Tíminn - 11.12.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.12.1947, Blaðsíða 3
230. blað TÍMINN, fimmtudaginn 11. des. 1947 3 Landnámsmenn Islands voru ekki Norðmenn EfíSr Jéss ©EBSisoffi Hvert mannsbarn á þessu ]andi kannast við það, að í hinu forna þjóðveldi íslands var allt þjóðfélagsvald í höndum þjóðarinnar sjálfrar, og að í því var enginn annar eiginlegur embættismaður en lögsögufnaðurinn. Dómsvald- ið var í höndum almúgans. Menn urðu sjálfir að reka réttar síns, hefna eða sækja í dóm, og að fengnum dómi, framkvæma dóminn. Menn hafa verið blindaðir af þeirri kreddu, að lögrétta hafi haft löggjafarvald, en það er rangt. Það er nú sannað mál, að lögrétta var aðeins sér- fróð undirbúningsnefnd í löggjafarmálum, én löggjaf- arvaldið sjálft var í höndum almúgans á Alþingi. Má um þetta lesa í bókinni Réttar- stöðu Grænlands, nýlendu íslands. Á þennan hátt var þjóðfé- lagsvaldinu fyrir komið hjá öllum germönskum þjóðum á 9. og 10. öld. Það var alls staðar í höndum almúgans, og þjóðfélögin voru herir, og iög þeirra allsherjarlög Er þegnar frá einu sliku þjóðfélagi xrámu áður óunnin lönd utan hins gamla þjóð- félags, " fórú þéssir frjálsu þegnar með þjóðfélagsvald síns þjóðfélags yfir því, þar sem þeir voru í senn þegnar og þjóðfélagsfulltrúar. — Er slíkir frjálsir þegnar námu lönd, fór í náminu fram tvenns konar athöfn; einka- réttarlegt og opinberréttar- legt nám landsins. — Hið numda land varð nýlenda þjóðfélagsins, sem þegnarnir voru frá. En það, sem aðskildi nýlendu (eða hjálendu) og höfuðland í þá daga var að- eins það, ' að nýlendumenn (eða hjálendumenn) voru ekki skyldugir til að sækja Alþingi höfuðlandsins, en þeim var það frjálst, ef þeir vildu, og þeir voru að öllu leyti í sama rétti og þegnar höfuðiandsins, og sú hugsun, að beita nýlendu undirokun eða féflettingu var ekki til í þá daga, og verður von- andi aldrei til í huga nokk- úrs íslenzks manns. Ef iand byggðist af mörg- um þjóðum, en þjóð og þjóð- félag var eitt og hið sama, þá mun hið nýnumda land sjaldnast hafa getað talið sig tilheyra nokkru sérstöku móðurlandi. Er svo stóð á, mun hið nýja land fyrr eða síðar hafa myndað sérstakt þjóöfélag. Um þessi efni vísa ég enn í Réttarstöðu Græhlands. Hvers vegna varð ísland þá ekki nýlenda Noregs, spyrja.menn önugir? Af því að norska þjóðin og norska þjóðfélagið var ekki orðið til, er ísland byggðist og islenzka þjóðfélagið var stofnað 927—930. Fyrsti vísir til stofnunar norsku þjóð- arinnar var landsréttur sá, sem Ólafur digri setti skömmu áður en hann var tekinn af 1030, samkvæmt fyrirmælum Frostaþingslaga um það, aö fara að ofbeldis- konungum og drepa þá. Með landsrétti Ólafs var ekki stofnuð norsk þjóð eða þjóð- félag, heldur í hæsta lagi laust landasamband • (Staat- en-Ver’ound) milli fylkjanna á vesturströnd Kjalarskag- ans. Sambandsland er Nor- egur orðinn tímanlega á 13. öld og máske fyrr, en ósam- sett land varð 'hann fyrst með Landslögum Magnúsar lagabætis eftir 1270. ísland byggðist frá 26 full- valda fylkjum og frá ýmsum þjóðum fyrir austan Kjöl. — Líklega kom um það bil þriöj ungur landnámsmanna ís- lands vestan um haf, líklega frá einum 10-20 þjóðfélögum þar. Þótt Haraldur hárfagri bryti allan Noreg undir sig og ýmis svæði íyrir vestan haf, haggaði það ekki fullveldi þessara mörgu fylkja. In-nan þessara fylkj a hafði Flaraldur sem forngermanskur konung ur ekkert þjóðfélagsvald nema, ef ófrið bar að hönd- um, þá bar honum forusta hersins. Konungdómur Har- alds var ekki stofnun, held- ur privat. Sambandið milli fylkjanna var eins konar porsónusamband um dauð- legan mann. Engin norsk þjóðerniskennd var til. Menn voru: Sygnir, Hörðar, Rýgir, Háleygir, Naumdælir, Heiðn- ir, Rænir, Vestfoldingjar o. s. frv. Engin norsk þjóðernis- kennd var til, og engum mun hafa til hugar komið, að ncrsk þjóð myndi nokkru sinni verða til. Sundrungin og sundurlyndið milli fylkj- anna var svo mikið, að Har- aldur varð sjálfur að leggja hönd á að leysa konungdæmi sitt upp með því, að gera syni sína að fylkiskonungum, og þekkja allir þá sögu. En fylkin og lögin, eftir að þau tóku að myndast, héldu full- veldi sínu undir ýmsum þjóð höfðingjum, erlendum eða af ætt Haralds öldum saman. Ofan á þetta bættist svo, að flest allir landnámsmenn íslands voru sekir í þeim fylkjum (eða lögum), sem þeir komu frá. Þeir, sem voru ósekir, hlutu að sekjast af umgangi við hina seku. Marg ir þeirra voru þjóðhöfðingjar, er flæmdir höfðu verið frá löndum og ríki. Þessir land- námsmenn komu sundraðir og dreifðir á um 60 ára tíma og settust skipulagslaust að hér og þar á ströndinni, svo „þjóðernin“ voru í fyllsta glundroða innan um hvert annað. Af þessu er augljóst, að íslendingar gátu ekki talið sig nýlendu nokkurs fylkis í Noregi eða fyrir vestan haf, og enn miklu síðar gátu þeir talið sig tiiheyra þjóð eða þjóðfélagi, sem ekki var orðið til, norsku þjóðinni eða Noregi. Á árunum 927—930 eru lög íslendinga stofnuð. Það var síðasta smiðshöggið á sköpun íslenzku þjóðarinnar. — Og fullveldi hins íslenzka þjóð- félags var augljóst og hefir aldrei verið efað af nokkrum manni. Landnám íslands var eins fjölþjóðlegt og móðurlands- laust og nokkurt landnám getur verið. Að þessu leyti á það ekkert sameiginlegt við (Framhald á 6. siðu) Synda eða sökkva Myndin hér að ofan er síð- asta myndin í bókinni að ,Synda eða sökkva,“ endur- minningum Lárusar Rist. — Láru,s Rist var sem kunnugt er einn af brautryðj endum ungmennafélagshreyfingar- Sakamálasögur Jónasar ■3* innar, íþróttafrömuður og áhugasamur framfarasinni í hverju máli. Bók hans er rituð af miklu fjöri og létt- leika, er víða fyndin, en um leið góð heimild um þá kyn- slóð, sem stærstu bjargi hefir lyft ’allra íslenzkra kynslóða. hrifið landið undan erlendri áþján og breytt því úr ríki niðurlægingar í nútíma menningarríki. Kaflarnir um íþróttamálin eru ekki síður athyglisverðir og ætti þjóð- in að gefa þeim gaum ein- mitt nú. „Syncla eða sökkya“ ér skemmtildg aflestrar og holl- ur lestur ungu fólki. Þó að höfundurinn -sé orðinni sj ötug ur að aldri, verður hann alltaf ungur, skilur æskuna og kann ekki við sig nema í hópi hennar, talar til henn- ar sem félagi, og ekkert er fjær honum en siðaprédik- anir. Lárus endar bók sína á þessum orðum: „Ég trúi því, að um komandi ár og aldir muni íslenzka þjóðin halda áfram að vaxa að mannviti og þroska, og það mun hún bezt gera með því, að hver einstaklingur keppi að því marki, að verða sundfær eins og fiskarnir, fagur og yfir- lætislaus eins og blómin, en frár og fleygur eins og fup»l- ar himinsins.“ V. Jónas Jónasson frá Hrafnagili. I. Sákamála- sögur. Stærð: 160 bls. 24x 16 ,sm. Verð kr. 17.00. TJt- gefendur: Jónas og Halldór Rafnar. _ . ......... Þetta er fyrstá bindi af ritsafni síra' Jónasár a. Hrafnagili, en sonarsynir hans tveir ætla nú að -gefa það út. tþessu bindi -er Rand- íður á - Hvassafelli, Magnúsax þáttur og Guðrúnar og Kálfá gerðisbræðúr. Eldra ’fólk mun yfirleitt kannast við þessar sögur. Hinar síðari eru íslenzkar glæpasögur, færðar í stíl af sr. Jónasi en annars byggðar á réttarskjölum og munn- mælum. Það er staðreynd, ab fólk sækist eftir að lesa slíkt, þó að ljótt og hryllilegt sé, en aldrei hefir mér fundizt það Ijúft eða skemmtilegt lestrarefni. Hvassafellsmál eru flestum kunn, þó að sennilega verði aldrei leidd nein fullgild rök að því, hvað hæft hefir verið í kæru Ólafs biskups Rögn- valdssonar um sifja.spjöll þeirra feðgina á Hvassafelli. Hér er sagan sögð á þann veg, sem bezt er i samræmi við alþýðutrú, en munnmæii og almennUngsálit ' sýknuðu Bjarna. Sagan verður þvi eins konar spégiimynd af hugarfari og skoðunum ís- lenzkrar, .alþýðu .um kirkju- valdið,'Í>éggr það var.jnest á .síðustu. dögum káþdlskunnar'. Þáð ér vel gert að" géfa sögur sr. Jónásar út í heijd, og hlakka ég til að sjá smá- sögur hans er þær koina, en þar nýtur hann sííi bezt, er hann lýsir persónum og hátt- um úr lífi samtíðar sinnar. Áa ;> i'? ' •ÍÁÍIi ' '&"■* '\i": Arthur Conan Doyle. Síðasta galeyðan og fleiri sögur. Jónas Rafnar þýddi. Stærð: 125 bls. 21x15 sm. Verð kr. 13.00. Útg. Jónas og Halldór Rafnar. Höfundurinn er kunnastur hér af leynilögreglusögum sínum og bera þær vitni um hugkvæmni hans og gáfur. Hér eru 7 smásögur frá öll- um öldum og gerast þær einkum á tímamótum og við þáttaskil í mannkynssögunni. Höfundur segir frá hlutunum í samræmi við það, sem vítað er um; þessa tímá, en: á þann hátt, að lesandinn skiÞ- ur það í ljósi nútíðarinnar og skynjar sína eigin samtlð' í. skini frásagnarinnar. Mun svo lengstum vera, þegar sögur eru vel sagðar, þó-^a-ð frá gömlum timum eigi- að' vera. Þetta er óvenjulega gott smásögukver. _ ... H. Kr, Bódingt tluft Sítrónn Romm Vaisillc Appelsín SákkisIaSI KRON Brillantini. Snyrtivörur hinna vandlátii Vera Simillon Sími 7049. Auglýsið í Tímanum. •• -........... • - -^I Hin gagnmerka og spennandi skáldsaga | ÉG CLAUDIUS j í ágætri þýðingu Magnússar Magnússon- j ar ritstjóra er nú komin í bókabúðir. ÓLAFUR...HANSSON, sagnfræðingur...\ og ménntáskólakennari, hefir látið svo i um mælt um bók þessa í ritdómi: „Yfirleitt mun óhætt að fullyrða. að þetta er ein-allra merkasta skáldsaga. sögulegs efnis, sem þýdd hefir verið á : íslenzku Allir þeir, sem unna góðum bókmennt- um og hafa gaman af sögulegum fróð- leik, verða að eignast þessa bók. — Gefið hana vinum og vandamönuum í jólagjöf. • á;. ARNARÚTGÁFAN. Bróðursonur Tiberiusar. Föðurbróðir Calicúlu. Maður Messalínu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.