Tíminn - 23.01.1948, Qupperneq 2
2
TÍMINN, föstudaginn 23. jan. 1948
17. blað
m
I dag:
' Sólin kom upp kl. 9.37. Sólarlag
kl. 15.42. Árdegisflóð kl. 2.50. síð-
degisflóð kl. 15.20.
í nótt:
Næturakstur annast bifreiða-
stöðin Bifröst við Hverfisgötu, sími
1508. næturlæknir er í læknavarð-
stofu iæknafélagsins í Austurbæj-
arskólanum, sími 5030. Næturvörð-
ur er í IngólfsApóteki.
Útvarpið í kvöld:
Fastir liðir eins og venjulega. Kl.
20.30 Útvarpssagan: „Töluð orð“
eftir Johan Bojer, III. (Helgi
Hjörvar). 21.00 Tónskáldakvöld:
100 ára minning Helga Helgasonar
tónskálds. Erindi og tónleikar: a)
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur
(Albert Klahn stjórnar). b) Erindi
(FYiðrik Bjarnason tónskáld). c).
Útvarpshljómsveitin: Lagaflokkur.
d) Dómkirkjukórinn syngur (Páll
ísólfsson stjórnar). 22.00 Préttir.
22.05 Symfóníutónleikar (plötur):
a) Petite — svíta eftir Debussy. b)
Tablo.,Patteresques eftir Josef
Jongen. 23.00 Dagskrárlok.
Framsóknarvist
: verður kl. 8.30 í kvöld í Mjólkur-
st'öðvarsalnum. Jón Helgason blaða
rpaður flytur þar erindi er hami
nefnir: Heyrt og séð meðal Vestur-
íslendinga.
«
Skipafréttir:
Brúarfoss fór frá Reykjavík í
gáer 21. jan. til London. Lagarfoss
fór frá Gautaborg 17. jan. tll Leith.
Selfoss var á Patreksfirðl í gær á
lejð frá Siglufirði til Reykjavikur.
Fjallfoss er í Reykjavlk. Reykja-
fpss fór frá Reykjavík 8. jsin. til
Njew York. Salmon Knot fór í gær-
kvöld 21. jan. til Baltimore. True
Knot er á Siglufirði. Knob Knot er
á Sigiufirði. Lyngaa er á Akureyri.
Horsa er í Reykjavík. Baltara fór
frá Hull 19. des. til Amsterdam.
Itnattspyrnunámskeið Í.S.t.
Knattspyrnuþjálfari Í.S.Í., Axel
Andrésson, sem ferðast hefir um
landið undanfarin ár sem sendi-
kennari íþróttasambandsins í
knattspyrnu hefir nýlega lokið
knattspyrnunámskeiði á Hvann-
. eyri. Nemendur þar voru alls 38. í
bessum mánuði heldur Axel
íþróttanámskeið í Reykholtsskóla.
„K^ri'j á Akranesi heiðraður.
Knáttspyrnufélögin á Akranesi
er'U'. tvö. Eldra félagið, sem er
Kttátt’s’pyrnufélag Akraness, er
nokkuð eldra en knattspyrnufélag-
ið Kári, sem átti nýlega 25 ára af-
mæli. Var það félag upphafl. stofn-
að fyrir forgöngu æskulýðsleiðtog-
ans "séra Friðriks Friðrikssonar.
íþróttasamband íslands heiðraði
Kára -á -afmæli þess, með því að
sæmavþað veggskildi Í.S.Í.
.JSÍtJLfélag í Í.S.Í.
Ungmennasamband Norður-
>ingayinga hefir nýlega gengið í
ÚS-Í- Formaður Ungmennasam-
báhdslná er Björn Þórarinsson í
CJlákoti, en félagar í sambandinu
eru 310. í Í.S.í. eru nú alls 231 sam-
bandsfélög, og 211 héraðasambönd,
með samtals um 23 þúsund félags-
mönnum.
'S nnr* -
Fjármunum frjálslynda
safnaðarins ráðstafað.
Í fyrra var ákveðið að leysa
frjálslynda söfnuðinn upp, enda
var prestur safnaðarins, séra Jón
Auðuns, þá orðinn prestur við
dómkirkjuna. Á seinasta safnaðar-
fundinum var ákveðin eftirfarandi
ráðstöfun á fjármunum safnaðar-
ins"_ Gjöf til Barnaspitalasjóðs
Hringsins 70.678.52 kr. og þar að
auki vextir af verðbréfi kr. 2.620.00.
Þessari gjöf fylgir sérstök skipu-
lagsskrá þess efnis, að gjöfin verði
sérstakur sjóður, er heiti Minn-
ingarsjóður frjálslynda safnaðar-
ins í Reykjavik. Þá var Sálarrann-
sóknarfélaginu gefin peningagjöf
að upphæð fimmtán þúsund krón-
ur og Fríkirkjunni var gefin gjöf
til minningar um afnot frjálslynda
safnaðarins af kirkjunni. Þá gaf
kvennadeild safnaðarins, sem einn-
ig var lögð niður, 25 þúsund krónur
til fyrirhugaðs blindraheimilis og
kvennadeild safnaðarins ánafnaði
fyrirhugaðri vöggustofu Thorvalds-
ensfélagsins fjárhæö að upphæð
kr. 17.247.65. Hefir öllum eignum
safnaðarins með þessu verið ráð-
stafað.
íþróttanámskeið Ungmennafélags
Reykjavíkur.
Íþróttanámskeið verður haldið á
vegum Ungmennafélags Reykja-
víkur. Kennt verður: Frjálsar inn-
anhússíþróttiív handbolti karla og
kvenna, glímji og vikivakar, ef nóg
þátttaka fæst í hverri grein. —
Kennarar verða Baldur Kritjóns-
son, Lárus Salomonsson og Oddur
Guðjónsson. Nánari upplýsingar í
síma 5740, kl. 8—9 e.h. Þátttakend-
ur mæti í leikfimishúsi Mennta-
skólans þriðjudaginn 27. þ. m. kl.
8.00 e. h. ^tundvíslega.
Skálholt.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir
Skálholt eftir Guðmund Kamban
í kvöld klukkan 8.
Sýningum á Skálholti varð ekki
alveg lokið fyrir jól, en þá var
leikið 8 sinnum, alltaf við ágæta
aðsókn. Áður var búið að sýna
Skálholt 40 sinnum, svo að þetta
er 49 sýning félagsins á leikiÁtinu.
Nú verður aðeins sýi|: í örfá skipti
og eingöngu á föstudögum. Á
sunnudögum og miðvikudögum
verða sýningar á „Einu sinni var“.
Aðsókn að því hefir verið mjög
mikil og er búið að sýna það 12
sinnum.
Auglýsið í Tímanum.
Mæða Kevins
(Framhald af 8. síðu)
kenningu annarra ríkja.. —
Hann kvað það hafa verið
rnjög hættulegan leik, er
Júgóslavía, Búlgaría og Al-
banía hefðu leikið fyrir Rússa,
er þau höfðu að engu fyrir-
mæli sameinuðu þjóðanna
varðandi bann gegn aðstoð
við gríska skæruliða.
Síldin
(Framhald af 1. síðu)
Grindvíkingur 900, Þorsteinn
A.K. 600, Hilmir og Reykja-
röst 950, Ágúst Þórarinsson
1000, Böövar 750, Ármann 400.
Öll þessi skip bíða löndun-
ar, auk nokkurra fleiri báta.
Mun nærri, að um 30 skip
bíði alls löndunar nú.
Verið er að ljúka við að
lesta í Fjallfoss og Selfoss
síld til norðurflutnings, og
verður sennilega lokið við þá
báða í dag. Fara þeir þá þeg-
ar af stað norður.
Eru þá engin flutningaskip
fyrir hendi eins og er, en von
er á Banan og Hvassafelli að
norðan bráðlega. Þá er ann-
að Knot-skipanna væntan-
legt hingað frá Siglufirði
firði næstu daga, en búast
má við, að nokkurn tíma taki
að búa það undir síldarflutn-
inga að nýju.
Félagslíf
Frjálsíþróttamenn Armanns
Munið að mæta allir á æfingunni
í kvöld klukkan 9 í Íþróttahúsinu.
— Eftir æfinguna verður fundur
hjá flokknum í Tjarnarcafé upp
klukkan 10. Ekberg mætir. Fjöl-
mennið! Stjórnin.
Ódýrar auglýsingar
Framsóknarvist
Framsóknarfélaganna byrjar kl.
8.30 í kvöld í Mjólkurstöðvarsalnum
Leikhúsið.
Skálholt Kambans leikið í kvöld
klukkan 8. í Iðnó.
Hljómleikar.
Symfóníuhljómsveit Reykjavíkur
verður á sunnudaginn kl. 3 e.h. í
Austurbæjarbíó.
K.R.
Aðalfundur fimleikadeildarinnar
í kvöld í V.R.-heimilinu kl. 8.30.
| Stúkan
I Verðandi heldur fund í kvöld
kl. 8.30 í G.T.-húsinu. Spilað.
Vonbrigði
Þjófur einn i Gabriel í Kalí-
forníu hefir orðið fyrir átakanleg-
um vonbrigðum. Hann brauzt inn
í lokaðan og mannlausan bíl og
stal þaðan stórri pappaöskju. í
öskjunni voru gleraugnaslöngur.
Á förnum vegi
Mér þætti ekki ótrúlegt, þótt
skemmtanir yrðu vel sóttar fram
að mánaðamótum, því að eftir
þann tíma má engin skemmtun eða
samkvæmi standa lengur en til
klukkan eitt á nóttu. Þar er engin
undantekning gerð, hvers konar
mannfagnað, sem um er að ræða,
né hvort heldur hann fer fram í
opinberum skemmtistöðum, veit-
ingahúsum eða félagsheimilum.
Þetta nýja bann dómsmálaráð-
herrans við næturskemmtunum er
nú eitt helzta umræðuefni fólks í
þessum bæ, og svo er sjálfsagt víð-
ar. Eftir því, sem ég bezt veit, er
álit þorra fólks mjög á einn veg:
Það er ekkert nema gott um það
að segj^, að bönnuð séu samkvæmi
langt fram á nótt, þegar vinnu-
dagur er að morgni, en það er
ósanngjarnt að leyfa ekki, að
skemmtunum sé haldið áfram
lengur fram eftir, þegar helgidagar
og áðrir frídagar fara i hönd. Á
þessa sveif hallast ég líka. Hvers
vegna ætti fólk ekki að mega dansa
fram eftir á sunriudagsnóttum eða
vaka við annan gleðskap? Ég sé
enga skynsamlega ástæðu til þess
að amast við því.
Þetta, sem ég hefi hér sagt, á við
bæina og kaupstaðina. En þetta
bann við næturskemmtunum gildir
fyrir allt landið, án þess að þar sé
einu sinni gert ráð fyrir nokkurri
undanþágu. En nú veit hver maður,
sem eitthvað þekkir til í sveitum
landsins, að þetta jafngildir fast að
; því samkornubanni þar. Það er
! hægt að segja við fólkið í kaup-
stöðunum, að það geti byrjað
skemmtanir sínar fyrr. En þar
gegnir allt öðru máli en til sveita.
Í fyrsta lrjgi.pT þar víða um langan
veg að sækja á samkomu- og
skemmtistaði. Í öðru lagi hygg ég,
að mjög víða og sennilega víðast sé
svo ástatt, að fólk geti alls ekki
lagt af stað að heiman fyrr en
gegningum öllum og mjöltum er
lokið að kvöldi. Þegar þar bætist
FerfSíameMM
sem eru gestir í Reykjavík, kaupa
máltíöir í Breiðfirðingabúð.
Jeppi
nýlegur og í góðu standi óskast
til kaups. Á að notast við land-
búnaðarstörf og má vera óyfir-
byggður.
Uppl. gefur
GUÐNI ÞÓRÐARSON
sími 2353.
Kreingeraiingar
Sími 5572.
§tækkanleg borð
Nú ef spyrðu, um nýtt hjá mér
nægja þessi fáu orð:
fyrsta sending ársins er
aftur, „tvöföld-stofuborð"
Verzlun Ingþórs
Selfossi. Sími 27.
Anglýslngasími
Tímans er 2323. — Hringið 1
þann síma, ef þið viljið fá aug-
lýsingu í blaðinu á morgun.
LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR
o
SKÁLHOLT
eftir GUömund Kamban
Sýning í kvöld klukkan 8.
Aðgöngumiöar frá kl. 2 i dag.
I svo við löng ferð, geta allir heilvita
menn séð, um hvaða skemmtun
yrði að ræða. Það væri aðeins að
koma og fara.
Af þessum ástæðum, sem ég hefi
greint, er það mjög algengt til
sveita, að þær fáu skemmtanir,
sem haldnar eru, standi meirihluta
nætur og jafnvel næturlangt. Ég
sé ekkert athugavert við það —
finnst það meira að segja mjög
eðlilegt, eins og aðstæðum er
háttað.
Eða setjum dæmið dálítið öðru
vísi upp. Segjum, að vinsæll bóndi
eða húsfreyja eigi sextíu ára af-
mæli eða fjölskylda, sem lengi hafi
búið á sömu jörð, sé að flytja burt.
Sveitucgana langar til þess að sýna
fólkinu hlýjuvott. Klukkan væri
sennilega oröin tíu eða jafnvel
meira, þegar allir gætu verið
komnir. Er það svo brýn nauðsyn,
að reka þetta fólk heim klukkan
eitt, að rétt sé að gefa út um það
reglugerð, þar sem ekki er gert
ráð fyrir neinni undanþágu?
Ein af hinum veigameiri ástæð-
um til þess, að ungt fólk unir oft
illa í sveitum landsins, er sú,
hvað skemmtanalífinu er j/.r áfátt.
Ungt fólk þráir skemmtanir sem
eðlilegt er, og ungt fólk þarfnast
skemmtana — þeir, sem eldri eru
helzt líka. Það kemur því úr
óvæntri átt, að dómsmálaráðherra
skuli gefa út reglugerð, sem kring-
umstæðnanna vegna jafngildir
fast að því banni við skemmtunum
til sveita.
Raunar þykist ég vita, að þetta
sé af vanþekkingu gert — af
manni, sem lítiö veit um líf og
störf fólks í sveitum landsins. —
Nauðvörn sveitafólksins verður
sennilega að hundsa þessi fyrir-
mæli, ef dómsmálaráðherrann sér
sig ekki um hönd og breytir þess-
um fáránlegu fyrirmælum, að því
er til sveitanna tekur.
J. H.
S. EK. T,
Eldri dansamir í G.-T.-húsinu
annað kvöld kl. 10. —
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5 e.
h. — Sími 3355.
| Salirnir opnir í kvöld |
Breiðfirðingabúð |
iHiimHiiiimmimimH»mmiiHmmmiii»mm»mmHmmnHimmiim»Hmimimmm»immnmmMiiiiiiiiimi»H
V:S5Sí«555S55555Í5$5SSÍ«$Í*55S55555S55$5SSSÍ5SS5555SS5555ÍS55S5555$S5$SS:
lendurtekur hljómleikana næstkomandi sunnudag kl. 3
í Austurbæjarbíó
Aðgöngumiðar seldir hjá Eymundson, Verzl. Bækur
og ritföng, Austurstræti 1. og Ritfangaverzl. ísafoldar
í Bankastræti.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
*♦
Gisíing fyrir ferðamenn l|
<> " it
♦♦ ♦•
Fólk, sem hyggst að selja ferðamönnum gistingu, með
p eða án morgunverðar, á sumri komanda, er vinsamlega i|
H beðið a ðsnúa sér til ferðaskrifstofu ríkisins, fyrir 1. U
: ' I
u
♦♦
h febrúar næstkomandi.
:: Ferðaskrifstofa ríkisins, sími 1540.
fjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjnjj,