Tíminn - 06.12.1947, Page 3

Tíminn - 06.12.1947, Page 3
< til) .*» •i.wiTioi'v.-íc.v* >:ÍVJVÍÍT 226. blaff TÍMINN, laug/rdaginn 6. des. 1947 Nanna Eiríksdóttir F. 12. apr. 1910. D. 9. okt. 1947. „Dáin, horfin.“ Vorið 1931 útskrifaðist úr kennaraskólanum, rúmlega tvítug stúlka, Nanna Eiríks- dóttir frá Grasgeira. Um haustið gerðist. hún farkenn- ari hér í Svalbarðsskólahér- aði, og hefir verið það síðan, að fráteknum einum vetri. Á síðasta sumri ákvað hún að hætta kennslu, en stofna eigin heimili, og njóta lífs- ins með ástvinum. En 9. október er þessi unga kona „dáin horfin.“ Ég veit að mörgum hafa komið í hug hin ógleymanlegu vísuorð listaskáldsins góða, er þeir fengu þá harmafregn. Farkennsla í sveitum hefir löngum þótt erilsamt og þreytándi starf, og þar vill vanta mörg þau þægindi, sem nú eru heimtuð til þess að kennsla geti farið vel úr hendi. En Nanna reyndi að sætta sig við það, sem fá- anlegt var, og gera sem mest úr því. Hún hafði góðan hug á því, að nemendum yrði sem mest not að því, sem hægt var að veita þeim, enda var hún nær undantekningar- laust mjög vinsæl af nem- eiidum, og árangur kennsl- unnar fullkomlega eins og hægt var að gera ráð fyrir eftir allri aðstöðu. í hinu langa kennslustarfi hafði Nanna dvalið lengur eða skemur á flestum heim- ilum þessarar sveitar, og var heimilis vinur á þei möllum, og á öllum þeim heimilum, sem áttu börn hjá henni. Með kennslustarfi sínu hef- ir hún því reist sér hér ó- brotgjarnan minnisvarða virðingar og þakklætis. Má vissa um það, vera huggun ástvinum við hið sviplega fráfall. Að sjálfsögðu þarf höfund- ur lífsins að láta leiðbeina börnum.sínum víðar en fyrir augum okkar, og vænta mætti þess, að þeir, sem unnið hafa af alúð að fræðslu smælingj- anna hér á jörð fái á sams konar sviði „meira að starfa guðs um geim.“ Jóhannes Árnason. Frímerki Allar tegundir af, notuðum íslenzkum frímerkjum kaupi ég hærra verði en áður hefir þekkst. WILLIAM F. PÁLSSON Halldórsstöðum, Laxárdal, S.-Þing. Ævintýrabók Steingríms Thorsteinssonar Út er komið safn af ævintýrum fyrir börn, sem Steingrímur skáld Thorsteinsson þýddi. Ævintýrin eru frá ýmsum löndum og á meðal þeirra mörg beztu ævintýri heimsbókmenntanna. Steingrímur varð einna fyrstur íslenzkra rithöfunda til þess að þýða á íslenzku heimskunn er- lend ævintýri og gerði það af slíkri snilld, að þau hafa um fleiri áratugi verið uppáhalds lestrarefni íslenzkra bama. Sá ljóður hefir þó verið á, að ævintýrin hafa ekki áður verið til í heildar- safni, heldur aðeins birzt í tíma- ritum og smá-bæklingum. Nú. hefir ævintýrunum verið safnað saman 1 heildarrit óg birtast þau þar 30 að tölu. Barba.ra W. Árnason hefir gert 20 heilsíðumyndir sem prýða bókina. Þetta er óskabók barnanna um og mataræði Waerlands) Fyrirlestrar Are Waerlands sem hann flutti hér á landi í sumar, eru nú komnir út, sem 6. rit Náttúrulækninga- félags íslands og heitir bókin Úr VL ðjum sjúkdómanna Efni bókarinnar er þetta: Formáli (Jónas Kristjánsson, læknir) — Nýjar leiðir (útvarpserindi Waerlands) — Úr viðjum sjúkdómanna (íslenzku fyrir- lestrarnir) — Hvernig á ég að lifa í dag? (nákvæm lýsing á daglegum lifnaðarhátt- Hin mikla sænska heilsubótarhreyfing (frú Ebba Waerland) Ferðasaga (Björn L. Jónsson). MARGAR MYNDIR PRYÐA BOKINA. Verð krónur 20,00 í bandi óbundin krónur 12,50. Sítrómu Romm Vanille Appelsín Súkkulaði KRON UPPBOD Opinbert uppboð verður haldið í skrifstofu borgar- fógetans í Arnarhvoli laugardaginn 13. þ. m. kl. 2. e. h. og verður þar seld sjóveðskrafa í E.s. Sigríði G.K. 21, að fjárhæð kr. 33,00, en fjárnám var gert í kröfu þessari 20. fyrra mánaöar. Krafar. er viðurkennd af fram- kvæmdastjóra E.s. Sigríðar. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Bókfellsútfiáfan. Benedikt Sveinsson sjötugur Kæri gamli foringi! Því miður vissi ég ekki um sjötugsafmæli þitt fyrr en ég„ heyrði það í útvarpinu. Samt sem áður, finn ég mig knúinn til að senda þér kveðju mína og hugheilar þakkir, fyrir sídjarfa, þró'tt- mikla og sigursæla baráttu í fremstu víglínu Sjálfstæ(Sis7i flokksins gamla. Hin eldsnjalla rödd þín, sem á þeim árum ómaði milli allra landshorna fósturjarð- arinnar, og gneistaflug hins hárskarpa penna þíns, kveikti þann hita í brjóstum okkar, sveitakarlanna — peðanná.,á< skákborði stj órnmálanna ■ sem hefir enzt mér fram &■ þennan dag, og svo mun vera* um flesta þá, sem af heilum hug skipuöu sér undir merki" þitt. Ég á ekki aðra ósk betri, íslandi til handa, en að rödd þín frá baráttuárunum lifi ■ sem lengst, og ávallt verðr næg völ vaskra drengja, ‘ til" þess að halda merki þíiiú' hátt, og bera það fram méð sömu djörfung, drengskáp) skapfestu og vopnfimi og þú. Þá mun þjóðinni vel farnast. Guð gefi þér sólfagurt ævi-- kvöld. Sigurjón Kristjánssoh, frá Krumshólum. Yiimið ötnllega að útbreiðslu Tímans.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.