Tíminn - 10.04.1948, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.04.1948, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, laugardaginn 10. apríl 1948. 80. blað GAMLA BIÖ Vitavörðrariiin Sýnd kl. 7 og 9. Tarzaat og skjald- meyiariiar með Johnny Weismuller. Sýnd kl. 3 og 5 pönnuð börnum innan 12 ára. Sala hefst kl. 11 f. h. TRIPOU-BÍÖ í leyniþjómistii Jagaaia (Betrayal from the East) Spennandi amerísk njósna- mynd, byggð á sönnu mviðburð um. Aðalhlutverk leika: Eee Tracy Nancy Kelly Richard Loo. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Sími 1182. ElamiaigjBisaitit fólk (This Happy Breedj Ensk stórmynd í eðlilegum lit- um, byggð á leikriti eftir Noel Coward. Sýnd kl. 9. Erfðaskráiai Sýnd kl. 3 5 og 7. Höfuiidur Mjáln » ' ixgmmi®: (Framhald af 4. síðu) þetta ekki rétt, því að þá er þar annar, sem stendur hon- um fyllilega jafnfætis. Nú legg ég það undir dóm heilbrigðrar skynsemi íslend- inga, en ekki sagnfræðinga, hvort það er trúlegt, að á Sturlungaöld séu til tveir slík- ir höfuðsnillingar, og um ann- an vitum við ekki eitt orð. Hann er algerlega hulinn gleymsku, og þó er þetta tíma- bil í sögu okkar, sem við vitum be'zt skil á af öllum fyrri öld- um. Saga þess rituð af sam- tíðarmanni, sem er með í öll- um helztu viðburðunum. Þá hefir honum glapist svo hroða lega frásögnin að týna niður einum mesta snillingi sem uppi hefir verið, ekki íátið eina vísu eftir hann. Rangæingar eiga heiðurinn af því að fóstra Snorra og gera hann að þeim höfuð- snillingi, sem hann varð. Það getur ekki einu sinni Barði Guðmundsson af þeim dregið. Hitt er svo mín skoðun, að hann hafi goldið þeim fóstur- launin með því, sem hann einn gat borgað fyrir sig með, það er að segja, að helga Rangárþingi og Rangæingum mesta listaverkið, sem hann samdi um dagana og sem jafnframt er mesta gersemi þess kyns á Norðurlöndum frá þeim tíma. NÝJA BIÖ Fró Muir og hinn framliðni Sýnd kl. 9. /Ffintýri á f jöllum Hin bráðskemmtilega vetrar- íþrótta og músik mynd. Aöal- hlutverk: SONJA HENIE (skautadrottningin) JOHN PAYNE. GLENN MILLER Og hljómsveit hans. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Sala hefst kl. 11. TJARNARBIÖ Sesar og lOeopatra Litmyndin fræga eftir leikriti Bernhard Shaws. Vivien Leigh Claude Rains Stewart Granger. Sýning kl. 9. Sonur Ifróa hattar Ævintýramynd í eðlilegum lit- um. — Cornei Wilde. Anita Louise. — Sýning kl. 3, 5 og 7. Sala hefst kl. 11. TÍMINN fæst í lausasölu I Reykjavík| á þessum stöðum: Veitingastofan Vesturg. 53 Fjólu, Vesturgötu Sælgætisbúðinni Vcsturg. 161 Bókabúð' Eimreið'arinnar, I Tóbaksbúðinni, Kolasundi | Söluturninum Bókabúð Kron, Alþ.liúsinu 1 Sælgætisg. Laugaveg 45. | Söluturn Austurbæjar Bókabúð Samtúni 12 VeraL Fossvogur Samsöngur (Framhald af 3. síðu) framúrskafandi vel útsettu rímnalög. Nú sá ma'ður fyrst breytingu á andlitum söng- mannanna, þeir sungu bros- andi með hinni sönnu söng- gleði, og söngstjórinn sló taktinn með meiri festu og nákvæmni, enda voru þessi rímnalög bezt sungin í Rytma og sérstaklega ná- kvæmt. — Vonandi fær maöur að heyra hin stóru tónverk, sem herra Leifs hef_ ir samið. O pepíta söng kórinn mjög prýðilega — ef til vill hefði þetta mjög svo skemmtilega lag mátt syngjast með meira fjöri, og sérstaklega „Húrra, Húrra,“ hefði kórinn mátt syngja miklu léttara og með meiri sönggleði, en nú voru söngmennirnir aftur komnir í sínar grafalvarlegu hugleið- ingar, og ekki einu sinni hún Pepíta gat sléttað með sín- um ósýnilegu töfrafingrum ástarinnar, þær alvöruhrukk ur sem lýstu sér á andlitum þessara myndarlegu kór_ söngsmanna. Söngstjórinn Sig. Þórðar- son leysti sitt hlutverk sem söngstjóri mjög vel af hendi, og er það ánægjulegt til þess að vita, að hér skuli vera hópur manna sem aðeins þurfa lítillrar þjálfunar við, Erlent yfirlit A. J. Cronln: (Framliald af 5. síðu) þess að fá annað' engu betra í sta'ð inn. 2. Kosningasigur kommúnista myndi leggja fjárhag og afkomu ítölsku þjóðarinnar í rústir. Banda- ríkin myndu hætta að veita ítölum nokkra fjárhagslega hjálp, en ítalir gætu ekki komist af án hennar. Þannig sjái Bandaríkin nú fyrir 90% af kolaþörfum ítalska iðnaöar- ins, en.þeir myndu loka fyrir þenn- an innflutning, ef kommúnistar ynnu kosningasigur. 3. Kosningasigur kommúnista myndi skapa fullkomna hungurs- neyð á Ítalíu. Núverandi matar- skammtur byggist eingöngu á inn- flutningi frá Bandaríkjunum, er ítalir fái gefins. Til að skýra þetta betur, er lýst ástandinu í sumum löndunum austan „járntjaldslns" svonefnda. 4. Öll sambönd Ítalíu við Vestur- Evrópu og vestræna menningu, myndu slitna ef kommúnistar sigr- uöu. Það myndi verða ítölum ó- bætanlegt verzlunarlegt og menn- ingarlegt tjón. 5. Heimveldisstefna Rússa sé það eina, sem heimsfriðinum stafi nú háski af, og hún myndi aðeins magnast og valda aukinni stríðs- hættu, bæði fyrir Ítalíu og mörg önnur lönd, ef kommúnistar kæm- ust til valda á Ítalíu. 6. Núverandi stjórn Ítalíu hafi aflaö henni álits vesturveldanna og tryggt margvíslegan stuðnig þeirra og hafi góða von um aðstoð þeirra til að ná aftur Trieste og nýlend- unum. Sovétríkin hafi hinsvegar oft spillt fyrir málefníim ítalíu og m. a. hindrað inntöku hennar í sameinuðu þjóðirnar. Préttamaöur sá, sem getur fram angreint yfirlit um kosníngamál ítöisku flokkanna, telur þann þátt- inn sterkastan í áróðri kommúnista, er fjallar Um jarðeignamálin og umráð verksmiðjanna. Andstæðing ar þeirra hafi ekki sambærileg mál til þess að vinna sér fylgi bænda og verkamanna. í áróðri and- kommúnista eru loforðin um hjálp Bandarikjanna langsamlega væn- legust til fylgis og þar standa kommúnistar höllustum fæti. Hversu áhrifaríkt þetta málsatriði er má m. a. marka á því, að kommúnistar leggja á það megin- áherzlu í áróðri sínum, að það sé aðeins blekking, að Bandaríkin muni hætti viðskiptum við Ítalíu, ef kommúnistar sigra í næstu kosn ingum. Frh. í næsta blaði. Nýsköpimm (Framhald af 5. síðu) vatnsaflsins mciri rækt en gert var í tíð fyrrv. stjórnar. Virkjun fossafísins og heita vatnsins á að vera sú nýsköpun, sem sé látin ganga fyrir öllu öðru á komandi ár- um. Með því er lagður traust- astur grundvöllur að fjöl- breyttum atvinnurekstri og auknum þægindum. Það verð ur að setja það mark og vinna skipulega að því, að innan til tölulega fárra ára geti sem allra flestir landsmenn haft not af raforkunni. X+Y. til þess að verða fyrsta flokks óperukór — ef hið alda gamla Þjóðleikshús verður komið svo langt — í bygg- ingunni — að núverandi kynslóð fái notiö þess. Hinn ágæti pianisti, Weischappel, gaf kórnum tóninn og að- stoðaði með undirspili í nokkrum lögum. Sig. Skagfield. Þegar ungur ég var „Ekkert,“ svaraði ég kuldalega. „Ég er á hraðri ferð. En hvað vilt þú mér?“ „Ég verð a'ð byrja á því að skola kverkarnar,“ sagði gamli maðurinn og bað um 'whiský. Það var ekki fyrr en hann hafði svolgrað í sig whiskýið, að hann komst að efninu. „Það er um Soffíu,“ sagði hann. Ég roðnaði. „Hvað kemur hún mér við?“ „Ekki kannske sérstaklega,“ svaraði hann og horfði rann- sakandi á mig. „En þetta verður samt hneykslismál, ef það berst út.“ Það var eins og köldu vatni hefði veriö steypt yfir mig. Ég vissi ekki, hvaðan á mig stóð veðrið. Ég nötraði allur, þyí að ég fann, að nú var ný ógæfa í aðsigi. Hann benti til sætis við borðiö, „Setztu þarna og berðu þig að því aö vera ekki með þetta yfirlæti. Og þú getur vel látið svo lítið að drekka með mér eitt glas,“ sagði hann og horfði á mig lymskulegum aug- unum. „Ertu ekki samþykkur því?“ „Ef þú endilega villt,“ tautaði ég. „Skál,“ sagði hann, þegar skenkt hafði veriö á glös okkar. Hálftíma síðar rambaði ég heim á leið, fölur og fár. Reiðin og örvæntingin börðust um völdin i huga mér. Kastaniutrén voru að skrýðast hinu fagra skrúði sínu. En ég sá það ekki. Þegar heim kom, steðjaði ég beina leiö upp til afa og lokaði vandlega á eftir mér. Hann stóð upp, þegar hann sá mig, og rétti mér bréf, sem hann var með í hendinni. „Sjáðu, Robbi,“ sagði hann — það var mikill gleðihreimur í röddinni. „Ég vann önnur verðlaun í síðustu samkeppninni — silfurblýant og innbundið eintak af „Pílagrímsförinni“.“ „Mig varðar ekkert um þessar verölaunaþrautir þinar.“ Ég hratt honum frá mér, svo aö bókin og bréfið hrutu út á gólf. Ég var reiður og gat ekki duiið það. Hann starði forviða á mig, og það brá fyrir ótta í svip hans. • „Hvað hefir komið fyrir?“ spurði hann. „Láttu það vera að setja upp undrunarsvip og þykjast ekk- ert vita.“ Ég talaði mjög lágt, en það var ekki af neinni hóg- værð eða stillingu heldur hinu, hversu hamslaus reiði hafði náð tökum á mér. „Þú talar fagurlega og þykist bera mig fyrir brjósti .... en guð minn góður — ég veit ekki, hvaö til bragðs á að taka.“ „Ég veit ekki, hvað þú ert að tala um.“ Höfuðiö á honum riðaði. „Hugsaðu þig um.“ Ég tók í axlirnar á honum og hristi hann. „Hvers vegna heldurðu, að Soffía hafi farið?“ Hann endurtók orð mín og horfði á mig, án þess að hafa hugboð um, hvað ég var að fara. En svo var allt i einu eins og birti yfir honum. Höfuðið hætti að titra, andlitssvipurinn breyttist og hann lyfti hægri hendinni, eins og ætla má, a'ð Móses hafi gert, þegar hann drap staf sínum á klettinn og fram streymdi vatn. „Ég get svarið það, Róbert, að það var alltaf vingott með okkur Soffíu. En ekki heldur meira.“ „Já .einmitt það,“ sagði ég hásum rómi, þrungnum heift og gremju. Og þetta heldur þú, að þú getir talið mér trú um eftir allt, sem ég veit um þig?“ Mér fannst ég geta lesið sekt- ina úr svip hans. „Þú hefri kallað yfir þig svívirðilegt hneyksli. Og ég vil ekki sjá þig framar.“ Skelfingin skein úr hverjum andlitsdrætti. En ég snerist á hæli og strunsaði út úr herberginu, án þess að segja meira. Meðan ég maulaði kvöldmatinn, reyndi ég að gera mér ljóst, hvaða afleiðingar þetta nýja ólán heföi. Annað veifið fannst mér þó þetta engu skipta — í næstu andrá hið óttalegasta, sem fyrir hafði getaö komiö. Ég velti því fyrir mér, hvort ég ætti að reyna að friðmælast við Galt — múta honum með því að borga fyrir hann whiskýið, sem hann þambaði sýknt og heilagt. í því fólst auðvita'ö játning. En á hinn bóginn var ekki að vita, hvað Galt kynni til bragðs að taka, ef engu yrði vikið aö honum. Ég vissi ekki, hvað ég átti að gera. Ég hafði reikað um í leiðslu og talið mér trú um, a'ö til væri göfug og háléit ást. En ég vaknaði af draumi við það, að ég var flæktur í þetta andstyggilega mál. Þegar ég kom upp aftur, stóð afi á stigapallinum. Hann hafði beðið mín. Hann rétti mér pappírsörk, virðulegur í látbragöi og sigurglaður. „Nú hefi ég sé'ð ráð við þessu, Róbert,“ sagði hann bros- andi. „Hér er opið bréf til bæjarbúa. Viltu líta á það.“ Ég tók við pappírsörkinni, þreytulegur í bragði, og renndi augunum yfir ritsmíð afa. Þetta var löng grein, stíluð til rit- stjóra bæjarblaðsins. „Herra ritstjóri .... hefi sætt svívirði- legri ákæru, sem lætt er a'ð fólki i skúmaskotum .... Ég skýt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.