Tíminn - 22.12.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.12.1947, Blaðsíða 3
TÍMINN, mánudaginn 22. des. 1947 239. blaS 3 RITSAFN KVENNA Aliar bækurnar sanrian fást í békabúðum á kr. 145,00 Ennfremur einstakar: IDA ELÍSABET eftir Sigrid Unset kr. 60,00 Sfáifsæfisaga HELLENAR KELLEN kr. 50,00 Heimilishandbók eftir Jónínu Líndal kr. 35,00 Kaupið jólabækurnar í BÓKAVERZLUN GUÐMUNDAR GAMALÍELSSONAR NÝJAR BÆKUR Broddi Jóhannesson: Faxi. Halldór Péturs- son gerði myndirnar. Stærð: 453 bls. + 38 heilsíðumyndir 23X15 sm. Verð kr. 85.00 ób. 105.00 og 135.00 í bandi. Norðri. Þetta er mikið rit og veg- legt og víða tii dregið. Það er rækileg tilraun til að gera grein fyrir sambúð manns og hests í þjóðlífi íslendinga frá fyrstu tíð til þessa tíma, og er ekki vonum fyrr, því að víst á hesturinn sinn þátt í menningu þjóðarinnar. Þessari bók verða ekki gerð nein rækileg skil í þessari klausu, enda vísa ég til greinar þeirrar, sem Tíminn birti um hana, eftir Kristján Eldjárn. En falleg er bókin, stórfróðleg og samin af næmleik og skörpum skiln- ingi. Bára blá. Sjómanna- bókin 1947. Gils Guð- mundsson valdi efnið og bjó til prentunar. Stærð: 288 bls. 23X14 sm. Verð kr. 40.00 innb. Útg. Farmanna- og fiskimannasamband ís- lands. Þarna er saman komið mikið efni og gott, bundið mál og óbundið. Þar eru ýmsar frásagnir af sjóferð- um, vinnubrögðum og mann- raunum, og virðist mér fremur sneitt hjá hinu vo- veiflega. Margt er þarna frá þjóðtrú og þjóðsögum og eykur það drjúgum menn- ingarsögulegt gildi bókarinn- ar. Þá eru þarna ýms önd- vegiskvæði og má nefna til dæmis Þorbjörn Kólku eftir Grím Thomsen, í hákarlaleg- um eftir Jakob Thorarensen, í hafísnum eftir Hafstein, Stjána bláa, Ögmund biskup á Brimara Samson (brot) o. s. frv. Mér finnst heldur fátt í bókinni af skáldskap i ó- bundnu máli, en raunar mun fátt eitt af þeim sjómanna- sögum, sem skáld okkar hafa ritað, gerast á sjó nema að nokkru leyti og jafnvel að engu. Svona bækur eru lesandan- um hjálp til að skilja þjóð sína, sögu hennar, menn- ingu og eðli. Því vil ég taka þær fram yfir flestar þýdd- ar sögur, þó að efnið sé að talsverðu leyti mörgum kunn ugt fyrir. Vippasögur. Skrifaðar fyrir börn. Eftir Jón H. Guðmundsson.' — ' Stærð: 556 bls. 18X12 sm. Verð kr. 18.00 inn- bundin. Þessar Vippasögur eru sér- prentun úr Vikunni. Þær eru gerðar eftir danskri fyi’ir- mynd að nokkru leyti, en eru íslenzk ævintýri. Vippi er eins konar Tumi þumall. Sögurnar eru þokkalegar og þess hefi ég orðið var, að krökkum þykir gaman að þeim, og það er líka tilgang- urinn með þeim. Bókin er prýdd nokkrum teikningum, sem snerta efni hennar, og gera þær hana skemmti- legri. Norræn jól VII. Árs- rit norræna félagsins 1947. Stærð: 95 bls. 27X20 sm. Verð kr. 20.00 heft. Nú er Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson orðinn meðrit- stjóri ársrits þessa ásamt Guðlaugi Rósinkranz. Um pappír og útlit ritsins þarf ekki að spyrja. Það er vand- að og fallegt og myndum prýtt, en illa gengur að festa bókina við kápuna. Efni heftisins er fjölbreytt. Þar skrifar sr. Jakob um prestshjónin í Ullensvang, norskan sóknarprest, einn þeirra, sem með gætni og festu bauð ofureflinu þýzka byrginn, fallega hetjusögu. Helgi Hjörvar á þarna fræð- andi grein um Vigeland, Frið rik Á. Brekkan snotra smá- sögu og aamansaga er þar eftir Engström. Þá er kvæði og mynd frá hverju Norður- landanna og nokkuð efni annað. Þetta er fallegt hefti og vel læsilegt. II. Kr. Yiimið ötullega að útbreiðslu Tínians. Auglýsið í Tímanum. >♦«•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦t + *+++'+< •♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦l ♦ ♦ ORDSENDING 1 :: •• x? til búsráðenda frá Brunabótafélagi :: íslands :: :: :: | Farið varlega með eld. Árlega verða íkviknanir og :| ♦♦ eldsvoðar út frá jólatrjám, stundum líka af þeim || hátíðasið, að láta kertaljós standa í húsgluggum. ■— :: Gætið þess að eldsvoði komi ekki fyrir á heimili yðar, H ♦♦ :: Gleðileg jól. það breytir gleði í sorg. :: H :: Gott og farsælt ár. H Brunabótafélag íslands :: •♦♦ 1 :: n i »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< ■*♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ❖ ♦ Sparnaðnr | er svsirið gegn verðbólg’u «g dýrtíð. Yerzlið við Isaupfélögin oj£ sparið þannig fé yðar. f I l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.