Tíminn - 04.02.1948, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.02.1948, Blaðsíða 8
Reykjavík 4. fébrúar 1948 27. blað Hólmavíkurbáíar afla vel, þegar gefur Veður hins vegar stormasamt Tíðindamaður átti í gær símtal við Jónatan Benedikts son, kaupfélagsstjóra á Hólmavík. Sagðist honum svo frá, að veður hefðu verið stormasöm þar norður frá í vetur og því oft gæftalítið, enda alllangt að sækja á fiski miðin, en afli sæmilegur og siundum góður, þegar gefur á sjó. Fiskveiðar frá Hólmavík hefjast þegar á haustin, og stunda nú þrír vélbátar, rúm- lega tuttugu lestir að stærð, sjó frá Hólmavík. Hafa þeir oftast fengið 5—8 smálestir í róðri upp á síðkastið, og þykir það dágóður afli. Fiskurinn er látinn í hrað- frystihús kaupfélagsins á Hólmavík. En mjög er það til baga, hve tregt gengur að losna við fiskinn, sem þar er fyrir, svo að heita má, að allt sé fullt. Fáeinir trillubátar eru einnig á Hólmavík, en þeir eru lítið hreyfðir á vetrum. Svipaða sögu er að segja frá Drangsnesi við Steingríms- fjörð. Þar eru aðallega trillu- bátar, og ekki hægt að sækja sjó á þeim fyrr en vorar. Valda því meðal annars vond hafnarskilyrði. Er þar ill-lend andi, þegar út af ber um veð- ur og sjólag. * Séra Arni Þórarins- son látinn (slenzku íþróttamennirnir, sem til greina komatilQlympíufararinnar þjálfaðir af kappi Si’etai* liafa gíthEutað Islendil^iúii 180 áhsrfendasætam, en miklu 'Sleiri vilja komast að Undirbúningu Ólympíuleikanna, sem halda á í Lundúnum á sumri komanda, er nú hafinn af fullum krafti, bæði í Lundúnum og eins í þeim löndum, sem ætla“að' senda kepp- cndur til leikanna. Hér liefir verið starfað að undirbúningi að þátttöku íslands síðastliðin tvö ár og helir Ólympíu- neladin íslenzka þegar unnið mikið verk?" Fundir hafa verið haldnir hálfsmánaðarlega. Stefán Jóh. Stefáns- son á norrænum for- sætisráðherrafnndi Stefán Jóh. Stefánsson, forsætisráðherra, fór í dag flugleiðis til Stokkhólms. Mun hann sitja þar fund forsætisráðherra Norður- landa, sem haldinn verður 7.—9. febrúar. Framsóknarvistin í Hafnarfirði í gær Framsóknarmenn í Hafn- urfirði efndu til samkomu í Alþýðuhúsinu í gærkvöldi. Var spiluð þar Framsókn- arvist af miklu fjöri og á- nægju. Hermann Jónasson flutti ræðu. Var þetta fyrsta Framsókn arvistin, sem Framsóknar- menn í Hafnarfirði hafa efnt til og var a ðheyra á þeim að ekki liði langur tími, þar til þeir efndu til þ eirrar næstu. Séra Árni Þórarinsson lézt að heimili sínu hér í Reykja- vík í gær. Hann var 88 ára að aldri. Hann var lengst af prestur og prófastur i Snæ- fells- og Hnappadalssýslu, eða til ársins 1934. Hann var kvæntur Elísabetu Sigurðar- dóttur frá Fáskrúðarbakka. Lýst yfir sjálfstæði Ceylonbúa Ceylonbúar fengu á mið- nætti í nótt fullt sjálfstæði innan brezka heimsveldisins. Yfirlýsingunni um sjálfstæð- ið var þó frestað, þar til í morgun, og var það gert að ráði stjörnuspekinga, sem enn eru í miklum metum á Ceylon. Iþróttaviennirnir þjálf- aðir. Ekki er ennþá fullráðið, hve marga íþróttamenn ís- lendingar senda til leikjanna, og fer það fyrst og fremst eft- ir afrekum þeirra á vori kom- anda. í vetur hefir stór hóp- ur íþróttamanna, nærri fjöru tíu talsins, verið þjálfaðir, en aðeins þeir beztu þeirra verða sendir á Ólympíuleikina. Þjálfarinn, sem er sænskur maður, Olle Ekberg að nafni, telur góðar horfur á, að við getum sent myndarlegt lið til leikanna, þó ekki megi vænta þess, að komið verði heim með verðlaunapeninga. J Keppni við Korðmenn þol- rauii Ólympiufaranna. Ákveðið er fyrir nokkru, að Norðmenn og íslendingar hafi millilandskeppni i frjáls um íþróttum hér í Reykjavík mánuði áður én Ólympíu- Tíu læknishéruð laus til urasóknar Tíu læknishéruð hafa ver- ið auglýst laus til umsóknar, og er þar víðast um hin strjálbýlli og afskekktari byggðarlög landsins að ræða. Sum þessara læknishéraða hafa verið læknislaus um langt skeið. Tvö dauðaslys af völdum bifreiöa Annað í IlafiÐarfirði, Isstí í 8&«ykjavsk Tvö dauðaslys urðu í gær, annað í Hafnarfirði og hitt í Reykjavílc. í bæði skiptin voru það bifreiðar sem ollu slys- unum. í Hafnarfirði varð átta ára gömul telpa, Gyða Þor- leifsdótfcir fyrir bíl og lézt af völdum þess skömmu síðar. Hitt slysið vildi til í Suðurgötu. Þar varð maður á reið- hjóli fyrir bifreið og lézt samstundis. leikirnir eiga að byrja eða 28. júní. Það ýérður þolraun væntanlegra Olympiufara og árangur sá^ ér næst á því móti, verðu^látinn skera endanlega úr Ai'm það, hvaða íslenzkir íþrpttamenn verða valdir til Lufiöúnafararinn- ar Engan mann- má senda til keppni, nemá;”hann uppfylli lágmarksskilýrSi í viðkom- andi íþróttagréin. Hörmulegur atburður í Hafnarfirði. Slysið í Hafnarfirði vildi til með þeim hætti, að kennslu- bifreiðinni G-374 var ekið eftir Hverfisgötu, og var ver- ið að beygja inn á Reykjavík urveg. Nemandinn, sem var við stýrið hafði ekki fulla stjórn á bíinum, og náði ekki beygjunni við fyrstu tvær til- raunirnar. — En er hann í þriðja sinn ætlaði að reyna að ná beygjunni, fór bíllinn í afturábakskiptingu og rann á mikilli ferö aftur á bak. En í því bar þær að, Gyðu litlu og móður hennar, frú Sigur- línu Jóhannesdóttur. Skipti það engum togum, að þær urðu báðar fyrir bílnum. — I-Ilutu þær báöar áverkun, og lézt Gyða Iitla skömmu eftir að hún hafði verið flutt í sjúkrahús. Meiðsli frú Sig- urlínu eru hins vegar ekki talin hættuleg. Gyða litla var dóttir hjón- anna, Sigurlínu Jóhannes- dóttur og Þorleifs Guðmunds sonar verkstjóra í Hafnar- firði. Var litla telpan yngst fjögurra barna þeirra hjóna. Slysið á Herkastala- liorninu. Hitt dauðaslysið vildi til með þeim hætti, að bifreið- inni R-5617 var ekið norður eftir Suðurgötu. Er hún kom á móts við hornið hjá Her- kastalanum varð maður á reiðhjóli fyrir bílnum, og beið hann þegar bana. Mað- urinn hét Sigurður Kr. Guð- mundsson', til heimilis ac Ránargötu 19. Bílstjórir.n á R-5617, sem er flutningabíll, segist ekki lrafa séð til ferða Sigurðar, en annars er ekki fullljóst enn með hverium hætti slysið hefir viljað til. Sigurður heitinn var maöur um sextugt of lætur hann eftir sig konu og uppkomin börn. íslendingar fá 180 á- horfendur. Brezka Ólympíunefndin út hlutar hverri þjóð vissum fjölda áhorféftdasæta, þar sem miklu fiéiri áhorfendur vilja komast á‘ð á leikjunum en hægt er að koma við. Ilef- ir þegar verið ákveðið, að héð an megi 180 áhorfendur fara, en ef svo skyldi vilja til, að eitthvað af áðgöngumiðum yrði afgangs, þegar búið er að úthluta öllúm þjóðum, sem sækja leikina, verður út- hlutað aftur viðbót til hvers lands, og getur því svo farið, að við fáum eitthvað fleiri áhorfendasæti. Margir íslendingar vilja komast að. Ólympíunefndinni hafa bor izt fjölda fyrirspurna frá mönnum víðs vegar um land- ið, sem hafa hug á að komast til London til þess aö horfa á leikina. Er hér einkum um að ræöa íþróttafólk, íþrótta- kennara og aðra, sem áhuga hafa á ýmsum greinum íþrótt anna. Er þegar ljóst, að miklu færri geta notið aðgöngumiða þeirra, sem íslandi hefir verið úthlutað, en vilja komast að. Verður reynt að velja sem sanngjarnast úr umsóknun- um, og þeir látnir sitja fyrir, sem mesta þörf eru taldir hafa á að komast á leikina. Hins vegar er svo nokkur ó- vissa ríkjandi um þann gjald eyri, sem hægt verður að veita til þeirrar farar, og má vera, að tala áhorfenda takmark- ist eitthvað frekar af þeim orsökum. Ólympíunefndin mun þegar vera búin að fá loforð fyrir nokkrum gjaldeyri til að kaupa aðgöngumiðana, en það á að gerast nú þegar. Mun láta nærri, að aðgöngumiðar fyrir hvern áhorfenda á þá þætti leikjanna, sem búast má við að íslendingar hafi heizt áhuga á, svo sem frjáls- ar íþróttir, sund og fleira, kosti um sex sterlingspund. Áhorfendum og keppend- um séð fyrir húsnœði. Ólympíunefndin’mun, þeg- ar til kemur reyna að sjá þeim, er fara utan á hennar vegum, hvort heldur um er að ræða áhorfendur eða íþrótta menn, fyrir dvalarstað á með- an leikirnir standa yfir. Hef- ir nefndin spurzt fyrir um kostnað viö dvöl í ýmsum gistihúsúm og einnig í tjöld- nm. Sennilega verður ekki af hópferð íslendinga með skipi, sem bíða myndi eftir þeim. Kom til tals að fá Esju til fararinnar og láta hana bíða á Tempsánni á meðan leik- irnir færu fram. Var þá hug- myndin, að landarnir héldu til um borð í skipinu. Ýms tonnerki hafa komið í ljós við athugun á þessari ráða- gerð. Vafasamt er, hvort hægt er að taka Esju í slíka ferð, og hafnarstjórn Lundúna benti einnig á þá staðreynd, að Esja yrði að liggja við fest- ar langt út á ánni, þannig að erfiðleikum væri bundið að koma farþegum að og frá borði eins greiðlega og þyrfti. Ný herferð gegn Viet-Nam-Iýðveid- mnr Frakkar hafa lítinn heiður áunnið sér fyrir hegðun sína í Indó-Kina á seinni árum og afstöðu sína til Viet-Nam- lýðveldisins. Fyrir nokkru síðan var þó fulltrúum lýðveldismánna boðið til Parísar til þess að ræða við frönsku stjórnina um framtíð Indó-Kína. Nú herma aftur á móti fregnir, sem að vísu eru frá Moskvu og hafa verið staðfestar ann- ars staðar, að franska stjórn in láti handtaka alla áhang- endur Viet-Nam-lýðveldisins, er hún nái til, og meðal þeirra séu samningamenn- irnir frá Indó-Kína. \ FramsóknarvLst | á föstudaglnn I Næsta Framsóknarvist veröur E f samkomusalnum í mjólkur- 1 stöðinni næstkomandi föstu- E öagskvöld. Sérstaklcga slcal á I það bcnt, að SAMKOMAN I HEFST NÚ KLUKKAN ÁTTA, jj en ekki 8,30 eins cg verið hefir. I Eysteinn Jónsson mennta- | máiaráðherra flytsir crindi á | samkomunni. § Fólk er vinsamlega beðið að 1 mæta stundvíslega, þar cð | skemmtunin stendur ekki yíir \ lengur en til klukkan eitt. S Tryggið ykkur miða sem fyrst. \ Tekið á móti pöntunum í | síma 6066. riuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiii iiiiiihuiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii*i,iiii*ii,ii*,**,,,ii*'i,,,*,*,iiii*'*,,,,'","|',,*i,i,,**',,,*,,,,,*,,'*,,*,i,i ij

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.