Tíminn - 10.04.1948, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, laugardaginn 10. apríl 1948.
80. blað
Höfundur NiáSu
Niöurlag.
Úr því aö ég stakk niður
penna, þá get ég ekki stillt mig
um aö segja mína- skoðun
á því, hver sé höfundur Njálu.
Ég er eiiginn sagnfræðingur
og ætla því ekki að kasta fram
neinum staðhæfingum, held-
ur aðeins benda mér vitrari
mönnum á eitt og annað, sem
mér finnst benda til þess,
hver höfundurinn er.
Það er þá fyrst, hvaða kosti
þarf höfundur Njálu að hafa?
1. Hann er höfuðskáld bæði í
bundnu og óbundnu máli, því
margt af vísunum í Njálu má
til að vera eftir hann, t. d.
vísa Gunnars í haugnum og
allar draumavísurnar síðast í
Njálu. 2. Hann er spekingur
að viti og fyndinn og gaman-
samur með afbrigðum. 3.
Hann er lögfróður í bezta lagi
og hefir sýnilega yndi af laga-
flækjum.
Nú vill svo vel til, að í Rang-
árþingi elzt upp maður á þeim
tíma, sem Njála er talin skrif-
uð, sem hefir alla þessa lcosti,
Snorri Stui'luson. Merkilegt,
að enginn skuli sjá neitt sam-
band milli mesta snillingsins,
sem við þekkjum og mesta
listaverksins, og það þó sann-
anlegt, að enginn hafði betri
skilyrði til þess að vera öllu
kunnugur. Ég fyrir mitt leyti
er þess fullviss, að Njála er
runnin frá Oddaverjum og
engum mönnum öðrum. Sæ-
mundur fróði ér uppi á sömu
öld og atburðir Njálu gerast.
Hann hefir því í æsku átt tal
við gamait fólk, er mundi at-
burðina. Nú er það vitað, að
Sæmundur ritaði eitthvað nið
ur og hvað lá þá nær en að
rita uih atburði, sem gerðust
í næsta nágrenni við Odda; og
sögumennirnir, forfeður Sæ-
mundar. Hafi því nokkrar
heimildir verið um atburði
Njálu, þá hlutu þær að vera í
Odda. Þarna elst Snorri svo
upp og stíll hans er auövitað
fyrst og fremst stíll Odda-
verja. Hann ritar Heims-
kringlu fyrir fóstra sinn,
vegna þess, að Noregskon-
ungar voru forfeður Jóns
Loftssonar. Egilssögu, þegar
hann er kominn að Boi'g.
En hann lætur það bíða aö
rita um atburði, sem gerast í
Rangárþingi og iiggja honum
þó allra næst, og miklar líkur
til þess, að góðar, í’itaðar
heimildir hafi vei'ið við
hendina. Það, sem mér finnst
sennilegast, er þetta: Snorri
hefir skrifað Njálu á gamals-
aldri í Reykholti, þá orðinn
þjálfaður rithöfundur, eftir
gögnum, sem hann hefir feng-
ið frá Odda.
Með þessu móti getur rit
eins og Njála orðið til, sem um
hefir verið sagt, að höfundur-
inn hafi verið búinn að hugsa
sér síðasta oi'ðið, þegar hann
ritaði það fyrsta, svo heil-
steypt listaverk er þessi saga.
Þannig verða líka til mestu
listaverk á sviði andans.Hvern
ig er það með okkar fi'ægasta
leikrit, Fjalla-Eyvind?
Margt fleira mætti nefna.
Ég hefi heyrt, að Göte hafi
alla sína ævi verið með Faust,
og Snorri gæti hafa verið alla
sína ævi með Njálu, og þá
komist hæst í listinni.
En að Njála sé byrjenda
verk og höfundur hennar hafi
ekki ritað neitt annað, því má
hver trúa sem vill, og hvaða
öndvegisrit heimsbókmennt-
ana ætli að sé þannig til kom-
EMr Helga Haralds$
ið? Svo er annað. Er stíll
Snorra á Njálu? Það er eiix-
mitt það, sem ég held að sé,
og skal ég grípa nokkur dæmi
af haixdahófi, úr fjöldamöi'g-
unx öðrum, eix í stuttri blaða-
grein eru engin tök til þess að
gera því nein skil.
Það er háttur flestra höf-
uixda að nota sömu orð eða
orðatiltæki, ekki sízt, ef þeim
þykir mikils við þurfa, á úr-
slitastundum.
Ég maix ekki til þess, að
neimx nema Snorri noti þá
lýsiixgu á fulloi'ðnum mönn-
unx, að þeir gráti. Þetta kenxur
tvisvar fyrir í Njálu og einu
simxi í Heimskringlu, og verð-
ur öllum þeim að bana sem
þetta segja um aðra.
Skammkell segir austur í
Dal: „Það myndi mælt, ef ó-
tiginn maður væri, að grátið
hefði.“ Þetta varð hans bani.
Svo ætla ég að láta orðrétt það
sem sagt er í Njálu og Heims-
kringlu um hin tvö dæmin. í
Njálu stendur þetta:
„Þá var feixginn til Gunnar
Lambason að segja frá brenn-
unni, og var settur undir hann
stóll. En þeir Kári hlýddu til
úti á meðan. Sigtryggur kon-
ungur spurði: „Hvex'su þoldi
Skarphéðimx í brennunni?"
„Vel fyrst“, sagði Gunnar, „en
þó lauk svo að hann grét“.
Um allar sagnir hallaði
haixn mjög til, en ló frá víða.
Kári stóðst þetta eigi. Hljóp
haixix iixnar eftir höllinni með
brugðnu sverði og hjó á háls-
inn Guixnari Lambasyixi og
svo snart, að Ixöfuðið fauk upp
á boi’ðið fyrir konungiixn og
jarlana. Urðu borðiix í blóði
einu og svo klæðin jarlanna“.
í heimskringlu segir þaixixig
frá skiptum Ásbjarnar og Þór-
is sels:
„Ásbjörn snöri þá til stof-
uixnar. Hann sá, að Þórir selur
stóð fyrir hásætisborði. Ás-
björix heyrði til, að memx
spuröu Þóri frá skiptum þeirra
Ásbjörixs, og svo það, að.Þórir
sagði þar um langa 'sögu, og
þótti Ásbirni hann halla sýnt
söguni. Þá heyrði hann að
maður mælti: „Hvei'nig varð
hamx við, Ásbjörn, þegar er
þér rudduð skipið?“ Þórir seg:
ir: „Bar hann sig til nokk-
urrar hlítar, og þó ekki vel, þá
er vér ruddum skipið. En er
vér tókum seglið af honum þá
grét hann“. En er Ásbjörix
heyrði þetta, þá brá hann
sverðinu hart og títt og hljóp
í stofuna; hjó þegar til Þóris.
Kom höggið utan á hálsinn,
féll höfuðið á borðið fyrir kon-
unginn en búkurinn á fætur
honum, urðu borðdúkarnir í
blóði einu bæði uppi og niðri“.
Er þetta aðeins tilviljun, að
svona er nákvæmlega eins
skýrt frá í Njálu og Heims-
kringlu. Sami stígandinn í
frásögunni og endirinn alveg
sá sami, tæplega orðamunur.
Nú skora ég á Barða Guð-
mundsson að koma með eitt-
hvað úr ritum Þorvarðar Þór-
arinssonar, sem líkist meira
kafla úr Njálu en þetta sem
ég tilfæri úr Heimskringlu.
Annað er það, sem ég man
ekki til að neinn noti' nema
Snorri. Það er að kalla menn
hunda og hvolpa, og orðið
meri er uppáhalds kesknisorð
hjá Snorra.
Skarphéðinn segir á Mark-
arfljóti: „Hér hefi ég gripið
hvolpa tvo“.
on, Hraíiikelsstöðnm
Finnur Árixason segir við
Harald harðráða eftir Nesja-
orustu unx Magixús, son Har-
alds: „Hvað mun hvolpur sá
griðum ráða?“
Þegar Haraldur býður Finni.
Árnasyni grið við þetta sama
tækifæri, segir Finnur: „Ekki
vil ég þiggja af hundinum
þínum“.
Hrafix hinn rauði segir eftir
Brjánsbardaga í Njálu: „Runn
ið hefir hundur þinn, Pétur
postuli, tvisvar til Róms“.
Finnur Árnason segir um
Þóru drottningu Haralds harð
ráða: „Eigi er nú undarlegt að
þú hafir vel bitist, er merin
hefir fylgt þér“. Allir muna
svo það, sem Skarphéðinn
segir við Þorkel hák. Enda
minna þeir hvor á annan í
tilsvörum Skarphéðinn í
Njálu og Finnur Árnason í
Heimskriixglu.
Það er ekki hægt í stuttri
blaöagrein að .tilfæra mörg
dæmi af þessu tagi, þó þau
séu möi'g til, sem mér fimxst
benda til þess, að sami mað-
ur geti hafa skrifað Heims-
kringlu og Njálu. Svo eru
heilir póstar alveg samhljóða
í báðum bókunum. Má þar til
nefna kristniboð Þaixgbrands
og kristniboð Hjalta og Giss-
urar hvíta. Aðeins er það
greinilegra í Njálu, sérstak-
lega um Þangbraixd. Eða tök-
um til dæmis þáttinn óvið-
jaínanlega í Njálu um Kára og
Björn frá Mörk. Ég segi nú
aðeins, hver gæti hafa skrifaö
þetta annar en Snorri, þar
sem snilldin í frásögn og
kínxnin haidast eins í hendur
og þarixa? Mætti jafnvel segja
mér, að Snorri hafi aldrei
komizt lengra í snjallri frá-
sögn en þai’na er gert.
Það þætti mér gaman, að
Barði kæmi með eitthvað eftir
Þorvarð, senx kæmist nær
þessu að snilld, en ferð Þórs
til Útgarðaloka í Eddu og þátt
urinn af Ásbirni selsbana í
Heimskriixglu. Aðeins í tveim-
ur íslendingasögum er sagt
frá viðburðum, sem gerast
fyrir vestan haf, í Englandi og
írlandi. Það er í Egilssögu um
ferð þeirra bræðra, Egils og
Þórólfs, til Aðalsteins kon-
ungs í Englandi.
Svo um orustuna við Cloixt-
arf eða Brjánsbardaga í
Njálu.
Er það íxú trúlegt, að
heimaalningur uppi á íslandi
hefði getað skrifað um þetta
eins vel og þarna er gert? Það
var Snorri einn, sem var svo
kunnugur úti í löndum, að
honum væri þetta ætlandi.
Eða þá allar draumsvísurnar
siðast í Njálu. Undarlegt er,
ef mönnum finnst þær ekki
minna á kveðskap Snorra, t.
d. Darraðarljóðin, sem eru al-
veg hliðstæð Gróttasöngnum í
Eddu. þótt aðrar konurnar
máli en hinar vefi og sami
bragarháttur á báðum kvæð-
unum. Ekki er það heldur al-
gengt, að heil kvæði séu birt í
fornsögunum, nema í Njálu og
Egilssögu.
Ég veit, að fræðimeixnirnir
vilja ekki viðurkenna Snorra
sem höfund Njálu. En það er
annað, sem þeir hafa oft við-
urkennt, og það er, að Snorri
hafi borið höfuð og herðar
yfir alla snillinga á Norður-
löndum á sinni tíð. Ef hann er
ekki höfundur Njálu. þá er
(Framhald á 6. síðu)
Þegar hlé verður á næöingunum
og sólar nýtur er oröið sssmilega
hlýtt á daginn, þó að kallt sé í
tíðinni. Það er líka að koma vor-
svipur á fólkið á götunum og vor-
bragur á búning þess. Hinir Ijósari
litir færast þar í vöxt og verða
meir og meir áberandi. Þetta er
eðlilegt og þetta er/ viðkunnanlegt.
Þetta er þáttur í fögnuði vorsins.
En í sambandi við klæðnaðinn
kemur margt í hug. Það er sagt að
fólkið okkar hafi haft gaman af
að láta það eftir sér að eiga föt til
skiptanna. Um það er ekki nema
gott eitt að segja, því að það er
líka ódýrast að geta búið sig eftir
ástæðum og haft hlvtugan klæðn-
að í hvert sinn. En það er hætt
við að þetta verði stundum á
kostnað nýtninnar, ^annig að föt-
in séu lögð til hliðar hálfslitin eða
varla það, og þar með sé þeirra
sögu lokið.
Það er Iíka áreiðanlegt, að sumt
fólk, einkum það sem ekki á nema
einn eða tvo krakka, freistast til að
gera þá að leikbrúðum’ að nokkru
leiti og keppast svo við að skreyta
þær sem mest með nýjum og nýj-
um fötum. Þetta mun þó stundum
verða til þess að glæða hégóma-
skap barnanna á kostnað nýtninn-
ar, og er þáð allt annað en heppi-
legt uppeldi. Það er sannarlega sárt
að fólk skuli þannig spilla börnum
sínum með heimskulegri eyðslu.
Það er hægt að láta krakkana
ganga vel til fara, hreinleg og
smekkleg, þó að ekki sé alltaf verið
að skipta um föt og vel sé unniö
að flíkunum.
Það dugar ekki að hugsa sem svo,
að meinlaust gaman sé að láta
þetta eftir sér, fyrst fjárhagurinn
leyfi. Bæði er það, að fjárhagsins
er ekki alltaf gætt sem skyldi, og
svo leyfir alls ekki fjárhagur okkar
í heild, þjóðarhagurinn, að við eyð-
um nema sem allra minnstu til
klæðnaðar. Ef við athugum allt,
sem vantar, sjáum við það, að
hagsýni og nýtni í meðferð verð-
mætanna eru mannkostir, sem seint
verða ofmetnir í þessu þjóöfélagi.
Það er verið að kalla það „fiott-
ræfilhátt" að vilja byggja myndar-
leg hús til menningarstarfa. Ég skil
ekki þá fyndni eða rökvisi, og mér
finnst að orðið ætti betur við um
það, að kasta hálfslitnum hlut eða
minna en það, til að sýna sig öðru-
vísi klæddan í dag en í gær. Við
ættum að sýna smekkvísi og mynd-
arskap í því að nota hlutina vel og
fara vel með féð. Fyrir nokkru
sagði íslenzkur samningamaður,
sem fór til Bretlands, frá því í út-
varpserindi, aö enskur embættis-
maður, sem hafði vald til að gera
bindandi samninga um tugi þús-
unda sterlingspunda fyrir þjóð sína,
hefði verið í bættum fötum. Ætli
við neituðum okkur ekki fyrr um
allt byggingarefni, vatnsleiðslu-
efni o. s. frv., en við legðum slíkt
mótlæti á skrifstofumenn í landi
okkar?
Því fcr fjarri að glysgirni og
smekkvísi fylgist að. Trúað gæti
ég, að oft sé það fólk, sem mestar
kröfur gerir til götuklæða og sam-
kvæmisbúnaöar, gangi verst til fara
á heimilum sínum. Það eru til kon-
ur, sem ganga rifnar og óhreinar á
blessuðu heimilinu sínu, en geta
varla verið þekktar fyrir að láta
sjá sig í sömu kápunni tvo daga í
röð eöa koma á tvö böll í sama
kjólnum. Og það er hætt við því,
að dætur þessara mæðra læri að
heimta kjóla, kápur og skó til skipt
anna, áður en þær kunna að þvo
sér eða loka á eftir sér hurð.
Sparsemin getur orðið of mikil.
Það þarf að spara hana líka eins og
maðurinn sagði: En það eru fleiri
en Snorri goði, sem lítið hafa borizt
á og ef til vill verið hafðir í flimt-
ingum þess vegna, en gátu svo dfeg
ið fram sjóðinn, þegar mest lá á,
— bæði þeim sjálfum og öðrum.
Og ég vona að íslenzka þjóðin eigi
enn í eðli sínu nokkrar erfðir frá
Snorra goða og til sé fólk, sem hugs
ar rólega fram í tímann og þolir
vel að heyra háð 0". flim grunn-
hygginnar yfirborðsmennsku í vit-
neskju þess, að síðar komi úrslita-
stundir lífsins, þegar markviss fyrir
hyggja og ráödeild vinnur sigra
sína.
Pétur landshornasirkill.
Konan mín
Elísalict Auðeinsílóttir
Hjarðarbóli, Akranesi, verður jarðsett þriðjúdaginn 13.
apríl kl. 2 e. h. Ef einhver hefir hugsað sér að senda
blóm eða kransa, er þeim vinsaml. bent á að styrkja
heldur Sjúkrahús Akraness.
Signrður Gíslason.
Jarðarför
í®ors<4*‘iiis Jónssonar
fer franx frá heimili hans, Hrafntóftum, Djúpárhreppi-,
þriðjudaginn 13. apríl kl. 12 á hádegi. Jarðað verður
í Odda.
Vandamenn.
iiiiimniiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiniiinimiiiiiiiiiiiiiiii.iiaiiiiiiiiiiiiniiiiiiniiiiiiiiiiiniiii iiiiiiiii"iiii
I> akkar ávar p.
Hjartanlega þakka ég hinum mörgu, sem heiðruðu
| okkur hjónin ásamt börnum okkar, með virðulegum
1 samsætum við brottför nxína frá Þórshöfn.
Ennfremur vil ég þakka stjórn, félagsmönnum og
I starfsfólki Kaupfélags Langnesinga höfðinglegar
| gjafir. — Hugheilar þakkir til ykkar allra fyrir gott
I og ánægjulegt samstarf undanfarandi seytján ár.
| Karl Hjálmarsson.
ziiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuimiuiiiiiii;