Tíminn - 02.12.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.12.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, þriðjudaginn 2. des. 1947 222. blað I dag: Sólin kom upp kl. 9.50. Sólarlag kl. 14.41. Árdegisflóð kl. 8.20. Síð- degisflóð kl. 20.45. f nótt: Næturakstur annast bifreiða- stöðin Hreyfill, sími 6633. Nætur- iæknir er í læknavarðsstofunni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs apóteki, sími 1660. Útvarpið í kvöld: PSStír liðir eins og venjulega. Kl. 20.20 Tónleikar: Kvartett í c- moll op. 18, nr. 4 eftý' Beethoven. 20.45 Erindi: Frumbyggjar jarðar, HI: „Hlekkurinn horfni" (dr. Ás- keli Löve). 21.10 Tónleikar (plötur) 21.15 Smásaga vikunnar: „Pálk- inn“ eftir Per Hallström; þýðing Magnúsar Ásgeirssonar, Lárus Páls son les). 21.45 Spurningar og svör um íslenzkt mál (Bjarni Vilhjálms- Son): 22.00 Fréttir. 22.05 Hús- mæðratími (frú Dagbjört Jóns- 9óttir). 22.15 Djassþáttur (Jón M. Árh'aSón). 22.40 Dagskrárlok. Orrustan á Hálogalandi, gamanleikurinn, sem Fjalakött- urinn sýnir um þessar mundir, vrður sýndur í Iðnó í kvöld kl. 8. Nýútkomnar bækur: Sonur gullsmiðsins á Bessastöð- um, bréf Ingibjargar Jónsdóttur til Gríms Thomsens sonar síns. Finn- ur Sigmundsson gaf út. Útgfandi: Hlaðbúð. Þeir fundu lönd og leiðir, eftir Loft Guðmundsson leikritaskáld. Útgefandi: Hlaðbúð.. Faxi, saga íslenzka hestsins, eftir dr. Brodda Jóhannesson. Út- gefandi: Bókaútgáfan Norðri. Þynrivegur hamingjunnar, ást- arsaga eftir sænsku skáldkonuna Sigge stark. Sigurður Kristjánsson frá Húsavík íslenzkaði. Útgefandi: Draupnisútgáfan. Þetta er önnur bókin í skáldsagnaflokknum Gulu skáldsögurnar. Samvinnan hefir birt eina sögu Sigge Stark, sem íramhaldssögu. Nefnist hún í þýð- ingunni Dæmið ekki. Músaferðin, saga handa litlrnn börnum eftir Vilh.. Hansen í ís- lenzkri þýðingu Freysteins Gunn- arssonar skólastjóra. Útgefandi' Draupnisútgáfan. . ívar hlújárn eftir Walter Scott. Útgefándi: Leiftur. ins í ríkinu. Þegar hún loks íann þann, r.em sagður var vera morð- inginn var hún ofðin ástfanginn af honum, enda hafði hann þá bjargað lífi hennar. Þegar hún kemur aftur heim, ætlar ráðherra hennar, sem fór með ríkisstjórn í fjarveru hennar að steypa henni af stóli, en það mistekzt á seinustu stundu og allt fer vel. Kemst það þá upp, að konungsmoröinginn er enginn annar en hinn valdagráð- ugi ráðherra, svo að hún getur nú gefið lífgjafa sínum ást sína. — Turhan Bay og Jon Hall leika í myndinni. Rafmagnsstjóri ræðir um notkun rafmagnsins. Rafmagnstjóri Reykjavíkurbæj- ar ræddi við blaðamenn í gær um notkun rafmagnsins og rafmagns- | skortihn, sem vart hefir orðið í bænum að undanförnu, vegna of mikillar notkunar rafmagnsins. — Leggur rafmagnsstjóri áherzlu á það, að bæjarbúar noti ekki raf- magnið til upphitunar á herbergj- unum á súðutímanum fyrir hádeg- ið, en þá er á'agiö jafnan lang- samlega mest á stöðinni. Þó íer notkunin . um kvöldmatarleytið c-innig yfir það, sem stöðin getur með góðu móti afkastað. Reglur þær, sem rafmagnsstjóri setur um notkun rafmagnsins eru í stuttu máli þessar: 1. Takið alla raf- magnsofna úr sambandi frá kl. 10.45 til kl. 12.00. — 2. Byrjiö snemma að sjóða matinn, svo að hann geti verið soöinn kiukkan 11. — 3. Notið ekki bökunarofna til baksturs fyrr en eftir klukkan 12.00. — 4. Notið ekki vélknúin heimilisáhöld (ísskápa o. fl.) meðan spennan er lág. Gilda ofantaldar reglur um heimili. Um verksmiðju- notkun rafmagnsins gefur raf- magnsstjóri eftirfarandi reglur: — 1. Takið al'a rafmagnsofna úr sambandi frá kl. 10.45 til kl. 12.00. — 2.011 önnur rafmagnstæki, sem þið megið með nokkru móti án vera frá kl. 10.30—12.00 — 3. Notið ekki rafknúðar logsuðuvélar frá kl. 10.30—12.00. — Stöðvið al’a mót- ora, sem þið frekast megið án vera frá kl. 11—12. ' t .iililí Gefin hafa verið saman í hjónaband: Ungfrú Laufey Sveinsdóttir Laugamýrarbletti 7 og Gísli Þórð- arson sama stað. Hlý föt í kuldanum Það er sjálfsagt fyrir fólk að klæðast skjóllega, þegar kalt er í veðri. Kápur með áföstum hett- um, eins og sú, sem myndin hér að ofan er af, eru sérstaklega hentugar í íslenzkri vetrarveðráttu, svo vindasöm og umhleypingasöm sem hún er. — Vettlingarnir eru prjónaðir — og auðvitað er mest gaman að nota vettlinga, sem mað- ur hefir sjálf prjónað. Verður Austurbæjarskólinn hitaður upp með rafmagni? Úndanfarna frostdaga hefir kéhnsla fallið niður í Austurbæjar- skólánum vegna þess að hitaveit- áö:Jiefir ekki getað fullnægt hit- unarþörf hússins, og kennslustof- urnar orðið of kaldar til þess að hægt væri að kenna í þeim. Hefir nú komið til tals í bæjarstjórn að hita skólann að einhverju leyti með ráfmagni. Er allgóð aðstaða til að gera þar þær breytingar, sem nauðsynlegar eru í því skyni, og er áætlað, að þær kosti um 65 þúsund krónur. Sundfélagið Ægir, Heldur aðalfund sinn í baöstolu iðnaðarmanna í kvöld kl. 8. Á dag- :krá eru venjuleg aðalfundarstörl. Glæpur og refsing á kvikmynd hér. Hinn heimskunna skáldsaga Dostojevskijs, Glæpur og refsing, sem þýdd hefir verið á íslenzku hefir verið kvikmynduð og byrjar Tjarnarbíó að sýna myndina í dag. Kvikmyndin er sænsk og leika jessir ieikarar aðalhlutverkin: Hampe Faustman, Gunn Wallgren, Eigurd Wallén og Elise Albiin. Sudan heitir skrautleg og spennandi kvikmynd, sem Trípolibíó sýnir um þestar mundir. Myndin er lit- íiiyhd og á að gerast á Nílarbökk- u'rh'. Hún lýsir spennandi viðureign fagurrar stúlku, sem Maria Montez leikur, við óþjóðalýð eyðimerk- uiinnar, sem hafði tekizt að taka hana til fanga, er hún var að leita að morðingja föður síns, konungs- Á förru Um þessi mánaöamót eru tuttugu ár liðin siðan Listvinahúsið komst upp og Guðmundur Einarsson frá Miðdal hóf þar leirbrennslu og framleiðslu íslenzkra listmuna á því sviði. Árangurinn af því starfi er svo mörgum kunnur, aö ekki þarf um hann að fjölyrða — marg- víslegir listmunir frá honum prýða mikinn fjölda íslenzkra heimila, hérlendis og erlendis, og raunar ekki svo fá heimili útlendra manna líka. Og það getur jafnvel hent, að maður rekist á listmuni hans í frægum söfnum í öðrum heims- álfum. Mikill meirihluti þess efnis, sem notað er í þessa muni, er íslenzkt — Guðmundi telst svo til, að það sé 99 af hundraði efnismagns. Það sótt í alla landsfjórðunga, og alls hefir hann rannsakað og reynt 180 íslenzkar leirtcgundir, þótt það séu aðallega sextán, sem hann notar. Má sjá sýnishorn af þess- um leir í sýningarglugganum á horni Bankastrætis og Ingólfs- strætis þessa daga. Mett var unnið að þessum rannsóknum á þeim ár- um, er skipulagsnefnd atvinnuveg- anna starfaði, og kom þá meðal annars hingp.ð til lands norskur verkfræðingur, sem ferðaðist um landið meö Guðmundi og athug- aði leirnámur og gerði áætlun um leirbirgðir landsins. En síðan hafa fundizt ýmsar leirnámur, er ekki var kunnugt um þá. Meðal þess leirs, - sem hér er til, eru vissar im vegt litartegundir, sem ekki þekkjast annars staðar og vel eru fallnar til þess að setja sérstakan svip á íslenzka listmunagerð af þessu tagi. En jafijframt þyrfti að banna útflutning á þeim, svo að aðrar þjóðir noti sér ekki af þessum jarðefnum okkar og hrifsi það frá okkur, sem okkur ber. Guðmundur hefir löngum átt við að búa ónógan vélakost til starf- semi sinnar. En nú er að rætast úr því. Meöal annars er hann að fá útbúnað til þess að brenna steinleir, og upp úr hátíðunum hefir hann hugsað sér að hefja postulínsgerð. Það er sem sagt ekk- ert því til fyrirstöðu að búa til ís- lenzkt postulín. Við höfum megin- hluta þeirra efna, sem til þess þarf. Guðmundur rannsakaði á árunum 1931—1937 hvað hér væri til af því, sem til postulínsgerðar þarf. Niöurstaöan hefir sýnt, að hér má fcúa til bezta. postulín, sem er úr íslenzku efni að 87 hundraðshlut- um. Sæmilegt postulín má jafnvel fá, þótt notuð séu íslenzk efni að 93 hundraðshlutum. Svona búa fjöll okkar og dalir yfir ýmsum jarðefnum, er nota má til hinnar vönduðustu framleiðslu, ef þekk- ing er fyrir hendi. Það hefði þó engan grunað fyrir nokkrum ára- tugum, að liægt væri að búa til íslenzkt postulín. En Guðmundur frá Miðdal er samt 1 þann veg- inn að byrja á því. Félagslíf Undir þessum liö verða birtar örstuttar tilkynningar frá ýmsum félögum. Skátar! Námskeið í „Hjálp í viðlögum" hefst í kvöld (þriðjudag) kl. 8.30 í ■Skátaheimilinu við Hringbraut. Fundur í íþöku í kvöld kl. 8.30. K.R. heldur aðalfund sinn í Félags- heimili verzlunarmanna í kvöld kl. 8.30. Verður þar á dagskrá lagabreyt- ingar o. fl. Fundur. Stúkan Verðandi heldur fund í kvöld kl. 8.30 á venjulegum stað. Framsóknarvist verður í Mjólkurstöðvarsalnum n. k. fimmtudagskvöid. §æiignrkonur Tek sængurkonur heim og geng í hús. Upplýsingar í síma 2904. Odýrar auglýsingar Hér á þessum stað eru birtar smáauglýsingar með sérstaklega lágu verði. Er það œtlað lesendum Timans til þœginda og er vonast eftir að þeir noti sér þau. Liklegt er að auglýsingarn- ar beri oft árangur, þar sem Tíminn er annað fjöllesnasta blað landsins. Auglýsmgasími Tímans er 2323. — Hringið f- þann síma, ef þið viljiö fá aug- lýsingu í blaðinu á morgun. Merbergi Kjallaraherbergi til leigu. Upp- lýsingar í síma 4800. Keiðbnxnr Úr 1. flokks ensku efni (fjórar stærðir) sendar gegn póstkröfu. NONNI, Vesturgötu 12, sími 3570. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR e SKÁLHOLT t sögulegur sjónleikur eftir Gu$iiiiiiid Kainban Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala í dag kl. 3—7 og á morgun frá kl. 2. Slmi 3191. FJALAKÖTTURINN sýnir gamanleikinn „Qrustan á Hálogalandi” í kvöld kl. 8 í Iðnó. i ~í> ^J^s^nnJ ícincliÉ sendið vinum ykkar og viðskipamönnum ísland í myndum eða Iceland and the Icelanders eftir Doctor Helga Briem. Þessar bækur eru báðar svo eigulegar, að þær eru geymdar og eru því varanleg og góð landkynning. Kékaverzinn ísafoleflai*. Karlmannaföt úr íslenzkum efnum. Allar venjulegar stærðir frá nr. 34 til 42. Einhneppt og tvíhneppt. Verð frá kr. 348.00 til kr. 595.00 Gott snið. Vandaður frágangur. Einnig fyrirliggjandi karlmannavetrarfrakkar. Ú L T í M A Bergstaðastíg 28 J. H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.