwerpen og Leith í byrjun des- einber. Iiög staðfest. ;;Á ríkisráðsfundi, sem haldinn vár 27. nóv., staðfesti forseti ís- lands eftirgreind ' fern Iög: Lög um breytingu á lögum nr. 28 frá 14. apríl 1947, um hækkun á aðflutningsgjöldum árið 1947. Lög um breytingu á lögum nr. 116 frá 7. nóvember 1941, um út- gáfu krónuseðla. Lög um breytingu á lögum nr. 7 frá 12. janúar 1945, um jarðrækt- ar- og húsagerðarsamþykktir í syeitum. Lög um breytingu á lögum nr. 94, 5. júní 1947, um framleiðsluráð lándbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðar- afurðum. Á sama fundi var Sigurjón Á. Qlafsson skipaður í orðunefnd. Epnfremur Matthías O. Kalland kipaður ræðismaður íslands í Bergen. .. .,*!•!*!: !f.i Ferðafélagið heldur upp á tvítugsafmælið. Perðafélag íslands minntist 20 ára afmælis síns með skemmti- fundi í Sjálfstæðishúsinu i fyrra- kjíöld. Pundurinn var fjölsóttur og skemmtu menn sér hið bezta, eins og, jafnap á fundum Ferðafélags- ins. í upphafi fundarins var Stein- bórs heitins Sigurðssonar minnzt, en hann hafði jafnan verið einn af ötulustu stuðningsmönnum félags- ins. Forseti félagsins rakti þvi næst starfsemi þess í stórum dráttum. Félagið á nú í óbyggðum sjö sælu- hús, sem þegar hafa stuðlað að því, að þúsundir íslendinga hafa notið óbyggðafegurðar íslands, sem annars hefðu farið þess á. mis. Stofnendur félagsins voru aðeins 63, en félagatala nú er 6180 manns. Martin Larsen, sem verið hefir hér danskur sendikennari, hefir nú verið ráð- inn blaðafulltrúi við dönsku sendi- sveitina. Hann er mörgum íslend- ingum kunnur. Hann kann íslenzku afburða vel af útlendingi að vera. Lársen hefir unnið íslendingum mikið gagn með þýðingum sínum á íslenzkum fornritum á danska tungu. Ilátíðaliöldin 1. desember. 1. desember er á mánudaginn. Stúdentar efna þá til fjölbreyttra hátiðahalda að venju. Ásmundur Guðmundsson prófessor flytur ræðu af svölum alþingishússins, og verður *«»ún flutt að aflokinni skrúðgöngu stúdenta frá háskól- anum að alþingishúsinu. Að ræðu Ásmundar lokinni verður guðs- þjónusta í dómkirkjunni. Síðar um daginn verð',rr hátíðasamkoma í háskólanum, en um kvöldið stúd- entahóf að Hótel Borg. Náttúrulækningafélag íslands. hélt framhaldsaðalfund sinn fimmtudaginn 27. nóvember. Gjald- keri félagsins, Hjörtur Hansson, lagði fram reikninga félagsins fyrir árið 1947. Marteinn Skaftfells, kennari, sagði frá því, hvernig hann læknaðist af mænuveiki, er hann fékk sl. vetur. — Þá var rætt um félagsmál og að lokum um ölfrum- varpið. Pramsögumaður, Björn L. Jónsson, skýrði frá því, að á,Al- þingi 1932 hefði komið fram öl- frumvarp, sem Vilmundur Jónsson, landlæknir, hefði gengið af dauðu með einni ræðu, þar sem hann sýndi með tölum frá ýmsum Evrópulöndum, að þar sem mest er drukkið af léttu afengi, þar er neyzla sterkra drykkja einnig mest. Samþ. fundurinn mótmæli gegn frumvarpinu. Fiskiþingið vill láta reisa fimm þúsund ináia verksmiðju við Faxaflóa. Á yfirstandandi fiskiþingi hefir mikið verið rætt um Hvalfjarðar- síldina. Var í gær samþykkt eftir- farandí tillaga um verksmiðju við Paxaflóa: „Piskiþingið telur, að reisa þurfi síldarverksmiðju við Faxaflóa með að minnsta kosti 5000 mála afköst- um á sólarhring. Vegna brýnnar nauðsynjar á því að verksmiðjan geti tekið til starfa sem fyrst, bendir fiskiþingið á, að það mundi flýta framkvæmdum, ef samkomu- iag næðist við Óskar Halldórsson útgerðarmann, um að vélar þær og efni, sem hann á nú hér í landi í nýja síldarverksmiðju, yrði notað til þess að reisa þessa verksmiðju. Fiskiþingið telur sjálfsagt, að fiskimjölsverksmiðjur þær, sem nú eru við Faxaflóa og ekki hafa þeg- ar verið útbúnar til síldarvinnslu, verði eftir því sem frekast eru föng á, breytt í það horf fyrir næsta haust, að.þær geti unnið úr síld, þegar hún er fyrir hendi. Sérstaklega hagkvæmt mundi vera að stækka fiskímjölsverk- smiðjuna á Kletti við Reykjavík svo að hún ynni allt að 4000 málum á sólarhring." Mæðrasamtök í Danmörku Eiiistæðingsmæður í Kaup- mannahöfn hafa að undanförnu gert herferð mikla til þess að krefjast betri lífskjara. Hafa frá- skildar konur, sem eiga börn, og ógiftar mæður tekið höndum sam- an til þess að gera samborgurunum ljóst, hverra umbóta væri þörf. Upphaf þessarar herferðar var það, að boðað var til fundar á Vesturbrú. Málshefjandi á þessum fundi var fulltrúi mæðrahjálpar- innar í Kaupmannahöfn, Magna Nörgaard. Henni fórust orð á þessa leið: — Um það þarf ekki að deila, að ógiftar stúlkur, er börn eiga i Danmörku, búa við mjög erfið kjör. Þvi ber að vísu ekki að neita, að sett hafa verið mörg lög, er eiga að stuðla að því að létta þeim upp- eldi þeirra ungu borgara, sem þær hafa fyrir að sjá, en þegar út í lífið og veruleikann kemur, verða þær oft og iðulega fyrir margvíslegum erfiðleikum, er núgildandi laga- ákvæði ná ekki til. Barnshafandi stúlka á ef til vill létt með að fá þolanlega vinnu meðan á með- gföngutímanum stendur, og hún getur leitað athvarfs á fæðingar- stofnunum til þess að ala barn sitt. En fráskildar konur, sem eiga börn fyrir, og ógiftar stúlkur, sem áður hafa eignazt börn, eiga við meiri erfiðleika að stríða. Sá styrkur, sem þær njóta nemur yfirleitt, aðeins tveimur fimmtu hlutum af því, sem það kostar að hafa barn á framfæri. Þetta ástand telja danskar mæð- ur, sem við það eiga að búa, óhaf- andi. Þrátt fyrir þetta má ekki gleyma því, sem gert hefir verið til þess að sjá þeim sómasamlega far- borða. Hver móðir, sem svo er ástatt um, að hún á sér ekki fyrir- vinnu, getur dvalið á mæðraheimili fyrsta árið og fengið einhverja sér- menntun. Þar að auki geta bæði giftar mæður og ógiftar fengið peningahjálp til mjólkurkaupa, ef tekjur þeirra fara ekki yfir visst lágmark, og nýtur þar aðstoðar mæðrahjálparinnar. Er úthlutað hálfum lítra meðan stúlkan ér barnshafandi, en einum lítra eftir að barnið er fætt. Stúlkunum er líka séð fyrir læknisskoðun meðan á meðgöngutímanum stendur, og aðstoð við útvegun bamafata, barnavagna, og fleira, þegar barnið er fætt. En þetta er ófullnægjandi, og dönskum mæðrum virðist, að það sé hagsmunamál þjóöfélagsins, að sérhver borgari njóti sem bezts uppeldis, hvort sem hann er fædd- ur og uppalinn í hjónabandi eða ekki. Á fö rnum vegi Ungur bóndi rakst inn til mín i gær, þegar ég var að velta því fyrir mér, hvað réttast væri nú að birta í þessum dálki næst. Og þessi ungi maður kom færandi hendi, þótt hann vissi kannske. ekkert af því — og viti það ekki fyrr en hann sér þessar línur. — Það gladdi mig, sagði hann — gladdi mig svo innilega, að landbúnaðarráðherrann okkar núna, Bjarni Ásgeirsson, skyldi vera svo stórhuga að þora að mæla fyrir um stórfellda kornrækt á sumri komanda. Ég er einn þeirra manna, sem trúi því statt og stöð- ugt, að ræktun fóðurkorns og ef úl vill líka korns til manneldis sé ekki aðeins möguleg, heldur eigi að vera sjálfsagður liður í íslenzkum landbúnaöi. Meira en tuttugu ára starf Klemensar Kristjánssonar á Sámsstöðum sýnir það og sannar, að hér er hægt að rækta korn með góðum áram,,, þrátt fyrir alia ótrú, og efnagreining sýnir líka, að þetta íslenzka korn er gott. Plvað er þá, sem vantar? Það, sem vantar, sagði þessi ungi maöur, er éinungis það, að einhver hafi airfsku til þess að feta í fótspor Klemensar, dirfsku til þess að sýna það ótvírætt, að hægt er að hagnýta sér reynslu hans og brautryðjendastarf á þessu sviði. En það þarf að byrja í stórum stll, svo að unnt sé að nota sæmilega mikilvirkar vélar, og það er einmitt það, sem gert er ráð fyrir á Hvols- velli á vori komanda. Og af því að svona myndarlega á að fara af stað, trúi ég því, að þessi afskipti Bjarna Ásgeirssonar kunni að valda merkilegum tímamótum í sögu ís- lenzks landbúnaðar —- tímamótum, sem að visu eiga sinn aðdraganda og Klemens á Sámsstöðum hefir með starfi sínu rutt braut. Ég er viss um, sagði þessi ungi maður ennfremur, að þessi tilraun muni heppnast, svo vel þekki ég gróðurmagn íslenzkrar moldar. Veðurfari má að minnsta kosti bregða alvarlega til hins verra, ef svo verður ekki. Og ég vildi vekja athygli á öðru, sem kannske er enn meira um vert: hvílíka þýðingu sá sigur hefir fyrir önnur baráttumál, sem hlotið hafa að vísu góðar und- irtektir í orði, en misjafnan stuðn- ing á borði — baráttumál eins og skógrækt í stórum stíl. Á því sviöi hafa einnig unnizt merkilegir sigr- ar, og þó að allir viðurkenni þá í rauninni, þá cr eins og þeir séu ekki enn búriir að átta sig á Því, að þeir eru merkilegur allsherjar- vitnisburður um það, hvað hér má gera, ef vilji er fyrir hendi. Svo sagðist honum, og ég kem þvi áleiðis til lesendanna. J. H. Félagslíf Undir þessum lið verða birtar örstuttar tilkynningar frá ýmsum félögum. Pyrsta skemmtikvöld Fæðiskaup- endafélags Reykjavíkur, verður í félagsheimilinu Kamp Knox í kvöld. 29. þ. m. kl. 9. Til skemmt- unar verður: kvikmynd, söngur (tvöfaldur kvartett), sameiginleg kaffidrykkja, upplestur, -dans. Pé- lagar eru kvattir til að mæta stund- víslega. Innritun nýrra félaga. HEKLUFERÐ Farið verður á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins til Heklu í fyrramálið kl. 8. SKIPAUTGCRD HIKISINS M.s. „Herðubreið” hleður í Glasgow um 10. des- ember vörur til íslands. Afgr. skipsins í Glasgow annast J. C. Peacock og Co. Ltd., 121 West George Street, Glasgow. Ódýrar auglýsingar Hér á þessum stað eru birtar smáauglýsingar með sérstaklega lágu verði. Er það œtlað lesendum Tímans til þœginda og er vonast eftir að þeir noti sér þau. Líklegt er að auglýsingarn- ar beri oft árangur, þar sem Timinn er annað fjöllesnasta blað landsins. Aðstoðarstúlkn vantar að Fagrahvammi í Hveragrði. Uppl. á staðnum eða í Flóru, Reykjavík. ' Auglýsmgasíim Tímans er 2323. Ef þið viljiö fá auglýsingar birtar í blaðinu á mánudaginn, þá hringið í þann síma, eða sendið handrit til Tímans í Edduhúsinu. Bezt er að gera það í dag. PeSsar „Indian lamb“ o. fl. tegundir nýkomnir. Seldir án skömmt- unarmiða. N O N N I Vesturgötu 12, sími 3570 >00-00 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SKÁLHOLT sögulegur sjónleikur eftir Guðmnnd Kamban annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala í dag kl. 3—7, sími 3191. S.K.T. Eldri og yngri dansarnir í G.T.-húsinu á morgun kl, 10 e h. Aðgöngumaðar frá kl. 6.30. Sími 3355. .; 5; i;íií FuMdisfagnaður Stúdentafélag Reykjavíkur heldur fullveldisfagnað að Hótel Borg sunnud. 30. nóv. Samkoman hefst með borð- haldi kl. 6.30 síðd. og verður fjölbreytt skemmtiskrá undir borðum, en síðan dans. StíidenÉafélag Reykjavíknr. Samkvæmisklæðnaður. Stangaveiðifélag Reykjavíkur Framhaldsaðalfundur félagsins verður haldinn á morgun 30. þ. m. kl. 2 e. h. í Tjarnarcafé, niðri. Dagskrá: Lagabreytingar. Stj órnarkosning. Önnur mál. Stjórnin. til að hera út TI M A N N

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.