Tíminn - 02.12.1947, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.12.1947, Blaðsíða 5
222. blað TÍMINN, þriðjudaginn 2. des. 1947 5 Þri&jjud. 2. des. Sannvirði vinnunnar Allir heiðarlegir menn sœkjast eftir sannvirði vinn- unnar. Frj áls mað.ur vill ekki láta svipta sig rétti sínum til lífsins svo, að hann fál ekki sannvirði fyrir vinnu sína. Og réttvís maður sækist ekki eftir hærri launum en nemur sannvirði fyrir vinnu hans. En vandinn er sá að finna og meta sannvirði vinnunnar. Kaupdeilur og yfirleitt öll átök stétta í milli stafa af ágreiningi um sannvirði vinnunnar og réttláta skipt- ingu heildartekna á þeim grundvelli. Nú er margt talað um lausn dýrtíðarmálsins og ekki að ástæðulausu, því að komið er í öngþveiti og mjög aðkall- andi að tryggja vinnufrið og atvinnurekstur í landinu. En framtíðarlausnin verður að byggjast á því, að meiri rækt verði lögð við sannvirði vinn- unnar en verið hefir. Sannvirði vinnunnar er kjörorð samvinnuhreyfingar- innar. Það er það réttlæti, sem samvinnuskipulagiö leit- ar eftir. íslenzka þjóðin hefir líka unnið miklá sigra á því sviöi. Þrátt fyrir allt, sem miður fer og á vantar, eru það mörg og merk spor, sem ís- lenzk samvinnuhreyfing hef- ir markað í þá átt, að ná fyrir almenning því réttlæti, sem felst í sannvirði vinn- unnar. Samvinnuhreyfingin mun á komandi árum færa starf- semi sína út og auka hana. Hún mun auka verzlunarvið- skipti sín og útrýma þar af- ætum og óþörfum millilið- um. En auk þess mun hún vinna sams konar siðabótar- starf á sviði margs konar iðn- aðar, fyrst og fremst úr ís- lenzkum hráefnum, en jafn- framt er hægt að gjörbreyta kjörum almennings á ýms- um sviðum, ekki síður en gert hefir verið í verzlunarmálun- ] um fyrir áhrif samvinnu- • stefnunnar. En jafnframt þessu öllu - þarf að færa heildartekjur í landinu til samræmis og hlutfalls við þjóðartekjurnar. Þingsályktunartillaga Skúla Guðmundssonar vísar leiöina í þá átt. Við höfum nú ýtar- lega flokkun yfir launakjör allra opinberra starfsmanna, en það er mikið lið og frítt, eins og allir vita. Það er því ekki neitt ákaflega mikið við- fangsefni til viðbótar að finna innbyrðis hlutfall fyrir iaunatekjur allra stétta landsins.. Og það hlutfall á svo að gilda, en launin að hækka eða lækka frá ári til árs, eftir því sem þjóðartekj- urnar í heild bjóða og leyfa. Hér er um að ræða stór- kostlega hugsjón, merka og fagra. Það eru allherjar hlutaskipti í þjóðarbúskapn- um. Raunverulega getum við ekki skipt á milli olckar öðru en aflast. Og okkur er það höfuðnauðsyn, að finna okk- ur reglur og form, sem eyða tortryggni og eldi ófriðar og stéttadeilna. Ráðið til að kveöa niður ERLENT YFIRLIT: Herstyrkur Rússa Rússncskar ItersliöfðÍMgi skýrir frá her- síyrk og hernaðaráforimiiii Sovétríkjjaiiaia í blöð'um vesturveldanna, einkum þó Bandaríkjablöðunum, er margt rætt og ritað um herstyrk Rússa. Nýlega birtist í allmörgum blöðum frásögn um herstyrk og hernaðar- fyrirætlanir Rússa, eignuð rúss- neskum herforingja, er kallaði sig Gulishvili. Síðar var upplýst, að hið rétta nafn hans sé Chaparidze hershöfðingi og hafi hann verið yfirmaður upplýsingadeildar rús.j- neska hersins í Áusturríki. Grunur féll á hann fyrir samneyti við am- eríska herforingja og átti að tik.> hann höndum, en honum tókst að komast undan tfl Parísar. 18 milj. raanna her. Samkvæmt frásögn Gulishvili á heimaherinn rússneski að telja 120 herfylki um næsfu áramót. í her- setnu löndunum, verða þá talin 30 herfylki, en raunverulega verða þau 60, þar sem, hvert herfylki er tvöfallt að stærð, Rússar hafa tekið það fyrirkomulag upp til þess að leyna hinum raunverulega herafla sínum á pessum stöðum. Alls verða samkvæmt þessu um 1.8 milji manns í rússneska hernum um ára- mótin. Heimanerinn rússneski skiptist í sex heri eða sem hér segir: Norðurherinn. Aðalbækistöð Len- ingrad. Yfirhershöfðingi Voroshi>- off marskálkur. Vesturherinn. Aðalbækistöð Minsk. Y f irliershöfð ing i. Rokoss- ovsky marskálkur. Suðurherinn. AðalbækistiifS Od- essa. Yfirhershöfðingi Zukoff mar- skálkur. Kákasusherinn, Aðalbækistöð Tiflis. Yfirhershöfðingi Bogramian marskálkur. Turkistanherinn. Aðalbækistöðv- ar Tashkent og Frunze. Yfirhers- höfðingi Timoshenko marskálkur. Austur-Síberíuherinn. Aðalbæki- stöðvar Chita og. Vladh’ostok. Yfir- hershöfðingi Malinovsky mar- skálkur. Af þeim 1.8 milj. manna, sem verða i hernum, er rúmlega ein milj. fastir hermenn, þ. e. menn, sem hafa ákveðið að gegna her- þjónustu meðan þeim endist líf og heilsa. Hinir .gegna herþjónustu aðeins skemmri tíma og eignast Rússar þannig margt herþjálfaðra manna, auk þeirra, sem eru í hern- um á hverjum tíma. Búinn til sóknar. Þessi her Rþssa er mjög vel vopn- um búinn og öií þjálfun hans og útbúnaður miðast.við það, að hann heyji sóknarstrið. Hermennirnir eru æfðir sem,. fallhlífarmenn og þeim er kennt, hvernig eigi að vinna skemmdarverk á bak við herlínu óvinanna, en einn þáttur sóknarinnar er að torvelda þannig’ aðflutningsleiðir, pvinanna og gera þeim undanhalcl ;erfiðara. Öll skip- an hersins og innbyrðissamvinna herjanna er þaniiig háttað, að hægt sé að einbeita herstyrk Sovétríkj- anna að einum vígstöðvum, ef þess gerist þörf. Scvétríkin háfa þannig tekið þýzka herinn. tií fyrirmyndar við stéttadeilur er ekki að setja upp vígorð eins og stétt með stétt og reyna svo að skapa frið og kyrrð fyrir forrétt- ipdastétt og kalla það þjóð- hollustu aö láta hana fara sínu fram. Það er heldur ekki neitt gaspur um stéttlaust endurskipan hers síns eftir styrj- öldina. Atomsprengjan og V-sprengjan. Gulislivili telur, að vísindamenn Sovétríkjanna viti nú þegar, hvernig. eigi að framleiða atom- sprengju, en þá skorti enn tækni- lega aðstöðu til að búa hana til. í byggingu séu nú þrjár stórar atomsprengjuverksmiðjur, allar í Austur-Síberíu. Gert er ráð fyrir, að þeir geti byrjað að framleiða atomsprengjur eftir 12—18 mán- uði. Gulishvili telur, að yfirmenn rússneska hersins hafi miklar áhyggjur út af því, að auðvelt sé að eyðileggja olíunámur með atom- sprengjum, einkum þegar námurn- ar eru nálægt sjó, eins og í Káka- sus. Hefir þetta orðið til þess, að hraðað hefir verið aukningu olíu- vinnslunnar annars staðar í land- inu. Þá telur Gulishvili, að Rússar standi franlar Bandaríkjamönnum í framleiðslu hinna svokölluðu V- sprengja. Á því sviði hafi þeir notið aðstoðar þýzkra sérfræðinga. Rúss- ar geti nú hitt mark með þessum sprengjum sínum, hvort heidur er í 900—1300 mílna eða 3—6 mílna fjarlægð. Sóknaráætlunin gegn vesturveldunum. Gulishvili telur, að Rússar hafi þegar tilbúna áætlun um hernað- araðgerðir, ef til styrjaldar komi milli þeirra og vesturveldanna. Áætlunin skiptist í þrjá þætti eða sóknarlotur, eins og hér segir: Fyrsta lota: Hertaka allrar Vestur-Evrópu, að Bretlandi und- anskildu. Þessari sókn er ekki ætl- að að taka nema þrjár vikur. Önnur lota: Takmark hennar er að ná yfirráðum umhverfis allt Miðjaröarhafið. Ráðist verður um Spán inn í Noröur-Afríku, og jafn- hliða verður ráðist inn í Iran, Tyrk- land, Irak og Sýrland. Gert er ráð fyrir, að þessari sóknarlotu verði lokið á þremur mánuðum. Þriðja lota: Takmark hennar er að ná Kína. Öllum meginherafla Sovétríkjanna yrði beitt í þeirri sókn. Reiknað er með því, að styrjöldin um Kína geti staðið í tvö ár. Þegar öllum þessum áföngum er náð, er ætlunin að bjóða Banda- ríkjunum frið, sem yrði fólginn í því, að þessi tvö ríki skipti heim- inum á milli sin: Rússar fengju allt meginland Evrópu, Litlu- og Mið-Asíu og Kína. Bandaríkin fengju Bretland, Indland, Indo- Kína, Indonesíu, Japan og guður- Ameríku. Óttast mest olíuleysið. Gulishvili telur, að það sé engan veginn atomsprengjan, sem Rússar óttist mest. Þeir séu þeirrar trúar, að þegar báðir aðilar hafi hana, þori hvorugur að nota hana, eins og raunin hafi orðið með eitur- gasið. Það, sem hann telur Rússa óttast mest, er aö olían endist þeim þjóöfélag eða ofurvald ein- stakra stétta, svo að þær geti tekið sér sjálfdæmi í málum þjóðfélagsins. Nei., — Ráðið er réttlát skipulag þjóð arteknanna og grundvöllur þeirra skipta er sannviröi vinnunnar. Voroshiloff marskálkur. ekki, einkum ef Bandamönnum tækist að eyðileggja eitthvað af rliunámum þeirra. Gulishvili segir, að Rússar óski ekki styrjaldar strax, því að þeir telji si" ekki jafnoka Bandaríkj- anna, eins og sakir standa. Þess vegna muni þeir haga utanríkis- stefnu sinni þannig næstu árin, að þeir reyna að komast eins langt og þeim sé fært, en mumi hins vegar heldur slaka til en að láta koma til styrjaldar. Verður byggð síldar- verksm. á Akranesií Frv. Péturs Ottesen Pétur Ottesen hefir lagt fram frv. þess efnis, að rikið láti byggja 5000 mála síldar- verksríiiðju á Akranesi og verði því verki lokið fyrir 1. okt. 1948. í greinargerðinni segir svo: „Með þessu frv. er lagt til, að reist verði á Akranesi 5000 mála síldarverksmiðja með fullkomnum útbúnaði, þróm og fljótvirkum löndunar- tækjum. Ráð er fyrir því gert, að kostað verði kapps um að hafa verksmiðjuna fullbúna fyrir næsta haust. Með til- liti til þeirra erfiðleika, sem nú eru á því að útvega vélar, má á það benda, að norður á Siglufirði eru nú geymdar nýjar og fullkomnar vélar til síldarbræðslu með öllu til- heyrandi, sem eru byggðar fyrir 5000 mála afköst á sól- arhring. Eru vélar þessar eign Óskars Halldórssonar útgerðarmanns, og er engan veginn loku fyrir það skotið, aö ríkisstjórnin gæti komizt að samkomulagi við Óskar um kaup á vélum þessum eða að samningar tækjust milli hans og ríkisstjórnarinnar um byggingu og rekstur verksmiðjunnar á þeim grundvelli, að hann legði til vélarnar. Væri það mikils- verður þáttur í skjótri lausn þessa nauðsynjamáls, að samningar gætu tekizt milli fyrrgreindra aðila um það, að vélar þessar fengjust í þessa fyrirhuguðu verk- smiðju við Faxaflóa. Ég hefi valið verksmiðj- unni stað á Akranesi. Sá staður liggur mjög vel viö með tilliti til veiðisvæðanna í Faxaflóa. Þar er landrými nóg, hafnarbætur hafa verið þar miklar gerðar á undan- förnum árum, og verður þó enn um bætt á næsta sumri. Afgreiðsluskilyrði eru þar því (Framhald á 6. síðu) Grænland og réttur íslendinga Á Alþingi hefir nýlega komið fram tillaga til þings- áiyktunar þess efnis, að „Al- þingi skori á ríkisstjójcnina að gera nú þegar gangskör að því, að . viðurkenndur verði réttur íslendinga til atvinnu- rekstrar á Grænlandi.“ Flutn ingsmaður tillögunnar er Pétur Ottesen. í greinargerðinni eru færð sterk rök fyrir réttarkröfum íslendinga til Grænlands. Þar segir m. a.: „í fornritum vorum og samtímaritum annarra Norð- urlandaþjóða fyrirfinnst fjöldamargt, sem sjcýtur sterkum stoðum undir rétí- arkröfu vora til Gryenlands. Grænland liggur næst ís- landi allra Norðurálfulanda. Þá leikur það eigi á tveim tungum, að Grænland fannst og byggðist frá íslandi af ís- lenzkum þegnum eingöngu. íslenzk nýlenda stóð þar um 500 ár. Þótt torsótt væri löng- um sigling milli Grænlands cg íslands í þann tíma, var óslitið viðskiptasamband milli landanna um langan aldur. Þingið í Görðum í Ein- arsfirði samsvaraði að sumu levti vorþingum hér á landi, og á Gjænlandi gengu islenzk lög. Þessu til sönnunar eru ýmsir staðir í Grágás, ]>ar sem ákvæði eru um þá menn, sem eru „hér í landi eða í órum löndum“. „Ef maðr verðr sekr á Grænlandi olc er hverr þeira manna sekr hév, er þar er sekr. En svá skal hér sækja um björg ens sekja manns, er út þar varð sekr fuliri sekd, sem hann yrði hér sekr á várþingi, þar til sagt er til sekdar hans á alþingi“ o. s. frv. Grænland hefir verið talin nýlenda fslands að fornu og er almennt nefnt svo í ritum útlendum sem innlendum fram á síðustu tíma. Nú er það alkunnugt, að nýlendu- samband getur verið með mismunandi hætti, og þótt það geti lauslegt talizt, getur það eigi að síður verið traust og haldgott. Má vísp. til skiln- ings mestu nýlenduþjóðar heims, Englendinga, í þeim efnum .... Þeir atburðir, sem gerast í sögu Grænlands á næstu öld- um, eru engan veginn þess eðlis, að þeir rýri eða geri að engu hinn forna rétt íslands til þessarar nýlendu. Nýlend- an týndist og eyddist fyrir samningsrof konunga, sigi- ingabann þeirra íil annarra landa og fullkomið skiln- ingsleysi af sjálfra þeirra hálfu. Hver vill halda því fram, að þessar ráðstafanir konunganna hafi svipt ísland fornum rétti sínum til Græn- lands?“ í niðurlagi greinargerðar- innar eru svo leidd rök að því, hve mikilsvert það muni vera fyrir fslendinga að fá réttindi til atvinnurekstrar á Grænlandi, einkum með til- liti til fiskveiða. Tillögumaður s^gir að lok- um, að ekki sé síðar vænna, að „ísland krefjist réttar síns á Grænlandi.“ Þetta er hverju orði sannara. Danir sölsuðu þessa fslenzku ný- lendu undir sig, eins og mörg önnur íslenzk verðmagii, á niðurlægingartímum íslend- inga. lýleð því að gera tilkall til þeirra réttinda, sem tillag- (Framhald á 6. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.