Tíminn - 04.02.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.02.1948, Blaðsíða 4
4 Reykjavík, niiSvikudaginn 4. febr. 1948 27. blaS Nokkur orð um Þorlákshöfn Eftir Teit Eyjólfsson Hr Grímur Þorkelsson skipstjóri heí'ir skrifað í vet- ur noKkrar greinar varðandi hafnamál landsins, og á sér- staklega um þá staði, sem í ráði er að byggja nýjar hafnir. Hér kveöur sér hljóðs mað- ur, sem hefir langa reynzlu um siglingar með ströndum landsins, og færi vel á því, að' ílein af farmönnum okk- ar gerðu slíkt hið sama. En skilj aniegt er aö þeir, sem eru stöðugt á sjónum, hafi lítinn tima tii ritstarfa. í siðustu grein sinni, er Gnmur skipstjóri nefnir: „Njárðvík — Dyrhólaós — ÞorlaKshöfn,“ sem hann skrif ar i Þjóðviljann fyrir nokkru síðan, gagnrýnir hann harð- lega pá hugmynd, að lands- höfn verði byggð í Njarðvík, hann varar við káki í bygg- ingu hafnarmannvh’kja, og einnig því, að hafa of margt 1 takmu í einu. Hann lætur orð falla um það, að hafnarstæði í Þor- lákshöfn sé lítt rannsakað af sérfróðum mönnum. Þetta mun vera af ókunnleik höf- undar á þessari hlið máls- ins, og þykir því hlýða aö ségja í stuttu máli frá rann- sóknum sem gerðar hafa ver- ið um hafnarstæði í Þor- lákshöfn. Árin 1907—9 rannsakar Th. Kraböe landsverkfræðingur hafnarstæði á Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn. Eftir þá rannsókn telur hann ekki gerlegt að ráðast í hafn- argerö á Stokkseyri eða Eyr- arbakka, en gerir tillögur og kostnaðaráætlun um vélbáta höfn í Þorlákshöfn, sem rúmi 50—60 vélbáta. Árið 1913 veitti Alþingi Fiskiveiðafélagi íslands styrk til þess að láta rannsaka og áætla vélbátahöfn í Þorláks- höfn. Fiskiveiðafélagið sneri sér t.il Jóns Þorlákssonar lanasverkfræðings um fram- kvæmd á rannsókninni. Fól hann Jóni H. ísleifssyni verk íræðingi nauðsynlegar mæl- ingar því viðvíkjandi, þeim var iokið í marz 1914. Gerðu þessir verkfræðingar hvor um sig' tillögur um hafnar- igerð i Þorlákshöfn. Þa kemur næst til sögunn- unnai N P. Kirk verkfræð- ingur, sá er byggði Reykja- viKurhöfn ásamt Monberg etazraö. en þeir byggðu hafn ir viða um heim. Var Kirk við rannsóknir og mælingar í Þorlákshöfn sum- ariö 1918, en skilaði af sér tillögum og kostnaðaráætlun um hafnargerð í Þorlákshöfn árið 1919. Eru liafnargerðar- t:Ilögur þessar stórmerkar fyrir það, að verkfræðingar seinm ttma, sem hafa endur- skoðað mælingar og tillögur Kirks, hafa staðfest þær að mestu. rjpphafið á ritgerð Kirks um Þorlákshöfn er á þessa leið: „á Alþingi 1917 var sam- 'þykkt svolátandi þingsálykt- un: — „Alþingi ályktar að skora á landsstjórnina að láta, svo fljótt sem auðið er, rannsaka hvort hafnarvirki þxu, sem Jón H. ísleifsson verkfræðingur hefir mælt og áætlað í Þorlákshöfn, muni véra fulltraust, og gera vand- lega áætlun um, hvað slík lulltraust hafnargerð mundi Jkosta.“ Þar eð hið háa stjórnarráð hefir falið mér á hendur þau störf, er ofanskráð þingsálykt un felur í sér, leyfi ég mér hér með að leggja fram eftir- farandi álitsskjal i málinu: Þá er ég hafði ferðast með allri suðurströnd íslands, sumarið 1918, til þess að at- huga, hvort bæta mætti þar lendingar, komst ég að þeirri niðurstöðu, að eini staðurinn meðfram allri ströndinni, þar sem til mála geti komið að gera höfn, sem nokkra fram- tíð eigi sér, er einmitt Þor- lákshöfn, því að þar eru nokkurn veginn hagkvæm skilyrði til hafnargerðar. Þorlákshöfn liggur að vísu fyrir opnu Atlantshafi, en þó er í víkinni — Hafnarvík — hlé fyrir suðvestan, vestan og norðvestan vindi. Sigling þangað er hin á- kjósanlegasta, leiðin hrein og skerjalaus, að undanteknu einu blindskeri, er Kúla heit- ir, en það er svo nálægt landi, að ekki sakar. Inn- siglingarleiðina er auövelt að lýsa og gott að finna staðinn þegar komið er af hafi, þar eð hann liggur mitt á milli Reykjarnesvitans og Vest- mannaeyjavitans. Botninn er góður, ágætur haldbotn, en þó skammt nið- ur á fasta klöpp, því hentug undirstaða undir mannvirki. Ennfremur má taka það fram, að á staðnum er mjög auövelt að ná í alls konar byggingarefni, sandur, möl og grjót af allri stærð er þar í’étt við hendina." Fyrir síðustu áramót af- greiddi alþingi lagabálk mik- inn, sem átti að vera þáttur í baráttunni gegn dýrtíðinni. Ég á hér við lög um dýrtíðar- ráðstafanir. Það má að vísu um það deila, að hve miklu haldi sú „barátta“ muni koma. En eitt eru víst flestir sammála um, nema þeir þingmenn, sem réttu upp hendurnar með þessum lögum, — aö kaflinn um eignaaukaskatt- inn sé ein fáránlegasta vit- leysa, sem lögfest hefir verið. Er þá mikið sagt. Gegnir það sannarlega furðu, hvað bjóða má fólki, ef þaö ætlar að taka þegjandi við þeirri löggjöf. Samkvæmt þessum dæma- lausu ákvæðum um eigna- aukaskattinn eru skattþegn- arnir dregnir í tvo dilka. í annan dilkinn eiga þeir rétt- látu að far«. — hinir rang- látu í hinn. Og hinir réttlátu eru þeir, sem eitthvað áttu fyrir 1. janúar 1940 — rang- látir eru þeir, sem eitthvað hafa eignazt síðan. Skal nú reynt að gera grein fyrir því, hvernig háttvirt alþingi og ríkisstjórn hafa gengið frá þessum málum. í lagaákvæðunum um eignaaukaskatt segir: „Á árinu 1948 skal leggja sérstakan skatt á eignaauka, sem orðið hefir á tímabilinu frá 1. janúar 1940 til 31. des- ember 1947.“ Síðar í ritgerð þessari, ræð- ur Kjrk frá því að reisa í Þorlákshöfn hafnarmann- virki eftir áætlunum Jóns H. ísleifssonar, sem hann telur of veik til að þola átök hafs- ins. Gerir hann síðan tillög- ur um miklu voldugri skjól- garða og traustari gerð þeirra. Eins og fyrr segir, hafa verkfræðingar vitamálaskrif- stofunnar endurskoðað þessa hafnargerðaráætlun Kirks nú hin síðari ár, og mun flest í henni hafa verið staðfest við nýjar mælingar. Frá ómunatíð hefir Þor- lákshöfn verið ein nafn- kenndasta veiðistöð og líf- höfn sunnlenzkra fiskibáta. Samkvæmt athugunum Kirks, er Þorlákshöfn eini staðurinn á allri suðurströnd landsins, sem er vel fallinn til að verða nútíma siglinga- og fiskihöfn. Hefir hraunstraumur runn ið út í hafið og myndað nes, sem er aðalskjólveggur hafn- arinnar, sunnan á nesinu hefir hafið brotið efsta hraunlagið, og liggur þar svo að segja tilhöggið stórgrýti, meira en nóg í alla þá garða sem þörf er á í Þorlákshöfn, til að byggja þar stórskipa- höfn. Mun óhætt að fullyrða, að hvergi muni annað eins efni hafa verið við hendina, við aðrar hafnargerðir á ís- landi. Milliþinganefnd í sjávarút- vegsmálum taldi Þorlákshöfn i röð þeirra staða, sem Ennfremur eru í lögum þessum svohljóðandi ákvæði um framtal fasteigna til þess arar skattaálagningar: „Ef skattþegn hefir eign- ast fasteignina árið 1940 telst fasteignam4atsverð með 25% álagi, árið 1941 með 50% álagi, árið 1942 með 100% álagi, árið 1943 með 200% álagi, árið 1944 meö 300% álagi, árið 1945 með 400% álagi, og árin 1946—47 með 500% álagi.“ Þannig er þessi boðskapur. Nú skulum við taka fáein dæmi. Segjum, að maður hafi átt fyrir 1940 hús, sem var 70 þúsund krónur að fasteigna- mati. Hann greiðir skatt af þeirri upphæð eingöngu. Annar maður byggir árin 1946—47 hús, sem er einnig 70 þúsund krónur að fast- eignamati. Eftir bókstaf lag- arina á að fimmfalda það mat — færa það með öðrum orðum upp í 350 þúsund krónur. Mjög oft <ayu slík hús þessa virðis og m^ira, ef um sölu væri að ræða. En séu báðir þessir menn skuldlausir, greiðir sá, sem á eldra húsið, engan eignaaukaskatt, en sá, sem byggði á árunum 1946— 47, um 20 þúsund krónur. Annað dæmi: Maður byggði fyrir 1940 hús, sem kostaði 25 þúsund (Framliald á 6. siðu) Til hvers er svona félagsskapur fyrst hann gerir ekki þetta eða þetta? segja menn stundum, þegar þeim finnst eitthvað vanta. Þá geta þeir nöldrað og nuddað um það, hvað einn og annar menning- arfélagsskapur sé máttlaus og lítil- fjörlegur. Það séu svo sem ekki merkilegir menn, sem þar séu að verki, þó að ekki vanti betlið og heimtufrekjuna. Ekki er neitt við því að segja, þó að fólki finnist ýms menningar- félög starfa miður en skyldi og eldur áhugans ekki loya svo glatt, sem æskilegt væri. Víst er sú skoð- un víða rétt. En þegar þið heyrið þessar aðfinnslur vil ég biðja ykk- ur að gera eina bón mína. Það er að kynna ykkur og meta hvað sá, sem að finnur, hefir sjálfur lagt til liðsemdar þeim málefnum, sem um er að ræða. Oft mun það þá sýna sig, að hann hefir ekkert gert og aldrei ætlast til neins af sjálf- um sér, þar sem hugsjónamálin þurfa manna með. Og ef til vili segir hann sem svo: Ja. — Ég er ekkert þar með, og hefi aldrei ætlað mér. Og jafnvel getur verið aö hann afsaki sín forföll og fjar- veru af vettvangi hugsjónalífsins með þeim röksemdum, að viðkom- andi félagsskapur sé allt of ómerki- legur og óverðugur nærveru sinn- ar hágöfugu persónu. Þó að ekki sé hátt risið á öll- um mcnningar- og mannbótafé- lögum, finnst mér þó, að þeir, sem eitthvað leggja þar gott til, fé eða fyrirhöfn, standi skör hærra en hinir, sem ekki hafa neitt til mál- anna að leggja, nema ónotin ein í þeirra garð, sem eitthvað eru þó að reyna. Mér finnst mikill munur á, hvort menn sína einhverja við- leitni og skilning í fylgi sínu við gott mál, eða einungis fyrirlitningu og hrokagikkshátt í garð þeirra, sem þar vinna. grein um hann, enda ekki mikil þörf á því. Hver hefir ekki séð sjúkraflutningabíla Rauða Kross- ins? Hver veit ekki um forgöngu Rauða krossins í hjálparstarfseml við nauðstatt fólk á meginlandi Evrópu? Hver veit ekki um nám- skeið Rauða krossins í hjúkrun og hjálp í viðlögum? Auðvitað má segja, að Rauði Krossinn ætti að starfa betur og meira, eins og við öll. Það má líka færa góð og gild rök að því, að honum hafi mjög yfir- sést í útgáfustarfsemi sinni og bar- áttu sinni á því sviði fyrir heil- brigðu lífi einstaklings og þjóðar, með því að boða ekki bindindi á tóbak og áfengi. Þar var þó verk- efni, sem manntak var að sinna En ef við látum þetta verða til þess, að vanmeta það, sem Rauði Krossinn hefir vel gert, svo að við viljum ekkert lið leggja honum, þá erum við þar með að taka okkur stöðu alllangt fyrir neðan þá menn, sem við viljum deila á. Hitt væri réttara, að styðja þá til allra góðra hluta og áminna þá um að gera enn betur. En því ræði ég þetta nú, a3 Rauði Krossinn hefir gert ösku- daginn að fjáröflunardegi fyrir sig, svo að þess er nú skammt að bíða, að hann leiti undirtekta fólks við erindum sinum og starfsemi. Þá kemur það í ljós, hvort okkur þykir starfsemin heldur um of eða van. Þá sézt það, hvort við viljum auka hana eða minnka. Rauði Krossinn þarf að fá fólk til að selja merki fyrir sig og afla fjárins, sem góðviljaðir menn vilja láta af hendi rakna starfsemi hans til liðs. Um það vil ég biðja unglinga bæjarins að hugsa. Og svo vil ég minna á það síðast, að hvað sem um Rauða Kross íslands kann að mega segja, er þó hann og starfsemi hans eitt af því, sem skipar okkur á bekk með menning- arþjóðum. Skapar okkur álit og Rauði Krossinn er eitt af þeim menningarfélögum, sem hér er um Ivirðingu sem frjálsri þjóð og yfir- að ræða. Hann er mannúðarfélag * leitt gerir okkur hlutgenga í sam- og vinnur fjölþætt starf. Ég ætla félagi vestrænna menningarþjóða. hér ekki að rita neina kynningar- Pétur landshornasirkill. Jörð til sölu Jörðin Dæli í Víðidal fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Jörðin er vel í sveit sett, mikið haglendi að mestu afgirt. Veiði í Víðidálsá. Nánari upplýsingar gefa Gunnþór Guðmundsson, Ákahól, Grindavík og Víglundur Guðmundsson, Dæli, símstöð: Víðidalstunga. Jörð til sölu Jörðin Seljar, Hraunhreppi á Mýrum, fæst til kaus og ábúðar frá næstkomandi fardögum. n 8 s j; tt « Þeir, sem kynnu að vilja kaupa eða leigja jörðina, -4 xl snúi sér til Jóhanns Jónatanssonár í Hjörsey, sem gefur 1; allar nánari upplýsingar um jörðina. tt « inmttmtttíttnmtímttntííttítttmjttttttmnttnttttmtíjtnttíittttttttttttmttttit Augiýsið í Tímanum (Framliald á 7. síðu) TvennskoncLr réttur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.