Tíminn - 29.11.1947, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.11.1947, Blaðsíða 8
Hin nýja farþegamiöstöö á Kefiavíkurflugvelli. Tilbúnir köqqlar úr nýrri málmblöndu Hafa þegar veitt mörgam mcinabót Hingað til heiir lœknum reynzt ógerlegt að nota tilbúna köggla og setja þá í líkama manna, þannig að þeir héldust á sínum stað og kœmu að iullum notum til lengdar. Síðast- liðíð ár reyndu danskir lœknar köggla, sem búnir voru til úr eini, er ekki heiir verið notað áður, og heiir skýrsla um unninn sigur, sem jaina megi við penisillínið á sviði lyfja- as jioii qv ‘jlvQ jliBos ' mnQoiqvwnsoi \ unjuiq Quoa uuunBuviv lœkninga. ÞesRir köeiejar hafa verift revnriir við um ?ex hundruð slúklinga. og bvkja beir hafa eefið miög góða raun. Hafa Jæknablöð birt, vfirlit um það hvernig þeir hafi gefizt. Ný málmblanda. Kögglarnir eru búnir til úr mátmblöndu, sem nefnd er vitaUíum. Það var amerísk- úf tannlæknir. er fann þá fyrst upp árið 1940, og voru beir víða reyndir á stríðs- árunum. enda gáfust þá ríku leg tækifæri til bess að reyna slíkt. Eftir unpgjöf Þjóðverja tókst tveimur dönskum læknu.m að fá þessa málm- blöndu til Danmerkur. pg hafa danskir læknar síðan g.ert tilraunir með hana. Samlagast lifandi vefum. Þeir málmar, er áður hafa verið notaðir í tilbúna köggla, hafa ávallt valdið bólgum og i gengið úr skorðum, er tímar liðu. Hefir aldrei heppnazt að láta þá starfa á réttan hátt í líkamanum. Þessi nýi málmur virðist aftur á móti ekki framkalla þessi við- brigði hins lifandi líkama. — Bein virðast nær geta gróið saman við hana, er um bein- hluta er að ræða, og líkams- vefir mynda eðlileg sambönd utan um hana. Mikið af þessum tilbúnu kögglum og beinhlutum hafa Danir flutt inn frá Ameríku, en nú er í ráði að hefja ail- Rætist úr um síldar- fíutningana norður Nú virðist héldur vera að rætast úr þvi ófremdará- standi, sem rikt hefir í síldar- flutningamálunum undan- farna daga. Hingað til hefir lítið orðið ágengt um losun síldarflotans, sem liggur í Reykjavíkurhöfn með yfir jsextíu þúsund mál síldar. Nú eru hins vegar líkur til að nokkuð rætist úr um flutn- ingana um helgina. í dag er verið að ferma þrjú smáskip, Pólstjörnuna, Sæfell og Snæ- fell. Mikið gos í Heklu Gos hefir verið með meira móti í Heklu seinustu dag- ana. Tíminn átti símtal við Ásólfsstaði í morgun, o^. -var þá sagt, að gos væri með meira móti í fjallinu. í gær sást vel til fjallsins og var reykjarmökkurinn með meira móti. Auk þess heyrðust þaðan drunur í gær, en slíkt hefir ekki heyrzt frá Ásólfs- stöðum um langt skeið. í gærkvöldi sáust einnig mikl- ir eldar í fjallinu. Ferðaskrifstofan efnir til Hekluferðar í fyrramálið kl. 8 og ferðar í Þjórsárdal á morgun, ef veður leyfir, en eldarnir sjást vel frá Gaukshöfða, þegar skyggni er gott. Þá verður sennilega í nótt byrjað að landa síld í True Knot. í dag og á morgun eru Selfoss og Fjallfoss væntan- legir að norðan til að taka síld. Loks hefir svo komið til tals, að leiguskip S. í. S., Varg, sem nú er statt undan Austur- landi, verði þegar í stað sett í síldarflutninga. Ef af því verður getur Varg verið komið hingað um miðja næstu viku og farið að taka síld. Getur það tekið um 18 þúsund mál í ferð. Þá hafa verið gerðar ráð- stafanir til að fá leigð önnur útlend skip, og er búið að semja um leigu á pólsku skipi, Hel, sem væntanlegt er hingað 4. des. Getur það tekið 12 þús- und mál síldar. Þá er búið að semja um leigu á flutninga- skipinu Banan til sildarflutn- inga, en það tekur 12 þúsund mál. íslendingum. stórfjölgað á Kefia- víkurflugvelÍLmim E5© fsIessdsMg'aF ráSsiir síöasta aaáiiuÖiiBEi Thorstein Petersen harðorður í gær var blaða.mönnum og fíeiri gestum boðið að vera viðstöddum, er ný miðsíöð handa farbegum og til afgreiðslu varðandi J^á var opnuð á Keflavíkur flugvellinum. Það kom í ljós strax í gær, hyersu mikil þæginidi eru að hinum nýja afgreiðslusal. — Nokkrar vélar, ýmist á vestur- eða austurleið, komu og fóru hlaðnar farþegum á vegum hinna ýmsu flugfé- laga, er völlinn nota. Umferð um völlinn hefir mjög aukizt síðustu vikur, og búizt er við að hún eigi eftir að aukazt enn meira. Nýi salurinn. Hinn nýi afgreiðslusalur er byggður við eldri afgreiðslu- húsin á vellinum, en þau voru fyrir löngu allt of lítil orðin, eftir að friðartíma- flug hófst um völlinn; Hefir bygging hinna nýju salar- kynna staðið yfir siðan í vor. Þar eru þó ekki ætluð nema til bráðabirgða, en verið ' er að byggja, á vellinum varan- legar heildarbyggingár, séíh eiga að vera tilbúnar snemma á næsta sumri. Hin nýja bygging er mjög vel búin hús gögnum. Þar er meiningin, að seinna komi sýningar- deild fyrir íslenzkar útflutn- ingsafurðir, auk þess sem sal urinnn verður skreyttur ís- lenzkum myndum og munum. Hin eldri salarkynni, sem áföst eru nýju byggingunni, verða mjög endurbætt til bráðabirgða, svo að sem full- komnust afgreiðsluskilyrði fáist, unz hinar nýju og stóru byggingar á vellinum eru tilbúnar. íslenzkir starfsmenn fá hækað kaup. Mikil hækkun hefir verið gerð á kaupi íslenzkra starfs manna á flugvellinum. Nem- ur hækkun þessi í flestum tilfellum 150 til 200 krónum á mónuði, og er það grunn- kaupshækkun. Þá hefir ennfremur verið gengið svo frá málum nú, að íslendingar verða framvegis ráðnir fyrir hvern einasa amerískan starfsmann, sem af einhverjum ástæðum hættir störfum á vellinum. Hafa nú á rúmum mánuði verðið ráðnir þangað um 150 íslenzkir starfsmenn, og mun fleirum verða bætt við, eftir því sem þörf verður fyrir þá. Þetta tryggir, að íslendingar munu í sífellt auknum mæli læra störfin á vellinum og taka við þeim af hinum am- erísku starfsmönnum, sem þar hafa dvalið. Rekstur vallarins. Rekstur vallarins mun að öðru leyti ekki breytast veru- lega frá því sem nú er, nema hvað búizt er við mun meiri umferð um hann hér eftir en hingaö til af félögum ýmissa bjóða. Verður unnið að því af kappi að fullgera hinar nýju og varanlegu býggingar, en þær munu auðvelda mjög rekstur vallarins, þegar þær eru tilbúnar. Eins og nú standa sakir, er starfslið vall- arins dreift um- hin ýmsu braggahverfi á vellinum, sem eingöngu voru byggö með styrjaldarrekstur vallarins fyrir augum, en eru bæði mjög úr sér gengin og-.auk þess er afar óhentugt að hafa starfs- liðið ekki sem mest á einum stað, þegar um er að ræða rekstur flughafnanna á friðartímum. Mun rekstur flughafnarinnar fyrst komast í það horf, sem allir forráða- menn hans eru ánægðir með, eftir að hinar nýju miðstöðv- ar hafa verið teknar í notkun. Fiskiþinginu lýkur í dag Fiskiþipginu, sem staðið hefir yfir hér í bænum frá því 17. nóvember, lýkur vænt- anlega í dag. Á þinginu hafa verið rædd mörg mál, sem snerta hag útgerðarinnar og útvegs- manna, og hefir þingið gefið út nokkrar ályktanir, sem getið hefir verið hér í blað- inu. í dag verða væntanlega afgreidd þau mál, sem óaf- greidd bíða. f gær var rætt um vitamálin og samin álykt- un um þau mál, þar sem far- ið er fram á talsverða fjölg- un á vitum í kringum strend- ur landsins og bent á þá staði þar sem þeirra er heizt þörf. Auk þess var í gær rætt um vélbátatryggingar og af- greiddir reikningar fiskifé- lagsins og fjárhagsáætlun. Stjórnmáianámskeið S. U. F. 7. fundur stjórnmálanám- skeiðs S.U.F. var í gærkveldi í Baðstofu iðnaðarmanna. Flutti Bernharð Stefáns- son þar annað erindi sitt um sögu íslenzkra stjórnmála- flokka. Að þessu loknu hóf- ust umræður um stefnumál Þjóðvarnarfélagsins. Urðu umræður hinar fjörugustu. Næsti fundur verður á sama stað miðvikudaginn 3. des. n. k. og hefst kl. 8,30. Þar flytur Bernharð þriðja erindi sitt um sama efni. Að því loknu flytur Guðm. Tryggvason erindi um skipu lagsmál og útbreiðslustarf- semi. Áríðandi að nemendur allir mæti stundvíslega. Seg'ir Fæpeyiiiga ef til vill iseyðast til íaka vétt síuib iiiefi valíSi Thorstein Petersen banka- stjóri, formaður Fólkaflokks- ins færeyska, hefir skrifað mjög harðorða grein í Dag- blaðið í Þórshöfn. Segir hann þar, að Fólkaflokkurinn hafi hingað til reynt að afla Fær- eyingum réttarbóta með samningagerðum. Hins vegar geti svo farið, að Færeyingar neyðist til þess að taka rétt sinn með valdi, ef öll úrræði önnur verði virt að vettugi. Eins og kunnugt er, var samþykkt við þjóðaratkvæða- greiðsluna í fyrra, með litlum meiri hluta þó, að rjúfa öll tengsl við Dani, fremur en ganga að tilboði því um stjórnarfarslega stöðu Fær- eyja, er fyrir lá frá dönsku stjórninni. Lýsti meiri hluti lögþingsins síðan yfir því, að Færeyingar hefðu öðlazt rétt til sjálfstæðis, og var hafinn undirbúningur að bráða- birgðastjórnarskrá. En þegar hér var komið, rauf konungur lögþingið og fyrirskipaði nýjar kosningar. í þessum kosningum töpuðu Fólkaflokksmenn, og tóku hinir flokkarnir, sem þá kom- ust í meirihluta á lögþinginu, upp nýjar samningagerðir við stjórn Dana. Er ekki enn séö fyrir end- ann á þeim. Hafnarframkvæmd- ir á Akranesi og Skagaströnd Meðal þeirra staða er unn- ið hefir verið að hafnar- framkvæmdum á þessu ári, eru Skagaströnd og Akra- nes. Unnið var að því að koma einu innrásarkeri fyrir til lengingar hafnargarðinum. Búið var að steypa í kerið og undirbúa sæti þess, en vegna ótíðar vannst ekki tími til þess að koma því á sinn stað og var það sett niður inni i bátahöfninni til vors. Á Skagaströnd var lokið að fullu við 60 m. framleng- ingu hafnargarðsins, en aö því verki hefir verið unnið 2 und- anfarin ár. Er endi hafnar- garðsins jafnframt hafskipa- bryggja, 70—80 m. á lengd. Dýpi um fjöru 5—6 m. Enn- fremur var unnið að dýpkun við löndunarbryggju síldar- verksmiðjunnar og við síldar- söltunarplanið. Byrjað var á hafnargarði austan væntan- legrar bátakvíar. Voru reknir niður staurar og unnið að verkpöllum, en frekari fram- kvæmdir bíða næsta árs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.