Tíminn - 10.04.1948, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.04.1948, Blaðsíða 3
80. blað TIMINN, Iaugardaginn 10. apríl 1948. 3 Unglingar á villigötum Útvarp og blöð fluttu í vet- ur miklar og ófagrar frá- sagnir af íkveikjutilraunum, sprenginum, árásum á bif- reiðir, uppþotum og hvers- kyns skrílæði er haft hefði verið um hönd af mergð manna á götum Reykjavík- ur síðasta gamlárskvöld og nýársnótt. Virtist svo, eftir öllum fregnum að dæma, að það sem fyrst og fremst hefði sett svip á höfuðborgina það kvöld, hafi verið trylltur og siðlaus skríll, er setið hafi um hvert tækifæri til að vinna skemmdar- og ill- virki, svo að heiðvirðir borg- arbúar hafi vart verið með öllu óhultir í húsum inni, hvaö þá á götum úti. Þó fregnirnar létu þess ekki getið hvaða fólk var hér að verki aðallega, getur hver sagt sér það sjálfur, að þarna í þessum fjölmenna örvita- hóp, hefir að mestu leyti gef_ ið að líta hina yngri kynslóð höfuðborgarinnar, þá upp- vaxandi æsku, sem stendur frammi fyrir því stóra lifs- starfi, að vernda, fegra og bæta frelsi og menningarlíf sinnar borgar og alls síns þjóðfélags. Það lætur að líkum'að sllk ar fregnir sem þessar veki andstyggð og undrun hvers heilbrigðs þjóðfélagsborgara, hvar á landinu sem er. Skríl- æði, spellvirkjahneigð og brennusýki eru allt til fárra ára lítt eðá óþekktir hlutir hér á landi, nema af frásögn. um úr þeim borgum erlendis, þar sem mesti sori mannlífs- ins hefir fest rætur. Og það er þá heldur eigi að undra, þótt mörgum verði á að spyrja: Hvernig má það ske, að slíkar hneigðir skuli á síö- ustu árum hafa haldið inn- reið sína í æskulíf okkar fá- mennu þjóðar. Einn stærsti og líka sjálf- sagðasti þátturinn í menn- íngarbaráttu okkar síðustu áratugi hefir verið að auka og efla sem mest og bezt menntunar- og þroskaskil. yrði æskunnar í landinu. Með síauknum fræðslu- kröfum og byggingu fleiri og fleiri skóla, með margbættri aðstöðu, þar sem öllum æsku- mönnum þjóðarinnar er veitt ókeypis kennsla, allt frá barnaskólum upp í æðstu skóla, höfum við búið hinni uppvaxandi kynslóð síðustu tíma, þau menntunar. og þÆskaskilyrði sem áreiðan- lega eru orðin sambærileg og hjá öðrum menningarþjóð- um, og sem engin æska þessa lai^Is hefir nokkru sinni áð- ur átt við að búa. — Og með nýrri og vaxandi tækni í öllu atvinnulífi, hafa æsku þessarra tíma einnig verið sköpuð fleiri og víðfeðmari tælcifæri til starfs og dáða á atvinnusviðinu, en hér hafa áður þekkst. Það hlýtur því að valda sárum vonbrigðum ( og koma undarlega fyrir sjónir að ein mitt á sama tíma, sem svo miklu fé er varið til mann- bóta fyrir æskulýðinn, skuli ótrúlega stór hluti hans skipa sér undir merki siðlausustu skrílmennsku og fýsa í engu fremur að 'sýna reisn sína en æðissjúkum óspektum og .skemmdarverknaði. Um það má lengi deila og yerður um deilt hverjar or- • Isakir liggi til þessa öfug- Streymis í athafnaþrá og sið- gæðishneigðum svo margra æskumanna, enda kemur þar margt til. — En um hitt j verður ekki deilt, að hér er í j uppsiglingu ein hin háska- legasta og smánarlegasta sþilling í. þjóðlífinu, sem j skera verður fyrir ræturnar ( á án allra vettlingataka. Við höfum nú um alllangt skeið lagt á okkur mikið erfiði og þung fjárútgjöld til að skapa : okkar uppvaxandi kynslóð sem bezt skilyrði til hvers- j kyns þroska, andlegs og j líkamslegs. Það hlýtur því að verða ákveðin krafa okkar, að sú æska, er vex upp við | slík skilyrði, skili fegurra lífsstarfi og stærri menning- ararfi en þær kynslóðir er hér hafa áður lifað. Þegar því svo átakanlegar j misfellur koma í ljós á því ' sviði, eins og þær er frám- komu á götum Reykjavíkur síðasta gamlárskvölö, verð- um við að bregðast við bæði hart og títt. Með efldri löggæzlu, hlífð- arlausri sektarlöggjöf gegn (Framhald á 7. síðu) FinmntugiBi*: Einar Einarsson bóndi í Fellum Hann varð fimmtugur 19. marz síðastliðinn. Einar er fæddur að Hrærekslæk í Hró- arstungu, en ólst upp að Hlíð_ arhúsum í Jökulsárhlið. For- eldrar hans voru Einar Sv. Einarsson og Guðný Eiriks- dóttir frá Hafrafelli, er lengst af* bjuggu í Hlíðarhúsum. Einar kvæntist árið 1933 Margréti Þórarinsdóttur frá Ormarsstöðum í Fellum og hóf þar búskap. Áður hafði hann gengið á bændaskólann á Hólum. Þá annaðist Einar barnakennslu um 10 ára skeið í ýmsum sveitum á Hér aði. En landbúnaðurinn hefir þó alltaf verið aðal starf han j og hefir hann þar sýnt dugn_ að og framtakssemi varðandi jarðarbætur og önnur fram- faramál landbúnaðarins. Mörgum trúnaðarstörfum hefir Éinar gegnt fyrir sveit sína og hérað. Átt lengi sæti í sveitarstjórn, skattanefnd, tekið mikinn þátt í starfsemi ungmennafélaganna áður og formaður lestrarfél. sveitar sinnar. Margar árnaðaróskir fylgja honum frá þessum á- fanga ævinnar. X. Betra vinnusiðferði Verður er verkamaðurinn launanna, en sá, sem ekki vill | vinna, á ekki heldur mat að ! fá. Boðskapur þessarar setn- ! inga hefir verið íslendingum , vel að skapi og á þessum boð- !skap á að verulegu leyti að byggja sáttmála mannfélags- ins. Alþýða íslands á mikið starf fyrir höndum til að tryggja rétt sinn og hag á komandL árum. Baráttan undanfarið hefir talsvert snúizt um það, að tryggja jafnrétti. Menn hafa skipað sér í sveitir og staðið þétt saman og fengið viðurkennd. an sama kauprétt fyrir alla. Þetta hefir verið nauðsynlegt, en í þessu liggur þó nokkur hætta, en hun er sú, að sið- ferðilegir undirmálsmenn gefi eftir við sjálfa sig og upp komi vinnusvik með ýmsum hætti. Og það er nú fyllilega komið í ljós, að hér eru alltof mikil brögð að vinnusvikum. Það þarf ekki að rekja og rökræða hvernig standi á því, að svp er komið, sem komið er. Hitt er aðalatriöið, að launakjör manna eru miðuð við að þeir vinni og það hlýtur aö verka niður- brjótandi á allt vinnusiðferði, ef sá, sem skilar ekki nema hálfu verki, ber jafnmikið frá borði og hinn, sem vinnur vel. Það sýnir sig nú líka, að þjóðarbúskapurinn þolir ekki þessi vinnusvik. Það er því eitt af stæfstu verkefnunum nú að bæta um vinnusiðferðið. Samkvæmt reglugerð Pét- urs Magnússpnar um vinnu- tíma opinberra starfsmanna eru ýms dæmi um það, að skrifstofumaður, sem á að byrja verk sitt klukkan 9 en kemur hálftíma of seint, og á að vinna til kl. <iy2 að einni klukkustund frádreg- inni til matar, en hún verður oft lengri en 60 mínútur, get- ur unnið eftirvinnu fyrir 30 krönur á tímann. Og sé hann forfallaöur einn dag eða tvo hefir hann því skilyrði til að vinna það upp fjárhagslega næstu daga með miklu færri vinnustundpm. Þessi reglugerð er ekki framkvæmd nema sums stað- ar á skrifstofum ríkisins, því að ýmsum opinberum starfs- mönnum hefir ofboðið hún, svo að henni er ekki fylgt hjá þeim. Hins vegar er ekki því að neita, að þegar sú frekja og hófleysi um eftir- vinnukaup eftir stuttan vinnudag — 6 klst. eða minna, sem reglugerðin byggist á, er viðurkennd á æðstu stöðum, hefir það sín áhrif annars-staðar. Ög þeg- ar sá, sem alltaf kemur á til- settum tíma og vinnur verk sín þegar ætlast er til eins og um er samið, ber ekki meira úr býtum fyrir 50 stunda dygga og reglubundna þjónustu en óreiðumaðurinn, sem fellir niður annan hvorn starfsdag fyrir tæpar 40 vinnustundir, eru það nátt- úrlega' engin verðlaun við heiðarléika og trúmennsku í starfi. Það er hægt að bæta lífs- kjör þeirra, sem eru í lægstu launaflokkum, en til þess að það sé hægt eðlilega þarf að takmarka stórgróða annarfa og heimta betri vinnubrögð af undirmálsmönnunum. En fyrsta sporið að bættu vinnu- siðferði ætti að vera fastara eftirlit um stundvísi og trú- mennsku í þjónustu hins op- inbera. Það er ekki svo örðugt að fá skrifstofufólk að ríkis- fyrirtækjum að ekki megi beita nokkru aðhaldi um trú- mennsku í starfi, og það er jafnvel hentugur tími til þess nú, þegar eðlilegt er að nokk- uð af fólki leiti frá verzlun- inni til annarra starfa. ' aaswUuawu._____ H. Kr. Samsöagur Kariakórs Reykjavíkur Fyrir 200 árum voru karla- kórar mjög eftirsótt vara í Evrópu — sérstaklega í Þýzka landi. Komu menn saman í bæjum og borgum og sungu fjórraddaöa þjóðsöngva, — og fóru svo á fyllirí. — Þann- ig urðu svo karlakórar þess- ara landa þegar fram liðu stundir, meira til gamans heldur en að þeir hefðu það hlutverk að færa fólki söng- menntun og músikmenningu. Nú eru í Mið-Evrópu allir karlakórar „dottnir upp fyr- ir,“ nema hvað afdankaðir söngmenn koma saman og drekka bjór og raula-þjóðlög. Á Norðurlöndum helzt ennþá við karlakórssöngur, og eru Finnar og Svíar fram- arlega á því sviði. Það er líka mjög skiljanlegt, því að Norðurlandatónskáldin hafa aldrei vogað sér út í það að semja stór óratórisk söng- sveitaverk eða stór lcórverk, heldur hafa þau látið sér nægja að semja litla fjór- raddaða söngva og þannig getað haldið lifandi karla- kórssöng. Hér heima eru karlakórar í hverjum bæ og í hverri sveit landsins og er það ,gleðilegur vottur þess hvað mikið er af ágætum söngmönnum hér á landi. í Reykjavík einni sam- an eru fjöldamargir karla- kórar, sem hver syngur með sínu nefi, hvort sem það eru neftóbaksmenn eöa ekki — þeir syngja samt. Einn af þessum karlakór- um hélt nýlega samsöng í Gamla Bíó undir stjörn hins ágæta söngstj óra Sigurðar Þórðarsonar. Kórinn hefir ágæta söngmenn, heiðbjarta tenóra og kolsvarta bassa. Allur söngur kórsins bar vott um prýðilega þjálfun, en þó væri athugandi fyrir söng- stjórann að hafa hina einu og sömu tónheild í kórnum, því að það kom fyrir að mað- ur heyröf einstakar raddir skera sig út úr og syngja flátt á hljóðstöfum a — e — og einnig varð í oftast sungið of hart. Lögin, sem kórinn að þessu sinni söng, voru upp og niö- ur, því ekki mun vera um auðugan garð að gresja, að syngja heilan hljómleik að- eins með karlakórslögum. Fyrsta lagið, „Suðurnesja- menn“ eftir Sigurð Ágústs- son, er kraftmikið „sálmalag" og uppistaöa lagsins, úr hinu þekkta kórlagi „Ólafur Tryggvason" í raun og veru hafði maðuj það á tilfinn- ingunni, að kórsöngsmenn- irnir yrðu guðs lifandi fegnir, þegar þeir voru búnir að „hjóla“ út þessu fyrsta lagi. Þá kom norska lagið „Nár fjordene bláner.“ Þetta lag syngur hvert mannsbarn í Noregi, enda kemur öll hin norska viðkvæmni (senti- mentalitet) sérstaklega vel fram í þessu lagjí, því veik- geðja sálir tárast, þegar þær heyra sungið þetta sætsjúka smjörlikislag, sem kór og sólistar sungu ljómandi vel, þrátt fyrir dæmalaust leir- burðarstagl tónskálds og skálds. Sænska vögguvísan var sér staklega vel sungin, þtí> skaj' sig út úr lítið eitt 2. bassi, svo maður heyrði sem snöggv ast hásar hjáróma raddir, sem svo strax hurfu inn í tóniöu kórsins og mynduðu aftur heild kórsins. Sigvaldi Kaldalóns hefir gefið íslenzku þjóðinni mörg mjög fögur og sönghæf lög, sem sungin eru og sungin verða meöan engin atóm- bomba eyðileggur þessa jörð vora. Lagið „Ave Maria,“ sem kórinn söng eftir Kaldalóns, er eitt af hans lélegustu lög- um, því lagið er saman sett úr mörgum útlendum „Ave Marium,“ þó að mest beri á Bachs—Gounods— „Ave Mari unni,“ Sólistinn, ungur maður (Ketill Jensson), er prýðileg- ur kórtenór, hefir möguleika að geta orðið góöur söngmað_ ur, en ennþá vitanlega syng- ur hann með hinni villtu ís- lenzku smaladrengjarödd, sem er að hóa saman Ave Mariu kindum á heiðum uppi. Gönguljóðin voru ágætlega, sungin, en endatónarnir á a, klingja, syngja, voru of fláir og feldi og veldi hljómuðu feldí og veldí — en þetta eru smámunir. Lag Björgvins Guðmunds- sonar, úr kórverkinu Friður á jörðu, er fagurt lag í íslenzk- um kórsöngslögum. Lagið' er snilldarlega samið og fallega útsett, meö Hándelskum kontrapunkti, og var með- ferð kórsins á þessu lagi glæsileg. Ég eyddi tíð eftir Hall — lagið er bæði sönglega og tónfræðilega lítiL? virði, þö söng karlakórinn þetta næf- urþunna lag — eftir öllum. sólarmerkjum — eins vel og hægt var. Visa dalbúans eftir Andrén er samið í hálfgerðum óperu- stíl og gætir þar Wagners. Þó er lagið þess virði ao sungið sé, og fór bæði kór og sólisti ágætlega með það. Aftur á móti hefði kórinn ekki átt að syngja Mozarts „Ó, Ísís.“ Það krefur bæði aí: söngstjóra, sólista og kór mikillar nákvæmni, rósemf. og þjálfunar en þetta guð- dómlega Mozartsóperulag var sungið of hratt og meö of miklum rykkjum. Hvers vegna að syngja Martínis Romance á dönsku? Danska hljómar alltaf eins og að hengdur köttur sé aö tala við annan hengdan kött! Þó kom þetta ekki ao sök, þvl kórinn söng með ís- lenzkum framburði, þó heyrði ég í einum bassanum dálítið danskt gúrgl-hljóð. í útlöndum er tónskáldið Jón Leifs mikiö þékkt tón- skáld, og hefi ég heyrt mikla músik menn í Þýzkalandi hæla mjög tónverkum Leifs, aftur á móti eru verk Leifs hér heima lítíð eða ekkert þekkt. Eftir þetta merka ís- lenzka tónskáld söng Karla- kór Reykjavíkur 8 íslenzk rímnadanslög — Siglingavís- ur og dýravísur, þarna náði kórinn hámarki — með söng- gleði og með ánægjubrosi sungu söngmennirnir þessx (Framhald á 6. siðu) -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.