Tíminn - 11.12.1947, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
) Þórarinn Þórarinsson
J Fréttaritstjóri:
) Jón Helgason
IÚtgefandi
—'————,--------J
Skrifstofur í Ectduhúsinu
Ritstjórnarsímar'.
4373 og 2353
Afgteiösla og auglýsinga- \
sími 2323
Prentsmiöjan Edda !
i--------------------------—
31. árg-.
Reykjavík, fimmtudaginn 11. des. 1947
330. blaö
Síór/iýsí K.Á. tekib til notkunar
Hið nýja stórhýsi Kaupfélags Arnesinga að Selfossi. —
(Ljósm.: Guðni Þórðarsson).
Skáldsaga séra Frið-1
riks um Sölva kom-
in úí
í dag kom út fyrra bindi
skáldsögu séra Friðriks
Friðrikssonar um Sölva. Þeir
eru þó margir, sem áður hafa
haft nokkur kynni af Sölva
séra Fciðriks, því að hann
hefir oft lesið upp kafla úr
henni á fundum og samkom-
um. Margir vinir hans hafa
hvað eftir annað lagt að
honum að leyfa útgáfu sög-
unnar, en hann jafnan verið
tregur til. Ný hefir hann þó
Dr. Friðrik Friðriksson.
loks látið tilleiðast, en segir
þó í formála, að sér sé nauð-
ugt að senda Sölva sinn út í
lífið meðai bráðókunnugs
fólks. Séra Friðrik getur þó
verið viss um það, að Sölva
hams verður hvergi illa tekið,
því að hann mun afla sér
varanlegra vinsælda við
fyrstu kynni, ekki síður en
höfundurinn hefir sjálfur
gert á lífsleiðinni.
Hinir mörgu vinir séra
Friðriks gleðjast yfir því, að
sagan skuli nú loks birtast á
prenti, svo að alrnenningur
á þess kost að njóta hennar.
Sölvi er viðamikið skáld-
verk. Síðari hlutinn mun
koma út i sambandi við átt-
ræðisafmæli séra Friðriks,
sem er 25. maí næstkomandi.
Útgefandi Sölva er bóka-
gerðin Lilja.
Reglugerð um eigna-
könnun komin út
Framtalsdagnr í\-
kveSSsBBs .81. des.
Fjármálaráðuneytið' hefir
nú gefið út reglugerð um
eignakönnun samkv. lögum
nr. 67, 1947. Samkvæmt
henni er framtalsdagur á-
kveðinn 31. des. og skal frain-
tölum skilað til skaítaýfir-
valda fyrir 1. febrúar 1948.
Gilda þau framtöl einnig sem
almenn skattframtöl fyrir
árið 1948.
Frá cg með 31. des. hætta
allir ísl. peningaseðlar að
vera löglegur gjaldmiðill
manna á milli og til hvers
konar annarra greiðslna, cg
iæíur Landsbanltinn í té
nýja seðla í stað hinna
gömlu. Gömlu seðlarnir halda
bó gildi sínu gagnvart Lands-
bankanum framtalsdag og
tíu næstu daga. Allt fyrir-
komulag þessarar peninga-
‘nnköllunar mun nánar verða
aualýst af Landsbankanum
. . Sami maður má ekki skipta
seðlum nema einu sinni, og
skulu menn sýna nafnaskír-
teini þegar skintin fara
fram. Ýmsir bankar, spari-
sjóðir og aðrar stofnanir
munu og annast seðlaskiptin
í umboði Landsbankans.
Þá skal hver sá, er á fram-
talsdegi á innstæðu í banka
eða annarri lánsstofnun af-
henda þeirri stofnun yfirlýs-
ingu til staðfestingar á eign-
arheimild sinni og sýna um
leið nafnskírteini sitt.
Öll innlend handhafaveð-
bréf ber og að tilkynna til
sérstakrar skráningar.
Um framkvæmd eigna-
könnunarlaganna sér sérstök
framtalsnefnd, en skattayf-
irvöld skulu þó veita henni
a.ðstoð.
Ekki veiðiveður
í Hvalfirði
Veður hefir að mestu
hamla'ð veiðum í Hvalfirði
seinustu tvo dagana. Heldur
, virðist þó vera að breyta til
(Framlwld d 2. síöu)
Eitt mesta og glæsilegasta verzl-
unarhús á tandinu utan Rvíkur
¥iSS£al viffi Egil TlBöParenseii kaupfélag's-
stjjóra
Kaupféiag Árncsinga hefir nú tekið hið nýja og veglega
hús sitt að Selfossi til notkunar að öllu leyti. Var vefnaðar-
vörir»eild kaupfélagsins opnuð í hinuin nýju húsakynnum í
fyrradag, en áður var búið að taka í notkun efri hæðir húss-
ins, og auk þess sölubúðir fyrir bækur, búsáhöld, rafmagns-
og byggingavörur og matvörur.
Talandi tákn um
mátt samtakanna.
Kaupfélag Árnesinga hefir
nú leyst húsnæðismál sitt á
hinn myndarlegasta hátt
með byggingu stórhýsis, sem
gnæfir yfir Selfossþorp og
setur svip sinn á þorpið, sem
mestu leyti upp í kringum
kaupfélagið og starfsemi
þess, sem nú er orðin mjög
fjölþætt og umfangsmikil.
Er þetta mikla átak Kaup-
félags Árnesinga talandi
tákn um samtakamátt sam-
vinnufélaganna og sýnir
glögglega, hvers þau eru
megnuö.
Smekklegasta
vefnaðarvörubúð landsins.
Það er meira virði en marg
ur hyggur í fljótu bragði aö
samvinnufélögin hafi fallegar
og aðlaðandi búðir og skrif-
stofur, því að í hvert sinn
sem félagsmenn koma í slík-
ar búðir, fá þeir nýja sönnun
fyrir mætti samtakanna og
úrræðum samvinnunnar. —
Kaupfélag Árnesinga hefir
nú tekið til starfa í húsnæði,
sem félagsmennirnir geta
verið stoltir af og bent öðr-
um á sem fyrirmynd. Þar er
nú sennilega smekklegasta
vefnaðarvörubúð á landinu,
og ennfremur er bókabúðin
fulíkomnari en áður hefir
þekkzt hér á landi. Hinar
deildirnar eru cinnig eins
fullkomnar og bezt ve'rður á
kosið.___ -___
Lýsing á húsinu.
Tíðindamaður Tímans fór
austur að Selfossi í fyrradag
og var výðstaddur, er hin
nýja vefnaðarvörudeild var
opnuð. Fjöldi félagsmanna
kom Janga vegu að til þess
að fagna þessum áfanga í
starfsemi félagsins.
Við tækifæri átti tíðinda-
maðurinn eftirfarandi viðtal
við Egil Thorarensen kaup-
félagsstjóra.
— Hvað er húsið stórt og
til hvers ætlið þið aðallega
að nota það?
— Fyrst og fremst verður
húsið notað fyrir verzlanir
og skrifstofur. í kjallara eru
geymslur, uppvigtun og járn-
vörudeild. Á fyrstu hæðinni
eru svo aðalsölubúðirnar •—
vefnaðarvörudeild, bókadeild,
búsáhaldadeild og matvöru-
deild. Auk þess eru á þessari
hæð afgreiðs’.a bifreiðanna.
Eru sérstakir skápar fyrir
hverja bifreið, og þangað
sækja bílstjórarnir pakkana.
sem bændur hafa pantað, og
fara með þá um leið og þeii
Kaupfélag-sstjórinn, Egill Thorar-
ensen, vi3 skrifborð silt.
sækja mjólkina. í gegnum
pöntunardeildina eru af-
greiddar allar vörur, sem
bændur senda pantanir á. —
Þar fer fram mestur hlut-
inn af viðskiptum félagsins.
Reynt hefir verið að vanda
sem bezt til frágangs á öllu
og gera búðirnar sem ha^,».n-
legastar fyrir afgreiðslufólk
og viðskiptavini.
Á annarri hæð eru svo
skrifstofur félagsinr-. Á ris-
hæðinni er saumastofa, sem
fé’agið rak áður í öðrum
húsakynnum, og annast hún
eingöngu karlímannafata-
saum. Á þessari hæð verður
einnig dömusaumastofa og
stór kaffi- og sámkomusal-
ur handa starfsfólkinu
— Hverjir gerðu teikning-
ar að húsinu og sáu um
framkvæmdir?
— Þórir Baldvinsson gerði
útlitsteikingu að húsinu, en
aðrar teikningar önnuðust
húsameistararnir Skarphéð-
inn Jóhannsson og Halldór
Jónsson, sem hafði yfirum-
sjón með innsmíði. Yfirsmið-
ur var Guðmundur Eiriksson
á Eyrarbakka, en húsgögn öll
í búðir og skrifstofur smíðaði
húsgagnavinnuverkstæðið
Rauðará í Reykjavík.
Stærð hússins er 40x13 y2
metir.
Fjölþætt starfsemi K. Á.
— Hverjar eru nú þelztu
starfsgreinar Kaupfélags Ár-
nesinga?
— Auk verzlunarreksturs-
ins rekum við iðnað, bifreiða-
viðgerðarverkstæði, landbún-
aðarvélaverkstæði, yfirbygg-
ingaverkstæöi, járnsmiöa-
verkstæði og saumastofu. —
Við þessi störf vinna hjá fé-
laginu um 80 manns. Auk
þessa rekur félagið allum-
fangsmikla flutninga á landi
og hefir í daglegri notkun
um 40 bifreiðar, bæði í suður-
ferðum og einnig til mjólkur
flutninga frá bændum að
mjólkurbúinu, og flytja þeir
bílar um leið vörurnar til
bænda. FélagiÖ rekur einnig
bú í Laugardælum, en þá
jörð keypti það fyrir nokkr-
um árum. Mun láta nærri, að
hjá félagirui. vinni nú að jafn
aði um 200 manns.
Vörusala félagsins nam á
seinástá ári rúmlega ellefu
og hálfri miljón króna og
greiddi fé’.agið þá 10% arð
til félagsmanna sinna.
Skymasterflugvél
ferst á Labrador
í gærmorgun var f arið að
óttast um ameríska Skymast-
erflugvél, sem átti að koma til
Goose Bay flugvallarins á
Labrador á þriðjudagskvöld-
ið. Flugvél þessi var amerísk
herflutningavél á leið til
Westover. Farið var að leita
vélarinnar í gænnorgun, og
fannst flak hennar alllangt
frá flugvellinum. Það voru
leitarflugvélar, sem fundu
flakið, og sást maður á ferli
við það, en ekki er vitað nema
fleiri séu á lífi.
Alls voru í vélinni 29 menn,
þar af var áhöfn 10 manns.
Hjálparleiðangrur eru nú á
leiðinni að ílakinu.
Kaffikvöld F. R.
á mánudaginn
Næsta mánudagskvöld efn-
ir ramsóknarf élag Reykj a-
víkur til kaffikvölds í Breið-
firðingabúð.
Pálmi Hannesson segir þar
frá Heklugosinu og sýnir
skuggamyndir, en að því
loknu sýnir Vigfús Sigur-
geirsson Heklukvikmynd
sína.
Félagsmenn mega taka
með sér gesti, og eru þeir
beðnir að tilkynna þátttöku
sína sem fyrst í skrifstofu
Framsóknarflokksins í Eddu-
húsi eöa i síma 6066.