Tíminn - 02.12.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.12.1947, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þriðjudaginn 2. des. 1947 222. blað Bágborin sagnaritun Kfíir Snæbjöra Júnsson, bóksala Virkið í norðri. Hernám islands. Eftir Gunnar M. MtEgnússon. Reykjavík 1947. •Herseta Breta og Ameríku- manna á íslandi í heimsstyrj- öldinni síðari var svo sögu- legur atburður og lét eftir sig svo mikil og margháttuð ahrir í landinu, að aldrei þuríti að efa, að um hana mundi verða ritað. Þessi bók mun vera hin fyrsta 'tilraun til að gera svo á íslenzku. Það tjáir ekki annað en að vlðuhkenna það strax, að höf- undurinn virðist ekki hafa veríö því hlutverki vaxinn, er hann tók sér fyr.ir hendur. — BÖkin er misheppnuð. Hún atti aö vera skipuleg, greina- göð og algerlega hlutlaus (hér atti við blessað hlut- leysið) frásögn um rás við- burðanna og með nokkurri •sögulegri baksýn, svo að eigi svifi allt í lausu lofti. Ég ætlá að sá verði hinn endan- iegi dómur um hana, að hún se ekkert af þessu. Það var dla farið. í bokinni er mikið af því, sem kallað er á ófáguðu hversdagsmáli argasta kjaft- æði, og vitaskuld átti þangað ekkert erindi. Fleira er þang- að aö ófyrirsynju komið t. d. •ævirerill og ættfærsla nokk- urra íslenzkra ráðherra, þó með mismunandi nákvæmni (eftir verðleikum); hins veg- ar ekkert frætt um miklu irægari menn, sem herset- uhm stjórnuðu, og mun þó islenzkur almenningur öllu oíróðari um þá. Ennfremur algerlega óviðkomandi frétta 'gléfsur, eins og þessi, (tals. 104) sem greinir frá atburð- ,Wh 6- mai 1940, og átti því máske að gilda sem sögulegt baktjald;____________________ „Þennan sama dag sem tolaðamenn inntóku og ni£ur- hripuðu fregnirnar af stál- lunganu, gekk íþróttaunn- andi og æskuteitt fólk til Sundhallarinnar, þvi að þar nélt Sundíélagið Ægir 13 ára uímæli sitt með sýningu á 13 mismunandi (sic!) sund- aö.íeróum. Og setti Sigurður Jórisson þar íslenzkt met í 200 metra bringusundi á 2:57,3 minútum.“ óvo er haldið áfram og sagt frá því, að þennan dag hafi iíka Fjalla-Eyvindur venö syndur í Iðnó og þar xluttui fyrírlestur. Því er sieppt, hklega að skaðlausu, uð -greina frá efni fyrirlest- ursins Orðalagið eitt (íþrótta- unnandí“, „æskuteitur", „inn tóku og niðurhripuðu") tek- 'ur.'aí öll tvímæli um það, að höiundurinn talar hér í gaska. En það má gera tíma og ótíma. Og þó að þetta innskot, eða hvað það u að kallast, sé meinlaust, þá v.æri það smekklítið ef höf- .indurmn teldi sig vera að skrifa alvarlegt sögurit. En aður en lengra er hald- íð, er rétt að staldra við og athuga sjálft titilblaðið, því að það út af fyrir sig er lær- dómsríkt. „Ill var þín fyrsta gangá“. Hvað er „virkið“ í norðri? Ekki getur það að rettu máli verið fsland, því virki eru ávalt af mannahönd um ger. Getur það verið „sandpokavígið" (sýnt og um talað á bls. 222 og 243), sem toæjarstjórnin lét reisa sæll- ar minningar undir stríðs- lokin — á kostnað okkar ves- alla borgara, en ekki að okk- ar ráði? Þetta má vel vera, því víst var sú virkisgerð merkileg, eða þó a. m, k furðu leg. Svo er það „hernámið", hernám íslands. — Jú, við könnumst við. það, því í blöð- um og útvarpi er það búið að klingja sýknt og heilagt síð- an 1940. Stundum hefir það, einsog bók þessi sýnir, verið látið heita, að ísland væri „hernumið og hertekið". — Lít skyldi í eiði ósært. Væri fróðlegt að fá skýrðan merk- ingar mun þessara tveggja orða, því flestum mun hann ókunnur. En þó að búið sé að segja þetta svona oft, þá er það samt, guði sé lof, sann leikurinn, að ísland hefir aldrei verið „hertekið“. Jafn- vel ekki það, sem Dana kon- ungur lét fram fara í Kópa- vogi 1662 mundi nokkur sagnfræðingur nefna svo, þaðan af síður nokkurn ann- an atburð í sögu landsins. — Skilningsleysi þeirra manna, sem gjálfra með þessi orð, lýsir sér berlega í því, að þeir hafa sagt Bandaríkjamenn hernema landið 1941 — vita- skuld að ósk íslenzku stjórn- arinnar. Mundi hún þá eigi sek um landráð ef rétt væri? , Þó hafa verið þeir menn, sem svo mikinn skilning höfðu á; móðurmáli sínu (t. d. Jónas i Jónsson), að þeir hafa við- haft hin réttu orð, hersetn- ingu og að hersetja.1) Svo skulum við hverfa á ný til kindanna okkar. Þetta er aðeins fyrra bindi af tveim, og því er í ýmsum tilfellum ekki unt að segja nema í síðara bindinu kunni að sjást ýmislegt það, er svo virðist sem hér hefði átt að vera, en er ekki. Skipulag og efnisröðun er í lélegasta lagi, en á þeim annmarka má auð- veldlega ráða nokkra bót með registri því, er vænta má að verði í síðara bindinu. Þó er miður líklegt að fylltar verði þar sagnir, sem hér eru sagð- ar til hálfs. En (svo að tekið sé dæmi) þegar sagt var frá grein þeirri, er Jónas Jóns- son ritaði í Tímann 11. maí 1940, þá bar fortakslaust að geta hinnar, er hann birti þar 16. s. m. Þessar greinar skáru sig svo algerlega úr öllu því, er blöðin sögðu þá um hersetningarmálið, að þær eru fyrir þá sök bein- línis sögulegar. Ekki er held- ur okkar hlutur um þær mundir svo góður, að við. get um leyft okkur að stinga undir stól því fáa, sem bætir hann. En svo er líka annað 1 ’)Enda þótt óþarft ætti að vera, má þó geta þess, að vitaskuld er það ekki íslenzka að tala um að hernema (her- taka) land; svo verður að réttu málfari aldrei sagt um annað en fólk. En um rétt mál er ekki verið að spyrja af þeim, sem aldrei kunnu að hugsa, né heldur að við- hafa orðin á þeirra sviði, eða vissu um það, hvaða orð voru til í málinu. Einginn sá er íslenzku kunni, gat fundið þörf fyrir nýtt heiti á því, er frá upphafi íslands bygðar hafði veriö nefnt landvarnir. „Herverndin" var þarflaus og til engrar prýði. þessu máli. Tíminn er lesinn á nálega hverju syeitaheim- ili landsins, en var á þeim árum sjaldséðnari í Reykja- vík en hann er nú. Það er því ekki út í bláinn að ætla, að frá þessum forustugrein- um stafi að einhverju leyti sá mikli munur, er var á við- tökum þeim, er brezka liðið fékk í Reykjavík, og hinum, er það fékk úti um sveitirnar. Einu vil ég skjóta hér inn í. Aldrei hefi ég afsakaö fjandskap þann, er Bretum var sýndur hér í Reykjavík. En kulda þann, er þeir þótt- ust kenna hér af okkar hálfu, er ég sannfærður um að þeir misskildu oft. Við erum eins og sjálfir þeir, fálátir við ó- kunnuga; en hér var um meira en ókunnleik að ræða. Það var málleysið, sem var miklu stærri þröskuldur. Það var ekki að undra þótt al- múgafólk, sem lítið vissi um siðu og háttu hinnar erlendu þjóðar, kynokaði sér við sam- neyti við þessa menn, er það gat ekki deilt geði með, sök- um þess, að hvorugum lágu skiljanleg orð á tungu. Það er víst, að ýmsir þeirra manna, er hér dvöldu, eiga eftir að skýra frá reynslu sinni á íslandi. Á meðal þeirra eru menn, sem ég ætla að lesa muni þessar línur mínar. Og ég vildi óska að þeir reyndu þá að túlka þetta atriði rétt fyrir lesend- um sínum. Það var ekki allt saman kuldi, sem þeir tóku fyrir kulda. En þó að síðara bindi þessa rits muni trauðlega fylla í allar eyður fyrra bindis, verð ur þar efalaust sagt frá ýmsu, sem lesandinn saknar hér, t. d. hinum snöggu og ótrúlegu straumhvörfum, er koma Churchill’s til Reykjavíkur olli í viðhorfum almennings til setuliðsins, og hinu hneyksl anlega happdrættismáli, þar sem íslenzk framkoma var ó- trúlega lúaleg. Það er miklu drengilegra, að við játum sjálfir, það sem miður fór af okkar hálfu, heldur en að við reynum að drekkja því í þögn og gleymsku. Það mun aldrei takast, og það ætla ég, að miklu nákvæmari skýrslur um daglega attaurði séu geymdar í Englandi, en þær sem hér eru til. Á meðal talaðanna var hlutur Morgun- blaðsins, hvorki verstur né beztur. En þaö sagði a. m k. tvær frámunalega Ijótar sögur af íslenzkri framkomu. Mér þótti blaðið vaxa af þessu, því það sagði sögurn- ar til þess að víta þá fram- komu, sem var þjóðinni til vansa. Framh. Brunabótafélag íslands vátryggir allt lausafé (nema verzlunarbirgðir). Upplýsingar Alþýðuhúsinu (sími 4915) og hjá umboðs- mönnum, sem eru í hverj- um hreppi og kaupstað Viirnið titullega a® útbreiðslu Tímans. Allir tala um síldina hvar sem komiS er. Menn eru að reikna og meta, gizka á hvað mikið síldar- magn muni vera í Flóanum og hvað mikiö af því kunni að nást. og hvernig bezt verði á komandi tímum að veiða síldina og hagnýta. Þetta heitir að hugsa um landsins gagn og nauðsynjar og er það gam- all og góður siður. Svo eru menn að leita skýringa á því, hvers vegna síldin hagar sér eins og hún gerir. Af hverju er skepnan svona duttlungafull? Allt sumarið bíða þúsundir manna eftir hénni, skip mejj báta og nætur leita um allan sjó, flugvélar sveima í lofti, bergmálsdýptarmælirinn kannar djúpin og í landi bíða verk- smiðjurnar, bæði þær^ gömlu og þrautreyndu og nýsköpunarverlc- smiðjurnar mildu. Og aldrei kemur síldin. En þegar komið er fram á vetur kemur síldin öllum á óvart beint til höfuðborgarinnar, þegar menn eru óviðbúnir að grípa hana, svo að skipin, sem hafa fyllt sig á skammri stundu, verða ef til vill að bíða marga daga eftir því, að þau verði losuö. Svona er síldin duttl- ungafull. Ég segi bara síldin, þó að fræði- mennirnir tali um Norðurlandssíld og Faxaflóasíld og segi, að það sé sitt hvað. En þó að gaman sé að heyra um mælingar læröustu manna á sjávarhita, átumagni og svifum, þá liggur þó við, að hún sé enn í fullu gildi, stakan, sem Steingrímur Thorsteinsson kvað forðum: Fiskaskrið um ægisál og ástagöngur kvenna, ætla skaltu einskis sál utan guðs að kenna. Ég held við ættum að hætta að vera hissa á síldargöngum og ást- um kvenna. Þar höfum við fengið nóga reynslu til þess. Það er líka í tilcfni af þessum þjóðfuy.ríngum sildarinnar, sem K hefir kveðið þessar stökur, sem hann kallar: Ekki sama. „Óbrigðull til auðs og frama er vor höfuðbær, svo nú er engum oröið sama í hvaða vík hann rær. Velta flestir hingað hjólum — hvaðanæva af jörð. Jafnvel siðprúð síld að jólum sækir í Kollafjörð.“ Ágætur stuðningsmaður Tímans, Vilhjálmur Jónsson á Þinghól á Akranesi varð nýlega áttræður. Þá bárust honum meðal annars þessar stökur frá Hallbirni Oddssyni: „Vilhjálms starfsþrek meta má mann áttræðan skulum sjá níunda tug ára á enn á Þinghól karl býr sá. Bóndi vildi vera hann, vel því allri framsókn ann. Gróðri og dýrum gengi vann. Gæfan heiðri slíkan mann.“ 1-, tiðif v, !**»?!:**: tJmræður alþingismanna um áfengismálin hafa vakið talsverða athygli undanfarið og í því tilefni eru þessar línur frá Hreggviði: „Ég kom á pallana fyrir helgina og ætlaði að heyra umræður þing- manna um áfengisfríðindin frægu, •— ég veit ekki hvort ég má nefna þau því nafni, sem oftast er um þau notað. Og hvað heyrði ég svo? Persónulegar svívirðingar, sem þeir Jónas Jónsson og Barði Guðmunds- son jusu hvor á annan. Þar voru lýsingar eins og þetta: „Heimskan og ofsinn var svo mikill, að það er tæpast hægt að hugsa sér, að slíkt komi fram, öðru vísi en undir álirifum áfengis." — „Hann er lygari, hræsnari, — æran tollir á honum ennþá, því að hún hefir aldrei verið dæmd af honum." „Ég hefi séð hann hvæsa, ég hefi séð hann blána og froöufella, ég hefi heyrt hann hrópa ókvæðisorð.“ „Þetta er siðspilltasti maður í ræðu og riti, sem ég hefi vitað." — Þannig talar m. a. sá, sem á að gæta góðra siða í neöri deild Al- þingis. Og forseti sameinaðs þings hlustar á þetta, hringir kannske endrum og eins fyrir siðasakir, þangað til hann hættir að nenna því, og situr rólegur undir öllu saman. . Það er nú ekkert, þó að menn- irnir hefðu skammast, ef það hefði eitthvað komið málefnum þingsins við, en þeir eiga bara ekki neitt með það, að oyða tíma þingsins og fjármunum alþjóðar til að munn- höggvast urn persónulegar ávirð- ingar sjálfra sín. Um það gætu þeir rifist í sjálfra sín tíma á götunni. Svo töluðu tveir ráðherrarnir, þeir æöstu, forsætisráðherra og ut- anríkismálaráðherra. Báðir sýndu þeir þinginu bý, óvirðingu að ganga framhjá því, sem fyrir lá til um- ræðu, en það voru persónuleg fríð- indi nokkurra embættismanna til að fá áfengi á innkaupsverði, til eigin afnota, og töluðu um risnu á kostnað ríkisins, eins og hún væri til umræðu þarna. Það er eins og þegar hræddir fuglar reyna aö leiða athyglina frá hreiðrum sínum — frumstæð hvöt að vísu, en fer ráðherrum illa í þessari mynd. Halda þessir menn annars, að það þýði eitthvað að taka alþingis- menn svona, að tala um eitthvað allt annað en fyrir liggur, eins og ræða þeirra ætti að vera Mbl.- grein?“ Ég tek þaö fram að síðustu, að ég mu-n að sjálfsögðu ekki hafa á móti því, að þeir sem hér þykir vera deilt á, fái að koma fram einhverj- um varnarorðum, ef þeim sjálfum eða öðrum kynni að þykja ástæöa til. Pétur landshornasirkill. Litlu börnin fá sitt eigið bókasafn: í rökkrinu nefnist fyrsta bindi í þessum fallega og smekklega bókaflokki fyrir yngstu lesendurna. — Þar finna börnin yndislegar sögur við sitt hæfi. — BARNAGULL er taóka- safn barnanna, prýðis- fallega út gefið, í sterku bandi. Kostar aðeins 10 krónur taókin. NORÐRI.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.