Tíminn - 29.11.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.11.1947, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, laugardaginn 29. nóv. 1947 229. blað Veiting f járfestingar Þá miklu þörf, sem var á niðurskurði á sementsmagni víldi Fjárhagsráð samrýma eftir föngum hinu, að hefta ekki fleiri framkvæmdir en frekast var nauðsynlegt, og ákvað því, að leyfa sem allra mest af þeim framkvæmd- um, sem lengst voru á veg komnar og því hlutfallslega sparastar á sement, en hefta alveg, eða að mestu leyti hinar, sem ekki voru hafnar og hlutu því að taka mest sement. Var og þessi ráð- stöfun sjállfsögð af öðrum astæðum, sem -óþarft er að telj a. Þessi ákvörðun leiddi til þess, að unnt var að skera niður sementsmagnið um íullan helming, en leyfa þó um % þeirra byggingafram- kvæmda, sem um var sótt, eða 2120 af 2599. Um sjálfa fjárfestinguna — ijármagnið, sem hér er um að ræða — er miklu erfiðara að gefa glöggar skýrslur sakir þess, hve afar ófullkomnar umsóknir voru í þessu efni og lítið' tóm til þess að ganga eftir eða láta semja nákvæm- ari áætlanir um það. Þarf að bæta mjög úr þessum ágöll- um í framtíðinni. Mismunandi byggingar- íramkvæmdir. Til þess þó að sýna ein- hvern lit á að gera upp þetta dæmi, má taka fram eftir- larandi atriði urn hinar mis- 'munandi byggingarfram- kvæmdir: 1. Hvað snertir opin'berar jramkvœmdir, verzlunarjyrir tæki, iðnfyrirtœki og fram- Leiðslujyrirtœki, má nota þær íölur, sem umsóknirnar greindu, annars vegar um heildarkostnað við þær, og hins vegar um kostnað við að ljúka þeim. En sá galli er a þessum tölum, að þær eru yfirleitt mikils til of lág- ar, en ekki tök á því, eins og högum var háttað, að leið- rétta þær svo, að það svar- aði kostnaði. Eru þær því ceknar 1 töflunni hér á eftir eins og þær koma fyrir, og verður að meta gildi töfl- unnar eftir því. 2. Um íbúðarhúsin lágu yf- irlei.tt ekki fyrir í umsókn- unum upplýsingar um kostn- að og' er því ekki unnt að gera sér grein fyrir fjárfest- ingunni í þeim, nema með almennum áætlunum. Verður þa, að áætla meðalverð íbúð- ar og ganga út frá því. Hefir xjárhagsráði ekki fundizt íjarri sanni að áætla hverja íbúð til jafnaðar c. 100.000 kr. í Reykjavík og 80.000 ut- an ReykjaVíkur. Að öðru leyti er hér gengið ut frá þeirri reglu, að kostn- aður við að gera hús fokhelt sé %-áf heildarkostnaði þess, en %. séu þá eftir til þess að Ijúka því. Þá má reikna þannig: I I. ílokki eru hús, sem ekki er byrjað á að heitið geti, og má því reikna þau íuilu verði. í II, flokki eru hús, frá því að a þeim er byrjað og til þess er þau eru fokheld. — Má þá til jafnaðar reikna, að búið sé að verja til þeirra helmingi %, þ. e. % af heild- arkostnaði, en eftir 7/s. í III. flokki eru hús, sem eru fokheld og meira. Til SíSari lilaiti istdráttfflfÍBas asr skýrslaa Fjjárlaag'srálSs þeirra er eftir sömu reglu bú- ið að verja til jafnaðar % (-/*) að viðbættum helmingi af % /(%), eða alls % verð, en % eftir 3. Um útihús verður að á- ætla, að mestu út í bláinn. Þau eru um 290 að tölu og skij^tir ekki mjög miklu í heildaráætluninni, þó að þar fari nokkuð frá réttu. Árangur fjárfestingar- ráðstafana. Eftir þessu má áætla fjár- festinguna og árangur fjár- festingaráðstafana, sem hér segir (tölurnar eru millj kr.) Áætlaður heild- Kostn. við Synjað eða arkostnað'ur. að fullg. frestað. 1. Opinberar framkvæmdir 2. Verzlunarfyrirtæki 3. Iðnðarfyrirtæki 4. Framleiðslufyrirtæki 5. íbúðarhús 0. Útihús 138 82 47 26 21 16 19 12 7 48 29 13 290 184 60 5 3 0 Samtals 526 Þó að tölur þessar séu eng- an veginn nákvæmar, sýna þær þó, að hér er ekki neitt smáfyrirtæki á ferð, einkum þegar þess er gætt, að hér eu vafalaust of lágar tölur. Þær eru lágmark. Minna en þetta hefur ekki verið um að ræða. Þegar skýrslunum er safn- að, um miðjan ágústmánuð, eru á döfinni eða ráðgerð- ar framkvæmdir, sem nema 526 milj. króna að minnsta kosti. Þá sýnir taflan einnig, að minnsti kostnaður við aö ljúka þessum framkvæmdum hefir veriö 331 milj. króna. Og loks sýnir hún, að ráð- stafanir Fjárhagsráðs hafa frestað að þessu sinni fram- kvæmdum er nema 143 milj. króna. Ef ekkert hefði verið gert. Á hinn bóginn verður að nota þessar tölur með varúð. Þær sýna t. d. ekki fjárfest- ingu ársins, orðna eða ráð- gerða. Sumt af fyrirtækjun- um hefir verið á döfinni tölu verðan tíma og annað nær út í framtíðina. Fyrsta talan, borin saman við aðra töluna, sýnir aöeins, að í þær fram- kvæmdir, sem Fjárhagsráð fékk til meðferðar, hafa verið komnar minnst 195 milj. króna, áður en til kasta þess kom. Um endanlega synjun framkvæmda er ekki heldur að ræða í síðustu töl- unni, nema þá að litlu leyti. En taflan sýnir, að ráð- stafanirnar hafa stórum dreg ið úr ofvexti framkvæmd- anna. Þær hafa dregið úr efnisþörf ársins. Ef þær hefðu ekki verið gerðar og efni flutt inn meira en gert var, hefði bygging alls þorra þeirra húsa, sem enn hefir ekki verið þyrjað á, hafizt og tekið til sín byggingarefnið, svo að húsin sem lengra voru komin áleiðis hefðu stöðvazt mjög fljótt, bæði til tjóns þeim, er húsin eiga, og mjög tilfinnanlegs atvinnuleysis fyrir þá, sem að þeim vinna. Öll þessi hús hefðu svo kall- að eftir stórauknum innflutn ingi á næsta ári, bæði sem- enti, þau, sem lítt eru byrj- uð, og hin eftir öðrum bygg- ingarvörum, er þarf til þess að fullgera húsin. Árangur- inn af fjárfestingarráðstöf- unum þessum hlýtur því að skila sér í minni innflutn- j ingsþörf næsta árs, ef áfram | 331 143 verður haldið þessu eftirliti. íbúðarhús voru látin ganga fyrir. Eftirtektarvert er að sjá það af skrá þessari, hve geysimikill hluti af fram- kvæmdum þeirn, sem hafnar voru eða ráðgerðar um miðj- an ágúst, eru íbúðarhús, eða miklu meira en helmingur. Þá sést og það, að fjárfest- hxgartakmarkanirnar hafa að þessu sinni borið minnst- an árangur að því er til þeirra kemur (að útihúsum undán- teknum, sem ekki þarf fjár- festingu til yfirleitt). Af öll- um öðrum byggingarfram- kvæmdum hefir verið synj- að fullum helmingi, en áf íbúðarhúsum aðeins tæpum þriðjungi. Þó getur þetta að einhverju leyti legið í mis- jafnri aðferð í uppsetningu töflunnar, en varla svo að þessu muni. — Hitt ræður meiru, ajð íbúðarhús verða vart stöðvuð eftir að þau eru hafin að verulegu leyti, og er það bending um fram- kvæmd þessa í framtíðinni. Fjárhagsráði er það ljóst, að skýrslu þessá'ri er í ýmsu áfátt. En hún er fyrsta til- ra.un til þess, að fá almennt yfirlit hér á landi um allar byggingarframkvæmdir, bæði einstaklinga og þess opin- bera, og hún er gerð undir óvenju erfiðum kringum- stæðurn, þar sem svo var orð- ið áliðið er starfið var hafið, og allar framkvæmdir þá . í örustum gangi. En þessi skýrslusöfnun og þetta fjár- festingareftirlit, sem því mið- ur hefir tekið hlutfallslega mjög mikið af tima fjárhags- ráðs frá öðrum nauðsynleg- urn störfum, ætti að vera góð ur skóli og undirbúningur undir slík störf framvegis. Frímerki Allar tegundir af notuðum íslenzkum frímerkjum kaupi ég hærra verði en áður hefir þekkst. WILLIAM F. PÁLSSON Halldórsstöðum, Laxárdal, S.-Þing. Vestan úr Önundarfirði er mér skrifað: „Ekki getur þú víst upp- lýst mig um það, hvern fjárann á að gera við nýju strandferöaskip- in. Manni veröur á að hugsa um það, þegar þessi eina kolla, — Súð- in — er tekin úr strandferðunum. Manni er sagt að 80 krónur í erlendum gjaldeyri komi fyrir hvert síldarmál, og á það víst aö vera til þess að friða útkjálkabú- ana og afsaka um leið þessa vit- leysu. En jafnframt mega menn vita, að hingað vantar 300—400 tunnur undir lýsi, bæði fyrir bræðslu á landi og togarana, sem hafa hér bækistöð. Það hefir verið beðið í mánuð eftir þessum tunn- um. Hvað togararnir hafa misst eða kastað miklu fyrir þetta veit ég ekki, — en sagt hefir verið að lýsi væri seljanlegt fyrir erlendan gjaldeyri. Blóm á vegi stjórnar síldarverk- smiðjureksturs á íslandi hafa mörg sprungið út hin síðustu ár. En ætli það sé ekki einna verðmest, að síldarbræðslustjórn hefir for- ■ smáð að halda Sólbakkaverk- smiðjunni starfshæfri? Hefði hún getaö tekið á móti, segja kunnugir j menn, að mátt hefði skera niður tölu flutningaskipa með síld af suðursvæðinu um 75%, að því leyti, sem afköst hennar hefðu hrokk- ið til. Við finnum þetta átakanlegast, þegar skipin koma og liggja dög- um saman hér á firðinum og bíða þess, að veöur leyfi að þau komizt fyrir Strandir, — meira að segja Súðin lá hér lengi. Ætli megi ekki fara að afskrifa eitthvað 80 krónurnar um það síld- in er búin að velkjast vikum sam- an í skipunum?" Mér finnst mjög' eðlilegt, að menn láti illa yfir því, þegar strandferðir truflast, ekki greiðari en þær hafa þó verið undanfarið. Og það er svo sem augljóst mál, að annað eins og þetta er ekkert barnagaman. Það er ekki auðhlaupið að því, að reka at- vinnu úti um land, nema sæmi- lega sé séð fyrir flutningaþörfinni að og frá. En það hefir ekki geng- ið svo greiðlega að útvega nauð- synjar manna út á land undan- farið,; að því sé viðbætandi, að láta sendingar liggja hér vikuin saman vegna samgönguleysis. Slikt er blátt áfram skipulögð tilraun til að eyða byggðir úti um land, hvort sem það er gert í þeim til- gangi eöa ekki. Svo skulum við bregða á léttara hjal með fullri alvöru þó. Mér verður löngum hugsað til þeirra lesenda, sem hafa garnan af vís- um. Ég tel það skyldu blaðanna að hugsa um það fólk, því að mik- ið tapast úr íslenzkri menningu ef þjóðin hættir öllu vísnagamni, en það gerir hún, nema það sé haft um hönd og munn. Nú bar svo vel í veiði, að hag- yrðingur nokkur, sem við skulum kalla K hefir fært mér smælki,, sem við höfum okkur til gagns og gamans smám saman. Hér kemur það fyrsta frá honum: „Úr Keflavík Hér eru nægir nylonsokkar — nýsköpun úr glerinu — og amerískir auðvaldsbokkar „ólofaðir í verinu“. Tíðindi úr Húsavik. ....Þannig hefir verið hægt að sjá bæjarbúum fyrir dag- legri mjólkur þörf.“ Mbl. 22. nóv. 1947. Húsvíkingum hafa nú hlotnast ný og vegleg störf, nefnilega sóknin sú, að sjá sér fyrir mjólkurþörf." Það er gott og' blessað, að ekki lesa allir blöðin hugsunarlaust og andlaust, og þó að okkur verði þaö sundum á, blaðamönnunum, að láta vanhugsuð orð og setn- ingar frá okkur fara, er þó von- andi, að jafnan verði einhverjir til að henda það á lofti, segja okkur til syndanna og skapa okk- ur það aðhald, sem nauðsynlegt er vegna lesenda okkar og fram- tíðar íslenzkrar tungu og menn- ingar. Pétur landshornasirkill. Ilöfsam aaaa laesssaa* tunnustærðir: Ksata ISffllítamiiiir ffleilttfiMSBasr do. 14 kg. 32 — 55 — 110 — 120 - Frystiíiúsiö Herðubreið Sími 2678. IIúsBsaaelSur! H | Sparið peninga, || kaupið þennan p gólfgljáa. « Heildsölu Efnagerðin STJARNAN. :: Sírni 7049. « H

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.