Tíminn - 15.12.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.12.1947, Blaðsíða 2
TÍMINN, mánudaginn 15. des. 1947 233. blað ch ec^i £ dag: 'í Sólin kom upp kl. 10.17. Sólarlag kl. 14.18. Árdegisflóð kl. 7.00. Síð- Jegisflóð kl. 19.20. í nótt: Næturakstur annast bifreiða- Stöðin Bifröst, sími 1508. Nætur- iæknir er í læknavarðstofunni í \usturbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í lyfjabúðinni Ið- unni, sími 7911. Útvarpið í kvöldi: ; Pastir liðir eins og venjulega. Kl. 20.30 Útvarpshljómsveitin: ís- jnzk alþýðulög. 20.45 Um daginn jg veginn (frú Aðalbjörg Sigurð- irdóttir). 21.05 Einsöngur (frú llísabet Einarsdóttir): a) Sofnar Iþa (Sigfús Einarsson). b) í rökk- urró (Björgvin Guðmundsson). c) Vogguvísa (Sigurður Þórðarson). d) Kom þú, ljúfa (Þórarinn Guð- mundsson). e) Ave María (Sigvaldi Saldalóns). 21.20 Erindi: Um hit- ún og einangrun húsa (Vilhjálmur Suðmundsson, verkfræðingur). 21.45 Lög og réttur. — Spurningar ar og svör (Ólafur Jóhannesson prófessor). 21.55 Préttir. Dagskrár- iok. (22.05 Endurvarp á Græn- iandskveðjum Dana). Mæðrablaðiff, —sem selt verður á götum bæjar- ins í dag og á morgun til styrkar atarfsemi nefndarinnar, verður af- greitt til sölubarna í skrifstofu ngfndarinnar og Þingholtsstræti 18 r' dag og á morgun kl. 1—7 síðd. Tónleikar Árna Kristjánssonar. Árni Kristjánsson hélt Chopin- tónleika á föstudagskvöldið í Aust- ufbæjarbíó fyrir fullu húsi og við ágætar undirtektir áheyrenda. — Hljómleikarnir voru á vegum Tón- ilstarfélagsins. Árni er nýkominn iieim, eftir nær því eins árs dvöl á Norðurlöndum. Bridgekeppninni lokið. Lokið er brigdekeppni í 1. flokki í Reykjavík. Úrslit urðu þau, að sveitir Isebarns og Ragnars Jó- hannessonar urðu hæstar að vinn- ingatölu og fengu 12 stig hvor. Flytjast báðar þessar sveitir upp í meistaraflokk í bridge. Næstar .að vinningatölu komu sveitir Magnús- ar Björnssonar og sveit Einars Jónssonar með 8 stig hvor. 16. þing Sambands bindindisfélag í skólum var háð í Reykjavík dagana 6. og 7. desember. Þingið sátu 85 full- frúar frá 12 skólum í landinu. 3 'lýir skólar gengu inn í sambandið: Menntaskólinn, Iðnskólinn og Gagnfræðaskólinn í Reykjavík. Þingið gerði eftirfarandi álykt- anir: • 16. þing S.B.S. haldið í Reykja- vík dagana 6. og 7. des. lýsir ánægju sinni yfir framkomnum fcumvörpum á Alþingi, sem miða áð minnkandi áfengisneyzlu lands- rjianna og skorar á Alþingi það sem 'iý situr að samþykkja eftirgreind- ■'tr þingsályktunartillögur, sem þeg-; .tf eru fram komnar á Alþingi: .Tillaga til þingsályktunar um ’áðstafanir til að draga úr áfengis- ;íautn. Þsk. 30. lÍTillaga til þingsályktunar um af- nám vínveitinga á kostnað ríkis- ins—Þsk. 31. '“Tillaga til þingsályktunar um af- :iám sérréttinda í áfengiskaupum. ÞSk. 33. Ennfremur skorfir þing S.B.S. á Alþingi og ríkisstjórn: a) að koma á fullkomnari bind- indisfræðslu i landinu, og leggur til að ráðinn verði og launaður af rík- inu sérstkur erindreki 1 bindindis- og félagsmálum, sem vinni ein- göngu á vegum skólanna í land- inu. b) að komiö verði í veg fyrir léynivínsölu með strangari fram- kvæmd laga, sem að henni lúta, en verið hefir hingað til. að nöfn þeirra manna sem sekir verða um leynivínsölu verði birt. c) að fella frumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi, um heimild til að framleiða áfengt öl. 16. samband S.B.S leggur til að hafin verði samvinna við bindind- issambönd skóla á Norðurlöndum. 16. þing S.B.S. skirar á væntan- lega stjórn sambandsins að hlutast til um að bindindisfélög þeirra skóla, sem ekki eru í sambandinu, gangi í það hið allra fyrsta. Ennfremur skorar þingið á vænt anlega stjórn sambandsins að hlut- ast til um að þeir skólar, sem ekki hafa starfandi bindindisfélög stofni þau innan vébanda sinna hið allra fyrsta. Stjórn sambandsins skipa: For- seti Ingólfur A. Þorkelsson úr kennarajkólanum, Ritari Björn Guðmundsson úr Iðnskólanum, Gjaldkeri Jón Norðdal úr Gagn- fræðaskólanum í Reykjavík. Með- stjórnendur Jón Böðvarsson úr Gagnfræðaskóla. Reykvíkinga, Kristín Nanna Amlin úr Kvenna- skólanum. Árnað fieiUa Gefin hafa verið saman í hjónaband: Ungfrú Björg Ágústsdóttir frá Vatnsdal og Sigurgeir Kristjáns- sson, bústjóri í Laugardælum. Togarastraiadlð. (Framhald af 8. ,síöu) réksfirði flokkar manna, er höfðu meðferðis ýmislegar nauðsynjar tii aðstoðar björg unarleiðangrinum. En þeir komust ekki á slysstaðinn þá um kvöldið, því að sumir villt ust af leið, en aðrir gátu ekki haldið áfram ferð sinni vegna svartaþoku, er skall á um það leyt-i, sem leiðangrarnir fóru af stað, hver frá sínum stað. Komust fjórir af þessum leið- angursmönnum að Hvallátr- um á laugardagskvöld og gistu þar um nótina. í gær komst aðstoðarleiðangurinn á slysstaðinn og gat fært þeim, er þar biðu, ýmsar nauðsynjar, er komu sér vel. Björgun þeirra siðustu. í gærdag var öílum bjargað, er á klettastallinum voru, alla leið upp á brún og síðan far- ið meö þá til byggða. Kom- ust þeir þangað seint í gær- kvöldi og mun hafa liðið sæmilega eftir ástæðum. En að sjálfsögðu voru þeir all- þjakaðir eftir svo marghátt- aða hrakninga og vcsbúð. Þá var eftir að bjarga beim 5, sem orðið höfðu að láta fyrirberast í fjörunni sunnu- dagsnóttina, ásamt íslending unum, sem þar voru. Tókst að bjarga þeim öllum upp á efstu brúnina í gærkvöldi, en er það var búið, var orðið svo á’iðið, að ráðlegt þótti að bíða morguns, heldur en halda til fcyggða. Var því gist' í tjöld- um á bjargbrúninni í nótt. í morgun fóru þeir svo af stað til byggða, og munu því vera um það bil að kornast aúa leið að Hvallátrum nú eftir hádegið. Óviðjafnanlegt afrek. Björgunarafrek þetta er ó- viðjafnanlegt. Um 30 manns munu hafa unniö að björg- uninni í næstum þrjá sólar- hringa. Fyrir utan sjálft björgunarstafið, sem unnið var á slysstaðnum, ber l,ka að minnast alls þess erfiðis, er fjö’margir aðrir lögðu á sig björgunarsveitinni til að- stoðar. Eru það mikil c/ góð laun, sem allir þeir er að björguninni unnu, hafa h!ot- ið með því, að hinir 12 brezku skipsbrotsmenn eru nú allir á lífi við sæmilega líðan. En á slíku virtist svo lítill mögu- leiki, fyrst er skip þeirra strandaðij að næstum var talið óhugsandi. Á förnum vegi Enn eru hetjur uppi á íslandi. Bændur í afskektum byggðarlög- um vestur í fjörðum hafa innt af höndum afrek, sem varpa mun 'jóma á íósturjörð þeirra meðal einnar voldugustu þjóðar heimsins Með áræði, harðfylgi og seiglu hef- ir þeim auðnazt að bjarga úr greip- um dauðans tólf erlendum sjó- mönnum, sem í sorta og dimmviöri sig'du skipi sínu í strand á einum beim óhugnanlegasta stað, sem nauðstatt skip gat strandað á. í vetrarmyi'kri, stormi og hríð brut- ust þeir yfir fjöll og firnindi, sigu niður ferlegt, svellað bjargið með tæki sín og unnu sigur í bar- áttu við æstar höfuðskepnurnar um líf hinna- langhröktu útlend- inga. Það er kannske synd að segja það, en mér dettur fyrst í hug saga, sem við höfum öll verið látin lesa, þegar við vorum börn — sagan um manninn, sem stéð upp í bátn- um, þegar öldur vatnsins ætluðu að granda honum, og hastaði á Vindinn, svo að þær lægði. Ef til vill er það samt ranglátur saman- burður, því að björgunarsv'eitin vestra vann sinn sigur ekki með svo auðveldum hætti, en krafta- verk hefir hún eigi að síður unnið — ki-aftaverk, sem engan óraði fyiir að myndi gerast. Því að það er bezt að segja það cins og það er: það mun enginn hafa þoraö ‘ að gera sér vonir um, að björgun myndi takast. Pregnirnar um þetta afrek hafa líka þegar borizt langt út í heim. Það ætti hver maður að. geta j gert sér í hugarlund, i hvílika I hættu þeir hafa lagt sig, sem þarna voru að starfi, og hvílíkt harðfylgi hefir þurft til þess að gera bað, sem þeir hafa gert. Og þó — ekki nema að hálfu leyti. Aftur á móti. er mér ofvaxið að renna grun í, hvernig þeim muni innan brjósts, er vita sig hafa bjargað lífi margra manna, sem flestir eða al'ir töldu dauðadæmda. Hitt veit ég, að ger- völl þjóðin fagnar þessari hetju- dáð Eitt sinn var ungur maður að búast í herferð. Honum fannst lítt til um vopnabúnað sinn: „Sverðið er stutt,“ sagði hann. „Gakktu þá feti framar," var svarað. Björgun- arsveitin var illa búin til móts við höfuðskepnurnar. En hún gekk því feti framar, er entist til sigurs. Við höfum í nær þúsund ár dáð afrek Grettis, er hann synti úr Drangey að sækja eldinn, við höf- um í anda séð Ilörð Grímkelsson stökkva yfir mannhringinn með vin sinn dauðan á bakinu, við óöíum lesið með undrun frásögn- !na um afrek Skarphéðins á Mark- orfijóti, við þóttumst vera hinn giæsti kappi, Gunnar á Hiíðarenda. þegar við vorum litlir drengir. En þessa dagana þarf enginn að rýna langt inn í fortíöina. íslenzkur hetjuandi lifir. Hetjurnar eru mitt á meðal okkar í gervi yfirlætis- lausra bænda og fiskimanna. Nöfn Þórðar og Hafliða, Andrésar og Bjarna eiga að lifa í sögunni við hlið nafna hinna mestu frækn- leiksmanna. Og sjálfsagt eru það íleiri, sem minnast mætti, þótt nöfn þeirra séu enn ókunn. J. H. fer héðan miðvikudaginn 17. þ. m. til Vestmannaeyja og Austfjarða, Hull og Kaup- mannahafnar. Viðkomustaðir á Austfjörð- um: Djúpivogur Stöðvarfjörður Fáskrúðsf j örður Reyðarfjörður Eskifjörður Norðfjöröur Seyðisfjörður. H.F. Eimskipafélag íslands.! Ódýrar auglýsingat StEælaBídsBBigáfsi- SBsekBnaar fást hjá flestum bóksölum eða beint frá forlaginu, Varðarhús- inu uppi, sími 5898. (Hjá Ólafi Þorsteinssyni). ©efið Baörnusium Dýrheima og Nýja Dýrheima, — hin unaðsfögru ævintýri Kiplings. Myrkur. Hafið þér lesið Myrkur um miðjan dag eftir snillinginn Arthur Kostler? Merk laék er-mikil gjöf. Gefið því vinum yðar Ferðabók Sveins Fálssonar. I Framsóknarfélag Reykjavíkur hefir kaffikvöld í Breið- firðingabúð í KVÖLD, og hefst skemmtunin Kl. 8,30. DAGSKRÁ: 1. Pálmi Hannesson s egir frá Heklugosinu og sýnir skuggamyndir. 2. Vigfús Sigurgeirsson sýnir Ileklukvikmynd sína. Félagsmenn mega taka með sér gesti. Þátttöku þarf að tilkynna í síma 6066 fyrir kl. 5 'í dag. Skemmfiuefndin Bíðir 7r. Þann 16. desember: Þann 18. desember: Prestwick Prestwick Stavanger Haupmannahöfn Haupmannahöfn Stokkhólmur. Pantaðir farseðlar óskast sóttir sem allra fyrst. Skrifstofan: Hafnarstræti 23, símar 6971 — 2469. Þaulvanur bókhaldari, sem starfaö hefir hjá samvinnufélögunum um árabil, óskar eftir bókara- eða gjaldkerastarfi hjá kaupfélagi í kaupstað utan 'Reykjavíkur. Tilboð, sem til- greini launakjör sendist afgreiðslu Tímans fyrir 15. janúar 1948, merkt „Janúar".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.