Tíminn - 17.12.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.12.1947, Blaðsíða 3
235. blað TÍMINN, miðvikudayÍTm 17. des, 1947 3 NÝJAR BÆKUR Eftir ellefu ár. Davíð Stefánsson hefir ver- ið óskabarn íslenzku þjóðar- innar í fjórðung aldar. Með yndisþýðum ástarljúfum munklökkva söngvum og djarfyrtum ákærpm á hendur ranglæti, ágirnd og kúgun hefir hann snortið svo innilega strengi í brjósti hvers manns, sem lifir og finnur til, að aðrir hafa ekki markað dýpri spor um langt skeið. Hann er skáldið og kennimaðurinn, sem sigrað hefir hjörtu fólksins og það vill hlusta á. Það var þess vegna engin furða, þótt með mikilli óþreyju væri beðið eftir Nýrri kvæðabók, sem nú er nýlega komin út — eftir ellefu ára hlé á þeim vettvangi. Ég hygg, að það verði ekki sagt, að Davíð Stefánsson nemi ný lönd með ljóðum sín- um í þessari síðustu bók. — Landnám hans var svo glæst og gróðurríkt fyrir, að það væri ef til vill ofætlun. En fegurð ljóða hans er söm og áður, kraftur boðskaparins jafn ómótstæðilegur, inni- leikinn djúpur sem fyrr. — Mikið ber á kvæðum, þar sem þjarmað er grimmd og villi- kúgað er af viðjum véla- menningarinnar. Ég set hér eitt erindi af því tagi — ekki vegna þess, að það sé sýnis- horn þess bezta í bókinpi, heldur hinu, að það er stytzta kvæðið. Það heitir í gróandanum: Hjá rjúpunni karrinn veifar væng, á vík synda kolla og bliki, í hylnum glittir í gamlan hæng, í grasinu er allt á kviki, urtan byltist í bárusæng, og brimillinn rær í spiki. Þetta er orðfá lýsing á undrum vorsins, en djúp og fögur og eftirminnileg. Kvæði eins og Þorgerður Egilsdóttir hlýtur að verða langlíft með þjóðinni og skip að í röð þess bezta, sem ort hefir verið um fornan hetju- anda. Kvæðin, sem helguð eru Norðmönnum og hreysti- legri baráttu þeirra á hinum þungbæru hernámsárum, eru þrungin andagift og krafti, sem er fárra meðfæri. Það er satt, að mikils er krafizt af Dafvð Stefánssyni, hvort heldur hann yrkir ljóð, semur sögur eða leikrit. En mennsku styrjaldaráranna samt sem áður mun þessi og dáð hreysti og hugprýði þeirra, er börðust árum sam- an gegn ofureflinu, gráu fyr- ir járnum. Einnig er ríkur þáttur. í bókinni ljóð um hið frjálsa, gróandi líf, sem ó- Bók um fræga vís- indamenn Vísindamenn allra alda. Frásagnir um tuttugu og einn vísindamann. Draupn isútgáfan gaf út. Reykjavík 1947. Stærð: 191 bls. í bók þessari er í stuttu máli sagt frá ævi og helztú afrekum þessara vísinda- manna: Pythagoras, Demo- critus, Hippocrates, Aristotel- es, Arkimedes, Bacon, Coper- nicus, Galilei, Kepler, Boyle, Newton, Lavoisier, Lamaiæk, DaltoJi. Faraday, Darvin, Mendel, Pasteur, Edison, Curie og Einstein. Heilsiðu- mynd fylgir hverjum frásögu þætti. Þættina hafa tekið saman stúlentarnir Geir Hall grímssgn, Gunnar Helgason og Jón P. Emils. í heild má segja, að frá- sagnir þessar hafi yfirleitt tekizt vel. Lesandinn fær furðuglögga hugmynd um starf og baráttu þessara mik- ilmenna. Frá vísindalegum afrekum þeirra er oftast sagt ljóst og skýrt, en það er eng- an yeginn auðvelt að segja svo frá sumúm þeirra, að allir hafi not af, t. d. afstæðis- kenningum Einsteins. Fyrir unglinga og aðra þá, sem vilja fá nokkura yfirlits- fræðslu um mikla vísinda- menn og aírek þeirra, er þetta tilvalin bók. Og víst er það líka, að fátt er meira göfgandi ungu fólki en að kynnast miklum mönnum, er hafa helgað líf sitt háleitum hugsjtinum, en það á við um þá menn, sem bók þessi segir frá. Þ. Þ. bók lyfta nafni hans enn hærra en það hefir áður borið. Útgefandi er Þorsteinn M. Jónsson á Akureyri. J. H. Strandamanna saga. Eitt þeirra rita, er út hafa komið á þessu hausti og eiga það skilið, að þeim sé veitt veruleg athygli, er Stranda- mannasaga eða Strenda eftir Gísla sagnaritara Konráðs- son, búin undir prentun af sr. Jóni Guðnasyni á Prests- bakka, sem af miklum ötul- leik og þekkingu hefir unnið að þjóðlegum fræðum og ætt- vísi um langt skeið. Þetta merkisrit hefir ekki verið prentað áður, en nú hafa því verið gerð þau skil, sem vel eru við hæfi. Útgáf- an er hin myn'darlegasta og skýringar og leiðréttingar sr. Jóns gerðar af hinni mestu natni. Fylgja sögunni meðal annars nafnaskrá, meira en sextíu blaösíður, þar sem get- ið er allra, er koma við sögu, og sagt fæðingar- og dánar- ár þeirra því nær allra. — Rennir fæsta grun í, hvílkt starf liggur á bak við það eitt. Strandamanna saga segir frá atburðum á Ströndum á tímabilinu 1700—1862, en inn í þá sögu fléttast auðvitað atburðir, sem gerzt hafa um allt Vesturland og vestan- vert Norðurland. Er*" sagan eða sagnaþættirnir aþ’ mestu leyti í réttri tímaröð, og þarna saman kominn hinn mesti fróðleikur, sem almenn ingur hefir ekki átt aðgang að áður, nema þá að litlu leyti. Mjög margt merkis- manna, sem flestir sæmilega menntaöir menn kannast við, kemur þarna við sögu. En þó er sögu alþýðunnar ekki gleymt. Við lestur þessarar bókar fá menn einmitt nýja og gleggri sýn inn í baráttu- svið fólksins á þessum öld- um, og það væri synd að segja, að þar hafi verið mjúkt undir fæti. Þessi bók er annað ritið í bókaflokki, sem nefndur er Sögii og saga. Fyrsta bókin var Sagnaþættir Þjóðólfs. Þriðja bókin verður úrval úr syrpu séra Friðriks Eggerz, og mun séra Jón Guðnason einnig búa hana undir prent- un. Útgef. er Iðunnarútgáfan. J. H. Hjá vondu fólki. „Því eina leið um eðli Sveins bar almenningur vott: Að lélegt þótti höfuð hans, en hjartað það var gott,“ segir í þýðingu Matthíasar Jochumssonar á kvæði Rune bergs um Svein dúfu. En af þriðja bindinu af sögu séra Árha Þórarinssonar á Staðar- hrauni, er Þorbergur Þórðar- son hefir skráð og nú er ný- komið út, má ætla, að þessu sé á annan veg farið um Snæ fellinga. Það heitir Hjá vondu fólki, og dregur séra Ári enga dul á, aö allgott höfuð hafi Snæfellingar hans haft, en hjartalaginu gazt honum ekki eins vel að. Hér skal enginn dómur lagður á sannleiksgildi þess vitnisburðar, og flestum myndi næst að álíta, að Snæ- fellingar væru svona ámóta og annað fólk í landinu. — En hinu er ekki að leyna, að þessi ævisaga er eitthvert skemmtilegasta rit, sem skrif að hefir verið á íslenzka tungu um langt skeið. Vissu þó allir áður, hvílíkur rit- snillingur Þorbergur Þórðar- son er, en hér virtist hann hafa fundið það bókarefni, sem honum hefir tekizt bet- ur öllu öðru fremur að móta, jafnvel þótt tekið sé tillit til þess, að frásagnarlist séra Árna er ajkunn. Ég trúi. ekki öðru en fólk eigi um langan aldur eftir að hafa ánægju af þessari ævi- sögu — og það án þess, að Snæfellingar bíði af því neinn álitshnekki. Útgefandi er Helgafell. J. H. i iii n iiiiiiiiiiuiii ii iiiiiin iii iii 11111111 iii iiiii in ii imiiiiiin I Jólatré | \ mjög falleg á 75 og i [ 100 krónur, sem end- 1 í ast í mörg ár. 1 I K. Einarsson&| | Björnsson hi. | riiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii i Safnritið um íslenzku ferskeytluna. j „Ég skal kveöa viö þig vel” Ferskeytlan er Frón- búans fyrsta barnaglingur. En verður seinna í höndum hans hvöss sem byssu- stingur. Loksins hefir leikfangi islenzkrar alþýðu, vörn hennar og vopni, fer- - skeytlunni, verið gerð þau skil, sem hún á skilið og henni ber. Hafin er útgáfa á safn- riti um ferskeytluna, sögu hennar og sköpun. Fyrsta heftið, með um 400 ferskeytlum, er komið út, en áframhald verður á út- j gáfunni og munu menn eignazt í þessu riti allar ís- j lenzkar ferskeytlur, sem lifa, sagt frá þvi hvernig þær * hafa orðið til og hverjir kveðið hafa, þegar þess er j kostur, en fjöldi visna lifir á vörum þjóðarinnar, sem j enginn veit með vissu um höfunda að. — Ekkert leik- j fang hefir íslenzk alþýða átt jafn kærkomið og fer- j skeytluna, ekkert vopn eins biturt, engan skjöld eins j góðan. Og í íslenzku ferskeytlunni frá fyrstu tíð til j vorra daga getur að lesa sögu þessarar þjóðar, upp- j reisn hennar, umkomuleysi hennar, baráttu henhar við náttúruna og samferðamenn enga lýsingu betri á atburðum og atvikum. Ferskeytlan er söngóður íslenzks fólks gegnum aldirnar. Jóhann Sveinsson magister hefir unnið lengi að s söfnun vísna og nýtur stuðnings til þess frá Alþingi. j Hann hefir unnið vel og nú sjá menn fyrsta árang- j urinn af starfi hans. Eignist þegar i dag fyrsta bindi af þessu mikla j safni íslenzkra ferskeytlna. „Ég skal kveða við þig vel... “ j Svo mun og öllum finnast, sem lesa þessa bók. | H eigafell ZT Aðalútsala Garðastræti 17. í jAðalstræti 18, Laugavegi 38, Laugavegi 100, Njálsg. | 64, Baldursgötu 11, Bækur og ritföng, Austurstræti 1.1 í ^ '' ^ ' ......... " ÍÍÍÍÍÍÍÍ5ÍÍÍSÍÍ55Í$5ÍÍÍÍÍÍ5ÍÍÍÍ5ÍÍ5Í5Í5ÍÍÍÍÍÍ5ÍÍ5Í5ÍÍÍÍÍÍ5ÍSÍ^ Þökkum gjafir og aðra vinsemd okkur sýnda í tilefni af gullbrúðkaupi okkar, 14. þ. m. Þórunn Magnúsdóttir, Sveinn Gíslason, Leirvogstungu. •♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦**♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦<* •♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•^ ♦ ♦ ♦♦ ♦f •..,♦♦. .—. — --------------- --------------------— — — ♦♦ ♦♦ sem fyrirhuga að gera kaup á gleri frá Tékkóslövakíu eru vinsamlegast beðnir að senda oss pantanir sínar hið fyrsta. :: GISLIHALLDGRSSON H.F. Einkaumboðsmenn fyrir Sölusamband glerframleiðendá í Tékkóslóvakíu. 'Í: :: ♦♦ ::

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.