Tíminn - 16.06.1948, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.06.1948, Blaðsíða 1
1« r— STcrifstofur í Edduhúsinu Ritstjórnarsímar: 4373 og 2353 Afgreiðslu- og auglýs- ingasími 2323 Prentsmiðjan Edda < -----—----------—------------- 32. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 16. júní 1948. 132. blaS Rætt við Benjamín Sigvaldason, konda að Gilskakka í Oxarfirbi Um þessar mundir er staddur hér í bænura Benjamín Sigvaidason, bóndi að Gilsbakka í Öxarfirði í Nerður-Þing- eyjarsýslu. Benjamín var litið inn á skrifstofu blaðsins í mcrgun, svo að blaðið greip hann þegar gióðvolgan til þess að spyrja hann almennra tíðinda úr héraði hans. — Hvernig hefir tíðarfar verið undanfarið? — Veturinn var fremur léttur, en þó all-gjaffrekur, einkum frarnan af, en það er einmitt sá tími, sem verður að nota til að beita hvað mest. Vorið var með fádæm- um kalt, svo að jafnvel elztu menn muna tæplega meiri vor kulda og gróðurleysi. — En skepnuhöld? — Þau voru alveg afburða góð, vegna þess að menn gera svo vel við féð, gefa því t. d. alltaf hey af ræktuðu landi, en það gerir herzlumuninn. Líklega hefði orðið fellir, ef fóður hefði eigi verið nægi- lega gott. Það þætti líklega mörgum merkilegt í Skaga- firði og Húnavatnssýslu, að ég sleppti fyrst hestum af gjöf hinn 10. júní s.l., sama daginn og ég lagði af stað hingað’ suður. — En hvað er svo að segja um búskapinn yfirleitt? — Flestir eru nú einyrkjar í héraðinu, og hefir því bú- skapurinn gengið á ýmsu. Einn bóndinn réð mann í ársvist og hét að borga hon- um 11 þús. kr. í árskaup auk fæðis og húsnæðis. Hann vék vinnumanninum aö mánuöi liðnum, er í ljós kom, að vinnumaðurinn vildi eigi hirða búpening á sunnudög- um. Sýndi þessi vjnnumaður glögglega hugsunarhátt margra kaupstaðabúa. — En afkoman? — Afkoman er ágæt. Efn- aðasti einyrkinn á 172 þúsund kr. skuldlausa eign. Álögur og opinber gjöld eru óheyri- lega mikil. Hafa útsvör hækk að um 10 þús. krónur vegna almannatrygginganna. í mörgum tilfellum er féð tekið úr vasa hinna fátæku og veitt hinum efnaðri. Þeir, sem njóta styrkja frá þessum tryggingum, eru flestir betur bjargálna og efnaðri en sum ir bændanna, einkum þeir, sem eru að byrja búskap — og veldur það einkum því, hve fólkið flýr nú svo mjög sveitirnar. Bændur, sem tekið hafa ,,próventu“-{fólk', hafa skuldbuncíið ;(g til að sjá þeim fyrir öllum lífsnauö- synjum til æviloka og fengið í staðirm þær eignir, sem þessir ' íHnstaklingar áttu. Þessir bændur eru venjulega efnuðudtu bænduV dveitar- innar. Þeir eiga enga kröfu á ríki eða aðra aðila um meiri framlög með þessum gamalmennum, en svo rétta almannatryggingarnar þess- um stórbændum fullan líf- eyri með þessu fólki, og verð- ur að skoða það sem gjöf. Markmiði almannatrygging- anna væri efalaust hægt að ná á miklu auðveldari hátt. Fargjöld AOA verða að greiðast með dollnrnm Ameríska flugfélagið AOA hefir í dag tilkynnt að frá og með 1. júlí veroi farseðlar að- eins seldir gegn greiðslu í dollurum. Frá þeim tíma verð ur ekki tekið á móti islenzk- um krónum fyrir fargjöld. Umboðsmaður AOA segir að orðið hafi að gjöra þessa ráö- stöfun vegna þess að félagið hafi enga möguleika á að nota slenzka peninga, en í öðrum löndum þar sem það starar hefir þeim verið gefið leyfi til að yfirfæra peninga fyrir farseðla, í dollara. Umboðsmaðurinn gjörir ekki ráð fyrir að hægt verði að taka á móti greiðslu í ís- lenzkum peningum aftur, fyrr en lausn hefir fengizt um yfirfærslu á inneign AOA hér. Farseðlar. sem þegar hafa verið keyptir, og gilda fyrir flugi eftir 30. júní hafa sitt fulla gildi. Farþegar, sem vilja kaupa farseöla fyrir mánaða mótin næstu, og fara héðan fyrir 1. júlí, fá að greiða í íslenzkum krónum, einnig fyrir heimferðina til íslands aftur, þó hún verði ekki fyrr en eftir þann tíipa. Stórstúkuþingið sett í gær 48. þing Stórstúkunar var sett í gær í Reykjavík. Klukkan 1 söfnuðust templ- arar saman við Góðtemplara- húsið og gengu þaðan fylktu liði til kirkju og hlýddu messu hjá sr. Árna Sigurðssyni í Frikirkj unni. Síðan fór fram þingsetning. Komnir voru til þings 105 fulltrúar frá 3 umdæmisstúk- um, 5 þingstúkum, 33 undir- stúkum og 16 unglingastúk- um. Myndin til hægri er af hinuni nýjaforteta Ítalíu Einaudi. Hann er 74 ára og er meðlimur frjálslyndaflokksins. Hann er að ræða við Bonomi forseta ítalska þingsins. Frá abalfundi Nemendascmbands Menntaskolans í Rvík 2A af ársvöxfum Aldar- :ins veröur Þing S.U.F. hefst á Akureyri á Þingið sækja aim 200 fnlltrnar. Þing sambands ungra Fram sóknarmanna var sett í sam- komuhúsinu á Akureyri ki. 10.30 árdegis. Mættir voru á annað hundrað fulltrúar, en margir voru ókomnir. Alls er búizt við að um 200 fulltrúar sæki þingið. Jóhannes Elíasson, formað- ur S. U. F., setti þingið og minntist sérstaklega tveggja látina félaga, Þorgerðar Þor- varðardóttur, form. F. U. F. á Akureyri. ! Forsetar þingsins voru kosnir Steingrimur Þórisson, ( Guttormur Óskarsson og Þrá- j inn Valdimarsson, en ritarar Skúli Benediktsson, Þorsteinn Eiríksson og Erna Einarsdótt ir. Þegar lokið var kosningu starfsmanna þingsins, flutti formaður skýrslu stjórnarinn ar. ! Búizt er við, að þinginu j Ijúki ekki fyrr en á laugardag. AÖalfundur Nemendasambands Menntaskólans í Reykja vík var haldinn kl. 9 í fyrrakvöld í hátíðasal Menntaskól- ans. Höfuðmál fundarins var að ganga frá skipulagsskrá Aldarafmælissjóðs læröa skólans, sem var stofnaður fyrir tveim árum. Sunnlennzkir bænd- ur efna til mikillar fcendafarar norðnr Hefir nú verið ákveðið að úthluta % af ávöxtum sjóðs- ins. Hver styrkur, sem út- hlutað verður af sjóðnum, má ekki vera lægri en 600 krón- ur. og að jafnaöi ekki hærri en 1200 krónur. Þó má hann nema allt að því 2400 krónum við sérstakar aöstæður. Um úthlutun þessa annast ut- hlutunarnefnd Bræðras. Nem endasamband Menntaskólans hefir rétt til þess að sjá um ávöxtun sjóösins. Markmið sjóðsins er að ef!a fjárhag efnalítilia nemenda í skólanum. Sjóðurinn, sem nemur alit að því 200 þús. krónum, verður afhentur af Birni Þórðarsyni við skóla- slit í dag. Þá var kjörin ný stjórn Nemendasambandsins. Gísli Knattspyrnuför Hafnfirðinga til ísafjarðar Knattspyrnufélögin Hörður og Vestri buðu hingað knatt- spyrnumönnum frá íþrótta- bandalagi Hafnarfjarðar, og komu þeir hingað með Cata- línaflugbát. Fyrsti leikurinn fór fram 11. þ. m. og unnu ísfiröingar með 2 mörkum gegn 1. Síðari leikinn unnu Lsfiröingar með 4 mörkum gegn 1. Hafnfirðingar eru farnir suður aftur fl-ugleiðis. Guðmundsson tollvörður var kosinn formaður stjórnarinn ar. Meðstjórnendur: Páll Tryggvason, Oddný Stefáns- dóttir, Bjarni Tryggvason og Alexander Jóhannesson. í kvöld eínir sambandið svo til fagnaðar að Hótel Borg, sem hefst kl. 6.30. Aöalræð- una þar fiytur Þorlákur Björnsson, verkfræðingur, sem talar fyrir hönd 25 ára stúdenta. Aðalfundur Sölu- miðstöðvar hrað- frystihúsanna hefst í dag Aðalfundur Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna hefst í dag klukkan tvö. Fundurinn verður haldinn í Breiðfirð- ingabúð og lýkur honum væntanlega á laugardaginn. Flestir fulltrúanna, sem sækja fundinn, en þeir verða um fimmtíu eru komnir til •bæjarins. Eru þeir frá frysti- húsum viðsvegar um landið, en alls munu frystihúsin, sem standa að sölumiöstöðinni vera um fimmtíu að tölu. Á fundinum verða rædd ýms aðkallandi mál, sem bíða úr- lausnar hjá Sölumiðstöðinni og hraðfrystihúsunum al- mennt. Og væntanlega gerö- ar ályktanir um flest þeirra. Á föstudagsmorguninn legg- ur af stað frá Félagsgarði í Kjós noröur í land einhver stærsti hópur bænda, sem farið hefir í bændaför hér á landi. í hóp þessum verða um 120 manns, bændur og konur þeirra. Lagt verður af stað frá Fé- lagsgarði í Kjós klukkan átta á föstudagsmorguninn. Þann dag veröur haldið alla leið að Hólum í Hjaltadal og gist þar um nóttina. Næsta dag verður farið til Akureyrar og gist þar næstu nótt. Alls er gert ráð fyrri, að ferðaiagið taki 9—10 daga og verður farið alla leið austur á Hérað. Bændaför þessi er farin á vegum Búnaðarsambands Kjalarnessþings, og er Stein- grímur Steinþórsson búnaðar- málastjóri fararstjóri, en í fararstjórninni verða einnig þeir Kristinn Guðmundsson Mosfelli og Ólafur Bjarnarson, Brautarholti, sem báðir eru í stjórn búnaðarsambanddsins. Gústaf Svíakonung- nr níræður í dag Gústav fimmti Svíakonung- ur er niræður í dag og fara fram mikil hátíðahöld af til- efni þess í Stokkhólmi. Hin aldraði konungur er elzti núlifandi þjóðhöfðingi í heiminum og einn þeirra, sem iengst hafa setið á valdastóli. Hann kom til ríkis að föður sinum látnum árið 1907.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.