Tíminn - 06.12.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.12.1947, Blaðsíða 4
TÍMINN, laugardagirin 6. des. 1947 226. blað 4 R í k 3 mannanna Efíir .lólsannos ðhivíðsson, Hjarðarilal. Bókaútgáfan Norðri á Ak- uréýri hefir gefið út marg- ar góðar bækur síðan hún tók til starfa. Er hún þegar orðin eitt merkasta forlag, sem gefur út bækur á ís- landi. Er þar ekki lotið að lágu, og aldrei neitt til spar- a'ð, hvorki að því er efni, víhnú eða frágangi öllum viðkemur. Nú hefir forlag þetta gefið út tvær sögur eftir Sven Ed- vin Salje í tveim bindum er .nefnast: Ketill í Engihlíð og Ríki mannanna. Konráð Vilhjálmsson þýöir bókina og ferst það vel úr hendi, enda hefir hann þýtt margar fleiri gððár bækur, er Norðri hefir gefið út. Ketill i Engihlíð er aðal- persöna sögunnar. Hann er sonur Arnviðs bónda í Engi- hlíð, en þann garð hefir ætt þeirra átt og setið óslitið síð- an .Í648. Fór hann að heim- an.til að afla sér menntunar í lýðsháskóla, en að því loknu fær hann starf við spor- va'gna í Stokkhólmi. Heimil- ið má án hans vera, þar sém þrír bræður hans eru héirria. Sagan hefst á því, að hann snýr heim aftar til æskustöðvanna vegna þess, áð móðir hans hefir skrifað honum og látið hann á sér skilja, að hans sé þörf heima fyrir. Tveir yngri bræður hans höfðu horfið að heiman, og snúið sér að vinnu í verk- smiðju í næsta bæ. Sá þriðji Súnon er að vísu heima, en er veill fyrir hjarta og því ekki fuligildur til vinnu. Arnviður bóndinn hefir aldrei fundið sjálfan sig sem bónda. Hann er bókeiskur og draumóramaður, sem að lokum hneigist að drykk og koiium utan heimilis, en bú- skáþnum hrörnar og jörðin, þessi íagri gamli ættargarð- úr'ier í niðurníðslu. Á þessu háttalagi föður þeirra hafa bræðurnir Aron og Birgir skömm, en taka þánn kostinn að flýja af hólnn. Símon á ekki annars kost en að vera heima, heilsu sinn r vegna, þó honum og móður hans falli ekki síður þurigt framferði bóndans. Heimkoma Ketils er ekki glæsxleg. Hverfið er að fara í áuön. Varla nokkur ungur máður eftir. Þeir hafa allir lextað burtu. Börnum hefir íækkað svo að skólinn er auður, og fer kennslan fram í næsta þorpi. Bíívegur er ekki ) hverfinu, aðeins ill- fær skógarvegur hestvögnum, kornmylian ónýt og aflóga, Sími enginn, og lítið um fé- lagsskap og framtak, þar sem Árnviöur, sem vegna ættar og óðals átti að vera helzti leiðandi maður byggðarinn- ar, brazt svo sjálfum sér og nágrönnum sínum. Ketíll ann hverfinu, jörð- inni Engihlíð, og atvinnu stéttar sinnar, búskapnum.— Horxum vex ekkert í augum. Leggur ótrauður hönd á plóginn og réttir við búskap- inn heima í 7 ára látlausu starfi. Einnig gerist hann forystumaður hverfisbúa um sameiginleg framfaramál byggðarlagsins. Fær þangað biiveg, kornmyllu, síma og barnaskólinn er ekki lengur auður og tómur. Vekur hann þannig lífstrú og íramfaraþrá hverfisbúa og nýir og ungir menn bæt- ast í hópinn í stað þeirra, sem heltast úr lestinni, svo stórum verður lífvænlegra í hverfinu. Er faðir hans deyr af slysi, sjá yngri bræðurnir svo um, með því að útvega hátt tilboð í Engihlíö, svo að arfs- von þeirra verði einhver, að Ketill getur ekki keppt við gamlan ríkan tannlækni, sem hafði fest auga á staðn- um, og verður hann að hrökklast burtu frá ættar- óðali sínu, sem hann var bú- inn að fórna svo mörgum beztu árum ævi sinnar og rétta hlut þess. Ketill þarf þó ekki að vera á flæðaskeri staddur, því stúlka í næstu sókn, ung og myndarleg, sem á einkaarfs von að stórri jörð, vill gjarn- an eiga Ketil og hefir verið kunningsskapur þeirra á milli. En það er lítil dökk- hærð hjúkrunai-kona, sem nýkomin er í nágrennið sem sigrar. Kaupa þau niðurnítt kot af öldungi á banasænginni og setjast þar að, því Birgitta var hvergi hrædd eða hik- andi. Þar reisa þau allt við með elju og ærnu starfi og koma upp lífvænlegu búi, þrátt fyrir ýms óhöpp og erfiðleika og þvera mótspyrnu ætt- menna Birgittu. Um þessa baráttu Ketils og Birgittu segir svo: „í augum þeirra er horfðu á það úr fjarlægð, sem hann hafði tekið sér fyrir hendur, virtist það helzt til erfitt og hart nær óframkvæmanlegt, en í augum sjálfs hans, sem var altekinn af verkefninu var öðru máli að gegna. — Fyrir honum lá aðeins eitt viðhorf, hugsunin að sigra. Hann vildi ekki láta sér koma annað í hug. En þó gætti nokkurra árekstra í þessum heilabi’otum hans. — Blöðin kenndu að allan smá- búskap ætti að liggja niður. Hann svaraði ekki kostnaði. Ef jörðin varð ekki yrkt með dráttarvélum, átti að hætta við alla grasrækt og korn- yrkju, og hagnýta löndin til skóggræðslu. Hundruð smá- bænda áttu að leggja frá sér annboðin og annað hvort gerast verkamenn á stórbú- unum eða gefá sig að iðnaöi. Um annað verður þá ekki að velja. Eftir því ber að útrýma hinni sænsku bænda stétt, því að sú stétt rekur aðallega ófullnægjandi bú- skap, þar sem hver einstakur bóndi hefir aðeins innan við 20 dagsláttur lands. En eru það þá þessir smá- bændur, sem hafa komið sér saman um og krafizt þess hárri raustu, að afnema sína eigin stétt? Nei, oddvitar þeirrar stefnu eru herrar með fannhvítar hendur. Smá- bændurnir halda áfram hátt- um sínum og starfi. Þeir óska einskis fremur en að fá að sitja að jörðum sem áður og frábiðja þá vegsemd, að vera teknir til meðferðar af þess- um hugulsömu velferðar- postulum um hag þeirra. — Sænski bóndinn vill fá aö lifa sem áður í landi sínu, og hann er enn í dag hraust- ur og röskur og hlaðinn lífs- þrótti. Engin fræðikenning, hversu áheyrileg sem hún er, megnar að bæla niður þrá bóndans til að yrkja jörðina og umbæta. Það svarar ekki kostnaði, segir skrifstofumað urinn sem kemur til að at- huga grjótnámið og akur- vinnsluna. Nei það borgar sig ekki, segir bóndinn og læsir höndunum aftur utanum járnkarlinn, en ég vildi gjarn an losna við þetta grjót. Það væri umbót á akrinum. — Piógurinn strandar þá ekki á steininum og öll vinnslan auðveldari. Umbótalöngunin og framþróunin eru ein- hverjar djúptækustu eðlis- hneigðir mannsins. Og bónd- inn getur ekki öðlast neina einlægari gleði, en að sjá jörðina opna faðm sinn og bera honum ávöxt. Ýmisleg samvinnufyrir- tæki eru nú að ryðja sér til rúms: Mjólkurbú, sláturhús og margs konar búnaðarsam- tök, sem bændur eiga að- gang að. Vissulega gæti fé- lagsskapur um dráttarvélar og jaröyrkjutæki fullvel komið til mála. Bændastéttin sænska verður að sjá sér borgið bæði í nútíð og fram- tíð“. En Aron, annar bróðirinn, sem hvarf á vit iðnaðarins, hvarf þaðan. „Það enti þá með því, að hann átti að verða bóndi. — Hann var þegar að snúa aft- ur til þeirra starfa, sem hann fyrrum hafði svo mikla fyr- irlitningu á. Það horfir nú ailt öðruvísi við en þá. — Iðnaðurinn hefir ekkert það við sig, sem hann gerði sér vonir um. Að vísu var öruggt um tekjurnar, en starfið veitti honum enga gleði“. Aron fær stúlkuna ríku, sem gjarnan vildi gefa Katli hjarta sitt og bújörð. Honum verður eins og fleirum sem orðið hefir það á að gera öðrum rangt ttl, hann vill sitja yfir hlut Ket- ils og halda honum niðri í kotungshætti og brauðstriti á litlu grýttu skákinni í Bitviðargerði. En hvorugt tekst. Ketill er svo vel af guði gerður, að hann getur fram- léitt brauð af steinum og aðrir koma til hans og biðja um forystu hans. Aron líður sífellt af minni- máttai-kennd gagnvart Katli, sem eitrar líf hans, svo að hann nýtur ekki lífsins á búgarðinum, þó bústjórnin fari honum vel úr hendi og konan sé honum góð. Var jafnvel á fremsta hlunni með að stytta sér aldur, en verður svo fyrir slysi svo hann og aðrir búast við dauða hans, dregur þá til sætta með þeim bræðrunum, og kemst svo Ketill fyrir til- stilli Arons og konu hans aftur aö Engihlíð, sem hug- urinn og hjartað gat aldrei gleymt. Þar var fagurt bæj- arstæði í hverfinu og sólar- gangurinn lengstur. Þetta er söguþráðurinn í stórum dráttum. Mér finnst hún svo merkileg, að hug-ur minn glímir nú við þau við- horf og verkefni með þjóð vorri, sem efni sögunnar gef- ur tilefni til. Þar er svo margt likt með skyldum, að með- ferð höfundar á söguefninu er orð. í tíma talað til ís- lendinga. (Framhald á 6. síðu) Mikill hluti íslenzku þjóðarinnar er eða hefir verið svo handgeng- inn skepnum, að þær eru þeim hugstætt umræðuefni og er það vel farið. Menning þjóðarinnar hefir mótazt af kvikfjárrækt, sam- búö fólksins við dýrin. Þaö er því ekki út í bláinn, vænti ég, þó að við tölum nú um litla dýrasögu, sem Kristján Bei>»’.iktsson í Einholti hefir sent okkur. Hún er skrifuð í sumar: „Vorið 1947, 27. maí, eignaðist ærin Súla — eign Sigurbergs í Einholti — tvær hvítar gimbrar. Önnur gimbrin var veik írá fæð- ingu. Það virtist vera í lungum. Það var mjög erfitt fyrst að láta hana sjúga. Hún mæddist svo mikið við það, og eins var þegar eitthvað þurfti að reka ána meö lömbunum. Þá fór þessi veika gimbur fljótt að gapa af mæði og gat ekki fylgzt með. Nú eru þess- ar gimbrar 7 vikna. Veika gimbrin er beygjuleg og miklu minni en hin, og virðist heilsu hennar vera háttað líkt og var strax eftir fæð- inguna og þó hefir hún sæmilega framför eftir því. sem vænta mátti. Nú var það fyrir fáum dögum, að ég þurfti að smala nokkuð mörgum ám hér utan af Einholts- teigum. Það var æði mikið vatn yfir að fara vegna sjóflóðs og vatnavaxta, en ekki var vatniö djúpt nema á stuttu svæði, víðast milli hnés og kviðar á lömbunum. Súla var þarna með. Ærnar tóku vel í vaðalinn, þótt breitt væri yfirferöar. Þær mynd- uðu nokkuð langa lest, Þær rösk- ustu óðu hraðar og urðu því á undan. Súla var með þeim rösk- ari. Ég fór í hægðum mínum á eftir hópnum. Litla gimbrin veika dróst fljótt aftur úr og var orðin nokkuð á eftir öllu hinu fénu og jarmaði sárt og gapti af mikillli mæði. Brátt kemur gimbur aftur eftir kinda- lestinni og tekur undir við hana og stanzar ekki fyrr en hjá henni, hnusar af henni og fylgir henni svo eftir, það sem eftir var vaöals- ins, og var svo elskulega mömmu- leg við hana og vildi annast hana eins og ær venjulega annast ungt lamb hnusaði sífellt af henni og jafnvel sleikti hana um hausinn og örvaði á allan hátt. Þegar yfir vaðalinn er komiff, kemur mamman að leita að dætr- um sínum og finnur þær, þar sem þær eru báðar að komast á þurrt land, og svo fengu þær sér báðar systurnar hressingu af nægta- brunni móðurmjólkurinnar. Sagan er ekki lengri. En ég varð hrifinn af þessu atviki og datt í hug, að þarna, sem svo oft annars, er umgengnin við dýrin okkur hollur skóli, og þá ekki sízt börn- um og unglingunjf Pyrst til að byrja með fylgdi stóra og hrausta gimburin roömmu sinni eftir, en þegar veika gimburin dróst aftur úr bg fer að jarma, heyrir hin rödd systur sinnar, yfirgefur móð- urina og snýr -við til hjálpar og styrkt^r. Hún spurði engan nema sjálfa sig: Á ég að gæta systur minnar? Og svarið var jákvætt." Þessi saga er ein af ótaf mörgurn, sem þeir, sem með glöggu auga og vakandi skilningi annast búfé sitt, taka eftir og njóta, því að það er nautn að taka þátt í svona lífi, — ekki lakasta lífsnautnin. Ég þakka Kristjáni fyrir söguna. Pétur landshornasirkill. Jarðarför föður okkar Jóns SigurfSssonar Barðdal, Frakkastíg 22, fer fram frá Dómkirkjunni mánudag- inn 8. desember, kl. iy2 e. h. Hólmfríður Jónsdóttir. Rósa J. Bárðdal. Hlutaveltu Sialda skátafélögin í Beykjavík að SkáÉalseÍMailimfi vi®’ Mrlugforafiít á í2Boi*gMM;) 7. d®s. Mefsí Ibúh k!. 2 e. h. Margir góðir drættir I»ar á fisieðal flugfar íil Kaínfímaima- kafnar með glæsilegnsíu flugvél ís- lands, „Meklu46 frá Loftlciðum. I san&kandi við hlutaveltusfia verður „Spákoua64 á staðinuu, scm spáir um fi*amfíðina fyrir þá, sem þess óska. Sfyrkið gott snálefsii og freistið gæf- unnar. „MrípifS gæsina á ifiiefSast Iiún gefst.66 Nefndin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.