Tíminn - 06.12.1947, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.12.1947, Blaðsíða 8
8 Reykjavík 6. desember 1947 226. blað Húsmæörakennaraskóii is- lands hefir útskrifað 26 nema Að snntrinn fer frana verklegí aiáiaa að Langarvntni Húsmæðrakennaraskóli íslands átti fimm ára afmæli í haust. Hann hefir verið til húsa í Háskólanum þessi ár, nema yfir sumartímann, bá hefir hann verið austur á Eá'úgarvatni. • Tíðindamaður Tírnans brá sér - nýlega í heimsókn til skólans og hafði tal af for- stöðukonu han,s, ungfrú Helgu Sigurðardóttur, og all- mörgum nemendum og kenn- urum. í Háskólanum. Skólinn hefir til umráða húsnæði á kjallarahæð Há- skólans að norðanverðu. Þar fer nú fram námskeið í mat- Ilelga Sigurðardóttir. artilbúningi fyrir aðkomu- stúlkur. Tólf stúlkur eru þar við nám. Kenna húsmæðra- kennaraefnin þessum stúlk- um undir umsjá kennara Skólans sjálfs. Húsnæði það sem námskeiðið fer fram í ;r þannig útbúið, að því er ;kipt niður í deildir og er aver deild raunverulega. eld- hús út af fyrir sig. Þrjár Þrjár deildir eru fyrir matar- tilbúning en ein fyrir brauð- bak^tur. Læra stúlkurnar þar alls konar matartilbúning. Meðal annars hafa þær tekið til meðferðar nýja síld og út- búið hana eftir margs konar reglum. Þessu námskeiði lýk- ur.fyrír jól, en eftir áramót hefst ar.nað námskeið rneð nýjum nemendum og stendur það fram á vor. Annað eld- h|is er þarna einnig, sem kennaraefnin nota sjálf fyrir alls konai tilraunir í matar- tilbúningi. Þægileg aðstaða í Iláskólanum. Það er að mörgu leyti þægi- legt'. fyrir húsmæðrakenn- araskólann, að hafa aðalbæki stóð siha í háskólanum. Hús- næðið er hentugt, sem skól- inmhefir til umráða. Þar fara fram. kennsluæfingar fastra nemenda skólans í matartil- búningi og fleiru eins og á námskeiði því, er nú stendur yfir, og ýmislegt annað nám. Auk þess kenna margir sömu kepnarar og í háskólanum ýms'ar námsgreinar í Hús- mæðrakennaraskólanum. Fer sú kennsla fram á næstu hæð fyrir ofan Húsmæðraskól- ann sjálfan. Meðal þeirra námsgreina, er þar eru kenndar er næringarefna- fræði, sem dr. Júlíus Sigur- jónsson kennir. Að Laugarvatni. Þau sumur, er nemendur skólans hafa dvalið að Laug- arvatni, hefir skólinn haft til umráða húsnæði húsmæðra- skólans þar. Fastanemendur skólans eru 12 og byrjuðu þeir nám haustið 1946. í sum- ar var kennslunni hagað með svipuðu sniði og undanfarin umur meðan skólinn dvaldi vrir austan. Kennd var, auk tmennra heimilisstarfa, arðrækt, mjöltun, ýmist með öndum eða vélum, hirðing ænsna og svína og margt 'eira. Nemendur fóru einnig rasaferð seinni hluta sum- rs norður á Hveravelli. lennsluæfingarnar. Nemendur komu síðan til æjarins í haust. í vetur erður aðaláherzlan lögð á ennsluæfingar í heimilis- dörfum almennt, matartil- búningi og ræstingu. Auk þess verður svo bóklegt nám. Kennsluæfingarnar eru mik- ilvægur þáttur i starfi skól- ans, þar sem nemendum gefst tækifæri til að búa sig undir það starf, sem þær allflestar taka að sér seinna meir, kennslu eða forstöðu kvenna- skóla úti á landi eða hér í bænum. Tveir af nemendum skól- ans kenna nú börnum í Aust- urbæjarskólanum og Miðbæj- arbarnaskólanum undir um- sjá kennara skólaeldhúsanna. Fyrir áramótin taka nemend- urnir próf í hjúkrun í heima- húsum og hjálp í viðlögum, sem þær hafa lært á Land- spítalanum, en í staðinn kenna stúlkur Húsmæðra- kennaraskólans nemend- um Hjúkrunarkvennaskólans helztu atriðin í tilbúningi sjúkrafæðu. Ræsting og vöruþekking. Sérstök deild -er starfandi í skólanum, sem kennir margs konar handhæg vinnubrögð í rséstingu heimila,, hvernig þvo og hirða skal fatnað og fleira. Ungfrú Sigurlaug Jónasdóttir frá Öxney annast þessa deild. Hún er útskrifuð frá norskum húsmæðraskóla og hefir annazt kennslu hér um skeið. Sigurlaug kennir ennfremur undirstöðuatriði í vöruþekkingu. Er það mikið nám, ef langt er út í það far- ið, en mjög nauðsynlegt. Þá er hvernig nauðsynjavör- urnar verða til og úr hvaða efnum þær eru. Á það við bæði matvöru og vefnaðar- vöru. Er nemendum ker/it að þekkja góða vöru frá lélegri út frá þeim grundvallaratrið- um, sem þar eru kennd. Er nemendurnir taka við kenn- Rimma í danska jjinginn Eiistensicii pa*9st á ISasBiiifjSsesi Knud Krístensen. í gær urðu snarpar deilur milli þeirra Knud Kristen- sen og Gustav Rasmussen ut- anrikisráðherra í danska binginu. Eru deilur þessar ta’dar hafa verið hvassyrt- ari en dæmi eru um í danska þinginu um langan tíma. — Knud Kristensen ásakaði Rassmussen um tvöfeldni og harmaði, að hann skyldi nokkurn tíma hafa haft hann í ráðuneyti sínu. Drottningin heldur áfram ísl.ferðnm M/S , ,.Dronning 'Alexan- drine“ fer frá Kaupmanna- höfn í fyrstu ferð sína á næsta ári hingað 3. janúrar. Um 19. janúar fer skipið í þurrkví til hreinsunar og er þúizt við, að henni verði lokið 5. febrúar. Fer skipið því aðeins ein.a ferð hingað í janúarmánuði en eftir 5. febrúar verður næsta ferð og mun skipiö eftir það sig’a eftir fastri áætlun hingað, með við- komu í Færeyjum eins og áður. Jólaferð ..Drotningarinn- ar“ verður héðan um 13. desember. nr roru ío i HvaiTjorofaT pvi síld fannst ekki annars staðar Viðta! við Valdiinar Kristinnndsson, skiji- stjóira á Fylki, er fyrstnr fana síldar- göaijguna í Hvalfirði Þó að einkennilegt megi heita, var það ncer hending ein, sem réði því, að menn fundu í haust sildina í Hvalfirði, sem nú hefir fœrt milljónir króna i þjóðarbúið. Tíðindamaður Timans hitti i gœr Valdimar Kristmundsson, skipstjóra frá Akranesi, en hann varð fyrstur til að afla síldar i Hvalfirði í liaust. Fer frásögn Valdimars hér á eftir. arastörfum síðar geta þeir miðlað öðrum af þessar hag- kvæmu þekkingu sinni. Hefir útskrifað 26 nemendur. Húsmæðrakennaraskóli ís- land.s hefir nú útskrifað 26 nemendur á þeim fimm ár- um, sem hann hefir starfað og 12 t«eta.st við i vor, er nú- verandi nemendur hans út- skrifast. Næsta haust verða nýir nemendur teknir í skól- ann og er aðsókn að honum þegar orðin mjög mikil fyrir næsta námstímabil. Auk þeirra ungfrú Helgu Sigurð- ardóttur forstöðulconu skól- ans og Sigurlaugar Jónas- dóttur hefir Ragnhildur Sig- urbjörnsdóttir kennt þar síð- an í haust. Auk þess eru all- margir stundakennarar starfandi við skólann. Lélegur sildarafli i Faxaflóa í haust. Þegar við komum að norðan af sumarsíldveiðunum, vorum við orðnir langþreyttir á síld- arleysinu þar, sagði Valdimar. Sumarið var eitthvert það versta, sem ég man, hvað aflabrögð snerti. Annars er ég þeirrar skoðunar, að um nokkl’a síld hafi verið að ræða fyrir Norðurlandi i sumar, en þegar margir bátar komu á lítið svæði, þar sem torfurnar voru, hvarf síldin undir eins. Sunnanbátarnir ætluðu rnargir að reyna að bæta sum- araflann upp með rekneta- veiðum í Faxaflca í haust. Fórum við á Fylki á reknet í flóanum þremur dögum eftir að við komum að norðan. Afl- inn var ákaflega tregur, en um tíma fékkst nokkur síld sunnan undir Reykjanesi. En hún hvarf von bráðar. Var róðrum þá hætt um tíma. í október seint var far- ið að reyna að leggja reknetin skammt undan landi á Akra- nesi, á svokölluðum Sviðum og fékkst þar sæmileg veiði nokkra daga, en datt svo nið- ur. Reynt í Kollafirði. Þegar hvergi virtist sild að fá í flóanum, fórum við á þremur bátum af Akranesi inn í Kollafjörð og reyndum að leggja þar. Tveir bátanna lögðu í sjálfan fjörðinn, en ég nokkru utar, þar sem mér þótti veiðilegra og rneira af fugli. Fengum við sæmilegan afla, en á þriðja degi var allt orðið fullt af bátum á þessu litla svæði, svo að ég taldi heldur ófýsilegt að leggja net mín að heita mátti ofan í net annarra. f Hvalfjörður neyðarúrrœðið. Mér datt þá í hug að leita síldar í Hvalfirði. Tókum við okkur svo upp úr Kollafirði og héldum einir inn í Hvalfjörð. Þar var þá ekki neitt skip, og engin veiði byrjuð. Eyddum við heilum degi í það að fara inn um allan fjörð til aö hyggja að síld. Sáum við þá á nokkrum stöðum dálítið af fugli, sem gat gefið til kynna, að um síld væri að ræða. Varð það úr, að við lögðum netin undan Hrafnabjörgum, norð- an megin fjarðarins, en feng- um lítinn afla, aðeins um tuttugu tununr. Daginn eftir fórum við aftur inn í fjörð og lögðum þá hinu megin fjarðarins, út af Lax- vogi. Höfðum við séð mikið af fugli þar, og þótti okkur væn- legt að leggja á þessum slóð- um. Síldarmiðin fundin. Um nóttina, þegar við fór- um aö draga, sáum við strax, að óhemjusíld var í netunum. Fengum við 270 tunnur úr um þrjátíu hetum. Voru þó sum þeirra að heita má síldarlaus, en þessi ógrynni í öðrum. Þessa sömu nótt lagði anar bátur frá Akranesi á öðrum stað í firðinum, en fékk lítinn afla. Þennan sama morgun átti ég tal við kunningja minn, skipstjóra á öðrum bát, sem var í Kollafirði, þar sem ekkert var að fá, og sagði honum af veiði minni i Lax- vogi. Sama kvöldið voru kom in fjöldamörg skip i Hval- fjörð og síðan má heita, að þar hafi verið uppgripaafli, þegar gefið hefir. Ég er búinn að vera um 30 ár á sjó, en aldrei hefi ég kynnzt svo feiknalegri síldarmergð sem virðist vera í Hvaífirði. Bæjaryfirvöldin ætla að margfalda vatnsskattinn Hveiíæs* verður síað- ar innnið inii aaiknar álóigur? Því virðast engin takmörk sett, hvað bæjaryfirvöldun- um getur látið sér detta í hug að leggja þungar byrð- ar á almerining. Mönnum hefir að undanförnu þótt nóg um hina öru hækkun á útsvörunum. Rafmagnið var hækkað í fyrra, í vændum er hækkun á heitavatninu, og nú er það nýjasta aö marg- falda vatnsskattinn, en hann er greiðsla fyrir kalda vatnið. Vatnsveitustjóri hefir lagt hinar nýju tillögur um margfalda hækkun vatns- skattins fyrir bæjarráð. Er hér um svo gífurlega hækk- un að ræða, að furöulegt má heita. Lagt er til, að vatns- sléatturinn verði meira en þrefaidur, auk þess sem ýms- ar smærri breytingar eru gerðar á fyrirkomulaginu um innheimtu skattsins. — Verður hinn almenni vatns- skattur eftir hækkunina 1% af fasteignamati húsa. Auk þess er allt annað vatn hækkað. Til skipa t. d. hækk- ar það úr 75 aurum í tvær krónur og úr 1.50 upp í 4.00 krónur. Það þarf ekki að efa það, að bæjarráð og meirihiuti bæjarstjótrnar samþykkir þessa hækkun vatnsskats- ins. Eða hefir það nokkurn ítíma komið fyrir, áð þeir aðilar hafi valið aðra leið en auknar byrðar á hina al- mennu borgara?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.