Tíminn - 11.12.1947, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.12.1947, Blaðsíða 6
6 TÍMTINN, fimmtudaginn 11. des. 1947 230. blað GAMLA BIÓ NYJA BIO Tarzaii ©g Iilc- Margie. barðastíílkasi Jeanne Crain Glcnn Langan (Tarzan And The Leopard Lynn Bari. 4 VVoman) Sýnd kl. 9. * Ný amerísk ævintýramynd. * Johnny Weissmuíler SSefgsd Tarzaias ’ Brenda Joyce Mjög spennandi mynd, gerð eftir einni af hinum þekktu Acquanetta. Tarzansögum. Glenn Morris áSýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Eleanor Holm 't Sala hefst kl. 11 f. h. Sýnd kl. 5 og 7. V A TRIPOLI-BÍÓ A TJARNARBIÓ r„Pan Amerieama” Mísrariiir lirimclu ' Amerísk dans- og söngvamynd, (The Walis came cumbling -tekin af RKO Radio Pictures. down) Aðalhlutverk leika: Afar spennandi amerísk lög- Philiip Teary reglumynd. Audrey Long Lee Bowman Robert Benchley Marguarete Chapman Eve Arden Sýnd ki. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sími 1182. Bönnuð innan 16 ára. i Carnegie ISall :=Stórkostlegasta músíkmeynd, sem gerð hefir verið. v- Sýnd kl. 9. f Morgnnstnnd í Ilollywood v Músík- og gamanmynd með ,’Spiki Jones og King Cole tríó- ,inu. — Sýnd kl. 5. HLJÓMLEIKAR KL. 7 — Sími 1384. — Nú er gott að gerast kaupandi í T ímans Áskriftasími 2323 ! &íldarsala til iPInnlands A . " -3 ' (Framhald af 5. síöu) fiátarnir liggja nú í tuga- tali í höfn og geta ekkert að gert, nema beðið. Það er dýr hver dagurinn í tílíðskapar veðri o" um þetta Ifeyti árs er allra veðra von ög möguleikar til veiða geta yerið búnir þegar minnst ^arir. 2 Á öllu meginlandinu er nú feitmetishungur. Það er eng- Úm vafa bundið, að margar þjóðir mundu fegnar vilja kaupa þessa síld frysta eða saltaða. Þegar mun líka hafin ^ala til Þýzkalands. 4 Það er einnig líklegt, að ýinnar vildu kaupa saltsíld. Þeir fengu ekki nema lítinn filuta af þeirri síld í sumar, sem þeir höfðu samið um. : Á síðasta ári var svo lítið Síldarmagn fáanlegt til Finn- fands, að henni var úthlutað jeins og læknislyfi til borgar- búanna, 1 kg. á fjölskyldu. Af Finnum getum við keypt í staðinn pappír og timbur, 'fyrir það höfum við alltaf full not. * Gott væri að heyra álit fieirra manna, sem þessi mál hafa með höndum, hvort ein- hverjir slíkir möguleikar eru .ekki fyrir hendi til þess, að feem mest verðmæti verði úr síldinni. — H. P. Laiiduámsmcnn íslands voru ekki Norðmenn (Framhald af 3. síðu) landnám Grænlands. Land- nám Grænlands fer fram á landi, sem komið er undir íslenzkt þjóðfélagsvald fyrir landnámið, og það er íslenzka þjóðin ein, sem nemur Græn- land allt í einu með skipu- lagsbundnum landnámsflota 986, hálfum öðrum manns- aldri áður en fyrsti vísir til myndunar norsku þjóðarinn- ar varð til. Jón Dúason. Frímerki Allar tegundir af notuðum íslenzkum frímerkjum kaupi ég hærra verði en áður hefir þekkst. WILLIAM F. PÁLSSON Halldórsstöðum, Laxárdal, S.-Þing. Anglýsið í Timanum. ÍJrslií dciluináls (Framhald af 4. síðu) Ef Bragi Sigurjónsson hefði verið sá áhrifamaður, að geta með skrifum sínum stöðvað fjárskiptin í Reykja- dal í haust, þá hefði hann unnið stórfellt óhappaverk og orðið fæðingarhéraði sínu þungur ómagi og langvinnur. Það er sumum gott að orka litlu. Bragi er í þeirri aðstöðu nú, að hann má taka undir með manninum, sem sagði: „Drottinn, ég þakka þér, að ég gat ekki“. Ég ræði, aö þessu sinni, hvorki pólitík né kosningar við Braga Sigurjónsson, frek- ar en ég ræði hér nýútkomna ljóðabók hans. Hvort tveggja væri þó létt og gott umræðu- efni við hann. En pólitík og kosningar koma afstöðu minni til fjárskiptanna í Reykjadal ekki meira við, heldur en ljóðin afstöðu hans til „mæðiveikinnar í sauð- kindinni“. Samt vil ég segja honum, að það er „hundalogik“ hans sjálfs, að ég hafi gert ráð fyr- ir, að hann yrði ríkur af at- kvæðum fyrir uppþot sitt um fjárskiptin. Það hefir mér aldrei komið til hugar, að hann gæti orðið. Hitt er annað mál, að hann kann sjálfur að hafa látið sér detta eitt eða tvö atkvæði í hug, samkvæmt lögmálinu: „Lítið dregur vesælum“. Og hvað gæti frekar verið honum til afsökunar, þótt mannborlegt sé það að vísu ekki? Ég gæti ekki, þótt ég væri allur af vilja gerður, spáð Braga miklu gengi í Þingeyj- arsýslu eftir framkomu hans í þessu þýðingarmikla máli héraðsbúa. Ég hafði eitt sinn trú á því, að hann mundi geta orðið sýslunni að liði og aukið hróður hennar. Nú finnst mér og fleirum, — i hreinskilni sagt, — að reynslan hafi sýnt, að full ástæða, sé til þess, að óttast gagnstæðuna. Einu sinni kynntist ég strák, sem vildi ólmur glíma, datt venjulega, en barði þá oftast og sparkaði liggjandi í þann, sem lagði hann. Svo var það, að jafnaldri stráksins tók hann eitt sinn, þegar hann hagaði sér þann- ig eftir að þeir höfðu glímt og flengdi hann í margra manna viðurvist. Þetta varð stráknum sú ráðning, að hann lagði að mestu niður ósið glímulok- anna. Með skrifum sínum um fjárskiptamál Þingeyinga minnir Bragi mig á þennan strák. Hann er áleitinn eins og strákurinn, dettinn eins Qg hann, og reynir að berja og sparka liggjandi eins og hann. Nú er eftir að vita, hvort hann reynist eins þroskaður og strákurinn, að láta úr- slitin sér að kenningu verða. Bergur Jónsson héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa Lauga veg' 65, sími 5833. Heima: Hafnarfirði, sími 9234 t A. J. Cronin: Þegar ungur ég var aukalega á kvöldin — leit afsakandi til hinna og sagði: „Róbert greyið hefir verið svo lasinn í dag.“ Mér fannst hjartað nema staðar í brjósti mér. Ég starði girugum augum á feita og girnilega sneiðina. Hvers vegna sagði ég þeim ekki eins og var? — Nei — og aftur nei. Ég gat ekki fengið mig til þess. Þau bönd, sem tengdu mig við rómversku kirkjuna, voru allt of viðkvæmt umræðu- efni á þessu heimili. Það hafði verið lagt á hilluna í eitt skipti fyrir öll, og ef ég yrði til þess að fitja upp á því á íiý, hlaut það náttúrlega að leiða af sér voðalegan úlfa- þyt og sjálfsagt hættulegt brambolt, sem helzt yrði líkt við það, er sást á mynd ömmu gömlu, þegar Samson koll- velti musterinu. Ég sá í anda svipinn á pabba — og það var nóg ... En það var nú samt hann, sem bjargaði mér úr klípunni i þetta skipti. „Strákurinn hefir auðvitað étið óþroskuð stikilsber,“ sagði hann önuglega. „Láttu hann fara sem fyrst í bælið.“ Svo tók hann sneiðina fallegu af diskinum mínum og færði hana yfir til sín. Ég hafði auövitað ekki tekið svo mikið sem eitt af- þessum liálfgrænu stikilsberj um hans. Ég reyndi samt ekki að bera aímér sakirnar. Ég var feginn því, að mér var skipað í rúmið, jafnvel þótt ég fengi engan kvöldmat. Á sunnudagsmorguninn skreiddist ég á fætur, áður en aðrir vöknuðu, læddist út og hélt til messu. Klukkan var sjö. Ég settist á einn af öftustu bekkjunum og fól andlitiö í lióndum mér, þegar offurskálin var borin i kring. Þetta var íalleg kirkja ,byggð af frægum meistara, gotnesk að stíl. Ég fánn, að þetta var heilagt hús — það þorði ég ekki að bera brigður á, eftir að ég hafði séð marglitar myndirnar i rúðunum, drifhvítt altarið og súlurnar, sem meginhvelf- ingin hvíldi á í hátíðlegum virðuleik. En þessi morgunstund veitti mér þó enga hugfró — það kom fyrir ekki, hvernig sem ég þultíi bænir og ávarpsorð, sem ég kunni. Ég skalf í lmjáliðunum, þegar faðir Roche steig í j^rédikunarstólinrf. Kannske ætlaði hann að hella úr skálúm reiði sinnar yfii’ mig, hinn trúlausa liðhlaupa, sem skorti þrek og staðfestu. En það sem hann gaf söfnuði sínum til kynna, var samt hér En það sem hann kaf söfnuði sínum til kynna, var samt hér um bil eins hræðilegt. í næstu viku voru imbrudagar, og það átti að fasta miðvikudag, föstudag og laugardag. Guð myndi ekki neina miskunn auðsýna þeim, sem væru svo reikulir og trúvana, að þeir kýldu vömb sína af kjöti þessa c'aga. Ég rölti grátandi heim, sundurnístur af þessum ægilega boðskap, og endurtók í sífellu,- milli þess sem ég snökti: „Miðvikudagur, föstudagur, ,laugardagur.“ Það var sjálfsagt ekki gott að óhlýðnast guði. En samt var ég miklu hræddari við þennan skelfilega kanúka, sem skipaði mér að gera það, sem var ógerningur. Heppnin var með mér á miðvikudaginn. Mamma var önn- um kafin við að búa sig undir stórþvott, og hana grunaði ekki neitt^ þegar ég sagði henni, að ég gæti ekki komið heim í hádegismatinn, því að ég yrði að lesa í skólanum í mat- málstímanum. Hún svaraði mér annars hugar og bað mig að smyrja fáeinar brauðsneiðar handa mér og láta sultu ofan á þær. En hún var betur á verði á föstudaginn, þegar ég ætlaði að beita sömu lyginni. Hún skipaði mér hvössum rómi að koma heim og borða heitan og sómasamlegan mat. Það voru kjöthnúðar, er hún bar fyrir mig, og svipurinn á henni, þegar hún strunsaði frá borðinu, boðaði mér ekki neitt gott, ef ég yrði ekki búinn með matinn, er hún kæmi aítur. Drottinn minn dýri, hvað ég kvaldist! Enginn skeggjaður Júði, sem rannsóknarrétturinn forðurn píndi til þess að eta bióðhráa svínasteik, hefir þolað slíkar þjáningar sem ég. Ég mændi sárbiðjandi á Murdoch, sem maulaði mat sinn af bez.tu lyst. Hann leit forviða á mig. Hann var einn viö borðið með mér í þetta sinn, því að Kata hafði ekki komizt heim úr skólanum, sökum annríkis vegna sumarleyfanna, er fóru í hönd. „Murdoeh,“ hvíslaöi ég í öngum mínum. „Mér veröur svo liræðilega illt í maganum af þessu.“ Og svo steypti ég öllu af diskinum mínum yfir á disk hans, áður en honum ynnist raðrúm til þess að koma í Veg fyrir það. Hann glápti á mig. En hann hreyfði þó ekki neinum and- mælum, því að hann var sólginn í allt, sem kjötkyns var. En ekki gat hann stillt sig um að segja: „Þú ert orðinn fyrir grænmetið upp á síðkastið.“ Ég laut höfð'i og hámaði í mig þær af kartöflunum, sem sósan hafði ekki helzt yfir. En óttinn læsti sig um sál mína.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.