Tíminn - 06.12.1947, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.12.1947, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, laugardaginn 6. des. 1947 226. blað GAMLA BIÓ Tarzan og hlé- barSastnlkan (Tarzan And The Leopard Woman) Ný amerísk ævintýramynd. Johnny Weissmuller IJrenda Joyce Acquanetta. Sýnd . kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. TRIPOLI-BÍÓ í gSyshúsimi Glaajmlíorgar Atburðarík söngvamynd frá Universal Pictures. Aðalhlutverk leika: Susanna Toster Turham Bay Alam Curtis. Sýnd'-kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. Sími 1182. Með lögum skal land byggja (Abilene Town) Mjög spennandi kvikmynd frá baráttu kúreka og heimamanna eftir borgarastyrjöldina í Ame- ríku. — Bönnuð börnum innan 14 ára. — Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hesturinn minn (My Pal Trigger) Skemmtileg og falleg hestamynd. Sýnd kl. 3. Næst síðasta sinn. Ríki niannaiina (Framliald af 4. síðu) Hér er sömu söguna að segja. Vanmetið Móahverfi út um margar byggðir lands ins. Gamalt fólk sem situr á- jörðunum af ást og tryggð til starfs og staða, en unga fólkið margt fer í burtu, bæði til iðnaðarins og ekki síður að sjónum. En mörgum sjó- manninum hefir farið sem Aíoni Engihlíð. Starfið veitti hónúm ekki það sem hugur- inn þráði í æsku meðan út- þráin brann. Mairga ágæta baendur eigum við Vestfirð- ingar, sem horfið hafa aftur til ræktunar moldarinnar frá öðrum störfum, og er þó hinn m’esti munur hér og í Svíþjóð og víðar erlendis, á óðals- tryggð og rækt við feðraóðul og starf forfeðranna. Vonandi verður ekki öllum svitadropum þeim sem fallið hafa í ísl. jörð á undanförn— um áratugum við umbætur jarðanna gleymt af niðjun- um. Hvernig verður framtíðar- riki mannanna á þessari jörð háttað! Verður sú stefn- an ofan á að innheimta öll dáglaun að kvöldi, eiga að- eins eina hendina og þiggja aíltaf, en gefa aldrei? Mennirnir eru stundum vanþakklátir og gleyma góð- gerðum án endurgjalds. En NYJA BIO Margie. Palleg og skemmtileg mynd í eðlilegum litum, um ævintýri menntaskólameyjar. Aðalhlut- verk: Jeanne Crain ; Glenn Langan Lynn Bari. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. TJARNARBIÓ Félkið ®r skrítið (People Are Funny) Skemmtileg amerisk söngva- og gamanmynd. Jack Haley Helen Walker Rudy Vallee. Sýning kl. 5, 7 og 9. | Tíminn ! Nýir kaupendur fá Tímann | ^ til áramóta fyrir aðeins | 5 krónur. j Þar með er fjölbreytt j j jólablað. Símið strax í 2323 og pantið Tímann. móðir náttúra og moldin, jafnvel íslenzk jörð, er ekki vanþakklát. Hún gleymir engri velgerð, en geldur aft- ur með vöxtum það sem fyrir hana er gert, ekki alltaf í nú- tið, en ævinlega síðar. Uppgripin við námarekstur og iðnað eru oft mikil og skjótfengin. En námum hættir við að tæmast, jafn- vel gullkistunni okkar kring- um strendur landsins. Ég minnist þess að eitt sinn átti ég tál við stórbónda við Djúp sem jafnframt hafði' lengst af ævi sipnar verið íormaður í Bblungar- vík. Sagðist hann aldrei hafa út fyrir landsteina komið og þekkja ekki uppgripin í gull- námunum ytra nema af af- spurn, en enga gullnámu gæti hann hugsað sér er veitt hefði meiri uppgripaauðæfi en fiskihlaupin í Bolungar- vík. En hvað gerði þessi bóndi við gullið sem hann gróf þar upp úr sjónum? Hann lagði það 1 jörð sína. Gerði harð- skerslu jörð að höfuðbóli, sem enn sér 'merki, svo nú er þar stórbúskapur með hægu móti, án mikils fólks- afla, og gaman er að minn- ast þess, að jörðin sú hefir nú dregið til sín ungan Bol- víking, skipstjóraefni, og vonandi finnur hann gullið þar innra, sem gamli maður- i s inn gróf niður, ekki síður en úti á miðunum. Höfum við íslendingar ráð á því að láta jarðir fara í eyði heldur en Svíar? Ég held ekki. Uppgripin við sjó- inn eru góð, ef hyggilega er að farið, en allt minnkar sem af er tekið, án þess að nokkru sé bætt upp," og ekki búum við einir að landgrunni ís- lands, því miður. En viö er- um svo margir, þó fámennir séum, að við gotum skipt okkur milli nytsamra starfa í þessu landi, ef við látum ógert að lifa á öðrum að óþörfu. Við íslendingar eigum okkar skrifstofumenn með hvítar hendur, sem segja: „Það borgar sig ekki að erja þessi smákot.“ Sumir þeirra virðast hafa gert það að lífsstarfi sínu að leiða þjóðina burtu af kot- unum, úr sjálfstjórnarríki bóndans í þjónsstöðuna á stórbúunum og stóriðnaðin- um. Til margs hefir verið grip- ið, i baráttunni fyrir því að frelsa bændur frá sjálfum sér, m. a. með því að gera kjör þeirra manna innlendra og erlendra, sem líta starf bóndans réttu auga og láta stétt hans og stöðu njóta sannmælis, svo að jafnvel misindismennirnir og þeir sem afvega hafa leizt, eru gerðir mannlegir. Þó að hafgúusöngurinn geti stundum virzt heillandi, þá er mannsröddin fegurri og hollari. Erleiit yfirlit (Framhald af 5. síðu) öldungadeildin samþykki það, en vafasamt er talið, að deildin treyst- ist til þess rétt fyrir forsetakþsn- ingarnar, því að slíkt myndi mæl- ast illa fyrir víða í Bandaríkjun- um. Þá er líka ólíklegt, að það fengist samþykkt í Öryggisráðinu, — en það myndi taka endanlega ákvörðun um þetta, — að Banda- ríkjunum yrði falið að sjá um skiptinguna. Rússar myndu senni- lega ekkert kæra sig utp amerískan her í Palestínu. Bjóðist Rússar hins vegar til þess að annast þar hergæzlu til jafns v<^' Bandaríkja- menn, myndi það sennilega stranda á Bandaríkjamönn'.i^i, er ekki teldu æskilegt að fá rússneskan her til Palestinu. Þannig er erfitt £‘ð sjá, hvernig sameinuðu þjóð- irnar ætla að tryggja sæmilega framkvæmd á ákvörðun sinni um skiptingu Palestínu, en það er stærsta ákvörðunin, sejn hingað til hefir verið tekin á þingum þeirra. Það mun skipta miklu fyrir álit sameinuðu þjóðanna í. framtíðinni, að reynslan sanni, að ekki hafi hér mátt sín meira kapp en for- sjáJni. Islenzk frímerki Kaupi allt. Hæsta verð í boði. Komið eða sendið merkin í pósti og staðgreiðsla fylgir um hæl. Ricliardt Ryel Skólastræti 3. Auglýsið I Tíiuauum. A. J. Cronin: Þegar ungur ég var Murdoch, sem lá fram á eldhúsborðið, tautandi og andvarp- andi yfir bókum sínum. Ég arkaði þess vegna upp stigann með böggulinn, opnaði herbergi Kötu og lagði hann á drag- kistuna, eins og Jimmi hafði falið mér að gera. Ég hafði aldrei fyrr komið inn í herbergi Kötu, nema ég væri bein- línis boðaður þangað, og nú notaði ég tækifærið til þess að skoða mig dálítið um — meðfram af forvitni og meðfram af því, að mér fannst erindrekstur minn veita mér rétt til þess. Fyrst beindist athygli mín, að glösum, sem í var ilm- vatn og bórvatn, og síðan að dós með andlitssmyrslum, sem Iá hjá speglinum. Þar voru'líka mörg tímaritshefti og vafið pappír utan um. Ég gat ekki annað en rýnt í þau. Framan á því efsta stóð stórum stöfum. „Fegurö án saurgandi læknisaðgerða. Aðferð frú Bolsovers til þess að breyta lögun brjóstanna.“ Á næsta hefti, sem ég leit á, stóð þessi ein- kennilega fyrirsögn: „Hvers vegna verður það hlutskipti ungra stúlkna að verma bekkina?“ — Ég var einmitt í þann veginn að hefja nánari eftirgrennslanir, um merkingu þess- arar dularfullu fyrirsagnar þegar hurðin opnaðist og Kata kom inn. Hún sótroðnaði undir eins af reiði og hnyklarnir á enni liennar tútnuðu út. Það vildi mér til happs, hversu snarráð- ur ég var. „Ó, Kata,“ hrópaði ég. „Ég kom með dálítið, sem þú hefir ekki átt von á.“ Hún atyrti mig ekki, en eyrun voru enn eldrauð, og það var ískyggilegt fun í augum hennar. „Hvað er það?“ spurði hún tortryggnislega. „Það er gjöf, Kata!“ Ég benti á-böggulinn á dragkistunni. Hún horfði vantrúaraugum á böggullinn, en lét sér þó nægja að veita mér hógværa áminningu: „Þú verður að muna það, Róbert. að þú mátt aldrei fara óboðinn inn í herbergi ungrar stúlku.“ — Svo tók hún böggulinn, settist a rúmstokkinn og opnaði hann að mér ásjáandi. Það var margvafið silkipappír után um innihaldið, en loks kom þó i Ijós skráutleg askja með marglitum böndum og borðum — og í henni þrjú pund af bezta súkkulaði. Ég var alveg sann- færður um, að Kata hafði aldrei fengið þvílíka gjöf á ævi sinni. Ég gaut augunum upp á hana og sagði glottandi: „Ert ekki glöð, Kata? Þetta er frá Jimma. Hann bauð mér út á knattspyrnuvöllinn í dag — hann Jimmi Nigg, þú manst... “ Það væri erfitt að lýsa svipbrigðum Kötu. Hún var í senn undrandi, glöð og vonsvikin. „Nú, það er frá honum?“ sagði hún loks og kerrti sig. „Þá held ég, að ég endursendi það.“ Ég greip andann á lofti. „Nei, Kata,“ stamaði ég og. kingdi munnvatni mínu. „Það myndi særa Jimma. Og svo ... “ Kata gat ekki annað en brosað, og þó að bros hennar væri þurrt og ylvana, þá fannst mér hún fríkka mikið, við það. „Jæja — jæja þá^," sagði hún. „Ég skal að minnsta kosti gefa þér bita. En sjálf snerti ég aldrei við þessu.“ Ég var ekki seinn á mér að nota mér þetta boð. Ég hremmdi tafarlaust stóran mola, er fylltur var appelsínukremi, sem bráðnaði á tungu mér og skildi eftir dásamlegt bragð í. munninum. „Hvernig finnst þér það?“ spurði Kata, og nú varð henni á að kingja munnvatni sínu. Ég svaraði með óskilj anlegu kvakli. „Bara það hefði verið einhver annar en Jimmi Nigg!“ sagði Kata hugsandi. „Því það?“ spurði ég. „Jimmi er ágætis náungi — þú nefðir bara átt að sjá hann í dag. Og veiztu það, að hann þekkir miðframherjann í Levenfordliðinu?“ „Já — en hann kann enga mannasiði, enda ekki annað en katlasmiður. Hvernig á annað að vera — maður, sem unnur þess háttar vinnu? Og svo hefi ég líka heyrt, að honum hætti í þokkabót til að fá sér í staupinu.“ Af einhverjum ástæðum flaug mér afi í hug, og ég svar- aði með orðum, sem ég hafði heyrt hann segja, þegar eitthvað keimlíkt þessu var til umræöu: „Engan drepur það!“ „Getur verið, en ... “ Kata stokkroðnaði og virtist varla vita sitt rjúkandi ráð. „En svo eru það fæturnir á honum.“ „Fæturna á honum skaltu ekki hugsa um,“ svaraði ég hátíðlega. , . „Það er þó ekki hægt annað, þegar menn eru svona svigfættir,“ sagði Kata andvarpandi. Ég velti vöngum. „Er það einhver annar, sem þér lízt betur á, Kata?“ spurði ég ísmeygilega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.