Tíminn - 06.12.1947, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi
Framsóknarflokkurinn
Skrifstofur i Edduhúsinu
Rilstjórnarsímar:
4373 og 2353
AfgreiSsla og auglýsinga-
sími 2323
Prentsmiðjan Edda
31. árg.
Reykjavík, laugardaginn 6. des. 1947
226. blað
Ekki er ein báran stök
lérkersníBegir Ijósglampar
sjást um allt Soöurland
Pálitii Haitnessoit telur þetta raf geisla, er
mynelazt Etafi á veðrairaótiim
í gœrkvöldi sáust einkennilegir Ijósblettir á lofti víða urn
Suðurland og af skipum, sem voru stödd fyrir sunnan land.
Margir héldu i fyrstu, aö um Kötlugos vœri að rœða. En svo
er ekki, heldur er talið, að um rafmagnsgeislun milli tveggja
loftstrauma hafi verið að rœða.
Þaff kemur sér vel, að Japanir cru þrautseig þjóð og; æðrulaus. Allir vita, hversu hart þeir vcru
leiknir af völdum styrjaldarinnar. Svo er að vísu um margar þjóðir aðrar, en þeir einir fengu þó að
reyna gereyðingu þá, sem kjarnorkusprengjan veldur. Síðan hefir margt aö þeini steðjað, því að
hamfarir náttúruaflanna í Iandi þeirra éru oft ægilegar. Eldgos, jar ðskjálftar, fellibyljir og stórflóð —
allt eru þetta nokkuð tíðir atburðir í Japan. — Myndin hér að ofan er frá flóði miklu, sem nýlega
varð í grennd. við' Tokíó, eina af stærstu borgum heimsins. Olli það miklu tjóni og vandræðum. Hcr
er verið að vinna að björgunarstörf um.
Hafin móítaka síldar
til geymslu í Reykjavík
Seliista verSBear síld setí á laitd í Mvítaiaesí,
ef þörf gerist
Stjórn síldarverksmiðja ríkisins tók þá ákvöröun á fimmtu-
dagskvöldið var, að framvegis skyldi tekið á móti sild til
geymslu hér syðra, að minnsta kosti i Reykjavik og ef til vill
einnig að Hvítanesi við Hvalfjörð. Hefst móttaka síðar til
geymslu í Reykjavik í dag, og verða greiddar 22 krónur fyrir
hvert mál þeirrar síldar.
True Knoí emi á
siiroi
Flutningaskip þau, sem
kostur heíir verið á til síld-
arflutninga norður, hafa. um
langt skeiðv ekki annað þeim
flutningum''. Jafnvel þegar
True Knot lagði héðan úr
höfn með 35—36 þú.sund mál,
samtímis því, sem önnur skip
héldju norður með tugþús-
undir mála, þiðu enn í Reykja
víkurhöfn margir tugir skipa
með feiknin öll af síld. Hafa
alla daga síðan beðið hér
fjöldi skipa með 40—60 þús-
und mál síldar. Og þótt nú
hafi verið ráðin til síldar-
flutninganna skip, sem taka
samtals um 100 þúsund mál,
er sýnilegt^að mikil bið hlýt-
ur að verða hjá veiðiskipun-
um hér í höfninni, ef ekki er
gripið til nýrra úrrgeða. Hafa
sjómenn og útgerð.armenn að
vonum kunnað þessum töf-
um illa, þegar slík síldargengd
hefir verið í Hvalfirði og veiði
veður hið ákjósanlegasta. Það
er af þessum sökum, að stjórn
síldarverksmiðjanna hefir
ákveðið að taka hér á land
það af síldinni, sem ekki er
hægt að flytja tafarlaust
norður, svp fremi sem út-
gerðarmenn kjósa það frem-
ur en biðina.
Tilkynning síldar-
verksmiðjustjórnarinnar.
í tilkynningu stjórnar síld-
arverkamiðj anna segir:
..Þrátt fyrir þaö, að ráðin
hafa verið til síldarflutninga j
skip, er bera í einni ferð:
rúmlega 100 þús. mál, hafa
veiðarnar gengið svo vel, að
þ e s ^ji f lv,tr í n ga.skjip;astóll
hefir reynzt ófullnægjandi.!
Hafa því undanfarna daga
verið athugaðir möguleikar á
því, að taka síld á land til
geymslu í Reykjavík eöa ná- I
grenni bæjarins og í Hvíta- j
nesi við Hvalfjörð.
Á fundi sínum í gær, hinn
4. desember ákvað stjórn
Síldarverksmiðj a ríkisins aö
hefja móttöku á bræðslusíld
til geymslu í Reykjavík og
nágrenni bæjarins. Sökum
kostnaðar og rýrnunar á síld-
inni við geymsluna, getur
verð á þessari síld ekki orðið
nema kr. 22.00 fyrir málið af-
hent á bíl við skipshlið.
Stjórn Síldarverksmiðj a
ríkisins hefir kynnt sér vilja
útgerðarmanna í þessu efni
og virðast þeir geta sætt sig
við lækkun á síldarverðinu
undir þessum kringumstæö-
um. Það verður lagt í vald
útgerðarmanna skipanna,
hvort þeir vilja afhenda síld-
ina með þessum skilmálum,
eða kjósi heldur að bíða eftir
afgreiðslu í síldarflutninga-
skip og fá þá hærra verið kr.
32.00 pr. mál, ef landað er
(Fravihald á 7. síðu)
Ture Knot er enn á Patreks ¦!
firði. Var i gær byrjað á þvi I
að rétta skipið við, með því
að moka til í því síldinni,!
sem aflaga hafði farið. Eru
það verkamenn úr landi, sem l
annast þetta verk, og var'
ekki hægt að hefja starfið af
fullum krafti í gær af ókunn
um orsökum.
í dag verður hins vegar
unnið að því að rétta skipið
við. Ekki er hægt að segja
neitt um það, hve langan
tíma það kann að taka. En
strax og því er lokið, held-
ur skipið áfram ferð sinni
til Siglufjarðar, ef veður
leyfir.
ur á ítalín ..
Á ítalíu voru talsverðar ó-
eirðir í gær. í sumum borg-
unum voru farnar hópgöng-
ur gegn atvinnuleysi og lenti
maimfjöldinn i átökum við
lögregiuna, sem gerði tilraun
til að tvístra hópunum. — Þá
hafa sum samtök verka-
manna hótað verkföllum
innan skamms.
Uthiutun naína-
skírteinaniia
Úthlutað verður í dag
nafnaskirteinum vegna eigna
könnunar til þeirra, sem
hafa upphafstafina G- til
Cuðmundur.
Skrifstofan er opin frá kl.
9.30 árdegis til kl. 6 síðdegis,
og er hún til húsa á Amt-
mannstíg 1.
Byrjaði líkt og Kötlugosið
1918.
í Hveragerði byrjuðu ljós-
blossar þessir að sjást um
klukkan 5,30 í gær. Fólk, sem
séð hafði upphaf Kötlugoss-
ins 1918, þóttu þessi ljósfyr-
irbrig'ði líkjast því mjög, og
var það því í fyrstu trú
manna þar eystra, að um
Kötlugos gæti verið að ræða.
Ljósin líktust dálitlum eld-
ingum til að sjá, en þó var
auðséð, að ekki væri um eld-
ingar að ræða. Ekki var t.
d. hægt að sjá að þessi ljós,
nema maður sneri sér í átt-
ina til þeirra, en eldingar
sér maður, hvort heldur að
menn snúi sér að þeim eða
frá.
Hér var um að ræða bláar
ljósrákir, sem komu upp á
himininn að sjá yfir Ingólfs-
fja"^ í'i:á Hveragerði, en í
stefnu á Mýrdalsjökul. Brá
ljósunum fyrir með stuttu
millibili, þegar mest kvað að
þeim. Seinast sá fréttaritari
Timans i Hveragerði ljósin
klukkan hálf-tólf, en þá var
farið að kveða miklu minna
að þeim en áður.
Sáust frá Lögoergi
við Reykjavík.
Fó'k í áætlunarbifreið, sem
var á leiðinni austur í gær,
gat fylgzt mjög vel með þess-
um ljósum frá því þau byrj-
uðu. að sjást.
_Varð ferðafólkið fyrst vart
við Ijósin, er komið var upp
að Löbergi, en síðan sáust
þau alla leiðina austur, og
voru mjög þétt á tímabili.
Sáust vel í Vik.
í Vík í Mýrdal sáust Ijósin
vel. Gat maður nokkur, sem
var upp á Víkurfjalli, þegar
Ijósagangurinn byrjaði, vel
fylgzt með þeim. Komu þau
upp í suðaustri og fóru þess
ar bláu ljósrákir yfir him-
ininn til norðvesturs. — Um
tíma voru ljósglampar þess-
ir mjög tíðir og með nokkuð
jöfnu millibili og fóru hratt
yfir himininn.
Skýring Pálma Hannessonar.
Tíminn sneri sér til Pálma
Hannessonar rektors í morg-
j un og spurðis fyrir um
skoðun hans á þessu fyrir-
brigði. Fórust honum orð á
þessa leið:
Nærri árlega sjást ein-
¦kennileg ljós hér á landi í
s\iartasta skammdeginu, og
er þetta því engin sérstök
nýung. Er allt með felldu um
þessi Ijós. Hér eru aðeiiis
náttúrulögmálin að verki.
Af fréttum um þessi ljós,
ræð ég, að þau stafi af
mismunandi eðli og spennu
veðrabrigða í loftinu. En ein-
mitt þarna um hálendið er
oft veðramót, sem orsaka
slík ljós sem að þessu sinni.
Loftið er ekki stöðugt á
þessum veðramótum og mis-
munandi rafmagnað. Þetta
er því að öllum líkindum
rafmagnsgeislun milli tveggja
loftstrauma.
Hins vegar eru þessi
skammdegisljós óvenjuleg að
því leyti, hve þau stóðu lengi
yfir. Um Kötlugos gat ekki
verið að ræða. Katla segir til
sín á tilþrifameiri hátt, og
nær því alltaf með snörpum
5 arðsk j álf takippum.
Aðalftindur Fram-
sóknarf él. R.víkur
Aðalfundur Framsókn-
arfélags Reykjavíkur verð-
ur haldinn í Breiðfirðinga-
búð n. k. miðvikudag, og
hefst hann kl. 8,30 e. h.
Félagsmenn eru beðnir
að mæta stundvíslega og
taka með sér nýja félags-
menn á fundinn.
Palestíiia:
Usidirbimingur
undir heilagt stríð
f Palestínu hefir verið
rólegra í morgun en var í
gær og nótt.
Á siðastliðnum sólarhring
voru mörg hús brennd og á- .
rekstrar urðu á milli flokka
Gyðinga og Araða víðsvegar"
um landið. Fréttarritarar
segja að mörg borgahverfi í
stærri borgunum, sem séu í
raunverulegu styrjaldará-
standi. Götuvígi hafa verið
hlaðin og annar varnarút-
búnaður gerður þar.
Mjög mikil æsing er í
mörgum löndum Araba og
vaxandi hreyfing þar fyrir að
safna .liði og undlrbúa stríð
í Palestínu.