Tíminn - 18.03.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.03.1948, Blaðsíða 4
 TÍMINN, fimmtudaginn 18. rnarz 1948. 64. blað 'ííi Þegar íslenzku kapitalist- arnir, sem nefna sig Sjálf- stæSisflokk og Kommúnist- arnir, sem nefna sig Samein- ingarflokk alþýðu, mynduðu stjórn árið 1944 nefndu þeir stjórn sína „nýsköpunar- ,stjórnina.“ Eitt af því marga, sem þeir lofuðu að skapa, var -rglæsilegur bær við Húnaflóa aaustanverðan, þar sem nú 'v.stendur þorp, það er Höfða- •t t kaupstaður heitir að fornu •máli. Lög voru samin, þar sem á- . .kveðið var að 5 millj. krónúm ; skyldi varið úr ríkissjóði til nýsköpunar þessarar, auk þess sem lagt skyldi til auk- innar hafnargerðar, sem' þeg ar hafði verið byrjað á fyrir rúmum tug ára. Ríkisstjórnin,' sem allt ætl- . aði að skapa áð nýju, skipaði _.-með tilstyrk Alþingis nefnd .er Nýbyggingarráð hét. For- maður þess ráðs var Jóhann Þ. Jósefsson, sá er síðar gerð- is fjármálaráöherra, til að geta haft föðurlega umsjón m,eð því, er hann hafði skap- að,. sem Nýbyggingarráðsfor- maður, og má segja, að þeirri . merku tilhögun væri vel tií ,ttííjagað af' Sjálfstæðisflokkn- 'um. , .. : -iéd í’egar Nýsköpunarstjórnin hafði nýlokið sköpun Nýbygg ingarráðs, hóf þingmaður n> -okkar Austur-Húnvetninga . r7 „i?eisu“ til Skagastrandar. aufeP í þeirri för Nýbyggingar- , ráð . allt með einhvern hluta 'Nýsköpunarstjórninni, a. m.( k. var þar Emil hmn hafn- ‘( íirski; Auk þeirra, sem sig höfðu valið til nýsköpunar- innar, voru a. m. k. 7 sérfræð Ihgár til aðstoðar. Skýldú þessir 7 vera tæknilegir ráðu- ’ J iiáutar þeirra, er sköpunar- ‘ ■' máttinn höfðu. í bakaleið áði þetta fríða föruneyti á Blönduósi og var þar slegið upp veizlu nokkurri, af hendi þeirra trúuðu. Margar ræöur ‘"“vtrru þar haldnar og mátti v"' eigi á milli sjá hverjum bezt '--'ségðist. En svo var að sjá, að ný- sköpun Höfðakaupstaðar væri langt komin og von bráðar myndi þjóðin fara að '"úppskera, og þá fyrst og "Ifremst Húnvetningar, sem « i-hlökkuðu auövitað mikið til ■'iuað fá endurbættan Siglu- mvfjörð til sín. . • Hvað líður svo uppskerunni rn.af þeirri nýsköpun, sem fjálg legast var útmáluð af þeim d-„Einari Olgeirssyni, Jóhanni * «>wÞ. • Jósefssyni, Emil Jónssyni og Sveini Benediktssyni í . skálaræöum þeirra á Blöndu ;„;ósi árið 1945? Þjóðin, sem hef . ir lagt til peningana í þessa nýsköpun, og bjóst við að upp skera nýjan bæ og aukiö at- ^ vinnulíf, hlýtur að krefjast • -þess að vita, hversu mikið fé ,,, er búið að leggja í nýsköpun ,þessa, og hvdrsu langt er komið að byggja þennan væntanlega fyrirmyndarbæ. Við, sem heima eigum í hér- aðinu, sjáum ósköp lítið þok ast í áttina, og þáttur Höfða kaupstaðar í framleiðslunni eigi vaxa að mun. Það hefir réyndar verið reist síldar- 'bræðsla á Skagaströnd, en virðist vandlega gætt að láta ‘ rekkert vinna í henni, og hjálp ast þar að síldarbræðslu- Efíia” ISfflianes Fáíss©it frá Un«lit*feIIi. stjórnin og sá, er síldargöng- unum veldur. Samkvæmt síðustu gögnum mun síldarbræðsla þessi kosta um 20 millj. króna, en það framtak kemur ekki við nýsköpunarlögum Höfðakaup staöar. ... Það mun von allra Hún- vetninga, • að bygging þessi verði notuð, og geti staðið undir atvinnulífi þorpsins. En hvað líður nýsköpunar- bænum'f Eftir því, sem ég hef heyrt og borizt hefir til uppsveita Húnavatnssýslu, stendur mál ið þannig, sé rangt með farið verður þaö vonandi leiðrétt. Nýsköpunarstjórnin, skipaði Nýbyggingarráö. Nýbygging- arráð kom á fót Nýbyggingar stjórn Höfðakaupstaöar. For maður þeirrar nefndar af náð Nýsköpunarstjórnarinn- ar mun vera Hörður nokkur Bjarnason, sonur Bjarna þess, sem kenndur er við Nýja Bíó. Engan munu nýsköpunar- völdin hafa fundið viðbragðs harðari né skeleggari að lcoma nýsköpunaráformun- úíú í ffámkvæmd. Því auk þess, sem maðurinn er þrúðúr í sæti, er til þess tekið af kunnugum, hve fljót ur hanh sé að afgreiöa mál sem undir hann heyra.' Nýbyggingarstjórn Höfða- kaupstaðar þurfti svo vitan- lega að ráða framkvæmda- stjóra. Fyrir því vali varð Gunnar nokkur Þórðarson, ættaður úr Hafnarfirði. Sköp unarmáttur hans mun hafa verið eitthvað reyndur, en ekki er mér kunnugt um af- rek hans fyrir atvinnulíf þjóð arinnar. . Frétt hefir sá, er þetta rit- ar, að auk þessa fram- kvæmdastjóra nýsköpunar- innar, hafi verið ráðinn bygg ingarfulltrúi, sá er sagður heita Gunnar Davíðsson og má telja honum það til á- gætis, að hann er talinn hvítasunnudagssafnaðarmeð- limur, og væri því ekki ör- grannt, að hann geti sam- hliða byggingarfulltrúastarf- inu gætt velferðar sálnanna í hinum nýja bæ, og er það vel. * Auk þe.ss hefir heyrzt, að ráðinn hafi verið sem birgða vörður éða innkaupastjóri helzti útgérðarmaðurinn, sem til var í Höfðakaupstað, Ole nokkur Gudmundsen, a. m. k. hætti hann við útgerð sína, þegar nýsköpunin hóf inn- reið sína í Höfðakaupstað. Hvað hefir svo gerzt, með allri þessari stjórnsemi og nefndum? ■ í nágrenni kaupstaðarins er okkur ekki kunnugt um annað en byggingu á íbúðar- húsi fyrir framkvæmdastjóra nýbyggingarstj órnarinnar og framkvæmdastjóra síldar- bræðslunnar — sem enga síld vinnur. Til þess að koma þessum tveimur húsum upp þurfti að ráða bæði byggingafulltrúa og innkaupastjóra eða birgða vörð. Auk þessara tveggja bygginga, mun svo hafa verið lögð vatnsleiðsla, sem mjög orkar um tvímæli, og ein- hver lítilfjörleg vegagerð, sem ég þó ekki veit hvort unnin hefir verið með fé nýsköpunarinnar eða undir stjórn framkvæmdastjóra hennar. Fyrir augum þeirra, er Höfðakaupstað, gista, sjást ekki aðrar framkvæmdir af hinni fyrirhuguðu nýsköpun. Nýbyggingarstjórn Hörfða- kaupstaðar, undir stjórn Harð ar Bjarnasonar, hefir starfað a m. k. rúm 3 ár. Fram- kvæmdastjóri nefndarinnar nærri jafnlangan tíma, en hvenær byggingafulltrúinn og innkaupastjórinn voru skipaðir veit ég ekki með vissu. Hvað er búið að leggja mikið fé fram samkvæmt „Nýbyggingarlögum Ilöfða- kaupstaðar“ og hvað hefir farið í stjórn sköpunarinnar? í fullri alvöru beinir sá, er þetta ritar, því til þeirra er fara með stjórn þessara mála, að gefa skýrslu um það hvað nýsköpunin er komin langt á leið, og hvað miklu fé er þegar eytt. Kunnugir álíta að framkvæmdastjóri Nýbygg- ingarstjórnar Höfðakaupstað ar, með byggingafulltrúann og birgðavörðinn sér til að- stoðar, hefðu tíma til að gera skýrsluna, ef Hörður mætti ekki vera að því vegna marg- víslegra anna. Nýbyggingarst j órn Höfða- kaupstaðar, sem skipuð er af þrem Reykvíkingum, en að- eins tveim úr Höfðakaupstað, mun hafa svo lítilfjörlega þóknun fyrir störf sín, að varla er von að hún fari að semja skýrsluna. Sú skrítla gengur heima í Húnaþingi, að annar heima- manna, sem í nýbyggingar- stjórninni situr, hafi, eftir miklar umþenkingar, sent til einhverra valdhafa, eftir fyrsta starfsárið, reikning upp á kr. 800 fyrir ómak og fyrirhöfn vegna nefndar- starfa. Sagt er, að furðu fljótt hafi hann fengið ríkissjóðsávísun upp á ár. 14.000, og þá orð- sendingu með, að honum væri greidd sama þóknun og öðrum nefndarmönnum. Lögin um nýbyggingu Höfðakaupstaðar voru þörf lög, og án efa er skynsamlegt, að ríkið hlutist til um að reisa slíka bæi, þar sem sam an fer góð aðstaða til útgerð ar og næsta nágrenni gott til landbúnaðar. Þjóðfélaginu ríður lífið á að tilraun sem þessi verði ekki öllum til háðungar. Því er ekki að leyna, að það Utið, sem almenningur veit um framkvæmdir þessara nýsköp unar, er þann veg farið, að á- stæða er til að vekja umræð- ur um málið. Væntanlega gefur einhver úr hinum mörgu ráðum nefndum eða stjórnum, sem um þetta fjalla, upplýsingar, sem byggja má á. f þeirri skýrslu þarf að koma frami 1. Hvað er búið að gera til ný sköpunar Höfðakaupstaðar. 2. Hversu mikið fé hefir þeg- ar verið lagt fram af hálfu ríkisvaldsins. 3. Hvernig er stjórn þessarar nýbyggingar háttað og hver eru launakjör og verk (Framhald á 7. siðu) .w-" Hann síendur ekki einn uppi, augum að hafa Vað „huggulegt,“ sveitamaðurinn. „Átján ára sveita- ; þá verði enginn „Sveitamaður” til að biðja hennar og fá jáyröi.“ stúlka“ hefir fundið af kvenlegum næmleika sínum hver hann er, og vill gjarnan blanda sér í umræð- urnar, og þið sjáið nú hvar hún tekur afstööu. Sjáum til. Það er ekki óskemmtilegt að vera blaöa- maður undir svona kringumstæð- um og hver veit nema það stofni einhverjir til góðs kunningsskapar og varanlegs hérna í baðstofunni hjá honum Pétri. Það er þá ekki til einskis af stað farið, því að góð samvinna er það, sem við þurfum, falslaus og einlæg samvinna um góð mál á sem flestum sviðum. En það, sem ég tel mér frjálst að birta úr bréfi minnar ungu vinkonu, er þetta; „Grein Kvenréttindakounnar“ vakti athygli mina og er ég henni ekki allskostar sammála. Mér finnst þessi unga stúlka gera sér heldur leiðinlegar hugmyndir um „Sveita- mennina" ef hún álítur að þeir komi að matboröinu í „skítagalla” og með óþvegnar hendur. Þá eru það pilsvíðu buxurnar, flibbarnir, skórnir og „knallrauðu” slifsin. Ég hefi bæði verið i sveit og kaupstað, og ég þori að fullyrða, að hvað stífuðum flibbum, vel burstuðum skóm og slifsavali viðkemur, standa „Sveitamennirnir" Kaupstaðamönn unum“ fyllilega á sporði. Rauðu slifsin eru lítið notuð hér um sveit ir, því að þau þykja líkjast (að lit) of mikið rauðu fánunum, sem oft eru bornir fyrir kröfugöngum vissra manna 1. mai ár hvert. Um víðu buxurnar er því að svara, að þeirra gætir nokkuð enn, og þó að mér finnist þær ekki fallegar álít ég ekki rétt að fleygja þeim óslitn um og fá sér nýjar og þröngar, að eins vegna tízkunnar, þar sem svo mjög er nú þröngt í búi um fatn- að í mörgum löndum. Svo er það ósk mín og von, að ef þessi unga stúlka þolir ekki húsalykt og ætl- ar sér að giftast með það eitt fyrir Ég skil ekki annaö, en sveita- marminum megi þykja þetta á- nægjulegur og góður liðsauki, sem honum hefir borizt, sjálfboðinn. Svo er hérna bréf frá ungri sveitakonu. „Ég ætla að gerast svo djörf að bera mig upp við þig Pétur minn, út af vandræöum mínum, enda þótt ég viti ekki hvort mér er það leyfilegt. Það ber furöu lítið á húsmæðrunum í baðstofunni þinni, og veit ég ekki hvort veldur, hlédrægni þeirra sjálfra, eða þá hitt, að hún sé ekki þeim ætluð. Ég herði nú samt upp hugann, og bið þig að koma á framfæri kvört un minni, en hún er vegna þess, að eitursódi til sápugerðar er nú ófáanlegur. , Húsmæður í sveitum hafa áreið- anlega sparað talsverðan gjaíd- eyri á undanförnum árum með því að nota heimatilbúna sápu úr feiti afgöngum, og hefir sú sápa veriö notuð næstum og sumstaðar alveg eingöngu í stað aðkeyptra hrein- lætisvara, enda stendur hún ekki að baki öðrum sáputegundum nema síður sé. Frk. Helga Sigurðardóttir skóla- stýra var að hvetja húsmæður til þess að halda saman feitiafgöng- um, en þaö var bara sá ljóður á því góða ráði, að þá var eitursód- inn hættur að fást a. m. k. í Reykjavík og hér austan fjalls. Ég vona að þeir, sem með gjaldeyris- málin fara, sjái sér fært að hafa a. m. k. eitthvað af þessari nauð- synlegu vöru á bóðstólum, en gjarnan mætti hún vera undir skömmtun, svo dreifing hennar yrði jafnari." Þetta er vel mælt og réttlega. Pétur landshornasirkill. $ 4 o BRÉFASKÓLINNl hefir nú byrjað kennslu í siglingafræði Aðrar námsgreinai* ern: Ensha íslenzh réttritun Reiknintiur Róhfœrsla Rúreiknintiur Shipulat/ oy siarfshœttir sttmvinnufélaga Funtlarsijórn og fundarreghir Skéliíaaa starfar allí árið. VeiÍMm fíasíega allni* nipiílýsiiagar. Bréfaskóli S. f.S. Reykjavík I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.