Tíminn - 22.12.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.12.1947, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, mánudagijin 22. des. 194IJ 239. blað fyrsia sporið í viðreisnarátt Ha;ða Bjarna Ásgeirssonar, atvfnmmsálaráðlierra, í úlvarjis- uniræðiuinm í efri deild 18. þ. m. Tvenns konar viðhorf. Það' mátti búast við því fyrirí'ram, að frumvarp þetta mætti gagnrýni — og eins hinu, að aðalóánægjan við efni þess kæmi fram úr tveim gagnstæðum áttum. Annars vegar fra þeim mönnum, sem skiija hver voði þjóðfélaginu er búinn aí því ástandi, sem skapast hefir hér undanfarið í launa- og verðlagsmálum •— og nú ógna atvinnu- og fjár- málaiífi þjóðarinnar. — Þeim mönnum segi ég, er skilja þetta, og er áhugamál að ráða á þessu bætur. — Hins vegar mátti búast við andstöðu frá þeim mönnum, sem ætíð hafa verið og ætíð hljóta að vera mótfallnir öll- um raunhæfum aðgjörðum gegn pessu ástandi, ýmist vegna pess, að þeir ekki sjá eða ekki vilja sjá voðann, sem í því felst, eða af því, að þeír eru andvígir því þjóð- skipuiagi og fjárhagskerfi, í sjáifu sér, — sem við íslend- ingar, eíns og yfirleitt allar lýðræðisþjóðir búa við — og viija þvi eyðileggja þetta: — Því vitfausara, því betra. Örðugt atf snúa hjóli atburtfanna til baka. Hinn fyrri flokkurinn, þeir, sem lækna vilja meinsemd- ina, gjöra margir hverjir kröfu til þess, að verðlags- málum þjóðarinnar innan- lands verði viðstöðulaust komið í það horf — að við íslendingar getum áhættu- lítið haldið áfram að fram- leiöa vörur til útflutnings, án þess aö setja þurfi ríkissjóö að veði fyrir þeirri starfsemi, eða greiöa af almannafé störar fúlgur í hallarekstur. Þeir krefjast þess ennfremur aö' kaupgjalds og launamál- um veröi þannig fyrir komi'ð, eins og aður var, að þeir að- ilar, sem menn hafa í vinnu og a iaunum, 'greiði þeim sjálfir umsamin laun og kaup, en ríkissjóðurinn verði ekki iátinn halda áfram að fela nokkurn hluta þeirrar greiðslu, eins og nú er og hefir verið um skeið, með stófíelldum fjárframlögum úr ríkissjóði til að halda niðri kaupiagsvísitölunni. — Og þeir benda á það, að þrátt íyrir þær ráðstafanir, sem hér eru gjörðar, megi við því búast að ríkið verði að halda áfram að greiða árlega vegna þessara mála 60—70 milj. kr. til niðurgreiðslu kaupgjalds óg launa í landinu og til við- bóta á utfluttar afurðir. Og þeir segja: — Þetta frumv. er engin lækning á mein- semdinni. Ég get verið þeim sammala um það. En sumir þessarra manna virðast -á- líta, að það sé aöeins ódugn- aður og aðfaraleysi að laga ekki þetta ástand, allt með nokkrum pennastrikum. En hér er um að ræða mikinn misskilning, sem of margir hafa löngum alið með Sér, Bjarni Ásgeirsson Menn hafa sagt sem svo: Það er engin hætta, þó að kaupgjald og verðlag fari hækkandi, á meðan að unnt er að halda atvinnulífinu í landinu í fullum gangi. Þeg- ar það er ekki lengur hægt, þá er bara að færa allt niður aftur, eftir því sem þörfin krefur. En þetta er ekki svona ein falt. Hjóli atburðanna með öllum þess afleiðingum, verð- ur ekki snúið til baka, eins og þegar skrúfað er niður í lampa til þess að ekki logi uppúr. Þess vegna hefir það á öllum stigum þessa máls, á undanförnum árum — ver- ið höfuðskilyrðið að stöðva hækkunina, stöðva vöxt dýr- tíðarinnar. En til þess hafa, eins og kunnugt er, aldrei fengizt samtök á Alþingi. Niðurstaffa sérfræffinganna. Á síðastliðnu sumri fól rík- isstjórnin sérfróðum mönn- um að gjöra athuganir á því, hve langt þyrfti að færa nið- ur innlent verðlag og kaup- gjald, til þess að koma að- alútflutningsstarfsemi lands manna, sjávarútveginum á rekstrarhæfan grundvöll, miðað við það erlenda verð á afurðum okkar, sem vitað er um. Niðurstaða þessara manna, eftir ýtarlega rann- sókn, var í aðalatriðum þann- ig, að ef hætta ætti að greiða niður vísitöluna, þyrfti að lækka kaupgjald í landinu um fullan þriðjung, landbúnað- arvöi’ur eftir því og annað í samræmi við það, ef nokkur tök ættu að vera á því að framleiða saltfisk til útflutn- ings rekrarhallalaust, borið saman við verðlag síðasta árs. — Þessi lækkun nægði þó hvergi nærri hvað freðfisk á- hrærði. Svona aðgerðir eða álíka róttækar, hefðu máske verið hættulausar og réttmætar fyrir 5—4 árum. En ef að þessu hefði verið horfið nú, væri það vægast sagt mjög vafasamt. > Á þessum árum hafa fram- kvæmdir og fjárfesting í þjóðfélaginú verið meiri en áður á ái-atugum. Hundruð milljónir króna hafa veiið festar í alls konar fyiúrtækj- um með þeim stórkostlega kostnaði, sem verðbólga þess- ara ára hefir skapað. M. ö. o. það er búið að binda verðlags- ástand undanfarinna ára varanlega í fjárhags- og at- hafnalífi þjóðarinnar. Ef nú hefði verið gripið til þess úr- ræðis að færa allt innlent verðlag til samræmis við þær niðurstöður, sem fyr eru nefndar — hlaut það óhjá- kvæmilega að hafa þær af- leiðingar í för með sér, að flestum eða öllum þeim, sem á undanförnum árum hafa bundið meira en eigið fé í meiriháttar framkvæmdum, hefði verið gersamlega um megn að standa undir skuld- bindingum sínum. Og þar sem það er vitað, að mikill hluti af f j árf rekustu f ramkvæmdun- um undanfarin ár — ein- staklinga, félaga og bæjar- félaga o. fl. — er að mjög miklu leyti byggður á lánsfé, hefði þetta kostað’ fullkomið f j árhagshrun fyrir mikinn hluta þjóðarinnar, nema um leið hefði verið efnt til yfir- gripsmeiri skuldaskila en nokki-u sinni áður hefir hér veiúð til stofnað. Ég nefni þessar staðreynd- ir til a'ð benda þeim, sem ó- þolinmóðir eru út af ástand- inu og finnst hér lítið aðgert, á eina af hinum marghátt- uðu torfærum, sem hér eru á leiðinni — en ekki af því, að ég sé þeim ekki sammála um, að æskilegt væri, að hægt hefði verið að gera meira til úrbótar en það, sem hér ligg- ur fyrir. En hér er þó eftir langa mæðu loksins gerð al- varleg tilraun til að spyrna fótum við og stöðva vöxt verð- bólgunnar, og það er að þessu sinni það aðalatriði, sem all- ir þjóðhollir nfenir verða að hjálpast til að náist. — Kommúnistar vilja engar^ stefnubreytingar. Ég skal þá snúa mér xrokk- u'ð að þeim flokki manna, sem nú berjast æðisgenginni bar- áttu gegn þessu frumvarpi og þeim úrbótum, sem í þvi fel- ast, með þeim rökstuðningi, að hér séu óþarfar og ósann- gjarnar byrðar lagðar á landsmenn og rangt stefnt í höfuöatriðum. Forgöngu í þeim málflutn- ingi hafa að sjálfsögðu kommúnistarnir, eins og ljóst hefir komiö fram í umræð- um um málið í neðri deild. Það er sýnilegt á öllu, að höfuðmai'kmið þeirra er að koma í veg fyrir og eyðileggja allar raunhæfar aðgerðir til að verjast því ástandi ,sem nú er vel á veg komið um að stöðva allt athafnalíf lairds- maxrna. — Mun ég taka hér til með- ferðar nokkrar höfuö rök- semdir þeirra við suma kafla fi-umvai'psins. Höfuðandsta'ða þeirra bein- ist að sjálfsögðu gegn III. kafla frumvarpsins, sem fjallar um bindingu vísitölu- uppbótarinnar í 300 stigum. Þeir hafa ekki getaö fundið (Framhald á 5. síðu) Rímari birti hér í blaöinu þ. 5 þ. m. tvö vísuupphöf og auglýsti eftir botnum viö þau. Annaö var svona: Áfram slysast andhælis öld með visin bægsli. Nú skulum við líta yfir nokkra botna, sem borizt hafa við þessu. Hallbjörn Oddsson botnar þetta svo: rík af ysi rangmælis, réttinn gfysjar andsælis. K. sendir tvo botna og fylgja þeim skýringar: í reyk og ysi rommbælis rogar flysjungs æxli. Skýring: Rommbæli = knæpa. — Plysjungs •— æxli = ýstra. Hinn er svona: reifuð glysi ráðfælis ræktar gisin skægsli. Skýring: Ráðfælir = ráðleys- ingi. . Skægsli = kjarr eða kjörr (skógur — skægli sbr. bógur — bægsli). En um vísuupphaíið sendir K. þesa umsögn: Óbotnahdi andskota eruð þið að bjóða. Rekkar verða rímþrota, ef reyna við að sjóö'a. Stefán Hannesson sendi botn við sléttubandavísunni. Hann segir um þetta í upphafi: „Það er ekki fyrir mig að botna myrkrið. Til þess þarf svo mikla svartsýni." En þó sendir hann þetta: Botnlaust! Gisinn grunnfærnis — gázki — risadrægsli. Þrymur botnar á þessa leið: Elur flysjung ofhælis, andleg bris og drægsli. Sigurður Draumland botnar svo: Ryðjast hryssin rangsælis rifna bris og æxli. Að síðustu kemur svo þotn, sem Grímur Sigurðsson sendir okkur frá Akureyri; Áfengis og ölæðis illu bisar drægsli. Ég vænti að það séu nokkrir botnar til viðbótar í pósti núna og aðrir verði ortir og sendir úti um land, áður en þessir berast þangað. Sjálfum finnst mér að mætti líka botna þetta svona: hjóm og glysið, frauð og fis fóðrar bps og æxli. Pétur landshornasirkill. LAG lÆINGA SALTHÓLMAVÍK D < y o <; <► <»• o <► o <>■ <► - < ► <► <> <► óskar iillinn t* i físli iptuvhtiim símim yle&ilegra jjála mg farstels homtmdi árs, meM þöhhum fyrir tínœs/piletjt samstarf á útlí&emdi ári. Kaupfálag Saurbæinga Híísmæður! Sparið peninga, kaupið þennan gólfgljáa. Heildsölu Efnagerffin STJARNAN, Sími 7049. 'LfgOZ'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.