Tíminn - 04.02.1948, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.02.1948, Blaðsíða 3
27. Mað TÍMINN, migvikuðagimm 4. fehr. 194< 3 Rekstrargjöld ríkisins verða að lækka Pramh. Hóflítil fjölgun embcetta. Tillögur til sparnaðar í opinberum rekstri eru ekki nýtt mál. Fjárveitinganefnd og einstakir þingmenn hafa oft á undanförnum árum vak ið athygli á, að við hefðum ekki efni á að sóa þannig fé né mannafla, eins og gert hef ir verið, en þrátt fyrir það hafa lög eftir lög verið sam- þykkt um stofnun nýrra em- bætta, sem í byrjun hafa oft að vísu ekki verið talin sér- lega kostnaðarsöm, en margt hefir svo hjálpað til, að kostn aðurinn hefir ótrúlega fljótt aukizt og margfaldast. Vill oft svo verða, að ýmsum finnist árangur af störfunum vera í öfugu hlutfalli við aukinn kostnað. — Þá eru talin dæmi til þess, að ríkisstofnanir hafi verið svo ákafar í að fjölga starfsliði sínu, að þess hafi ekki einlægt verið gætt jafn- hliða, hvort hinn nýi starfs maður eða menn gætu fengið viðunandi vinnuaðstöðu inn- an þeirra veggja, sem stofn- unin hafði til umráða. Starfsmannaskrd. Það mun vera síendurtek- in krafa allra fjárveitinga- nefnda, sem starfað hafa um mörg undanfarin ár, að hún fengi í sínar hendur launa- og starfsmannaskrár, svo að nefndin gæti á hverjum tima fylgzt með þróuninni í þelm málum. Núverandi fjárveitinga- nefnd hefir marg ítrekað þessa sömu beiðni og jafn- framt óskað þess, að skýrsl- an sýndi, hve mikill hluti launanna væri eftirvinnu- kaup. Þetta hefir ekki frekar venju borið árangur. Verður að segja, að það gengur hpeyksli næst, að fyrir Al- þingi ár eftir ár sé haldið svona löguðum upplýsingum, sem eru undirstaða þess, að heilbrigðu aðhaldi verði vicS komið í þessum málum. Fyr- ir stríð átti Alþingi aðgang að svona skýrslum og þótti nauðsynlegt. Eins og þróunin hefir síðan orðið í starfs- mannahaldi og launagr., þá eru þær nú alveg óumflýjan- legar. Til þess að kippa þess- um sjálfsagða hlut í lag er því ekki annað sjáanlegt en að setja verði lög um, að hverju fjárl.frv. skuli fylgja slík sundurliðuð skrá yfir starfsmannahald og launa- greiðslur á öllum opinberum skrifstofum og rikisfyrirtækj- um. Sparnaðarfyrirœtlanir ríkisstjórnarinnar. Eins og komið er, geri ég mér ekki neinar -vonir um, aö hægt verði við samþykkt þessara fjárlaga að reikna með teljandi sparnaði á rík- isrekstrinum í þeim greinum, sem ég hefi hér gert að um- talsefni. Annað mál er það, að hæstv. ríkisstjórn mun væntanlega eftir sem áður reyna að framkvæma á þessu ári allan hugsanlegan sparn- að, m. a. með afnámi eftir- vinnu og lengingu vinnu- tíma. Verður svo jafnframt að vænta þess, að rösklega verði unnið að athugun og undirbúningi frekari sparn- aðar, sem ríkisstjórnin mun og hafa haft í huga með skip- jÚtvarpsræða Halldórs Ásgrímssonar við fyrstu umræðu nýja fjárlagafrumvarpsins 2. þ. m. un svokallaðrar sparnaðar- nefndar. Kann ég ekkert frá störfum hennar að segja, en allir nefndarmennirnir munu vera opinberir starfs- menn, sem viðbúið er að séu hlaðnir öðrum störfum. Hygg ég að óumflýjanlegt sé fyrir hæstv. ríkisstjórn að breyta að einhverju leyti til og setjaí nefndina eitthvað af mönn- um, sem ekki hafa öðru að sinna en þeim verkefnum, sem fyrir nefndinni liggja. Ef það er rétt, að ekki sé að vænta teljandi sparnaðar í ríkisrekstrinum á þessu ári, er augljóst, að útgjöldin verða ekki þann veg færð niður svo fullnægjandi sé. Reynist það svo, að ekki verði hægt að afla nýrra tekna til að mæta fyrirsjáanlegum rekstr arhalla eða þá að slíkar tekj- ur hrökkvi ekki til, þá virðist ekki nema ein leið eftir og hún enganvegin góð, þ. e. að færa eitthvað niður kröfurn- ar um hækkun fjárveitinga til aðkallandi verklegra fram kvæmda, jafnframt því, að hlutfallsleg lækkun eigi sér stað á ýmsum öðrum gjalda- liöum fjárlaganna, svo sem fjárframlögum samkv. ýms- um þeim. iögum, sem leggja ríkissjóði gjaldabyrðar á herð ar. Með öðrum orðum, að samþykkt væri takmörkuð frestun á framkvæmd þeirra laga Greiðsluhallinn á fjárlögunum. Setjum nú svo, að á þenn- an hátt verði hægt að færa útgjöldin svo niður, að hægt verði að afgreiða rekstrar- hallalaus fjárlög, sem heldur verður ekki undan komizt, þá er eftir að sjá við þeim greiðsluhalla, sem ráðgerður er í fjárl.frv. Mér skilst, að þær greiðslur, sem valda þess- um halla, verði ekki inntar af hendi með öðru af tvennu eða hvorutveggja, rekstraraf- gangi, sem kæmi fram við að tekjur færu verulega fram úr áætlun, eða þá lántökum. Von ir um, að tekjur ársins fari fram úr þeirri áætlun sem fyrir liggur, ætla ég ekki frek ar að ræða, enda mun það svo, að þeirra mundi þá gjarn an þörf, því að fæstum fjár- málaráðherrum mun hafa tekizt að halda útgjöldunum svo niðri, að ekki hafi þurft eitthvaö að fara fram úr á- ætlun og einlægt má búast við, að til falli óhjákvæmi- legar greiðslur, sem ekki hef- ir verið ráð fyrir gert. Á þetta bendi ég, án þess að vilja þar með draga úr þeirri kröfu, aö öllum slíkum umfram- greiðslum verður að stilla miklu meira í hóf en gert var í tíð fyrv. stjórnar. En hverf- um aftur að greiðsluhallan- um. Ef svo reynist, að Alþingi og ríkisstjórn sýnist rétt áð draga ekki úr greiðsluhallan- um með því að lækka eitt- hvað framkvæmdaútgjöldin á 20 grein, þá er úílit fyrir allt aö 28 milj. halla, sem gera verður ráð fyrir að, jafna með lánsfé. Er þá komið að skulda málum ríkissjóðs og lántöku- möguleikum. Lausaskuldir ríkisins. Hæstv. fjármálaráðherra hefir nú farið inn á það mál og vafalaust stuðst þar við nýjustu upplýsingar. Hins vegar byggi ég á tölum frá því í byrjun desember s.l. Mismunur sá, sem kann aö koma fram, sýnir þá breyt- ingarnar sem átt hafa sér stað frá þeim tíma til þessa dags. I byrjun s.l. des. voru lausa- skuldir rikissjóðs við Lands- bankann. (Ég tala hér ekki um föst umsamin lán), sem hér segir: Yfirdráttur á hlpr. í eigin þarfir nál. 35 milj. Sams konar skuldir v/ýmsra ríkisfyrirtækja nál. 11,3 milj. Skuldir v/togarakaupa tæpl. 16 milj. do. v/bygg.framkv. síldarverksm. síðustu ár tæpl. 14 milj. Samkvæmt þessu voru þá skuldirnar við Lands bankann i s.l. des. meira en 76,5 milj. kr. Af þessu er gert ráð fyrir að skuldir vegna togarakaupa verði greiddar af togaraeigendum jafnóðum og hin nýju skip koma til landsins, og virðist þá ríkis- sjóður þurfa að svara fyrir meir en 60 milj. kr. Ógreiddar kröfur. En með þessu er ekki alit búið. Á ríkissjóði hvíla auk þessa eftirtaldar kröfur: Oloknar fiskábyrgðargreiðsl- ur frá 1947 nál. 18—20 milj. Tillag til Ræktunarsjóðs 10 milj., tillag til Landnáms sjóðs 5 rnilj., Stofnlánadeild- in 30—40 milj. og að síðustu kreppulán sildarútv. 1947 5 milj. Þessar upphæðir nema samtals 70—80 milj. kr. Það munu því vera nál. 130 milj. sem hvíla á ríkissjóði, ýmist sem iausaskuldir fallnar í gjalddaga, ógreiddar kröfur, sem einnig eru áfallnar og ó- fullnægðar skuldbindingar um fjárframlög, eða fjárút- vegun í þarfir opinberra láns stofnana. Og af þessari fúlgu eru yfir 80 milj. sem senni- lega verða allar, eins og kom- ið er, að teljast skuldir ríkis- sjóðs. Það virðist því svo að hæstv. ríkisstjórn eigi erf- itt verk framundan, þar sem hún þarf aö útvega ríkissjóði lán, sem nema nál. 80 milj. króna, til þess að hægt sé að koma lausaskuldum ríkisins fyrir á viðunandi hátt, og auk þess að útvega ýmsum lánsstofnunum 40—50 milj. Þar við bætist svo lánaþörf ýmsra fyrirhugaðra fram- kvæmda lögum samkvæmt. Ekki verður nú sagt að glæsileikanum sé fyrir að fara í þessu efni og samt leyfa sumir sér að halda því fram að erfðasyndin sé ekki til. Loftarðu þessu, Pétur? Loftarðu þessu Pétur var eitt sinn sagt í öðru tilefni. Það er ástæða tii að hafa á- hyggjur af því, hvort ríkis- stjórninni tekst að útvega þessi lán, og svo ekki síður hinu, hvort ríkissjóöur rís undir þessum böggum og ef svo þarf að bæta þar á ofan vænum skuldapinkli vegna þessara fjárlaga. Og svo koma lögboðnar ábyrgðir, sem geta valdiö ófyrirsjáanlegum út- gjöldum. Hvað sem öðru líð- ur, virðist hér koma skýrt í ljós, að ekki sé hægt að ganga lengra á þeirri braut, að fleyta ríkissjóði sífellt áfram á þann hátt, sem orðið hefir að gera að undanförnu. Auð- vitað verður að finna ráð til þess að skipuleggja lánamark aðinn þann veg, að hægt sé að koma þessum hálfgerðu óreiðuskuldum svo fyrir i föstum lánum að við megi una. Er þetta engan vegin létt verk, þar sem erfitt kann að vera að binda í löngum ríkis- lánum svo mikið af því fé, sem bankarnir haj?a nú yfir að ráða. — Þessar skuldir ríkissjóðs eru meðal þeirra spora, sem í ljós eru komin eftir hrundans fyrrverandi stjórnar. Spor, sem lengi eiga eftir að hræða. Spor, sem þessi kynslóð og þær næstu eiga eftir að bera margar drápsklyfjar í áður en upp eru fyllt. Aflei'ðingarnar af stefnu fyrr- verandi stjórnar. Ef til vill hugsar einhver sem svo: Fár bregður því betra, ef hann veit hið verra. — Það skiptir svo litlu máli í þessu sambandi, þótt fyrrv. stjórn hafi viljað eitthvað vel gera. — Stjórnarstefnan — hennar vöggugjöf og vega nesti — var þann veg, að allt, jafnvel í eðli sínu góðir hlut- ir, hlaut að snúast í höndum hennar til verri vegar en til var ætlast og því fór sem fór. Það yfirlæti og Börsons- bragur, ásamt barnalegri bjartsýni, sem einkenndi fyrrv. stjórnarstefnu, gat ekki góðri lukku stýrt. Það var ekki verið að gá til veðurs, þótt vitað væri, að margar blikur væru á lofti og allra veðra von, og varnaðarorð annarra voru að engu höfð. Verðbólg- an og fylgifiskar hennar fengu óhindrað að grafa und an fjárhag þjóðarinnar. Þeirri villutrú var haldið að mönn- um, að dýrtíðin væri harla góð og meðal annarra kosta hennar væri, að hún jafnaði þjóðartekjunum með- al þegnanna eins og æfð hönd dreifir áburði á völl. — Af- leiðingar þess, hvernig hald- ið var á fjármálum þjóðar- innar er nú að verða öllum hugsandi mönnum ljós. All- ur erl. gjaldeyrir er þrotinn og allt heilbrigt atvinnulíf í rústum. Með fjárframlögum úr ríkissjóði og alls konar skuldbindingupi langt fram yfir raunverulega getu, hefir verið, og er, reynt að halda öllu á lofti. Hinn eiginlegi rekstrarkostnaður ríkisins og önnur útgjöld hafa hækkað ár frá ári og miklar umfram- tekjur hafa horfið jafnóðum að sumu leyti í útgjaldahít misheppnaðra fjármálaævin- týra. Á veltiárunum gat rík- issjóður því aldrei safnað neinum varasjóðum til lak- ari ára, heldur skuldum, en „lífið“, eins og sumir mundu (Framhald á 6. síðu) „Gjaldeyrisskortur og grautarskólar” Svar til Ólafs Gunnarssonar Herra ritstjóri: Má ég minnast litillega á grein í blaði yðar, þann 28. janúar, síðastl., er nefnist „Gjaldeyrisskortur og graut- arskólar", skrifuð. af ein- hverjum Ólafi Gunnarssyni frá Vík í Lóni, sem ég veit ekki nánar deili sp en hann virðist vera í Danmörku eftir greininni að dæma. Ég verð að segja það fyrh mitt leyti, að ég hefði haldið að blað samvinnumanna r íslandi hefði nægilegt af góðu efni og annað að gera við rúm blaðsins, heldur en Ijá rúm rógburði einhverra lítt siðaðra skriffinna úti í lönd- um, sem engjast sundur o”' saman af öfund yfir því, að aðrir njóti sama réttar o" þeir, hvað viðvíkur hlutdeild í erlendum gjaldeyri, sem þeir telja sig hafa-forréttind' til að njóta, að því er séð verður á slíkum skrifum. Annars er það svo, að það er eins og höfundur nefndrar greinar hafi pottlok fyrir himinn og er því ekki að undra, þó hann stagist á o- ájád ekk,i annað en graut. Væri þó hægt að fyrirgefa það, ef grautargerð han- væri ekki viðbrunnin af alver sérstakri óvild og mögnuð af lítilsvirðingu, sem nálgast fyrirlitningu í garð þeirra stúlkna, sem farið hafa utan til matreiðslunáms og marg- ar hverjar eiga sjáifsagt efti’’ að verða húsmæður á íslandi og mæður íslenzkra barna. Orðbragðið og andinn í greir. inni minnir annars frekar á naut í flagi en siðaðan mann og er því ekki við góðu að búast. Ekki getur sá, er þetta rit- ar, séð nokkuð við það að athuga, þó íslenzkar stúlkur fari utan til matreiðslunáms og fái til þess, gjaldeyri. Virð- ist ekkert vera við það að at- huga að fólk læri sem flest og þá einnig, hvernig matur er búinn til erlendis, ef því er að skipta^ En ekki skil ég, hvernig greinarhöfundur hugsar sér að þær fari til þess að læra að matbúa ís- lenzka rétti, nema í þeim til- fellum, sem þeir kunna að vera eins eða svipaðir. Varla verður þaö efað, hvor fari betur með gjald- eyri sinn, stúlkurnar, sem rétt komast í og úr skólanum, af því, að mér skilst af grein- arhöfundi, að þær fá ekki nægan gjaldeyri til þess að geta kynnzt danskri menn- ingu almennt, heldur en hin- ir, sem eyða tíma sínum og gjaldeyri þar með til þess að skrifa níðgreinar í íslenzk blöð um samlanda sína er- lendis, og belgja sig, í sama orðinu, út yfir því, hvað þeir hinir sömu hafi drukkið mik ið í sig eða tileinKað sér af danskri menningu. Ég tel mjög miður, að^??ein eins og sú, sem hér hefir verið rædd, skuli birtast í blaði, sem ber vii’ðingu fyrir sjálfu sér og málstað sínum. Það græðir enginn maður, stefna eða flokkur á jafn lé- legum skrifum og hér hafa verið rædd. Það er þá líka gersamlega ósamboðið sam- vinnuhugsjóninni, að mál- flutningur eins og sá, sem (Framhald á 7. sí'ðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.