Tíminn - 02.12.1947, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.12.1947, Blaðsíða 7
222. blað TÍMINN, þriðjudaginn 2. des. 1947 7 Jólatré og ávextir Þegar eitthvað á að spara af innflutningi til landsins, reka alltaf einhverjir upp kvein yfir hvað sé óheppilegt að spara endilega þetta, sem þá er tiltekið. Það muni ekki mikið um þetta! Undanfarið hafa öll dag- blöðin í Reykjavík, að einu undanskildu, verið að væla yfir því, að ekki flyttust ávextir og jólatré inn fyrir jólin. Ugglaust væri ánægjulegt að hafa nóg af ávöxtum og jólatrjám. En „nýsköpunarstjórnin“ var nú búin að eyða öllum gjaldeyrinum og efamál er að glæsilegt sé að fara nú að taka erleiit lán til þess að flytja 'írin jólatré og ávexti og aiinað slíkt, sem engin neyð er að vera án. Undanfarin ár hefir skóg- ræktin íslenzka selt laglegar Látnir íslendingar í Vestnrheimi Tímanum hafa borizt vest- an um haf eftirfarandi and- látsfregnir: Erlendur Jónsson, húsa- smiður, lézt í Hollywood í Kaliforníu 10. september, 82 ára gamall. Hann fæddist að Auðnum á Vatnsleysuströnd. en fór til Vesturheims frá Seyðisfirði 1892. Voru for- eldrar hans Jón bóndi og dannebrogsmaður á Auðnum, og Guðný ívarsdóttir Bjarna sonar frá Flekkuvík. Föður- amma Jóns á Auðnum var föðursystir Árna leturgrafara Gíslasonar í Reykjavík, en kona Jóns var frændsystir Guðmundar skálds Guð- mundssonar. — Var Erlendur meðal annars formaður á Suðurnesjum og í Reykjavík, áöur en hann fór vestur, og einnig stundaði hann báta- smíði á Seyðisfirði. — Vestra dvaldi hann á ýmsum stöð- um, meðal annars í Winni- peg og Piney í Manitoba, og þar kvæntist hann Þorbjörgu Guttormsdóttir frá Geita- gerði í Fljótsdal af ætt Jónr vefara. Bjuggu þau meðal annars í Vancouver, Vatna- byggðum og' Los Angeles, þar sem Erlendur átti síðast heima. Að Þorbjörgu látinni kvæntist hann aftur íslenzkri konu, Önnu Elinborgu Ein- arsson, þá sjötugur. Hún er nú einnig látin. Ein dóttir, Guðný Elísabeth Uhlik x Hollýwood, lifir Erlend. Björg Swainson andaðist í Winnipeg 21. október, 46 ára að aldri. Hún var dóttir Bjöi'ns Andersen i Baldur 1 Manitóba og fædd þar. — Til Winnipeg fíutti hún árið 1925 með manni sínurn, Ara Swainson, er lifir hana, á- samt fjórum börnum. Pétur Sigurðsson í Winni- peg andaðist 21. október, 59 ára að aldri. Hann flútti vestur upp úr aldamótunum, og átti lengst af heima í Winnipeg, vann nær alla tíö hjá sama oiíufélaginu. Pétur var góður íþróttamaður og var forystumaður íslenzkra íþróttafélaga þar í borginni. skógargreinar fyrir jólin, sem fallegar hafa verið til jóla- skrauts og er líklegt að þann- ig verði það einnig nú fyrir þe.s.si jól. Styrkja menn þá um leið og þeir kaupa íslenzka skóg- viðinn, hugðnæmt menning- armál meðal sinnar eigin þjóðar. í blaðaviðtali síðastliðið sumar sagði hinn kunni nær- in.garefnafræðingur, Skúli Guðjónsson prófessor, að gagnlegra og betra væri fyrir íslendingá að borða græn- meti, kartöflur, o. fl„ sem is- lenzk rnold gæfi af .sér, held- ur en aðflutta ávexti, sem oft væru skemmdir, þegaf þeir kæmu hingað til neytend- anna. Þetta veit líka fjöldi blaða- manna að er rétt. En blöðin, sem eiga að vera fræðarar og leiðbeinendur almennings langar oft .svo ósköp mikið til þess að mæla eins og fjöld- inn vill helzt heyra. Þess vegna held ég að þau væli í kór með undirtektir við hvei’.s konar dáðleysi, sem bau halda að sé vin.sælt: Sparið ekki þetta! Sparið ekki þetta! Við, ,sem getum hugsað okkur gleðileg jól, án ávaxta og jólatrjáa, eins og forðurn heima í dalabænum okkar, viljum gjarnan neita okkur um eitthvað af síðustu ára munaði, a. m. k. um ein jól. Segi allir, ef sparnaðurinn kemur við þá sjálfa: Ekki að spara þetta — ekki þetta, þá heldur fótskriðan áfram nið- ur brekkuna, niður í dáðley.si, skuldafen og aumingjaskap. Kári. Bergur Jónsson liéraðsdómslögmaöui’ Málflutningsskrifstofa Lauga veg 65, simi 5833. Heima: Hafnarfiröi, sími 9234 Vér hreinsum og pressum föt yðar fljótt og vel (sendum gegn póstkröfu). K.EMIKO Laugaveg 53. — Simi 2742. Palistína (Framhald aj 1. síðu) værar í .garð Bandaríkjanna. Ástandið rætt. Ástand það, sem virðist vera að skapast í Palestínu vegna þeirxa æsingar, er gripið hefir um .sig meðal Araba út af .skiptingu land.s- ins, er nú rætt í blöðum víða um heim. í Bandaríkjunum ræða blöðin Palestj*xumálin á fyrstu síðu og eins Brezku blöðin. Skýrt er frá hinni vaxandi ólgu í landinxx með stórum fyrirsögnum. Dageream. Snyrtivörur hinna vandlátu Vera Simillon Sími 7049. Búóinai duff Síti’ónu Romm VaHÍIIe Appelsín SiikktilKði KRON Sparnaður i i es* svaríð gcgn verðbólgn og dýrtíð. ♦ Verzlið við kaupfélögin og' sparið giaimig fé yðar. SambarLct ísi samvirmufélaga Öllum þeim, sem á einn eða annan hátt heiðruðu mig á áttræðisafmæli mínu 25. nóvember þakka ég hjartanlega. ÓLAFUR H. JÓNSSON EYSTRI-SÓLHEIMUM. :: :: í Ketildalahreppi við Arnarfjörð, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Á jörðinni er: íbúðarhús úr steinsteypu, með vatns- og skolpleiðslu. Fjós fyrir 6 kýr, hesthús fyrir 5 hesta, sambyggt við hlöðu og 4 .steinsteyptar votheysgryfjur. Fjárhús fyrir 160 fjár, hlaða og 3 votheysgryfjur, allt steinsteypt og í sambyggingu. Tún jarðarinnar gefur af sér um 500 hesta, og er að mestu véltækt. Matjurtagaröar um 3000 ferm. að stærð. Girðing er um tún og engjar og nokkuð af beitar- landi, Kúffiskstekja er fyrir landi jarðarinnar. Semja ber við undii’ritaða eigeirdur jarðarinnar. Finnbogi Jónsson. Jón Gíslason 1 »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Auglýsing Nr. 23/1947 fs’.í Sk©a5imíim3Bí*stj«»rúí Samkvæmt heimild í 6. gr. reglugerðar 23. september 1947, um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, auglýsist hér með að ákveðið hefir verið að nafnskírteini þau, sem nú verða gefin út af sý.slumönnum og hreppstjórum, skuli jafnfi’amt notast í sambandi við úthlutun skömmtunarseðlanna fyrir næsta úthlutunartímabil. Það skal því vandlega brýnt fyrir fólk, hvar sem það er búsett á landinu að gæta þess að skráð verði á nafn- skírteini þess nöfn allra meðlima fjölskyldunnar, og þá að sjálfsögðu einnig nöfn barna þeirra, sem yngri eru en 16 ára. Engurn verða afhentir hinir nýju skömmtun- arseðlar, nema nöfn þeirra séu skráð á nafnskírteini þessi. Reykjavik, 1. desember 1947. §köamfi5iimar§ij»5*i. d^œncLtv1! HUÐI.R ÖG SKI era mi í lísÉEa vérði. Gsetiö giöíss fiví a$ Sisrða vel allar slíkar vörar oí* Vt H •ii afliendsi fiær kanjifélag'i yóar. Þér ij . ♦♦ ♦♦ ♦♦ mumiSI saima, að giar verðnr, eins H ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦ ♦♦ eg fyrr, hagkvsemast verð að fsi. :: SAMBAND ISL. SAMVINNUFELAGAH Bfismse'ðvr! Sparið peninga, káupið þennan gólfgljáa. Heildsölu Efnagerðin STJARNAN. Sími 7049. mtttttmttmtutttmittmtmtxmttttmttnmntutíiiituttut

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.