Tíminn - 16.06.1948, Blaðsíða 3
132. blað
TÍMINN, miðvikudaginn 16. júní 1948.
3
I.
Þjóðviljinn hefir skýrt svo
frá, að ég hafi á samkomu í
Höfn í Hornafirði sagt, að ég
væri viss um, að faldar eign-
ir íslendinga í Bandaríkjun-
um mundu vera um 20 millj-
ónir dollara. Þessi frásögn
hefir vakið nokkra athygli,
og hefði hún þó að minnsta
kosti ekki átt að koma
kommúnistum á óvart, því að
þeir hafa þrásinnis haldið
því fram, að vitað væri um
49 milljón dollara inneign í
Bandaríkjunum. — En ég vík
að þessu síðar.
Ræða sú, er ég flutti í
Höfn, var ekki skrifuð, og get
ég því ekki birt þennan kafla
orðrétt, en ég talaði meðal
annars um verzlunarmálin.
Ég sýndi fram á, að það hefði
verið ósæmandi og þjóð
hættulegt misrétti, að sam-
vinnufélögin hefðu í tíð fyrr
verandi stjórnar haft um
14% af innflutningi vefnað
arvöru og innflutning ann-
arrar skyldrar vöru í svipuðu
hlutfalli. Þó væri það sannað
með þriggja ára reynslu
vegna sykurskömmtunar, að
samvinnufélögin hefðu við-
skipti við 45% landsmanna
og sams konar sannanir hafa
komið í Ijós við eplaskömmt-
unina á síðastliðnum vetri.
Nokkrar leiðréttingar hafa
að vísu fengizt á þessu í tíð
núverandi stjórnar. Þó ekki
merkilegri en svo, að í áður-
nefndum vöruflokkum (vefn-
aðarvöru o. fl.) fá samvinnu-
félögin að flytja inn milli 20
og 30 af hundraði, eða um
helming þess, sem þau eiga
'faunverulega rétt á. — Með
þessum verzlunarháttum
skapaðist óþolandi vöruskort
ur, fyrst og fremst hjá fólki
úti um land, sem aðallega
verzlar við samvinnufélög.
Ennfremur væri, með því að
halda samvinnufélögunum í
vörusveltu, engin trygging
fyrir því, að landsmenn væru
eigi féflettir í stórum stíl
með of háu vöruverði og
raunar opnuð leið til þess. —
Og ekki væri sagan með því
öll sögð. Erlendir selstöðu-
kaupmenn hefðu fyrr á öld-
um rúið íslenzku þjóðina og
flutt fjármuni hennar úr
landi. Hið óhugnanlega í
verzlunarmáta undanfarinna
ára væri það, að þetta fyrir-
hrigði gerði vart við sig í
stórum stíl að nýju. Hinn
rangfengni verzlunargróði
væri ekki einu sinni notaður
til þess að eyða honum hér á
landi, eða til þess að setja
hann í framkvæmdir og
fyrirtæki til þess að gera land
ið byggilegra, heldur fluttur
úr landi og falinn erlendis
til þess að eiga hann þar eða
eyða honum í framandi lönd-
um.
í þessu sambandi skýrði ég
Irá því, að ég hefði að vísu
engar upplýsingar frá ríkis-
stjórninni um neinar inn-
stæður erlendis, enda gaf
hún út fyrir nokkru (eða ut-
anríkisráðuneytið) yfirlýs-
ingu um það, að hún vissi
ekki um neinar innstæður
íslendinga erlendis. En ég
skýrði frá því, að ég teldi mig
þó hafa góðar heimildir fyr-
ir því, að jafnvel í Englandi,
þar sem íslendingar vildu
þó, að minnsta kosti fyr'st
Eftir Hermann. Jónasson
eftir styrjöldina, ógjarnanj
eiga inneignir, með því að
þfeir töldu gengi pundsins ó-
tryggt, hefðiv innstæður ein-
stakra íslenzkra manna og
félaga 1947 verið milli 10 og
20 milljónir króna; senni-
lega nær 20 milljónum. Ég
sagðist ennfremur hafa á-
reiðanlegar heimildir fyrir
því, aö íslendingar hafi á
miðju árinu 1947 átt banka-
innstæður í. Bandaríkj unum,
er námu rúmlega 20 milljón-
um Xróna.
Af þssari vitneskju og öðr-
um rökurn, er ég færöi fyrir
máli mínu, taldi ég ekki ó-
varlegt að álykta, að í Banda-
ríkjunum næmu eignir ís-
lendinga allt að jafnmörgum
milljónum í dollurum og
bankainnstæður þeirra í
krónum.
II.
Grunur um það, að íslend-
ingar hefðu komið fé undan
til útlanda, fyrst og fremst
til Bandaríkjanna, byrjaði
fyrir alvöru 1944, er saka
málsrannsókn hófst í hinum
svokölluðu heildsalamálum.
Rannsóknin hófst, eins og
kunnugt er, fyrir þá sök, að
bréf með sönnunargögnum
bárust í hendur viðskipta-
ráðs. í þeirri hrafllcenndu
rannsókn, er þá fór fram,
upplýstist, að sumir innflytj-
endur höfðu þá þegar dreg-
ið sér og komið undan er-
lendis hundruðúm þúsunda.
Þeir, sem betur þekktu til,
töldu sig þó vita, að það
væru ekki sérstaklega þeir
sekustu, sem til náðist, held-
ur af handahófi hinir, sem
voru svo óheppnir aö hafa í
vörzlum sínum bréf, er sönn-
uðu að minnsta kosti að
nokkru verzlunarhættina.
Sakadómari mun hafa tal-
ið, að rannsókn þessi yrði
mjög yfirgripsmikil, ef hún
ætti vaö fara fram með þeim
hætti, sem nauðsynlegt var
og óskað var eftir, að sér-
stakur dómari yrði skipaður
til þess að fara með þessi
mál. Því var neitað. Einnig
kom í Ijós, að rannsókn yrði
ekki framkvæmd, í þessu
máli, svo að nokkru haldi
kæmi, nema maður yrði send
ur til Bandaríkjanna til þess
að rannsaka og upplýsa mál-
ið þar, en úr því varð ekki
heldur. Við það var hætt,
þegar hann var ferðbúinn til
útlanda fyrrnefndra erinda.
Með þessum aðferðum við
rannsóknina var glatað því
tækiíæri, hinu fyrsta og
bezta, til þess að gera tvennt
í einu: að upplýsa, hverjar
innstæður væru til staðar
erlendis, og að taka fyrir
kverkarnar á frekari fjár-
drætti til útlanda. í stað þess
að rannsóknin yrði eftir-
minnileg áminning, varð
hún raunverulega að nokkru
leyti vísbending til innflytj-
enda um þaö, hvernig þeir
ættu að vinna framvegis,
eins og ég kem síðar að.
mitt og Framsóknarflokksins
í ríkisstjórninni, að ljóstra
því ekki upp, hverjar inn-
stæður séu erlendis og hverj-
ir eiga þær. Þaö er þó aug-
ljóst og öllum vitanlegt, að
meginið af þessum innstæð-
um safnaðist þar í þeirra
stjórnartíð. Enn fremur er
vitað, að auðveldara var að
fyrirbyggia, að fé væri skot-
ið undan en að finna þaö
eftir á. Og fyrst kommúnist-
ar ásaka nú ráðherra Fram-
sóknarflokksins fyrir áhrifa-
leysi í ríkisstjórninni, í
stjórnardeildum, sem ráð-
herrar annarra flokka fara
með, liggur beinast við að
spyrja: Hvers vegna voru
þcf.r sjálfdr svo aögerðalaus-
ir í ríkisstjórninni, að þeir
fengu því ekki rÁðið, sem
auðveldast var, að koma í
veg fyrir þennan fjárdrátt?
Ég býst ekki við, að það
veröi_véfengt, að meginið af
undandrættinum átti sér
stað í tíð fyrrverandi stjórn-
ar. En til frekari sönnunar
má á það minna, að Hauk-
úr Helgason, frambjóðandi
kommúnista í Strandasýslu,
liélt því fram á hverjum
fundi 1946, að faldar inneign
ir heildsalanna íslenzku
næmu tugum milljóna í doll-
urum. Haukur Helgason, sem
þá var í viðskiptaráö.i, mun
hafa talið, að rapnsóknin í
heildsalamálinu, sem náði
þó yflr lítið brot af innflutn-
ingnum, sýndi þetta meðal
annars. — En hvað sem því
liður, var þetta skýr játning,
enda var Hauki Helgasyni ó-
spart á það bent, hvílíkur
vitnjgburður þetta væri um
verzlunarháttu þeirrar stjórn
ar, sem flokkur hans stóð
að.
Annait þarf ekki um þetta
neinar játningar. Það er vit-
að, sem og hefir verið sýnt
fram á, bæði af mér og öðr-
um Framsóknansönnum, að
samstarf fyrrverandi rikis-
stjórnar byggöist á því fyrst
og fremst að hækka kaup-
gjald aö krónutölu, lækka
verðgildi peninganna jafn-
óðum, svæfa þannig launa-
fólkið með svokölluðum
„kjarabótum“, meðan þeim
auði, sem þjóðin hafði safn
að, innan lands og utan, var
eytt og honum komið örugg-
lega fyrir að miklu leyti í
felu.r. hérlendis og erlendis.
Þegar þessu var lokið, var
staðið upp frá tæmdum borð
um, tómum sjóðum, óviðráð-
anlegri dýrtíð.
III.
Kommúnistar
mjög um það
ræða nú
áhrifaleysi
IV.
Verzlun okkar tók ekki
breytingum til batnaðar fyr-
ir landsmenn við rannsókn-
ina. Nýjar vinnuaðferðir
voru teknar upp og varfærn-
ari. Stofnuð voru, sérstak-
lega í Bandarikjunum, þar-
lend firmu, með þátttöku ís-
lenzkra manna, er höfðu at-
vinnu af því að kaupa og
flytja vörur til landsins.
Hvað sem álagningu erlend-
is leið eftir það, var ekki
unnt að láta íslenzk lög taka
til þessara viðskipta. Það
leyndi sér þó ekki, hvaö var
að gerast. Konur, sem dval-
ið höfðu vestan hafs, ráku sig
á það, þegar þær komu heim,
að kjólar, sem kostað höfðu
10 dollara þar vestra, kost-
uðu 650 krónur hér. Menn
ráku sig á það ýmsir, að
kúlupennar, svo kallaðir, kost
uðu hér 75—85 krónur. Sams
konar tegundir kostuðu í
smásölu í verzlunum í
Bandaríkjunum 1 dollar.
Viravirkishólkar fyrir varalit
kostuðu hér um skeið um
85 krónur, en sama tegúnd
rúman dollar i smásöíu vest-
an hafs. Höfuðklútar, sem
kvenfólk keypti mikið af,
kostuðu vestanhafs 1—3 doll-
ara í smásölu, en 75—90
krónur hér. Og svo voru þess-
ir eyrnalokkar, hringir og
alls konar fataskraut kvenna,
sem selt var á einn og tvo
tíollara á hverju götuhorni
vestur í Bandaríkjunum.
Fólk fer nærri um það, hvað
sams konar vara kostaði hér.
— Þetta og fleira var fólk,
sem ferðaðist vestur um haf,
að reka sig á af- til-viljun.'‘En
almennt er fóík svo' ’ rnéin-
laust, að það er ekkí að elt-
ast við aö afla sér sannana
um verðið til þess að geta
haldið uppi kærum, endá
hafa menn þráfaldlega rek-
ið sig á það, '.áð faktúrur
„sönnuöu“, að ..þetta ' háa
verft' var „rát'-Várð“. . . ... , ■
En er þatThú: óéðmeg.tr'að
álykta, að , e.ittþvað. svipað
verðlag hafi "dgilt, þó að í
minna mæli hafi. yprið, um
marijar eða jafnvel; flestar
aðrar vörur utan mátydru og
þess háttar? En hafa.mehn
þá jafnframt hugleittr.V.áð
ekki þarf nema nokkra. af
hundraði, af verulegum hlúta
innfluttrar vöru um. .ára^
tímabil til þess., að þhð, yerð'i
æði margir milljónatugir, er
þannig safnast erlendis?
En auk þess greiða flest er-
lend firmu, einkum í Banda-
ríkjunum, umboðslaun, stund
um mjög há, og eru þau
reiknuö innflytjendum sér-
staklega. Þetta er á almanna
vitorði og auk þess upplýst
við rannsókn hér á landi
vegna bréfaskipta milli ís-
lenzkra firma og erlendra.
Þekktur kaupsýslumaður hef
ir haldið því fram opinber-
lega, að þetta væri svo föst
venja, sem og hitt, að leggja
þessar fjárhæðir inn á sér-t
stakan reikning hinna ís-
lenzku firma erlendis, að
slíkt væri ekki umtalsvert.
En þótt þetta sé ekki nema
5 af hundraði, skapar það
eitt, af mörg hundruð millj-
óna innflutningi um langt
árabil, einnig tugi milljóna
í innstæðum erlendis. _
Ég ætla ekki að gera gjafa-
bögglana hér sérstaklega að
umtalsefni, En hagfræðinga-
nef(Sdin var ekki i miklum
vafa. um það, sem og líka nú
er almennt vitað, að-gegnum
þá voru fluttar milljónir tii
útlanda, að þvi ógíeymdu, að
mörg undanfarih ár háfá
verið keyptir hér á svörtum
markaði, eftir því sém'ýms-
ir menn hafa höndum úndif
komizt, dollarar, og væntan-
lega fyrst og fremst ekki til
annars en flytja þá tif
Bandaríkj anna. Sannleikur-
inn er sá, að stjórnarfarið í
mörg ár hefir skapað hin á-
kjósanlegustu skilyrði fyrir
fjárdrátt og fjárflótta til út-
landa. Sihækkandi dýrtið hef
ir aukið vantrúna á íslenzk-
an gjaldmiöil. Fjármála-
stjórnin hefir valdið því, að
peningamenn hafa talið fjár-
muni sína ótrygga hér. — Og
ofan á allt annað hefir eft-
irlitið, vægast sagt, verið lít-
ið. Vitanlega eru þetta næg-
ar sannanir fyrir því, þegar
athugað er það geysilega pén
ingaílóð, sem hér hefir ver-
ið í umferð, einkum í verzl-
uninni við útlönd, að pening-
ar hafa verið fluttir úr landi.
með ýmsu móti í stórum stíl.
V.
Þegar ég var staddur í
Bandarikjunum siðastliðiÖ
haust, var birt þar í víðlesnú
blaði skýrsla um duldar inn-
eignir ýmissa landa i Banda-
ríkjunum, og mætti því ætla,
að auðvelt væri að fá þess-
ar upplýsingar aö þvi er ís-
land snertir. Utanríkisráðu-
neytið hefirþóundanfariðbirt
yfirlýsingu um, að ekki væri
kunnugt um neinar innstæð-.
ur íslendinga erlendis. I
blaði stjórnarforustunnáf',
Alþýðublaðinu síðastliðihi
föstudag segir í forustu*
grein:
‘ „En ríkisstjórnin hefir lýst
ýfir því, að henni sé ókunn-
úgt um þennan fjárflótta og
borið til baka þá fullyrðiiig'fi
kommúnistablaðsins, að húh.
hefði með höndurp nokkra
skýrslu um ólöglegar ihh-
stæður erlendis, eigendm?
þeirra eða samastað“.
•\En siðastliðinn sunnudag
tiíkynnir ríkisstjórnin, að
samkvæmt skýrslunni „INT.-r
ERNATIONAL MONETARY
FUND“ séu bankainnstæður
íslenzkra manna og félaga
30. júní 1947 26 milljónir
króna. Þessar upplýsingar
éru í aprílheftinu, er sjóðíír-
inn gefur út ðls. 75 og bls,
149. Þar stendur um inneign-
ir, sem bankar hafi gefið upp
að ísland ætti: „Short-Term
Assetst in the U. S.: As ol'
June 30. 1947 3 million doilars
were official and 4 millfori
were private holdings“.
Þessi bók hefir undanfariö
verið i höndum manna hér á
landi. Og nú hefir þessi nið-
urstaða einnig verið birt þjóð
inni. En ég hefi einnig sagt
það opinberlega, að ég tei.
mig hafa góðar heimildir fyr-
ir því, að innstæður íslenzkra,
manna og félaga í enskurr.
bönkum 1947 muni nem&,
milli 10 og 20 milljónurr..
króna. Ég vænti þess, að þess;
verði ekki langt að bíða, að
það verði ljóst, hvort ég fer
hér með rétt mál. En þegar
á það er litið, að íslendingar-
eiga milli 10 og 20 milljónir
í bankainnstæðu i Bretlandi,
og þegar þess er gætt, ao
bankainnstæður íslendinga, i.
Bandarikjunum eru milU £0
og 30 milljónir króna, psn-i
ingar, sem liggja þar vaxtai>
lausir og svo mjög á glúm-'-
bekk, að skýrslur eru birtát1
Um það í alþjóðlegum bók'úir ,
(Framhald á 4. siffiVþ’^
* a