Tíminn - 19.02.1948, Page 3
59. blað
TÍMINN, fimmtudaginn 19. febr. 1948
miimiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiil iiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiniiii!iiiiiiiniiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimniniiiimiiiiiiiiiiiiiniiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiuiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiui!miimiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'
GUR ÆSKUNNAR
i-r ■ ;■.■■■ ‘,!ö ; ■■ . ■.. .,. ; ; '■■: . i;: auJ
- MÁLGAGN SAMISAMÐS UMGffiA FRAMSÓKNARBIANNA - KITSTJ. JÓAT IIJALTASON —
*iiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiii|iiiiJÍiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii<iiiiiii“iii*<*«<**i***'***»****'iiiii'ii"i"i'ii,**»,,,,'Hii,i,,,‘i,,i,i,i,i*,,iiiiii,,,iiiiiiiiiiiii*i,i*liii*iii,i,i,i,*iiiii,,i",i|iiiiiiiiinii,iiiinii,i,i'iii‘n**iiiiiiniimiiiiiiiiiiiiiiiiHininiiiiiiiiiimini
Um ve
NlYNSPÆilJLEG iWSMÆÐRAEFNI
Þessi mynd er frá húsmæöraskóla Borgfiröinga að Varmalantli.
Stúlkurnar standa þarna hjá nokkrum þeirra muna, er þær hafa
saumað og cfið um veturinn til þess að prýða tilvonandi heimili sín.
Víða á landinu cr ungt fólk að búa sig undir það með ýmsum
hætti að stofna heimili.
(Ljósm.: Guðni Þórðarson).
Skem mti sa m kom u r
F. U. F. '
Eitt af stefnuatriðum nú-
verandi ríkisstjórnar var, eins
og kunnugt er, endurbætt
verðlagseftirlit, enda er efling
þess óhjákvæmilegur þáttur
í þeim geröum ríkisstjórnar-
innar að lækka dýrtíðina í
landinu.
Það orkar varla tvímælis.
ef eftirlit með verðlagi í land
inu á að ná tilgangi sinum,
þá verður fyrirkomulag þess
og framkvæmd að breytast
til batnaðar frá því sem nú
er./
Á undanförnum árum og
jafnvel enn er kaupgeta þjóð
félagsþegnanna svo mikil, að
vörúr eru keyptar svo að
segja hvað sem þær kosta,
og margir hafa ekki fyrir því
að spyrja um verð vörunnar
áður en þeir festa kaup á
henni. Það fer ekki hjá því,
að þetta ástand orkar í þá
átt, að efla tilhneigingp
margra verzlunarfyrirtækja
til þess að selja vöru sína dýr
ari en léyfilegt er samkvæmt
gildandi verðlagsákvæðum.
Það fer heldur ekki dult, að
verzlunarstéttin hefir fundið
margar leiðir til þess að fara
í kring um verðlegsákvæöin,
enda hefir þeim verið slæ-
lega framfylgt.
Þaö eru-vafalaust mörg at-
riði í framkvæmd verðlags-
eftirlitsins, sem þurfa lagfær
ingar við, sérstaklega mun
þar skorta skipulagningu í
vinnubrögöum. En það er út
af fyrir sig ekki nægilegt að
eftirlítið sjálft sé framkvæmt
af röggsemi, og eftirlitsmenn
irnir komist að svo og svo
möi'gum brotum á verðlags-
ákvæðunum, ef ekki er hægt
að fá lagðan dóm á þau brot
og viöurlögum er ekki beitt,
eða ef málshöfðun á sér stað,
að það taki eitt til tvö ár að
ljúka málinu, sem oft hlýtur
að verða til þess, að ýms sönn
unargögn fara forgörðum.
Það er augljóst, að ákvæði
verðlagslaganna ná ekki,
fremur en ákvæði annarra
laga, tilgangi sínum, ef þeim
viðurlögum, sem sett eru við
brotum gegn þeim, er ekki
framfylgt.
Það er brýn nauðsyn að
ráðin sé bót á því ófremdar-
ástandi, sem nú ríkir í verð-
lagsmálum að þessu leyti.
Verður ekki séð, að það yrði
gert á hagkvæmari hátt en
þann, að settur yrði á stofn
sérstakur dómstóll, er rann-
saka skyldi og dæma mál, er
rísa út af verðlagsákvæðun-
um, hvar sem er á landinu,
og að rannsókn þeirra gengi
án ástæðulausrar tafar. Ætti
með þessu móti að fást stór-
um meira öryggi og festa í
þessum málum en nú er.
Til álita gæti einnig komiö
að fela þessum dómstóli með-
ferð mála út af brotum á
skömmtunarreglunum.
Sumum kann nú að virðast,
að ekki sé bætandi á þann
embættismannafjölda, sem
nú er, og skal það sjónarmiö
fúslega viðurkennt hér. En
þar með er ekki sagt að ekki
megi breyta til um embætt-
ismannaskipunina í landinu.
Það er til embætti sem heit-
ir skattdómaraembætti og
embættismaðurinn, sem gegn
ir því embætti, framkvæmir
eitt embættisverk á ári, en
það er að fara í bankann og
taka út emhættislaun, 30 þús..
kr. fyrir árið. Mætti ekki af- i
nema þetta embætti og nota!
þá fjárhæð sem fíkið hefir
leikið sér að greiða vegna
þess, til þess að launa sér-
stakan verölagsdómstól?
J.
Sínk skömmtiinar-
yfirvöld
Víða í sveitum landsins, þar
sem unga fólkið verður að
sækja um. langvegu til
skemmtistaöa sinna, er
ferðin erfið og þreytandi. Það
er því nauðsynlegt að hafa
góðar veitingar á samkomu-
stöðunum. Nú er þó sá hæng-
ur á aðskömmtunaryfirvöldin
hafa verið mjög naum við
sveitafólkiö í þessum efnum.
í reglugerð mun svo fyrir
mælt, að sækja 'þurfi um all-
an .slíkan aukaskammt til
Skömmtunarskrifstofu rikis-
ins í Reykjavík. Þó munu
sumir oddvitar hafa veitt slík
an skammt í smáum stií, þótt
vafi geti leikið á, að þeim sé
það fullkomlega leyfilegt. En
margir oddvitar hafa talið sér
þetta óheimilt og tafsamt er
aö sækja um . aukaskammt-
inn til Reykjavíkur, einkum
úr þeim landshlutum þar sem
póstsamgöngur eru með þeim
hætti nú yfir veturinn, að
póstur er mánuð að komast
á áfangastað, eins og t. d. á
Avtsturlandi um þessar mund
ir. Skammturinn, sem fæst,
er líka oftast svo naumur að
undrun sætir og fullnægir
hvergi nærri þörfinni. Er þaö
hart, að skömmtunaryfirvöld
in skuli vera svona naum við
unga fólkið í sveitunum, sem
er að reýna að skemmta sér
við erfið skilyrði, meðan í
engu er þrengt að veitinga-
húsunum hér í Reykjavík.
Það er hart, að unga fólkið,
sem sótt hefir um langan veg
og erfiðan til samkomu, skuli
ekki geta átt það víst, að fá
góða hressingu á samkomu-
staðnum, vegna þess að ekki
hefir fengizt aukaskammtur í
því skyni. Hér í Reykjavík fá
allir starfshópar, þar sem tíu
eða fleiri vinna saman í
stofnun, aukaskammt af
kaffi og sykri til þess að geta
haft sameiginlega kaffi-
drykkju í vinnutímanum.
Eklci skal það lastað,enþá má
ekki minna vera, en unga
fólkið í sveitum landsins fái
sæmilegan aukaskammt til
veitinga á þeim fáu skemmti-
samkomum, er þaö reynir að
halda.
Viniiið ötullega að
iitbreiðsln Tímans.
Öllum er kunnug fólks-
fæðin í byggðum landsins, og
hve erfitt er víða um alla
skemmtana- og félagsstarf-
cemi. Menn í sveitum lands-
ins eiga varla heimangengt
frá búverkum, og samgöngu-
erfiðleikar eru miklir, eink-
um í snjóavetrum. í flestum
byggðarlögum reynir unga
fólkið þó að halda uppi ein-
hverri félagsstarfsemi og
koma saman til mannfunda
öðru hverju. Jeppinn er nú
sem stendur handhægasta
samgöngutækið til þeirra
hluta. En með benzínskömmt
uninni hefir þessi ■ möguleiki
verið svo mjög takmarkaður,
að segja má, að sá ,,munaður“
sé úr sögunni. Hundrað lítra
benzínskammtur á mánuði
dugir ekki einu sinni til brýn
ustu ferða — sums staðar
ekki nema til einnar kaup-
staðarferðar — hvað þá held
ur til þess að unga fólkið geti
létt sér upp og skotizt á sam-
komu.
Ungmennafélögin vinna
mikið og merkilegt starf fyr-
ir unga fólkiö og eru víða
eini aðilinn, sem safnar fólki
til gleðimóta. Þó eru víða önn
ur félög, sem leggja þar hönd
að.
Síöan félög ungra Fram-
sóknarmanna voru stofnuð
víða um land fyrir um það
bil tug ára, hafa þau starfaö
nokkuö að skemmtanalífi
unga fólksins þó með mismun
andi hætti og dugnaöi. Er
það alkunna, hve illa gengur
aö láta pólitísk félög starfa
af miklu fjöri utan sinna
stjórnmálalegu vefkefna.
Mörg félög ungra Fram-
sóknarmanna hafa þó starf-
að af miklum dugnaði, efnt
til skemmtana, farið í ferða-
lög og starfað að málfrmd-
um.
Utan Reykjavíkur má t. d.
nefna félagið Dagsbrún í
Árnessýslu, F. U. F. vestan
Rangár og F. U. F. í Fljóts-
hlíð. Þessi félög hafa öll starf
að af miklu fjöri í vetur og
undanfarin ár, og staðið fyr-
ir margvíslegri félagsstarf-
semi.
Ýmis fleiri félög mætti
nefna, svo sem F. U. F. á
Akureyri, þar sem vel hefir
verið unnið.
Það ætti að vera kappsmál
allra félaga S. U. F. að efna
til að minnsta kosti einnar
skemmtisamkomu á ári, hvort
sem valinn er tími að sumri
eða vetri. Ætti þetta að vera
fært, jafnvel þar sem erfið-
astar eru kringumstæöur til
skemmtanahalds.
Flokksskrifstofan í Reykja
vík vill létta undir með félög
unum í þessu efni, svo sem
kostur er. T. d. hefir flokkur-
inn góða kvikmyndasýning-
arvél, sem stendur til boöa
jafnt yn'gri sem eldri félög-
um. Hefir Þráinn Valdemars
son sýnt kvikmyndir viða á
skemmtunum Framsóknar-
manna á ferðum sínum um
landið á vegum flokksins.
Þetta ættu félögin að nota
sér ef hægt er og senda flokks
skriístofunni beiðni um þetta,
ef þau kæra sig um þetta
skemmtiatriði, á samkomum
sínum. Yrði þeirri beiðni þá
fullnægt, ef þess er nokkur
kostur.
Anglýslð í Tímaimm.
Lítt lærir
veröid
Þegar rómversku keisarávn
ir höfðu sigrað óvini ríkisinr
héldu þeir veglega sigurhá
tíð í borginni og reistu stytt-
ur miklar og minnismerki ti'.
að fagna sigri. Var þetta ták: s
yfirburða hervalds Rómarík»;
is, tákn niðurlægingar og
vanmáttar hins sigraða.
Enn ríkir áþekkt hugarfav
með stórveldum. Hróki sigur-
vegarans er samur og fyv:r,-:
tvéim árþúsundum.
í Róm var minnismerk:
reist innan múrá borgarinn-
ar. Nú er sigurmerkið reist.i
landi hinna unnu óvina.
Rússar reisa stríðsminni
varða í hjarta Berlinar, höf -
uðborgar sigruðu fjand v
mannanna. Skammt, frr'
Brandenburg Tov gnæfir íiú
rússneskur hermaður á marr
arafótstalli miklum.
Þannig á að byrja að aír;
þýzku þjóðina upp. Þannig f
að útrýma hernaðaranöa;.
hennar. Það á að afmá löng
un hennar til að neyta hern-
aðarafla, með því að reirr;
henni minnismerki um eigif'
ósigur og niðurlægingu í hei:
ustu véum hennar.
Sagan hefir sýnt, að þetta
er enginn gæfuvegur, sem '
leiði til friðar og farsælda'
Saurgaðir helgidómar undir-
okaðra þjóða leiða af sér ha
ur og hefnigirni. Meöan herrr,
þjóð breytir þannig við sigr-
aða, verður aldrei friðvænleg
í heiminum. Meðan svo c
fram haldið stefnunni, getr.
aldrei myndazt tryggðir c
vinátta milli þessara ríkja
Hernaðarandi veröur aldrr
bældur niður með valdi,- þv:
að hver þjóð, sem beitir aðrr.
valdi, elur hernaðaranda meo
sjálfri sér og kveikir hann
með þeirri, sem hún undir-
okar.
J. Hj.
Tímaritið
Dagskrá
Undanfarið hefir orðio
nokkur dráttur á útkomu:
Dagskfár tímarits S. U. F.
Liggja til þess ýmsar ástæö-
ur, svo sem pappírsskortur og
prentsmiðjuannir. Nú er þó
síðasta hefti 2. árgang’
(1947) nýkomið út. Halldór
Kristjánsson frá Kirkjubóli
hefir nú tekið við ritstjórn
ritsins ásamt Jóhannesi Elí-
assyni. Þetta síðasta hefti er
allstórt, eða um 80 síður, og
fjölbreytt að efni. Er hið
helzta þetta: Siðferðislegur
grundvöllur, eftir Halldór
Kristj ánsson, Trúin og stjórn
málin eftir séra Svein Víking!
Störf Alþingis 1946 eftir Pál
Þorsteinsson alþingismann.
Hvað má læra af Kínverjum
eftir séra Jóhann Hannesson.
Þýðingarmikið dagskrármál
eftir Baldvin Þ. Kristjánsson,
Vegur.sjálfstæðrar þjóðar eft
ir H. K. kafli úr óprentaðri
(Framhald á 6. siðu)