Tíminn - 23.01.1948, Síða 4

Tíminn - 23.01.1948, Síða 4
4 TÍMINN, föstudaginn 23. jan. 1948 17. blaö Húsnæðismá lin í Reykjavík Eftir Halldór Kristjjánsson Öðru hvoru berast ýmsar frásagnir, skýrslur og lýsing- inganá húsnæðismálunum í Reykjavík. Þær eru allar á eina leið. Fjöldi manns fer á mis við sæmilegt húsnæði, og stundum er það einmitt það fólkið, sem þörfina hefir fyr- ir bezta húsnæðið. Barna- fólkið er aldrei eftirsóttara en annaö fólk sem leigjendur og stundum er efnahagur þess-erfiðari. Það' er vitanlegt, að marg- ar kjallaraíbúöir bæjarins eru afleitar á allan hátt. Það er annað en skemmtilegt að sjá grafirnar niður með gang-stettum Hverfisgötunn- ar og giuggana bak við járn- grindurnar, þar sem efsta rúða nemur vegfarandanum í kalfasporð, vitandi að það eru einu gluggarnir á þess- um neðanjarðaríbúðum fólks ins þar. Það er blátt áfram ónotalegt að verða daglega vitm að slíkum blettum á mennmgu þjóðar sinnar. Ég ætla ekki að dæma um braggaíbúðir og sumar skons- nr, sem ieigðar eru til íbúðar undir ^isi í gömlum timbur- hjöllum. En alltaf er slæmt að bua við köld húsakynni, og leiðinlegt í borgum, að fara á mis viö þægindi eins og skolpleiðslu. En' ninu megum við ekki gléýnia, aö þó að íbúar þess- ará húsa í Reykjavík eigi sér ef til vill háværa talsmenn, einkum kringum kosningar, eru hliðstæð húsakynni og ekki betri, heimili fólks úti um land, bæði í sveitum og þorpum. Því fer því alls fjarri, að hvergi þurfi að kom-a endurbótum við, nema í Reykjavík. 'Nú stendur svo á, aö eng- ar'horfur eru á því, að hægt veröi ■ aö útvega byggingar- efni eins og menn óska að nötá næstu árin. Það er því míkið í húfi, að því efni, sem inn er ílutt, verði vel ráð- stáfað. f»að á því að vera krafa ailra heiðarlegra ís- lepdmga, aö notkun bygging- arefms til íbúða á hverjum stað veröi ekki leyfð nema í hófi. Þar aí' leiðir, að ekki er þolandi aö byggja endalaust nýjar íbúöir í Reykjavík, án tillits til þess, hvernig notað er þaö húsnæði, sem fyrir er. Allir vita, að það er rúmt um.marga í Reykjavík. Ég er ekki kunnugur í fínum hús- um í Reykjavik, en svo mikið veit ég, að sumir leyfa sér ofrausn i húsnæðismálum. Dæmi munu vera til þess, að barnlaus hjón með eina vinnukonu hafi tugi her- bergja til -íbúðar. Og það mun mega finna dæmi til þess, aö á einum stað komi jafnmikið húsnæði á einn mann og heili tugur notast við annars staðar. Mér virðist, að það sé ein- falt ráð og eðlileg byrjun til lagfæringar á húsnæðismál- unum að láta það húsnæði, sem til er ónotað eða illa not- áð, koma þurfandi fólki að notum, Og ég sé ekki, að það þurfi að ganga tilfinnanlega nærri rétti nokkurs manns. Það er margt talað um húsnæðislög og húsaleigu- ckúf. Ég held, að fyrsta ráðið til að sigrast á okrinu, væri að auka framboðið af hús- næði. Og ef upp væri tekin skömmtun húsnæðis, myndi mikið húsnæði losna í bæn- um. Og þar með væri dregið úr kapphlaupinu um hús- næðið. Nú segja menn ef til vill, að það sé hart að gengið, að skylda menn til aö leigja ein- hverjum herbergi í húsi sínu, eitt eða fleiri. Ég held þó, að húseigandinn megi vel við una, þar sem hann hefir sjálfur gott húsnæði eftir til afnota fyrir sig, og við ætt- um fremur að hugsa um rétt þeirra, sem ekki fá þolanlegt húsnæði fyrir sig, —■ jafnvel þó að þeir hafi peninga í höndunum. Og þjóðfélagslega séð er það hin mesta háðung að láta nokkuð húsnæði van- notað í sömu bæjum og eitt- hvað fólk verður að una við heilsuspillandi húsnæði. Eða eigum við að gera það þeim til gamans, sem spóka sig í stóríbúðunum, að murka líf- ið úr öðrum samborgurum okkar nær og fjær vegna kaldra og hrörlegra íbúða? Og ætli ánægjan af stóru og mörgu stofunum fari ekki að minnka, þegar hugsað er svo langt? Ég veit ekki hvað mikið húsnæði myndi losna í Reykjavík við sæmilega rúma skömmtun. Það væri fróðlegt að fá að sjá skýrslur um það, og eflaust hafa verið gerðar skýrslur um ómerkilegri mál. En það er aðalatriði hér, að mikið húsnæði losnaði með þessu móti. Og að sama skapi minnkar byggingarþörfin í Reykjavík og jafnframt verð- ur auðveldara að fullnægja byggingarþörf út um land, jafnt íbúðarhúsa í sveitum og sjávarþorpum, iðnaðar- stöðva, hafnarmannvirkja og annarra mannvirkja, svo aö Iífskjör fólks og atvinnu- hættir þar komizt i gott horf og það verði ekki neytt til að leita þaðan í burtu. Því hlýtur það að vera ein- róma krafa allrar þjóðarinn- ar utan Reykjavíkur, að hús- næði í bænum verði skammt- að. Og jafnframt er það hagsmunamál og eðlileg krafa Reykvíkinga sjálfra. Það er að sjálfsögðu erfitt að fyrirbyggja húsaleiguokur og svartan markaö, meðan færri fá húsnæði en vilja. En mikið má, ef vel vill. í fyrsta lagi er skömmtunin áhrifamikið úrræði til aö jafna framboð og eftirspurn frá því, sem nú er. Hún hlyti því að minnka okrið og bæta leigukjörin. í öðru lagi er hægt, með skynsamlegri skipun verzlun- armálanna að losa ærið hús- næði frá verzluninni og taka til íbúðar. Og það er jafn- sjálfsagt og skömmtuniri, áð- ur en leyft er að taka af tor- fengnu og takmörkuðu bygg- ingarefni landsfólksins til í- búðarbygginga við hliðina á þessu misnotaða húsnæði. í þriðja lagi ætti að gera alla húsaleigusamninga eða staðfesta þá hjá húsaleigu- nefnd. Með því að láta opin- bera nefnd leigja allt hús- næði fyrir húseigendur, væri svartur markaður útilokað- ur, en þá réðu húseigendur engu um það, hverjir kæmu í húsnæði þeirra, og er það að vísu hart að gengið. Þó er vert að hugsa um það úr- ræði, en hitt er líka rétt að áthuga, hvort ekki væri hægt að ákveða gleggra en nú er gert skyldur fólks í sambýli, leiguliða sem húseigenda. Samningur, sem húsaleigu- nefnd staðfestir, getur verið keyptur dýru verði, þó að hann áskilji hóflega húsa- leigu. En ef framboð húsnæð- is yrði nægilegt þyrftu menn ekki að sæta slíkum ókjör- um og hyrfu þau þá úr sög- unni. Það gæti líka orðið til bóta að banna að láta borga húsnæði fyrirfram um lang- an tíma. Ekki má gleyma því að færa niður kostnað við ný- byggingar í bænum. Hvað sem hver segir, eru margar óþarf- ai" og réttlausar álögur á byggingum almennt. Gróða- félög fá lóðir og byggingar- leyfi og standa jafnvel í tengslum við lögfræðilegar fasteignasölur, sem eiga inn- angengt í banka þjóðarinn- ar til að lána mönnum spari- fé almennings út með hækk- uðum vöxtum til að kaupa byggingar þessara fyrirtækja við okurverði, en byggingar- félög almennings eru févana, og fá ekki byggingarlóðir og er neitað um að kaupa efni til húsa sinna beint frá út- löndum. Hér sæmir og að benda á það, að ef sigrast væri á svarta markaðinum og okur- leigunni, myndi söluverð húsa þegar í stað verða skap- legra, því að þá minnkaöi græðgi braskaranna að koma fjármunum sínum í húseign til að okra á. Það yrði því tví- mælalaust til almennrar verðlækkunar á húsum. Af þessu öllu saman er það auðséð, að mikið er í húfi fyrir þjóðfélagið í heild, að það takist að sigrast á hús- næðisokrinu í Reykjavík, bæði við byggingu, sölu og leigu. Mér finnst því öll von til þess, að ýmsir vilji hugsa um öruggasta ráðið, opinbera leigu alls íbúðarhúsnæðis, ef önnur úrræði, sem fyrr ber að reyna, verða ónóg. En það vænti ég, að flestir sjái nú, að það er ósæmilegt frá alþjóðarsjónarmiði, að leyfa nýbyggingar í Reykja- vík til almennra íbúða að nokkru ráði, fyrri en fram hefir fariö rækileg og þjóð- holl endurskoðun og endur- ráðstöfun á húsnæði í bæn- um, einkum stóríbúðum og því, sem notað er til verzlun- ar. Og þær aðgerðir mega ekki dragast. Fyrstu hljómleikar Symfóníuhljómsveit ar Reykjavíkur Symfóníuhljómsvit Reykja víkur hélt sína fyrstu hljóm- leika í Austurbæjarbíó á þriðjudagskvöldið var. Hljóm sveitin er skipuð um 40 manns. Eru sumir þeirra þekktir úr tónlistarlífi bæjar- ins og viðurkenndir snilling- ar. Það má um hljómsveitina og leik hennar segja, að þar var hvert sæti vel skipað og sum með ágætum. Einleik- arinn: Rögnvaldur Sigur- jónsson er snillingur, en dr. 1 (Framhald á 6. siðu) Kleppsholtið er mikil byggð. Þar búa meira en fjögur þúsund manns og fjölgar ört, því að bæði er þar tiltölulega margt ungra hjóna og þar með kvenna á barneignaraldri, og auk þess er sem óðast verið að ljúka þar húsbyggingum og fólk að flytja í nýiar íbúðir. Þessi útborg Reykjavíkur er almennt og að réttum lögum talin til höfuðborg- arinnar. En þegar menn fara að kynna sér málin, kemur í Ijós, að sumt er öðrum lögmálum háð þarna innfrá, heldur en í sjálfri borginni. Ég átti tal viö mann úr Kleppsholtinu í gær og á því sam- tali byggi ég það, sem hér fer á eftir. rækslu bæjarins í öryggismálun- um. Svo er það síminn. Erfiðlega hef- ir gengið að fá sima í hús þar innfrá og stóð lengi á því að nýr jarðstrengur yrði lagður, en nú er hann kominn. Þetta veldur því, að margur yrði dálitla stund að finna síma og hringja, þó að í bráðri nauðsyn væri, eins og t. d. eldsvoða. En þegar menn fá svo síma lagð- an inn til síy, verða þeir að greiða 450 krónur sérstaklega fyrir það í eitt skipti fyrir öll og síðan árlega 300 krónum hærra ársgjald en annars staðar tíðkast í bænum. Þetta hvað vera vegna þess, að byggöin liggur meira en 3 kíló- metra utan við Hringbraut. Það er borgað hærra bruna- bótaiðgjahl af húsum, inni í Kleppsholti heldur en hér. Það er talið stafa af því, að byggðin sé fjær slöklcvistöðinni og óhægra um alla björgun, þegar um eldsvoða ef aö ræða. Það er enginn brunaboði til í Kleppsholtinu, og er það sennilega einsdæmi í svo stóru hverfi eða þorpi hér á landi. Vátnshanar eru þar fáir hand^ síökkviliðinu, og er sagt, að þegar bruni varð þar ný- lega, hafi slökkviliðið ekki fundið tvo hana, fyrri en eldurinn var að mestu útbrunninn og kulnaður. Rétt við þá höfðu verið reistir braggar og lá rusl og rof úr þeim yfir og umhverfis hanana. Alls eru sagðir 8 slökkviliðshanar í holtinu. En heildarástand þessara mála hefir þau áhrif, að auk þess sem eldhættan verður meiri þarna innfrá, búa menn þar við dýrari og óhagstæöari tryggingu, vegna van- Óneitanlega virðist það dálítið hart að gera rétt samborgara Reykjavíkur svona misjafnan eftir hverfum. Það er algerlega úrelt sjónarmið, að líta á Kleppsholtið eins og „smáþorp úti á landi,“ en svo eiífr þau líka fullan rétt til | jafns við Reykjavík, livað sem hver segir. En þó að bæjarfélagið hafi ekki enn haft tök á að gera skyldu ! sína við hverfið, sæmir ekki að leggja sérstakar fjárhagsbyrðar á 1 íbúa þess af þeim sökum. Ef tryggingarfélagið, sem bæjar- stjórnin semur við, heimtar hærri ! iðgjöld af húsum þarna innfrá, einungis vegna vanrækslu bæjar- félagsins, þá virði.^t eðlilegra að bæjarsjóðurinn greiði þann mun, en hann sé þegjandi og hljóðalaust lagður á þá, sem í hættunni búa vegna þessarar opinberu van- rækslu. Pétur landshornasirkill. Hjartanlega þakka ég öllum vinum og vandam'önn- um, sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu, með heim- sóknum, gjöfum og símskeytum. Guð blessi ykkur öll. ÞORBJÖRG JÓHANNESDÓTTER BREKKU. li 1 i :: :: :: ♦* 1 3 2 i:: i:: ♦♦ :: :: i ií Stöðva rstjórastaðan við orkuverið að Skeiðsfossi í Fljótum er laus til umsóknar nú þegar. Vélstjórar með raf- magnsdeild eða hliðstæða menntun ganga fyrir. íbúð fylgir. Umsóknir sendist fyrir 31. þ. m, til bæjarstjórans á Siglufirði, eða til raforkumálaskrifstofunnar, Laugavegi 118 (sími 7400), sem einnig gefa nánari upplýs- ingar. iiimiiimiiniimimiii ii iii mimmiiiiiiinmi mMmiiiiiim iii i m ii imiMiiiiiiimiiiiiimiiiimiiiiiiniinii m iii iiimiu I Brúnn hestur borgfirzkur ; 1 tapaðist úr Reykjavílc s.l. sumar. Hesturinn er 11 vetra, § I mjög stór, óafrakaður, járnalaus, taminn en afar | ! i styggur. ! i i Giiðm. CiÍKÍason

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.