Tíminn - 15.12.1947, Síða 1

Tíminn - 15.12.1947, Síða 1
Ritstjóri: Þórarínn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Heigason Útgefandi Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduhúsinu Ritstjórnarsímar: 4373 og 2353 Afgreiösla og augiýsinga- sinii 2323 Prentsmiðjan Edua 31. árg. Reykjavík, mánudaginn 15. dcs. 1947 blaö GuðmundurGíslason á sæðingarför um Suðurland Guðmundur Gíslastín læknir íagði á iaugardag- inn af stað í sæðingarför um Suðurlandsundirlend- ið. Hafa bændur þar nú mikinn áhuga á að bæta fjárstofn sinn með þess- ari aðferð, sem gefizt hef- ir vel. Guomundur er betur búinn í leiðangurinn að þe.ssu sinni en áður. Hefir hann sér- staka bifreið, þar sem öllum áhöldum er komið fyrir, en fer svo á jeppabíþ til þeirra staða, sem hann kemst ekki á á .stóra bílnum. Sæðing búfjár er farin ao tíðkast víða um lönd, en hvergi segist Guðmundur vita til þess, að útbúnaður sé svona haganlegur. Guðmundur fór á laugar- daginn au.stur að Galtalæk, en í gær hélt hann lengra austur og byrjaði í morgun að sæða búfé bænda undir Eyjafjöllum. Heldur hann síðan vestur byggðirnar, eftir því sem bændur óska eftir. Er Guðmundur góður gest- ur mörgum heimilum, því að bændur eru óðfúsir að nota aðferð til þess, að kynbæta fé sitt. Sæddi hann t. d. í fyrra nokkuð á fjórða hundr- að fjár á dag, þegar bezt lét. Nú býst Guðmundur við aö geta afkastað meiru. en annars er það alltaf hending ein, hve margar kindur ganga, þann daginn ,sem hann er með tækin á bænum. Ferðalag Heklu Kemur ti'í New Ysirk í dsg • FJugvélin Hekla kom til Revkjavíkur kl. 3.38 í gær frá Rómaborg með 44 ítalska farþega, sem eru að flytjast búferlum til Suður-Ameríku. Fór vélin héðan aftur eftir tveggja stunda viðdvöl á- fram til New York, undir stjórn Kristins Olsens, en Al- freð Eiíasson, sem verið hafði flugstjóri suður eftir lét af stjórn hér og varð eftir. — Vélin er væntanleg til Nev/ York um hádegi í dag, en heldur þá áfram ferð sinni til Venezúela í Suður-Amer- íku, en þangað er 10 stunda flug frá New York. Þar hefir vélin iitla viödvöl, en flýgur aftur til New York og þaöan heim. Strax og Hekla kemur hingað aftur, sem væntan- lega verður á miðvikudag, heldur hún ferð sinni áfram til Kaupmannahafnar. Flug- véiin tafðist í Róm vegna þess, að farþegarnif, sem taka átti,voru ekki komnir til borgarinnar. Stefnt í rétta átt Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir dýrtíðinni iagt fram á fDÍngi í dag x^iössFfíersIa’ vasiféilcg «pg' afwrðaverðs, á- Isyrg'ðarveE'S á IssBÉafiski ©g' kjötl, skattíir á eljCsaaagska aBafrasaa SÖO piis. kr. Frumvárp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir gegn verff- bólgunni og úrræði til þess að skapa útflutningsfram- ieiðsluni rekstrargrundvöll, verður lagt fram á alþingi í dag. — Fara hér á eftir aöalatriði þessa frumvarps, sem líklegt er, að nmrga fýsi að vita skil á. Vísitaían 300, lækkun afurða- verðs, 5—30% eignaauka- skatíur, allt að 10% lækk- un húsaleigu. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir, að vísitöluupp- bót verði fastákveðin 300, en eins og nú standa sakir, er vísitalan 328 .stig. Verður þó jafnframt haldið áfram þeim niðurgreiðslum, sem átt hafa sér stað að undanförnu. Verðlag landbúnaðarafurða verði ákv eðið aö nýju í sam- ræmi við þetta, og annað : verðlag einnig fært til sam- ; ræmis. Lögboðið verði að reikna út nýja vísitölu, grundvall- aða á verðmæti útflutnings- vara þjóöarinnar. Heimild verði gefin til þess að lækka húsaleigu um tíu af hundraði, hafi húsaleigu- sámningar verið gerðir eftir áramót 1941—1942. Eignaaukaskattur verði lagður á gróða, .sem safnast hefir á stríðsárunum, ef eignaaukinn nemur meira en 100 þúsund krónum. Skal eignaaukaskatturinn nema 5—30 af hundraöi af þ eim eignaauka, sem er umfram 100 þúsund krónur. — Sér- reglur munu þó gilda um eignaauka samvinnufélaga og útgerðarmanna. Ráðstafanir til hjálpar útveginum. Ábyrgð verði tekin á 65 aura verði fyrir hvert kíló- gramm af bátafiski og verð- lagsnefndarverði fyrir útflytt kjöt. Heimilt verði að lækka beituverð og ákveða verbúða- leigu. | Sarntök útvegsmanna, Landssamband íslenzkra út- vegsmanna og Fiskiíélagið, fái fulltrúa, ,sem ákveði verð- lag veiðarfæra og viðgerða á bátum og vélum. i Lánasjóður verði stofnað- ur til aðstoðar þeim, sem .komust í fjárhagsþröng vegna halla á síldarútgerð síðastliðið sumar. I Fjáröflun til þess að standa straum af dýrtíðarráð- stöfunum. Til þess að standa undir útgjöldum þeim, sem af þessu , leiða, ,svo og öðrum dýr- tíðarráö.stöfunurn, veröi lagð- ur á sérstakur söluskattur. Gangi hann inn í söluverð vara á sama hátt og aöflutn- ingsgjöldum. Velferð þjóðarinnar er í húfi. Hér hefir verið stigið þýðingarmikið skref í rétta átt. Þess er auðvitað ekki að dyljast, að skoðanir manna verða skiptar um ýms atriði frumverpsins. Er það eðlilegt, þegar um er að ræða flókið vandamál, sem marga snert- ir og vandinn ,sem vio er að etja eins mikill og hér er. Hitt skiptir þó mestu máli, hvað sem skoðanamun líður, að allir þeir, sem sjá þá stór- felldu hættu, sem yfir þjóð- inni vofir, sameinizt nú um þetta frumvarp og fylgi fast og einhuga þeirri .stefnu, sem hér er mörkúð og hafi það hugfast, hvað við liggur, ef ekki tekst nú á elleftu stundu að hefja átak til viðreisnar avinnulífi landsmanna. Maður, sem sagt hefir meiningu sína Byrnes, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú mjög umtalaður mao- ur. Veldur því bók sú, sem hann hefir ritað um ráð- stefnurnar í Yalta og Pots- dam og viðskipti Bsndaríkja- : manna við Rússa meðan ; hann var utanríkisráðherra. j „Speaking frankly“ heitir i þessi bók. Gerir Byrnes þar á Ijósan hátt grein fyrir því, er fram fór að tjaldbaki, er forustu- mcnn stórveldanna voru að ráðaráðum sínum, og undir- búa friðinn, nokkru áður en styrjöldinni lauk. gróöamenn" íijá sér Gefía út ©Isiss saýja rifilsSíB fyrái* lavea*jar tíu9 sefisi fjeii* kalla Inn Það var tilkynnt í Moskvufréttum í gærkvöldi, að ákveð- ið hefði verið af hálfu ráðstjórnarinnar að kalla inn gjald- miðil ianásins, rúbluna, nú innan skamms. vSámkvæmt frekari fréttum I um þetta éfni, mun aðeins ein ný rúbla verða gefin út fyrir hverjar tíu, sem kallað- : ar eru inn. Jafnframt verð- j ur nokkur verðlækkun á- kveðin á ýmsum vörutegund- um, en mismunandi mikil. Mun verðlækkunin alls ekki vega upp á móti þeirri rýrn- un sparifjár almennings, sem verður við' það, að gefa ekki út nema eina nýja rúblu fyr- ir hverjar tíu. í Moskvaiitvarpinu hefir komið fram nýstárleg skýr- ing á þessari ráðstöfun stjórn arinnar. Er hún sú, að gjald- miðill landsins sé kallaður inn til að ná til auösafnara og stríðsgróðamanna, sem hafi elfzt mjög þar í. landi styrjaldarárin: ,Skýt-;r síi skýring nokkuö skökku við það, sem áður hefir verið haldið fram um stjórnarfar Rússlands, aö þær gætu eng- ir stríðsgróðamenn þrifizt. En þessi ráðstöfun hlýtur bitna rnjög á öllum lands- lýð og rýja hann algerlega öllu því, er hann kann að hafa aurað saman styrjald- arárin, því að lækkun verð- lagsins er svo hverfandi lítil samanborið við þá miklu rýrn un, sem með þessum ráð- stöfunum er á sparifé lands- manna. Sjóvinnubankinn færeyski 15 ára Sjóvinnubankinn í Þórshöfn í Færeyjúm á fimmtán ára afmæli i dag. Hann var öpn- aður 15. desember 1932. Hann byrjaði smátt, en hefir vaxið svo og dafnað, að hann hefir náð að verða fæeysku atvinnulífi ómetan- leg iyftistöng. Myndi mörg- um hafa oröiö þröngt um vik, ef ekki hefði verið til hans áð leita um stuðning við ýmis fyrirtæki, er þurftu fjar við. En svo einkennilega vill til, að einmitt i dag verður tekiö til meðferðar fyrir landsrétt- inum danska stórmál, sem bankinn á í um ráðin yfir sterlingspundaeign hans. — Kom mál þetta tii dóms í Færeyjum, og vann bankinn þaö. En síffan var því áfrýjað til landsréttarins og verður vafa'aust iátið ganga til hæstaréttar Dana, livor að- ilinn, sem ber sigur úr býtum fyrir landsréttinum. Bankastjóri Sjóvinnubank- ans er Thorstein Petersen, formaöur Fólkaflokksins fær eyska og foringinn í sjálf- stæðisbaráttu færeyinga. En hann er nú í Kaupmanna- höfn vegna málaferlanna. Skip strandar við Engey Skijjízfl er íbeJs. Aiiður fs*á Akupftyri. Um kl. 10 í morgun strand- aði vélskipið Auður frá Ak- ureyri- á Engeyjarrifi. Mun orsök strandsins vera sú, að skipið fór of nærri landi. Bauja er yst á rifinu, en skipið sigldi innan við hana. Lágsjávar var, þegar skipið strandaði og er búizt við að það náist úr á flóðinu. Gyðingar og Arabar hervæðast af kappi í Palestínu er ástandið fremur óljóst. í gær var samt barizt víðá, sérstaklega í borgunum og á þéttbýlustu svæðunum. Vitað er um 13 Gyðinga, sem voru drepnir og 30 Gyð- ingar og Arabar voru særðir meira og minna. Sagt er að báðir aðilar hervæðist, hvor sem betur getur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.