Tíminn - 18.03.1948, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.03.1948, Blaðsíða 2
TÍMINN, fimmtudaginn 18. marz 1948. 64. blað í dag. 8ólin kom upp kl. 6,37. Sólarlag kl. 18,33. Árdegisílóö kl. 10,25. Síð- degisflóð kl. 23,05. í nótt. Næturakstur fellur niður. Nætur- iaeknir er í læknavarðstofu lækna- félagsins i Austurbæiarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs apóteki. Ctvarpið í kvöld. Pastir liðir eins og venjulega. Kl. 20 Fréttir. Kl. 20,20 Útvarpshljóm- sveitin (Þórarinn Guðmundsson stjórnar); a) Norrænn lagaflokkur eftir Kjerulf. b) „Sagn“ eftir Gunn ár' Gjerström. c) „Landkjenning .'ftir Grieg, 20.45 Lestur íslendinga sagna (Einar Ól. Sveinsson pró- fessor). Kl. 21.15 Dagskrá Kvenfé- iagasambands íslands. — Erindi: Gervi-vefjarefni (írú E’sa Guðjóns son). Kl. 21,40 Prá útlöndum (Axel Thorsteinsson). Kl. 22,00 Fréttir. — KÍ; 22,05 Passíusálmar. Kl. 22,15 Ðanslög frá Sjálfstæðishúsinu. Kl. 23,15 Dagskrárlok. Skipafréttir. Brúarfoss fór frá Húll í gær áleið ís til Reykjavíkur. Fjallfoss er í Reykjavík. Goðafoss fór frá Gauta- horg 15. þ.m. til Leith. Lagarfoss fór frá Aalborg 15. þ.m. til Hull. Reykjafoss er í New York. Se’foss var væntanlegur til Reykjavíkur í gærkvöldi frá Siglufiröi. Tröllafoss íór gegnum Panamaskurðinn 14. þ. m. á leiö frá Guamyas til Havana. Knob Knot er í Reykjavík. Salmon Knot fór frá Reykjavik 11. þ. m. til New York. True Knot er í Halífax. Horsa er í Reykjavík. Lyngaa er í Rotterdam, fer þaðan í dag 18. til Reykjavíkur. Betty fór frá New Ýork 13. þ. m. til Reykjavíkur. Vatnajökull kom til Reykjavíkur 16. þ. m. írá New York. flugleiðis milli Bandaríkjanna og íslands. í gær kom fyrsta flugvél- in með bögglapóst frá Ameríku tll Keflavíkur. Er þetta samkvæmt samningi.. ,sem gekk í gildi 15. þ. m. og er 21 land aðilar að þessum samningi. Það var flugvél frá AOA, sem kom með þessa fyrstu böggla- sendingu. Sundmót K. R. veröur í kvöld. í kvöld fer fram í Sundhöllinni sundmót K. R., sem árlega hefir verið haldið I þessum mánuði nú um nokkurt árabil. Keppt veröur í 100 metra bringusundi karla, 200 metra baksundi drengja, 200 metra skriðsundi karla, 50 metra skrið- sundi drengja, 200 metra bringu- sundi kvenna, 100 metra baksundi karla, 100 m. bringusundi drengja og 50 metra boösundi karla, skrið- sundi. Búast má við harðri keppni í sumum greinum og taka allir beztu sundmenn bæjarins þátt í mótinu. Einkum má búast við mjög harðri keppni milli Sigurðar Þing- eyings og Sigurðar K.R.-ings í 100 metra bringusundi. Ari Guðmunds- son er talinn alveg viss með að vinna 100 metra skriðsundio. — í 200 metra bringusundi kvenna eru úrslitin mjög tvísýn. Gyða Stefáns- dóttir K.R. og Anna Ólafsdóttir Á. eru fcaldar líklegastar til sigurs, en þær eru báðar orðnar ágætar sund- konur. — í mótinu taka þátt 59 keppendur frá fimm félögum og héraðssamböndum. F’.estir kepp- endanna eru frá sundfélaginu Ægi, sem sendir 19 keppendur til leiks. Framsóknarvistin í Hafnarfirði er að Hótcl Þrest.i annað kvöld kl. 8. Varlegra et' fyrir þá, er ætla að verða þátttakendur að panta strax aðgöngumiöa í Nýju bílastöðínni, Haínarfirði eða í síma 6CC8 Reykjavík. Samþykkt að ræða beiðni Chile í öryggisráðinu Tilmæli Ghile um rannsókn í Tékkóslóvakíu voru tekin fyrir í Öryggisráðinu í gær. í upphafi umræðnanna lýsti Gromyko fulltrúi Rússa því yfir, að hann teldi tilmæli Chile algeriega óafsakanleg og mótmælti þeim harðlega. Taldi hann þetta óleyfileg af- skipti af innanríkismálum Tékka. Beiðni Chile var hins vegar studd af mörgum ríkj- um og samþykkt að taka beiðn ina til umræðu meo 9 atkv. gegn 2. Rússland og Ukraine greiddu atkvæði gegn henni. tíomiiiísiaisí ai’* tapa (Framliald af 1. síðti) veig Þorsteinsdóttir stud. jur. var kjörin formaður félags- ins með 84 atkvæðum. Komst ekki einn einasti kommúnisti í stjórnina, en iiún er þannig skinuö: Guðjón B. Baldvinsson, varaformaður, Jón Símonar- son ritari, Ragnar Þorsteins- son gjaldkeri og Guðmundur J. Kristjánsson fjármálaritari. í varastjórn eru Viggó Eyj- ólfsson og Sigurjón Sigurðs- son. Fundurinn var einn hinn fjölmennasti, sem haldinn hefir verið í starfsmannafé- laginu. Fráfarandi formaður var Ingólfur Jónsson. Útíör Arnaldar Jónssonar blaða- manns fór fram frá Dómkirkjunni ár- degis í dag. Blaðamenn b áru kistu hins látna félaga úr kirkju, en vinir ýmsir í kirkjugarð. Orðuveitsngar. í sambandi við Snorrahátíöina síðastíiðið sumar hefir forseti ís- lands þann 19. og 31. janúar s. 1. sæmt eftirtalda menn heiðurs- merkjum Fálkaoröunnar, svo sem hér segir: Stórriddarakross meö stjörnu: Ragnvald Roscher Nielsen, Gene- ral-Major, Georg Fredrik Christen Collm, skrifstofustjóri í norska ut- anríkisráðuney tinu. Stórriddarakross: Sigurd Fjær, dómprófastur, Johann es Böe, pi'ófessor, Finn Lambrechts, oíurst.i, Francis Bull, prófessor, Peter Johannes Espeland Jacobsen, kommandör, Thorstein Fretheim Di'esen, oberstlöytnant. ! Riddarakross: Erik Wilhelm Blankenborg Pryds major, Rudolf Kristian Andresen,1 kapteinlöytnant, Hans Skjong, kapteinlöytnant, Tore Holte, orlogs ' kaptein. Kjell Jörgen Garstad, kapt, ein, Helge Baithazer Anonsen, I IÖytnant, Ilans Chr. Boehlce, sendi ráðsritari í norska sendiráðinu í Reykjavík. Vitar cg sjóœcrki. Vitamálaskrifstofan heíir gefið út skrá yfir vita og sjómerki á ís- landi, í janúár 1948. Er þar skýrt frá einkennum og stöðu al'ra vita og sjómerkja, sem í notkun eru og fylgir teiknimynd af hverjum vita. Röggiapóstur fhigleiðis. Eafinn er póstílutningur böggla Hringferðir strætisvagna eftir miðnætti Það hefir ekki veriö skemmtilegt veður í Reykjavík seinustu dagana — stormur með ofsalegum hríoar- éljum. Af þeim sökum hefir líka komið skýrar í ljós en venjulega einn galli, sem er á almannaþjón- ustu í bænum. Fólk getur ekki komizt heim til sín nema fótgangandi eftir klukkan hálf-tólf á kvöldin — sama hvernig veður er. Eftir þann tíma er ekkí hægt ao fá leigubíl, og þá eru einnig allir strætisvagnar hættir ferðum, eins og nú er málum hag- að. Það er þó mikill fjöldi Reyk- víkinga, sem nú á orðið hálftíma til klukkutíma gang heim, ef miðað er við miðbæinn — sumir jafnvel enn lengri leið — og margt af þessu fólki cr á ferli fjarri heimili sínu eftir þennan tíma. Nú kann einhver að spyrja i ein- felani sinni: Hvað er fólk að gera niðri í bæ eoa út um hvippinn og liváppinn eítir að komin er nótt? Svarið er ekki langsótt: Það er talsvert fjölmennur hópur fólks, sem verður að vinna íram yiu- þann tíma, sem hægt er að ná í leigubíl eða strætisvagn, eins og nú er háttað. Fundir, sem fólk sækir, eru líka oft svo langdrægir, að annaðhvort verður að velja, að hverfa heim, áður en fundi lýkur, eða ganga, hvort sem það er langt eða skammt. Loks er svo fólk, sem sækir skemmtanir — segjum til dæmis héraösmót eða félagsmót — það er einnig í fullum rétti og á heimtingu á því, að fyrir því sé greitt um heimferð, ef það býr í úthverfum bæjarins. Þaö virðist líka, að tiltölulega auðvelt myndi að ráða á þessu bót. Fyrst engin farartæki eru fáanleg eftir miðnætt-i eiga strætisvagnar að fara hringferðir í úthveríi Iiæj- arins, til dæmis klulikan eitt og klukkan tvö. Til þessa þarf ekki marga v agna, og því myndi hvorki íylgja miki’l kcstnaður né mikil benzíneyðsla. En það myndi koma fólki að notum og veröa vinsæl ráðstöfun. Ég skora á bæjaryfir- völdin aö ati-uga, hvort ekki er unnt að koma þessu skipulagi á. J. II. Framsóknarvist Skemmtun Eramsóknarfél. Hafn- arfjarðar að Hótel Þresti byrjar með Framsóknarvist annað kvöld kl. 8. Sundmót K.R. er í Sundhöllinni í kvöld kl. 8,30. Fjaliamenn hafa skemmtifund í Tjarnarkafíi kl. 8,30 í kvöld. K.R.-skemmtifundur í V. R. í kvöld klulckan 8,30. Kvik- myndasýning. Meist*rar 1. og 2. fi. mæt.i. , IO.G.T. Stúkurnar Andy.ri, Dröfn og' Fi'eyja hafa fundi í kvöld kl. 8,30. Handknattleikur. rfandknattleiksmeistaramót ís- lands heldur áíram í kvold kl. 3 í íþróttahúsinu við Hálogaland. Ödýrar auglýsingar Mssfssr. Það er þægilegt að fá tilbúinn góðangóðan mat í Matarbúð- inniinni Ingólfsstræti 3. Sími 1569. í sveit. Óska eftir að koma efnilegum átta ára dreng á gott sveita- heimili í sumar. Meðgjöf og má gjarnan snúast. U.ppl. á afgr. Tímans eða Grettisg. 31. Sími 7260. Fermingarföt send gegn eftirkröfu. Nauðsyn- legt að senda mál. Nonni Vesturg. 12. Sími 3570. Veírarfrakkar. ÚLTÍMA, Bergstaðastr. 28. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR gamanleikur eftir N. V. GOGOL. Sýiiing aiuiaS kvöM kl. 8. Aðgöngumiðasala í dag kl. 3—7 og á morgun frá kl 2 o o <» o <» <» <» <» <» ❖ I Karlinn í kassanum í i i í Sýning annað kvöld kl. 8.30. i Aðgöngumiðasala í dag frá klukkan 2. Sími 9184. j \ { { Síðasía sýnisag fyrir paska^____ ^ s Selma Jónsdóttir, listfræðingur, flytur fyrsta fyrir- lestur sinn fyrir almenning um myndlist, í Austur- bæjarbíó sunnudaginn 21. marz kl. 13,30 stundvíslega. Aðgöngumiðar aö fyrirlestrinum fást í ritfanga- verzlun ísafoldar, Bankastræti og bókabúð Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti. verösar í kvöM í Sanaílisöliiimi kS. 8,30 SpeMaasaisds keppssl! Allir á SimsESsöIllmi! STJÓKNIN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.