Tíminn - 17.12.1947, Qupperneq 5

Tíminn - 17.12.1947, Qupperneq 5
235. blað TÍMINN, miðvikudaginn 17. des. 1947 Mt&vikud. 17. des. ERLENT YFIRLIT: Söguleg kosning Hefði „lína44 Edens reynst sigursælli en Söluskatturinn og rökleysur komra- únista Kommúnistar tala nú dig- urt um það, að söluskattur sá, sem ráðgerður er með dýrtíð- arfrumvarpi ríkisstj órnarinn ar, leggist þungt á alþýðu landsins. í því sambandi segja þeir, að mikill munur hafi verið á veltuskattinum sínum hérna um árið, því að hann hafi verið skattur á auömennina. Það er satt, að söluskatt- urinn nú, miðar að hækkuðu verðlagi og er skattur, sem leggst á almenning, eins og margir skattar aðrir, beinir og óbeinir. Um það þarf ekki að þræta, og í sjálfu ^ér breytir það engu um áhrif skattsins, þó að jafnhliða honum séu gerðar aðrar ráð- stafanir, sem kunna að verða almenningi til hagsbóta miklu meira en sem honum nemur. En hitt sýnir eymd og úr- ræðaleysi kommúnista, að þeir eru neyddir til að hrósa veltuskattinum gamla. Það er hið mesta öfugmæli, að hann hafi sérstaklega verið lagður á auömenn, þar sem hann var eingöngu miðaður við veltu. Veltuskatturinn var ekki lagður á, eftir' því hvað menn áttu mikið, — hver auður þeirra var. Hann var ekki heldur miðaður við gróða manna. Hann var miðaður við umsetningu eina, veltuna, án tillits til afkomu. Þannig vildu kommúnistar refsa auðmönnunum og skatt leggja þá! Kaupfélögin urðu að greiða veltuskattinn af arði sínum, í stað þess að hann skiptist á milli félagsmanna, ‘sem rétt mætur afsláttur í hlutfalli við viðskipti þeirra. Þannig kom þessi skattur á kaupfé- lagsmenn, jafnt fátæka sem ríka, þótt kommúnistar segi að hann hafi aðeins lagst á auðmennina. Verzlanirnar greiddu veltu skatt eftir sölu sinni, án til- lits til þess, hvort þær græddu mikið eöa lítið á söl- unni. Jafnvel af taprekstri varð að greiða veltuskattinn, — þennan auðmannaskatt á hugsjónamælikvarða komm- únista. Veltuskatturinn hafði þá sérstöðu meðal opinberra gjalda, að hann var ekki frá- dráttarhæfur við skattafram tal. Þeir dæma sig sjálfir, sem kalla veltuskattinn auö- mannaskatt, því að þeir sýna hve léttvæg og ómerkileg rök þeir hafa sér til varnar. — Þetta er það helzta. Það má vera að kommún- istar hafi fundið til þess, að sumir aðilar græddu svo á verzlun og viðskiptum undir þeirra stjórn, að óhætt og réttmætt var aö skattleggja þá sérstaklega. En það var til lítils, þegar þetta var eina úrræðið til leiðréttingar, því að sannarlega náði þetta jafnt til sekra og saklausra. Og það eru önnur og öðru- Seint í nóvembermánuði fór fram aukakosning í Gravesendkjördæmi, sem talin er einhver sögulegasta aukakosning, er háð hefir verið í Bretlandi. Svo hörð og ströng var kosningabaráttan og þykir því rétt að segja hér nokkuð nánara frá henni en áður hefir veriö gert í islenzkum blöðum. Tilefni þessara aukakosningar var það, að þingmaður kjördæmisins hafði verið sviptur þingmennsku vegna þess, að hann hafði gert sig sekan um það trúnaðarbrot að segja frá leyndarmálum, er skýrt hafði verið frá á lokuðum þing- flokksfundi Verkamannaflokksins, en þingmaðurinn tilheyrði honum. Þetta var .íyrsta aukakosningin, er fór fram eftir sigur íhaldsmanna í bæjar- og sveitastjórnarkosning- unum og hugðu þeir því gott til glóðarinnar. Kjördæmið hafði líka- löngum sent íhaldsmann á þing, t. d. bæði 1931 og 1935. Og íhalds- menn höfðu sigrað þar í bæjar- stjórnarkosningunum í haust. Frambjóðandimi með kartöfluna. íhaldsmenn voru líka fljótir til að hefja kosningabaráttuna. Þeir völdu til frambjóðanda Frank Taylor., sem er kunnur verkfræð- ingur og kaupsýslumaður þar í kjördæminu. Hann hóf þegar öfl- uga áróðursstarfsemi, er aðallega beindist gegn matvælaskömmtun- inni og ýmsum nýjum hömlum, er Attleestjórnin.bjefir orðið að leggja á vegna ijarhagsvandræðanna. Til þess að árétta mál sitt sem bezt, hafði Táyjþr jafnan kartöflu á ræðustólnum hjá sér, en.þá fyrir nokkru hafði verið tekin upp kart- öfluskömmtun í^retlandi í fyrsta sinn. Meginkrafa -■ Taylors var að afnema ætti sem allra flestar hömlur. Þessi áróður Taylors virtist falla í allgóðan jarðveg, enda var hann kunnugur óánægju og áhyggjum fólksins í kjördæminu. Til aðstoðar Taylor voru ýmsir af áhrifamönnum íhaldsflokksins sendir á vettvang, en mest bar þó á Anthony Eden. Hann dvaldi ekki svo mjög víð*" skömmtunina og hömlurnar, heldur reyndi að hefja baráttuna á hærra stig, ef svo mætti segja. Hann reyndi að sýna fram á, að íhaldsflokkurinn myndi ekki hverfa aftur til gamla tímans, þótt hann fengi völdin, heldur myndi hann fý'lgja þróttmikilli og framsækinni , áíjórnarstefnu, þar sem að vísm ýrði byggt mest á einkaframtakinuy en hins vegar ekki skirrzt við að beina þróuninni í rétta átt. Af hálfu ungra íhalds- manna var mjög tekið undir mál- flutning Edens, enda virtist hann ná bezt eyrum hinna óháðu kjós- enda, sem vitað var að ráða myndu úrslitum í kosningunum. Sir Richard Acland. Verkamannaflokkurinn var mjög í vanda staddur, þegar hann þurfti að velja sér frambjóðanda í Gravesend, því að vitað var að líua44 Churchills? meginvon flokksins um sigur byggð ist á því, að hinn nýi frambjóðandi gæti unnið upp það álitstap, sem fráfarandi þingmaður hafði bakað flokknum, og gæti haldið uppi nógu öruggum málsvörnum fyrir flokk inn. Maðurinn, sem flokkurinn valdi til framboðs, var sir Richard Acland, og er ekki ósennilegt, að þar hafi Stafford Cripps haft hönd í bagga, því að margt er líkt með Acland og honum. Acland var persónulega óþekktur í Gravesend, en hins vegar þekktur af umtali um allt Bretland. Fyrir styrjöldina átti hann sæti á þingi sem fulltrúi liberala flokksins. Á stríðsárunum stofnaði hann nýjan flokk, The Common Wealth Party, sem var eins konar kristilegur sós- íalistaflokkur, en Acland er trú- maöur mikill. Þessi flokkur vakti á sér mikla athygli á stríðsárunum, því að hann vann þá nokkur sæti af íhaldsmönnum í aukakosning- um. Hins vegar fékk hann lítinn byr i þingkosningunum 1945, og nokkru eftir þær gekk Acland í Verkamannaflokkinn. Það studdi ekki sízt að vali Ac- lands, að hann var talinn flestum líklegri til að ná fylgi liberala, auk þess sem hann var reyndur sem óvenjulega snjall áróðursmaður. Churchill gefur stríðsmerkiff. Acland hóf kosningabaráttuna miklu seinna en Taylor. Um það leyti, sem hann var að hefja bar- áttuna, barst óvæntur hvalreki á fjörur hans. Það var meðmælabréf, er Churchill sendi Taylor. í bréf- inu hellti Churehill úr skálum reiði sinnar yfir öllum höftunum og skömmtuninni og lofaði helzt að sópa því öllu burtu, ef íhaldsmenn fengju völdin. Mörgum íhalds- mönnum fannst hér of langt gengið og blað þeirra í Gravesend birti aðeins útdrátt úr bréfinu, en hins vegar birtu sum aðalblöð íhaíds- manna það í heilu lagi. Acland sá fljótt, hve gott tæki- færi hann fékk hér til þess að sveigja kosningabaráttuna inn á þær brautir, sem hann taldi heppi- legastar. Hann gekk beint til verks gegn áróðri þeirra Taylors og Churchills. Hvaða hömlur myndu íhaldsmenn leggja niður, ef þeir fengju völdin, og hvaða skammt- anir? Og hvað myndi þjóðin fá í staðinn? Svarta markaðinn eins og í Ítalíu og Frakklandi. Það væri að vísu gott fyrir prangarana, en væri það gott fyrir hinn almenna neyt- anda. Til að leggja sem mesta áherzlu á þessa gagnsókn sína, fór Acland í hátalaravagni sínum beint til aöalkosningaskrifstofu íhaldsmanna, þar sem Taylor var inni, og skoraði á hann í gegnum hátalarann að koma út og ræða við sig í áheyrn almennings, um það, hvaða skömmtun eða höffc ætti að afnema. Þegar Taylor kom ekki út, sendi Acland honum bréflega áskorun. Taylor kom ekki, enda átti hann vísan ósigur, því að Ac- Og baksturinn Anthony Eden land var miklu snjallari ræðumað- ur og hafði hér líka betri vígstöðu. En upp frá þessu fóru sigurvonir Aclands að aukast, en þær voru taldar litlar í fyrstu. Barátta Aclands. Acland hélt síðan þessari bar- áttu áfram og tók jafnframt fyrir ný atriði í áróðri Taylors. M. a. þáð, að Taylor hafði sagt, að þjóð- nýtingin væri að eyðileggja at- vinnuvegina. Hvernig má það vera, sagði Acland, þar sem framleiðsl- an er nú stórum meiri en fyrir styrjöldina, þegar íhaldið fór með völd, og hefir styrjöldin þó gert aðstöðu atvinnuveganna örðugri á margan hátt. Acland lét sér þó ekki nægja að vitna, í tölurnar einar í þessu sam- bandi. Hann fékk nokkra kola- námumenn til Gravesend til þess að bera vitni. Einu sinni var Taylor að halda ræðu í illa upplýstum sal vegna rafmagnsskömmtunarinnar og tók þá að ræða um ljósaskort- inn sem afleiðingu 'þess, að kola- námurnar væru þjóðnýttar. Allt í einu birti þá í salnum og inn gengu nokkrir kolanámumenn með . skærar ljósaperur í hjálmunum. I „Voruð þér að tala um kolanám- ! urnar?" sögðu þeir, Taylor vafðist tunga um tönn, en áheyrendum var skemmt. Ýmsir af helztu áhrifamönnum jafnaðarmanna komu til aðstoðar, m. a. Morrison. Kartaflan í þinghúsinu. Úrslitin í kosningunum urðu þau, að Acland fékk 24.692 atkv., en Taylor 23.017 atkv. Tilsvarandi töl- vur 1945 voru 21.604 og 14.553. íhaldsmenn hafa því unnið á. Árið 1945 fengu liberalir 5033 atkv., en þeir höfðu engan frambjóðanda nú, en gizkað er á, að meirihluti þeirra hafi kosið Acland. Rétt fyrir kosn- inguna höfriuðu liberalir nýju til- boði íhaldsmanna um allsherjar- samvinnu. Acland var mjög fagnaö af flokks bræðrum sínum, þegar hann mætti fyrst á þinginu. En um líkt leyti rann kartafla eftir þinghúsgólfinu yfir að bekkjum íhaldsmanna. Hafði einn þingmaður Verka- mannaflokksins haft hana með sér. jók þetta enn á kátínu þingmann- anna. Ýmsir íhaldsmenn kenna Churc- hill um ósigurinn og halda því fram, að sigur hefði unnizt, ef flokkurinn hefði alveg fylgt „línu ‘ Edens. Úrslitin virðast því ætla að styrkja afstöðu hinna frjálslvndari manna innan íhaldsflokksins. vísi úrræði, sem við þurfum til að leiðrétta þjóðfélags- málin, en veltuskatt eftir forskrift kommúnista og önn ur sams konar ráð eftir þeirra röksemdaleiðslum. Þaö þarf vitanlega að taka verzlunarmálin í heild öör- um og fastari tökum en gert hefir veriff. .Söluskatturinn er þar engin leiðrétting, en veltuskatturinn var þó enn- þá fjær því. En kommúnistar hafa aldrei sýnt áhuga á því sviði og jafnvel ekki hlífzt við að snúast gegn kaupfé- lögunum með rógi og æsinga- skrifum. En það er allt annað mál en hér er til umræðu, þó að þýðingarmikið sé. IÓLABLAÐ TÍMANS Gert er ráð fyrir að jóla- blað Tímans komi út fyrir næstu helgi. Verður það 80 blaðsíður að stærð í sama broti og und- anfarin ár. Morgunblaðið í dag, þ. 12. des. flytur athyglisverða grein um smjörlíkisskortinn, sem nú um nokkurt skeið hefir verið hér i bænum.Hús- mæður eru í vandræðum með jólabaksturinn. Sjúkrahús fá ekki smjörlíki, ekki skip held ur og eftirspurnin eftir þess- ari mikið notuðu vöru er geypileg. Ástæðan til smjörlíkisekl- unnar er, að bankarnir treysta sér ekki til að yfir- færa greiðslu fyrir hráefni, sem komið er til landsins. Ekki stendur á gjaldeyris- og innflutningsleyfum, og not- endur smjörlíkisins vænta þess, að bankarnir geri sitt ýtrasta til að hráefnið verði greitt og smjörlíkið komist á markaðinn fyrir jólin. Þetta er allt rétt hjá Mbl. og vel sagt, það sem það nær. En það er rakið hér i þeim til- gangi, að allir sem kaupa þurfa þessa vöru og nota, gefi sér tóm til að draga ályktanir af þeirri mynd, sem Mbl. bregður upp. Hvers vegna greiða bank- arnir ekki þessa nauðsynlegu vöru? Eru það svo vondir menn, sem ráða í bönkunum, að þeir geri þetta af mann- vonsku? Ekki er það trúlegt. Og varla mup. nokkur Reykvík- ingur trúa því, eftir aö 1. þingmaður þeirra og f.v. fjár- málaráðherra tók sæti í stjórn aðalbankans. Hitt mun sönnu nær, að bankarnir séu gagnvart út- löndum í nokkuð keimlíkri aðstöðu og maður, sem á all- j vænleg tékkhefti upp á vas- ann, en tómahljóð í spari- 1 sjóðsbókinni eða hlaupareikn ingnum. Verði þeim manni á að nota tékkhefti sín, telja valdhafar þjóðfélagsins sig eiga við hann brýnt erindi. („Enginn leiki eftir mér“ sagði kerlingin. Og er þetta ekki þægileg aðstaða né ánægjuleg, fyrir ábyrga menn í þjóðfélagi, sem ný- lega átti. hundruð milj. hjá öðrum þjóðum. En *iú er hver eyrir upp- étinn. Óneitanlega er það kald- hæðni örlaganna, að fjár- málaráðherra velgengnisár- anna, skuli sem bankastjóri Landsbankans, rétt fyrir jól- in 1947, þurfa að leggjast djúpt til að finna einhverjar leiðir til að greiða hráefni í smjörlíkið í jólabaksturinn handa el-skulegum kjósend- um sínum. Eru nokkrar líkur til, að þörf eða vilji hefði verið til þess, hjá Mbl. fyrir ári síðan, að bregjða upp þannig augna- bliksmynd, sem það- gerir nú?---------- Hitt er annað mál, og þó fullalvarlegt, sem Mbl. segir frá, að ríkisvaldið er búið að leyfa innflutning á þessu hrá efni og gefa út gjaldeyrisleyfi fyrir því. Það hefir auk þess tekið greiðslu fyrir þessi leyfi. En í reyndinni er ekki meiri samvinna á milli ábyrgra stofnana ríkisvaldsins, en að ein leyfir að flytja inn og greiða, sem önnur stofnun þess er alls ekki megnug að inna af hendi. Hér er óleyst verkefni hjá garði, sem ekki er vansalaust að láta óbætt. B. G.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.