Tíminn - 04.02.1948, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.02.1948, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, miðvikudaginn 4. febr. 1948 27. blað 5* *á deai til di a fó I dag: Sólín kom upp kl. 9.02. Sólarlag kl. 16.22. Árdegisflóð kl. 0.45. Síð- degisflóð kl. 13.20. í nótt: Næturakstur annast bifreiðastöð- Bifröst, sími 1508. Næturvörður er í Reykjavikur Apóteki, sími 1760. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Oscar Clausen ' rithöfundur: Emil Nielsen og stofnun Eimskipafélags- :'ns; fyrra erindi. b) Ólöf Nordal: „Litla stúlkan í apótekin" eftir Sigurð Norðdal. c) Sigurður Skúla- son magister: „Ferð í verið 1881“; frásaga eftir Kristleif Þorsteinsson á Stóra-Kroppi. Ennfremur tón- leikar. 22.00 Fréttir. 22.05 Óskalög. 23.00 Dagskrárlok. Skipfréttir. Brúarfoss er á leið til Rodder- dam. Lagarfoss er á leið til vestur og norðurlandsins. Selfoss er á leiö til Siglufjarðar. Fjallfoss er í Rvík. Reykjafoss cr á leið til Reykjavík- ur frá New York. Salmon Knot er á leið til Baltimore. True Knot er á leið til Siglufjarðar. Knob Knot er á leið til Siglufjarðar. Lyngaa er i Kaupmannahöfn. Horsa er í \msterdam. Varg er á leið til New York. Söngskemmtun Einars Markan. Einar Markan efnir til söng- skemmtunar í Gamla Bíó. Fritz ’.Veisshappel aðstoðar. Á söng- skránni eru verk eftir Sv. Svein- ’ojörnsson, Sigv. Kaldalóns, Árna Thorsteinsson, Hans Meyer Peter- sen, Richard Wagner og söngvar- ann sjálfan. Sameiginlegt mót Þingeyinga eg Eyfirðinga. Þinyeyingar og Eyfirðinagr halda rameiginlega árshátíð á Hótel Borg næsta föstudag. Mótið hefst með eorðhaldi k'íikkan sex og verður til- skemmtunar: ræður upplestur og söngur. Frá skákþinginu. Eftir áttundu umferðina á skák- bingi Reykjavíkur er Baldur Möll- er eftur með 6 Vt vinning. Næstir eru Ámi Stefánsson og Benóný Senediktsson með 6 vinninga hvor. Dregið í happdrætti Hraunbúa. Dregið var í happdrætti Hraun- búa Háfnarífrði 1. febr. og komu upp þessi númer: Rafmagnselda- vél nr. 3294, reiðhjól 2818, skiði 2379, skátabókasafn 2462. Vinning- ana skal vitjað í verzl. Verðandi, Reykjavíkurvegi 3, Hafnarfirði. Skátablaðið. 1. og 2. hefti Skátablaðsins 1948 er nýkomið út. Flytur það margs konar greinar, fréttir og frásagnir um skátamái og skátastörf og er prýtt fjölda mynda úr skátastarf- nu. Blaöið er hið vandaðasta að öllum frágangi. Lvöldskemmtun leikara. Leikarar munu endurtaka kvöld- skemmtun sína á Hótel Ritz á Reykjavíkurflugvellj næsta föstu- dag og laugardag. Nokkrar breyt- íngar verða gerðar á dagskrá og mun Alfreð Andrésson skemmta m. a. Leikarar búast ekki viö að geta endurtekiö þessar skemmtanir oft- ar vegna anna. Aðalfundur Golfklúbbsins. Golfklú'obur Reykjavíkur hélt aðalfund sinn s:l. fimmtudag og var Ólafur Gíslason kjörinn for- maður í stað Fr. Hallgrímssonar, sem verið hefir formaöur s.l. 4 ár. íleklukvikmynd fjallamanna sýnd. Ferðafélag íslands efnir til skemmtunar í Sjálfstæðishúsinu í Kvöid og hefst hún klukkan 9. Þar mun Guðmundur Einarsson frá Miðdal sýna kafla úr Heklu-kvik- mynd Fjallamanna um gosið eins og það var í haust og fyrri hluta vetrar. Eru þær myndir teknar í fjórum ferðum, þar af einni flug- ferð. Aðgöngumiðar að þessari skemmtun Ferðafélagsins eru seíd- ir í Bókaverzl. ísafoldar og Sig- fúsi Eymundson. Skrifstofa British Council hér lögð niður Mr. K. Willey, fulltrúi Britich Council á íslandi er á förum héðan á næstunni. Er þá í ráði að leggja skrif- stofuna niður hér. British Council mun þó halda starfi sínu áfram hér og styðja ís- lenzka námsmenn til háskóla náms í Bretlandi. í ár munu nokkrir kandídatastyrkir verða veittir og hefir þegar verið um þá sótt, en úthlut- un ekki búin. Mr. Willey hefir nú verið skipaður prófessor í ensku við háskólann í Bukarest. Fræg stúlka af ey- firzku kyni Ný hermdarverk í Jerúsalem Á sunnudag var sprengd upp bygging í Jerúsalem ,þar sem aðalmálgagn Gyðinga, Pale- stine Post, hafði bækistöð sína. Meira en 20 manns særð- ust í þessari sprengingu. Bettý White, íslenzka stúlkan frá Winnipeg, er fór til Englands til að sitja brúðkaups Mountbattens, þegar hann gekk að eiga Elísabetu prinsessu, er ættuð úr Eyjafirðin- um. Móðir hennar er Sigríður Sig- urðardóttir Jónssonar, en kona Sigurðar var Rebekka Jónsdóttir. Bettý er sextán ára gömul og á heima á 1283 Dominion St. í Winnipeg. Hún hafði sent prins- essunni. nylonsokka, því að hún vissi, að r.á -varningur var fáséður í Eretlandi. Og svo bauð prins- essan henni til Englands í staðinn. „Þetta var eins og í ævintýri," sagði móðir Bettýjar, þegar blaða- menn komu að tala við hana. „Sjálf var ég ekki nema seytján ára, þegar ég yfirgaf föðurland mitt og fór hingað til Kanada til þess að leita mér fjár og frama.“ Félagslíf Málfundadeild F.U.F. í Reykjavík heldur umræðufund í Eddu-húsinu kl. 8.30 í kvöld. — Mætið stundvíslega. Ferðafélagið. Skemmtifundur í kvöld í Sjálf- stæðishúsinu kl. 9. Ármann. Skemmtifundur í kvöld í Tjarn- arkaffi kl. 9. K.R. Skíðaferð skíðadeildarinnar í kvöld kl. 7 frá Ferðaskrifstofunni. Skaftfellingafélagið. heldur skemmtifund að Röðli annað kvöld kl. 9. Leikhúsið. „Einu sinni var“ sýnt í Iðnó í kvöld kl. 8- Ódýrar auglýsingar EöM !í©rð ©g feeiíur veizlinnatnr sendur út um allan bæ. SILD & FISKUR fSéiskur drengur óskast til að selja Tímann á götunum. Góð kjör. Uppl. á afgr. Tímans.. Boriið á V-R. (Verzlunarmannafél. Reykja víkur) Vonarstræti 4, þegar þér komið til bæjarins. Fljót Qg góS afgreiðsla. VíMisáS ©Éeillsga að ErtlireSSslH TiMiasís. FJALAEOlfUEIM sýnir gamanleikinn á fimmtudagskvöld kl. 8 í Iðnó. Aðgöngumiðasala frá kl. 4—7 í dag. 20 sýning. Á förnam. vegi Það er ekki langt síðan frá því var skýrt, að við manntalið i haust hefðu reynzt vera 132750 menn á landi hér. Það er að vísu ekki mik- ill mannfjöldi, þegar um heila þjóð er að ræða. En sé þessi tala borin saman við það, sem var fyrir nokkrum árum, kemur þó í ljós, að þjóðinni fjölgar örar en menn veita athygii í fljótu bragði. Við skulum ekki fara lengra aft- ur en til ársins 1912. Þá yotu að- eins 86116 menn á íslandi Á þess- um síðustu þrjátíu og fimm árum hefir fólkinu með öðrum orðum fjölgað um meira en 46 þúsundir. í árslok 1927 rar mannfjöldinn orðinn 103327. Síðustu tuttugu árln hefir því fólksfjölgunin orðið ná- lægt 29 þúsundum. Þótt barnsfæðingum, miðað rið hverjar þúsund konur í landinu, hafi oftast farið fækkandi ár frá ári á þessu tímabili, hefir fólks- fjölgunin orðið meiri á ári hverju á síðari hluta þessa þrjátíu og fimm ára tímabils, er ég tek hér til samanburðar. Veldur því meðal annars, að barnadauði hefir sí- fellt farið minnkandi, svo að nú er ekki orðiö uema eitt land, sem jafnast við ísland að þessu leyti — Nýja-Sjáland. í cðru lagi verður fólksfjölgunin stórstígari með hverju nýju þúsundi, er bætist við íbúatöluna. Þessar tölur, sem hér hafa verið nefndar, gefa talsverða hugmynd um, hvað þjóðinni fjölgar ört, og af þeim má draga nokkra ályktun um það, hvers er að vænta á næstu áratugum í þessu efni, ef ekkert óvænt ber að höndum. Mér virðist að þeir, sem nú eru um þrítugt geti gert sér beztu vonir um að lifa það, að þjóðin nái tvö hundruð þú^»ndum. Ef svipað stefnir og nú horfir, ætti það að verða orðið jftir svo sem þrjátíu og fimm ár. »Og haldi mannfjölg- unin áfram með svipuðum hraða, ætti ekki að þurfa nema önnur j 'orjátíu og fimm ár til þess, að . þjóðin yrði þrjú hundruð þúsundir. I Þeir, sem eru að fæðast þessi misseri, ættu margir hverjir að • lifa þann dag. j Þetta eru tölur, sem kunna að í koma mörgum á óvart — menn ' haía ekki gefið gaum að því, hve j mannfjölgunin er í rauninr.i ör. Og núy' ekki ólíklegt, að r'.rmverj- lr spyrji sem svo: „Eru þetta gleði- tíðíndi eða óheillaspá?" Slíkri spurningu er erfitt að grara í fám orðum og að lítt at- huguöu máli. Sá baggi leggst auð- vitaff á þjóðina að skapa vaxandi íjölda þegna atvinnuskilyrði og lifsskllyrði. Það krefst aukins húsa- kosts og nýrra atvinnutækja og aukinna markaða í öðrum löndum. En þar á móti kemur það, að framleiðslugeta þjóðarinnar eykst sífellt, svo framarlega sem aukn- ingin verður ejkki minni en nemur mannfjölguninni, og sá baggi, sem þegnarnir verða hver og einn að bera af sameiginlegum kostnaði við stjórn land&ir^ ætti að léttast að sama skapi og fólkinu fjölgar og byrðarnar ge *, dreifzt á fleiri. En mestu munaði sennilega sá aukni máttur, sem þjóðin ætti yfir að ráða, þegar hún væri til dæmis oiffin tvö c:'*p þrjú hundruð þús- undir, og þeir möguleikar, er henni sköpuðust þá til þess að ráðast í arðgæf stórvirki, er henni hefðu verið ofviða, meðan hún var helm- ingi minni eða meira en það. É’g er þeirrar skoðunar, aö mun betra væri fyrir allfjölmenna þjóð að búa í landinu heldur en fá- menna sem við nú erum. En ég er ekki reiðubúinn til þess að færa fram veigamikil og sannfærandi rök fyrir því að svo stöddu, um- íram það, sem ég hefi gert, og því er bezt að fella þetta hjal að sinni. J. H. ! | Félsjg íislenzka'a leikara: ÍKVÖLDSKEMMTUN! ! i l ■ ö I að KQTEL RITZ föstudaginn 6. l’ebrúar og laugar- | daginn 7. — Félagar úr Félagi íslenzkra leikara 8 i \ \ í skemmta yfir borðum ásamt hljómsveit J. Felzman. i i DansaS til klukkan 1. — Samkvæmisföt. — Húsinu i f lokað kl. 8. — Aðgöngumiðar seldir í Iðnó fimmtudag f og föstudag kl. 1—3. r Sameiginleg ársháííð Eyfirðinga og Þingeyinga í Reykj avík verður haldin að Hótel Borg föstudaginn 6. þ.m. og hefst með borðhaldi klukkan 6 síðdegis. Til skemmtunar: Ræður, söngur með guitarundirleik dans og fleira. Aðgöngumiðar verða seldir í blómaverz. Flóru og hjá Dýrleifu Pálsdóttur Laugaveg 13, sími 7641. Reykjavík, 4. febrúar 1948. Stjórnir félaganna. Askriftarsími 5484. 1. og 2. tbl. þ. á. komið út. Fæst í bókaverzlun Lárusar Blöndals, ísafold og hjá Eymundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.