Tíminn - 06.12.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.12.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, laugardaginn 6. des. 1947 226. blað Mótttaka ssltlar Iiafiii í Meykjavík (Framhald a/ 1. síðu) I dag: Sólin kom upp kl. 10.02. Sólar- lág kl. 14.32. ÁrdegisflóS kl. 12.20. Síðdegisflóð kl. 24.40. í nótt: Nœturakstur annast bifreiðastöð- in Hreyfill, sími 6633. Næturlæknir er í læknavarðstofunni í Austur- bæjarskólanum, sími 5030. Nætur- vörðm' er í Reykjavíkur apóteki, sími 1760. Aðra nótt: Næturakstur annast bifreiðastöð- in Hreyfill, sími 6633. Næturlæknir verður í læknavarðstofunni í Aust- urbæjarskólanum, sími 5030. Næt- .urvörður er í Reykjavíkur apóteki, sími 1760. Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 20.45 Leikþáttur: „Eigna- könnun" eftir ónefndan liöfund. (Leikstjóri: Valur Gíslason). 21.15 Upplestur og tónleikar. 22.00 Frétt- ir. 22.05 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Bókasýning Helgafells , var öpnuð í sýningarskála mynd- Ifstarmanna í dag. Er þetta önnur ;ýning útgáfunnar, og er hún lelguð minningu Erlends heitins 3uðmUndssonar í Unuhúsi, sem var mikill vinur og hjálparhella skálda og listamanna í þessum bæ meðan, hans naut við. af kostnaði þéssum stofna skát- arnir til hlutaveltunnar. Þar verða márgir úrvals munir á boðstólnum m. a. flugferð til Kaupmanna- hafnar með „Heklu,“ Skymaster- flugvél Loftleiða h.f., matvara, svo sem kjöt og kornmatur, gler- tau, bollar og diskar, búsáhöld, margs konar fatnaðar, bækur o. m. m. fl. Auk þessa verður hægt að draga í einum drætti, ef heppnin er með, aðgöngumiða að mörgum beztu samkomum yfir eina helgi hér í Reykjavík, gamlárskvöldsfagnaði skátanna, ókeypis dvöl á lands- móti skáta að Þingvöllum næsta sumar o. fl. Loks mun spákona koma í heim- sókn í skátaheimilið meðan hluta- veltan stendur yfir og segir hún fyrir um framtíð manna. Gcstir í bænum: Halldór Guðlaugsson, oddviti, Hvammi, Eyjafirði. Jón Skúlason, bóndi, Gillastöðum. Guðjón Guð- jónsson, bóndi, Hlíð, Skaptártungu. Markús Torfason, kaupfélagsstjóri, Ási í Saurbæ. Hafsteinn Péturs- son, oddviti, Gunnsteinsstöðum. Sigurður Björnsson, Núpasveitar- skóla. Bjarni Jóhannsson, Siglu- firði. Jón Kjartanssön, Siglufirði. ArnaB heilla Hjúskaparheit sitt hafa gert kunnugt: beint í skip úr málum, eða kr. 30,50, ef landað er á bíl- um í flutningaskip. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins býst við að geta hafið móttöku síldarinnar til geymslu í Reykjavík í dag, og verður fyrst um sinn tekinn einn farmur af skipi. Síldin verður geymd í grjótnámunum við Sjómannaskólann. Fyrst um sinn verður síld- in, sem tekin verður á land í Reykjavík flutt inn í grjót- námur Reykjavíkurbæjar við Sjómannaskólann, þar sem nú er knattspyrnuvöllur Fram. Er þar tiltölulega góð aðstaða til að geyma mikið af síld. Ef til þess kemur, að síld verði sett á land í Hvítanesi við Hvalfjörð, verður hún geymd þar í stórum skemm- um, sem enn standa frá tím- um hersetningarinnar. Eru sem kunnugt er góðar bryggj ur við Hvítanes og mjög að- djúpt og yfirleitt góð aðstaða til löndunar. Risaflugvirki á Kefla- víkurflugvelli. ’ í fyrradag kom risaflugvirki við •á; Keflavíkurflugvelli á leið sinni ,frá Bandaríkjunum til Þýzkalands, en þar annast flugvélar af þess- ari gerð eftirlitsstörf. Flugvél þessi er hin stærsta, sem komiö lrefir við hér á landi, og er burð- p.rmagn hennar helmingi meira en Skymastervélanna. 152 þúsunda tekju- halli á Ingólfi Arnarsyni. Á seinasta bæjarstjórnarfundi var lögð fram bráðabirgðaskýrsla um afkomu fyrsta nýsköpunartog- af^ns, Ingólfs Arnarsonar, en 'htain er gerður út af Reykjavík- urbæ, eins og kunnugt er, og stjórnað af tveimur framkvæmda- stjórum, úr tveimur stjórnmála- ilokkum. Hefir annar þessara lokka verið með bæjarútgerð, en hinn á móti. Kom í ljós, að 152 busúnd króna tekjuhalli hefir þeg- aS' orðið á skipinu. Þó hefir það 'jafnan verið með aflahæstu tog- uxunum og selt afla sinn afburða 'velö Skinfaxi, tímarlt Ungmennafélags fslands, 2. héfti 38. árg., er nýlega komið ut. Áf efni þess má nefna: Ávarp til íslenzkra ungmennafélaga eftir ’séra ’ Knut Eik-Næss, Noregsför vorið 1947 eftir séra Eirík J. Eiríks- son formann U.M.F.Í., greinar um landsmót 1949, Stíg, íslands rjálst, ljóð og lag eftir Guðlaugu Sæmundsdóttur, grein um lögin um élagsheimili, íþróttaþáttur með ■vrein um millihlaup eftir Þorstein Einarsson íþróttafulltrúa, grein ím héraðsmótin 1947 og yfirlit um árangur þeirra, úthlutun úr í- •próttasjóði, grein usn 17. júni eftir Þorstein Matthíasson, og loks þátt- ur af félags starfinu. Lúsíúhátíð Norræna félagsins. Hín árlega Lúsíuhátíð Norræna félagsins verður haldin í Sjálf- stæðishúsinu næstkomandi föstu- dagskvöld, 12. desember. Hefst • skemmtunin klukkan 8,30 um kvöldið, og verður hún með svip- uðu sniði og í fyrra. Hlutavelta skátanna. Skátafélögin í Reykjavík efna til hlutaveltu á morgun til ágóða fyrir hina umfangsmiklu og fjölbreyttu æskulýðsstarfsemi, sem þau reka í skátaheimilinu við Hringbraut. Hin rúmgóðu og ágætu húsakynni skátanna við Hringbraut krefjast mikils reksturs og viðhaldskostn- aðar og til þess að standa straum Ungfrú Þorbjörg Sigurðardóttir í Höfn að Selfossi og Kolbeinn Kristinsson verzlunarmaður að Selfossi. Gefin hafa verið saman í hjóna- band: Ungfrú Gurún Erna Jónsdóttir, Bergstaðastræti 56 í Reykjavík, og Axel Vilhelm Einarsson skrif- •stofumaður, Freyjugötu 37. Heimili ungu hjónanna verður að Greni- mel 4. Séra Bjarni Jónsson gaf þau saman. Ungfrú Stella Sveinbjarnardóttir frá Hnausum í Húnaþingi og Hafsteinn Hjartarson lögreglu- þjónn, Reykjavík. Heimili þeirra er á Hringbraut 33. Kommúnistar tóku vðibragff, þótt seint væri. Það þótti broslegt, að Áki Jakobsson flutti í gær á þingi ályktunartillögu um þessi mál eftir að kunnjugt var orðið um ákvörðun stjórnar- 1 innar .síldarverksmiðjanna, I þótt ekki hefði hann annað , fram að færa en það, sem | búið var að ákveða. Það er gott, að menn vakni til um- hugsunar, en það er hláleg't að viðhafa of mikinn buslu- gang, þegar menn vakna seint. A förnum vegi Það hefir heyrzt úr ýmsum átt- um að undanförnu, að auka- skammtur sá áf’ benzíni, sem ný- lega hefir verið veittur vegna jeppabifreiða, sem notaðir eru í þágu landbúnaðarins, sé óréttlæt- anlegur, og jéppaeigendur í Reykja- vík og öðrum bæjum eigi heimt- ingu á fá sömu uppbót á benzín- skammt sinn. Nú kom til mín í gær bóndi of- an úr Mosfellssveit. Hann vakti máls á því, á hvílíkum misskiln- ingi og vanþekkingu slíkar full- yrðingar séu byggðar. — Ég á að vísu ekki neinn jeppa, sagði hann, svo að þetta er ekki beinlínis hagsmunamál mitt. En orð mín ættu ekki að vera ó- merkari fyrir það, nema síður sé. Þetta mál er svo vaxið, að upp- haflega var öllum jeppum ætlað- ur 45 lítra skammtur af benzíni á mánuði. Seinna var heimilað að hækka benzínskammt handa þeim jeppum, sem sannað var fyrir hlutaðeigandi lögreglustjóra, að einvörðungu væru notaðir við landbúnaðarstörf, upp í 100 lítra á mánuði. Og nú ætla ég að taka dæmi af einym sveitunga, sem á jeppa og nýtur þessarar ívilnunar. Hann á milli tuttugu og þrjátíu nautgripi, auk annars búpenings, og annast bú sitt að öllu leyti einn. Hann mjólkar kvölcs og morgna og flytur mjólkina þriggja til fjögurra kílóm,etra leið að þjóð- veginum, og til þess notar hann auðvitaö jeppann. Þegar tómstund gefst um miðjan daginn, er hann að bera á túnið og tengir þá mykju- vagninn aftan í jeppann. Þessi maður hefir siálfur sagt mér, að hann yrði i standandi vandræð- um með störf sín, ef hann nyti ekki jeppans við, og kæmist þá alls ekki hjá því að taka vetrar- mann. Og með benzínskammti þeim, sem jeppaeigendum var upphaflega ætlaður, var ógerningur að nota jeppann eins og hann þurfti. Þetta er nú sannleikurinn, hélt maðurinn áfram, og þegar litið hefir verið á þessar forsendur get- ur svo hver og einn um það dæmt, hvort ekki hafi verið réttmætt — og ég vil segja sjálfsagt — að veita umrædda ívilnun. Einyrkjar eiga við margvíslega erfiðlega að glíma, og það hefði komið úr hörðustu átt, ef ríkisvaldið hefði farið að þrengja svo kosti þeirra, án óumflýjanlegrar nauðsynjar, að þau hjálpartæki, sem þeir hafa afl- að sér til búskaparins, hefðu ekki nýtzt. Svo er verið aö bera það sam- an, að þessir menn, sem einvörð- ungu nota jeppa sína í þágu fram- leiðslunnar — því að aðrir njóta ekki ívilnunarinnar, — hafi feng- ið aukaskammt, en ekki jeppaeigend ur, sem einkanlega nota þessi far- artæki til þess að bregða sér milli skrifstofu og heimilis innan bæjar. Mér finnst það ekki sambærilegt, og aðeins lýsa því, að menn vita ekki, hvað þeir eru að tala um. Hitt er svo annað mál, að þeir kaupstaðabúar, er sannað geta, að þeir noti jeppa einvöröungu við framleiðslustörf, eiga auðvitað að sitja við sama borð og bændurnir. Það er sanngirniskrafa. En það veit ég ekki, hvort þeir gera, sagði bóndinn úr Mosfellssveitinni að lok um, og þó má vera að svo sé, og er þá vel. A. K. Félagslíf Undir þessum lið verða birtar örstuttar tilkynningar frá ýmsum félögum. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Skálholt Kambans annað kvöld kl. 8 í Iðnó. Fjalakötturinn sýnir Orustuna á Hálogalandi á morgun kl. 3 í-Iðnó.og „Vertu.bara kátur“ í Sjálfstæðishúsinu kl. 8.30 annað kvöld. Skemmtiféiagið S. G. T. hefir eldri og yngri dansana í Góðtemplarahúsinu í kvöld kl. 10. Skátar. Skátafélögin í Reykjavík hafa hlutaveltu i félagsheimili sínu við Hringbraut á morgun. Hefst hún kl. 2. Fundur í Félagi Framsóknarkvenna á mánudagskvöld kl. 8,30 1 Tjarnar- kaffi. Ödýrar auglýsingar Vctr arf a*a kkl á meðalmann til sölu á Berg- staðastræti 17 (uppi). Jeppi. Samband Nautgriparæktarfé- lags Borgarfjarðar óskar eftir jeppa til kaups eða leigu nú þegar. Uppl. hjá Sigurði Guð- brandssyni, Borgarnesi. Umgur óskar eftir aukavinnu til jóla ( á kvöldin og um helgar) helzt við bókaútgáfu eða bókaverzlun. Meiri vinna eftir áramót kemur til greina. Uppl. í síma 1027. á skrifstofutíma. Tryggvi Eiríksson. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR © SKÁLHOLT sögulegur sjónleikur eftir Giiðimsnd ICamlBaia Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala í dag kl. 3—7, sími 3191. FJALAKÖTTURlBiN sýnir gamanleikinn n Sýning á sunnudagseftirmiðdag kl. 3 í Iðnó. Aðgöngumiðar frá ki. 2 í dag. i i FJALAKÖTTURINN sýnir revíuna „Vertu bara kái á sunnudagskvöld kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu. Aðgöngumiðasala frá kl. 4—7 í dag í Sjálfstæðishúsinu. LÆKKAÐ VERÐ. — SÍÐASTA SINN. DANSAÐ TIL KL. 1. Sími 7104. Eldri og yngri dansarnir í G.T.-húsinu í kvöld kl. 10 e. h. Aðgöngumaðar frá kl. 6.30. Sími 3355. í Félagi Framsóknarkvenna verður haldinn mánud. 8. þ. m. kl. 8.30 e. h. í Tjarnarcafe uppi. 1. Félagsmál. 2. Ræða, Eysteinn Jónsson ráðh. 3. Upplestur. 4. Kaffidrykkja. Stjórnin. / í W'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.